Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 3. aprfl 2008 19 Handbolti karla: Stjarnan 26 - ÍBV 26 Enn koma Eyjamenn á óvart SIGURÐUR Bragason hefur farið fyrir sínum mönnum í ÍBV af miklum krafti í síðustu leikjum ÍBV en það dugði ekki til. Hér er hann með fyrrum félgögum sínum í IBV sem í ár urðu Islandsmeistarar með Haukum. F.v. Gunnar Berg Viktorson, Sigurður, Arnar Pétursson og Gísli Guðmundsson. Meistaraflokkur karla í handbolta heldur áfram að koma á óvart þessa dagana en á laugardaginn náði liðið jafntefli við sterkt lið Stjömunnar á útivelli, 26:26 en Stjarnan var yfir í hálfleik, 15:13 Síðustu leikir hafa sýnt að það býr mun meira í liðinu en það hefur sýnt í vetur. Þessi skyndilega breyting kemur kannski of seint enda Eyjamenn fallnir. Þetta er engu að síður sárabót fyrir liðið sem hefur sætt mikilli gagnrýni í vetur. Leikurinn á laugardaginn var mjög jafn og spennandi líkl og síðasta viðureign liðanna sem réðst aðeins á seinustu sekúndu. Það voru þó tveir leikmenn sem stóðu upp úr í leiknum, þeir Leifur Jóhannsesson og Vignir Stefánsson. Vignir hefur verið að banka ansi fast á meistaraflokksdymar undanfama mánuði, fékk tækifæri í þessum leik og nýtti það til hins ýtrasta. Leifur hefur hins vegar ekki sýnt sitt rétta andlit í vetur ásamt fleiri leikmönn- um en hann steig svo sannarlega upp í þessum leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Stjaman leiddi þó í hálfleik 15-13. Seinni hálfleikurinn bauð upp á góðan vamarleik hjá báðum liðum en það var Sergey Trotsenko sem tryggði Eyjamönnum jafntefli í lokin með skoti líkt og í seinasta leik liðanna en þar tryggði hann reyndar IBV sigurinn. Gott jafntefli í höfn hjá liðinu sem er því komið með sjö stig. Það verður fróðlegt að sjá hvernig lið ÍBV mun verða skipað á næstu leiktíð þar sem margir leikmanna þess eru á leiðinni til Reykjavíkur til náms og aðrir einfaldlega að hætta. Margir þessara leikmanna sem munu fara frá Vestmannaeyjum eru einfaldlega burðarstólpar liðsins og er vont að missa þá. I Ijósi þess að liðið er fallið verður hægt að nota yngri leikmenn og nóg er til af þeim. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn til í Vestmannaeyjum sem hungrar í að spila með meist- araflokki. Það verður því gaman að sjá hvernig Eyjamenn ná að koma sér út úr þessum vandræðum. Annar fl. karla Stór skell- ur í lokin Um helgina lék 2. flokkur karla sína síðustu leiki á tímabilinu á móti Stjömunni og Haukum. Fyrri leikurinn var gegn Stjömunni sem hefur staðið sig vel í vetur. Stjörnumenn stjórnuðu leiknum allan tímann og leiddu í hálfleik með fjórum mörkum 19:15. Seinni hálfleikurinn var svipaður og voru það Eyjamenn sem eltu Garðbæinga sem unnu leikinn með 6 mörkum 35:29. Seinni leikurinn var gegn sterku liði Hauka sem höfðu unnið IBV tvisvar helgina áður. Leikurinn var hörmulegur af hálfu Eyjamanna sem skomðu aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik, svo það voru Haukar sem leiddu með 17 mörkum í hálfleik 21:4. Eyjamenn spýttu þó aðeins í lófana í seinni hálfleik skoruðu aðeins meira en Haukar unnu þó leikinn 36:17. Flokkurinn lenti því í næstneðsta sæti suður-riðils með sex stig úr 18 leikjum sem getur ekki talist nógu gott hjá flokki sem hefur alla burði til að vera í fremstu röð. Það er mikið af góðum leikmönnum f flokknum sem eiga eftir að springa út og munu kannski gera það í 1. deildinni á næsta tímabili. |l<arfan - Minnibolti - Úrslit Unnu þrjá leiki af fjórum Strákarnir í Minniboltanum hjá Körfuknattleiksfélagi ÍBV tóku þátt í úrslitakeppni Islandsmótsins um helgina. Minniboltinn er skipaður leikmönnum sem eru fæddir 1996 og yngri. Þessi flokkur hefur staðið sig frábærlega í allan vetur og mikið af efnilegum leikmönnum er í flokknum. Eyjamenn byrjuðu mótið gegn sterku liði Hauka sem höfðu fyrir þetta mót staðið sig mjög vel. Leikurinn varð mjög spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í seinustu lotu. Staðan var jöfn í hálfleik en Haukar voru sterkari á lokamín- útunum og náðu að knýja fram sigur 54:50. Aron Valtýsson var með 27 stig í leiknum, en Valtýr Birgisson með 10 stig og mörg fráköst. Næsti leikur var gegn KR en sá leikur varð einnig jafn til að byrja með. Staðan í hálfleik var 24:24 en Eyjamenn höfðu yfir í lok þriðju lotu 36:35. í fjörðu lotu leiksins sýndu Eyjamenn hins vegar að þeir geta spilað góða vörn og Vesturbæingar komust hvorki lönd né strönd og töpuðu leiknum með sjö stiga mun 47:40. Aron Valtýsson var með 20 stig í þessum leik, Valtýr með 11 stig auk fjölda frákasta og Sigurður með 10 stig. I þriðja leiknum byrjaði IBV betur og leiddi eftir fyrstu lotu 15:10. I hálfleik leiddu Eyjamenn 25:20 en Grindvíkingar náðu að minnka muninn niður í tvö stig í þriðju lotunni. I fjórðu og seinustu lotunni tóku svo hið svokallaða „þríeyki“ Aron, Valtýr og Sigurður til sinna mála og fóru á kostum og skoruðu saman 15 stig og tryggðu Eyjamönnum tíu stiga sigur 50:40. Aron Valtýsson var með 21 stig, Valtýr með 11 og Sigurður með 8. Seinasti leikur keppninnar hjá IBV var gegn Stjörnunni. Eyjamenn spiluðu frábærlega í þessum leik og komust yfr í 20:8 og leiddu í hálfleik 32:12. Þessi sigur Eyjamanna var aldrei í hættu. Leikmenn ÍBV léku sér að BJÖRN þjálfari leggur línurnar. Mynd Benóný Gíslason Stjörnunni og unnu níu stiga sigur 43:34. Aron Vatlýsson átti stór- kostlegan leik og var með 34 stig þar af 18 í fyrstu lotunni. ÍBV vann sem sagt þrjá leiki og tapaði einum en það dugði þeim ekki til að vinna titilinn. Haukar tóku titilinn en þeir höfðu sama vinningshlutfall og Eyjamenn en unnu á innbyrðis viðureignum. ÍBV lenti því í öðru sæti og það er líklega besti árangur yngri flokks frá Vestmannaeyjum. Þessi árangur flokksins er frábær og framganga hins bráðefnilega Arons Valtýssonar engu síðri. Flokkurinn mun vafa- laust skila IBV upp í efstu deild á komandi árum. Sigrar hjá unglingaflokki kvenna og 4. flokki karla Unglingaflokkur kvenna leikur í átta-Iiða úrslitum gegn Akureyri í úrslitakeppni unglingaflokks kvenna á föstudaginn fyrir norðan. Flokkurinn hefur staðið sig vel í vetur og sprungið út í vetur undir handleiðslu Unnar Sigmarsdóttur. Unglingaflokkur karla lék einn leik um helgina gegn Þrótti hér í Eyjum. Leikurinn var mjög jafn og spenn- andi og skiptust liðin á að skora en flokkurinn tefldi fram mjög ungu liði sem var að mestu skipað leik- mönnum úr 4. flokki. Staðan var jöfn í hálfleik 14:14 en Eyjamenn spýttu þá í lófana, voru ívið sterkari á lokakaflanum og unnu leikinn með tveimur mörkum 27:25. Flokkurinn hefur þar með tryggt sér sæti í úrslitum en enn á eftir að draga lið á móti þeim í átta-liða úrslitum. Flokkurinn hefur staðið sig mjög vel í vetur, endaði í þriðja sæti síns riðils og komst alla leið í undanúrslit bikarkeppnarinnar. Með flokknum spila leikmenn sem hafa verið að banka ansi fast á meistara- flokksdymar að undanförnu. A laugardaginn lék 4. flokkur karla einn leik gegn Selfyssingum hér í Eyjum. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður komst Selfoss yfir og náði allt að fjögurra marka forystu en baráttuglatt lið Eyjamanna náði að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hálfleik. Staðan var því 12:14 í hálfleik. Seinni hálfleikur var mjög spenn- andi og skemmtilegur, Selfoss náði yfirhöndinni í leiknum og komst í fjögurra marka forystu en Eyjamenn náðu að jafna. Þegar það gerðist var eins og Selfyssingar misstu allan kraft og einbeitingu og ÍBV nýtti sér það og komst fjómm mörkum yfir. Selfyssingar klóruðu aðeins í bakkann í lokin og lokastaðan því 28:25. Þessi sigur flokksins var virkilega glæsilegur og sýndu strákamir mikinn karakter að koma tvisvar til baka, jafna og ná svo að komast yfir og vinna leikinn. Þetta var baráttusigur sem peyjamir geta verið stoltir af. Flokkurinn hafnði því í 5. sæti síns riðils og komst því ekki í úrslit en það býr mun meira í þessum flokki heldur en hann hefur sýnt í vetur og telur blaðamaður að þama leynist mestu efni Vestmanna- eyja í handboltanum. Iþróttir Andrew og Augustine komnir Andrew Mwesigwa og Agustine Nsumba, leikmenn knattspymu- liðs ÍBV, komu til Vestmanneyja í vikunni eftir langt og strangt ferðalag og mikla bið. Þeir tveir áttu að fylgja liðinu til Tyrklands en náðu ekki til landsins í tæka tíð. Þessir tveir leikmenn hafa reynst ÍBV mikill styrkur, því er gott að þeir séu komnir svo þeir geti hitt nýja leik- menn og byrjað að æfa með liðinu. Tvær á lands- liðsæfingu Nú um helgina fóra fram úrtaks- æfingar hjá U17 ára landsliði kvenna. IBV átti þar tvo glæsilega fulltrúa, þær Birgittu Valdimars- dóttur og Guðnýju Ósk Ómars- dóttur. Báðar þessar stelpur eru bráð- efnilegar og eiga vafalaust eftir að komast alla leið. Guðný Ósk á að baki einn leik með landsliði. Gintaras lauk hagfræðiprófi Gintaras Savukynas, þjálfari meistaraflokks karla í handbolta, tók lokapróf í hagfræði nú á dögunum. Gintaras hefur lært í allan vetur og skellti sér á heimaslóð til Kaunas og tók próf sem hann lauk með ágætiseinkun, Hann mun því útskrifast sem hagfræðingur í vor. Metþátttaka Skráðir eru 179 keppendur til leiks á Þrekmeistarann sem fer fram á Akureyri um næstu helgi. Keppt er í einstaklingsflokkum og í 5 manna liðum. I liðakeppninni keppa 6 karlalið og 19 kvennalið. 30 konur og 24 karlar hafa skráð sig lil keppni í einstaklings- flokkum. Frá líkamsræktarstöðinni Hressó fara þrjú lið og tveir sem keppa í einstaklingskeppni. Eitt karlalið og eitt kvennalið sem keppa í aldursflokknum 39+, eitt kvenna- lið sem keppir í opnum flokki og tveir keppendur sem munu keppa í einstaklingskeppni. Til samans eru þetta 17 þáttakendur sem munu fara frá Vestmannaeyjum en keppnin verður haldin þann 19. apríl. Keppendurnir hafa æft stíft undanfarnar vikur í Hressó og ætla að gera sitt besta um helgina. Framundan Föstudagur 18. aprfl Kl. 17.00 Akureyri-ÍBV, ung- lingaflokur kvenna Laugardagur 19. aprfl Kl. 14.00 ÍBV-HK, meistara- flokkur karla Sunnudagur 20. aprfl Kl. 15.00 ÍBV-Stjaman, ung- lingaílokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.