Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 20
f Sun investments S.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindaro59@hotmail.com www.suninvoitmantftl.com BJÖRGVIN með beltið góða. Björgvinsbeltið 20 ára Hefur bjargað 18 mannslífum Á þessu ári eru 20 ár síðan Björgvin Sigurjónsson kom fram með Björgvinsbeltið sem á þessum tíma hefur bjargað að minnsta kosti 18 manns frá drukknun. Björgvin hefur verið sjómaður til margra ára og er nú skipstjóri á Narfa VE sem fer á humar einhvem næstu daga. „Það var þegar bróður minn, Kristján Viktor, tók út af Hring frá Siglufírði," sagði Björgvin þegar hann er spurður hvað hafi kveikt hugmyndina að Björgvins- beltinu. „Þeir fóru tveir útbyrðis eftir að brot kom á bátinn. Annar þeirra lést strax og náðist ekki. Bróðir minn náðist eftir að kastað var til hans bjarghring sem hann reyndar átti í erfiðleikum með að halda sér í. En hann slasaðist illa og lifði þetta ekki af. Upp úr þessu fór ég að hugsa um hvort hægt væri að útbúa tæki sem gæti komið að notum við slíkar aðstæður." Björgvin segir að í Stýrimanna- skólanum hann farið að hugsa um þetta á ný. Þar hafi verið mikið rætt um öryggismál sjómanna og þá hafi hann farið af stað með verkefnið. „Ég byrjaði á að stela gömlu bílbelti úr bíl sem stóð við Braggann. Ég er ekki að lasta þau björgunartæki sem fyrir voru en hringur kemur ekki að notum þegar maður er ekki með fulla meðvitund. Út frá því vann ég og eftir margar tilraunir varð Björg- vinsbeltið til í þeirri mynd sem það er í dag.“ Ekki höfðu allir trú á Björgvinsbelt- inu og var Oskar Kristinsson, skip- stjóri og útgerðarmaður á Sigurbáru í þeim hópi. „Það breyttist þegar sonur hans féll útbyrðis og þá kom beltið að góðum notum. Fékk ég mikið hrós frá Óskari á eftir.“ Björgvin segist ekki hafa orðið ríkur á Björgvinsbeltinu en það hafi verið mikill gleðidagur þegar það kom á markað um áramótin 1989 og 1990. „Síðan hef ég átt marga gleði- daga og í dag hefur beltið bjargað alls 18 mannslífum, oft við erfiðar aðstæður. Svo getur maður spurt sig, hvað er auður? Ég hef fengið mar- gar viðurkenningar og er rfkur að vellíðan. Að þvf leyti er ég auðugur. Sjá nánar í miðopnu. Vill friða lundann í ár Á sunnudagskvöld kl. 20 verður opið málþing í Akógeshúsinu um ástand lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar. Frummæl- endur verða þau Valur Bogason, sem mun ræða ástand sílis árin 2006 til 2007 við Eyjar, Freydís Vigfúsdóttir sem mun ræða tengsl lundaveiði og hafstrauma og Erpur S. Hansen sem mun ræða nýliðun lunda 2005 til 2007 og veiðiráðgjöf 2008. Síðan verða opnar pallborðsumræður þar sem munu verða, auk fyrirlesaranna, þeir Bjarni Pálsson, Kristján Lilliendahl, Kristinn H. Skarp- héðinsson og Páll Marvin Jónsson. Erpur Snær Hansen, hjá Nátt- úrustofu Suðurlands, segir að hann hafi að undanfömu verið að draga saman í skýrslu það sem sjá megi um ástand lundastofnsins og þá sérstaklega ástand árganganna 2005 til 2007. Hann segist stefna að því að sú skýrsla verði kominn inn á vef Náttúrustofu, www.nattsud.is fyrir helgi. „Sú skýrsla verður uppistaðan í því sem ég kem til með að fjalla um á sunnudaginn,“ segir Erpur. „Og því miður eru þær upplýsingar ekki mjög jákvæðar. 1 grófum dráttum legg ég til að lundinn verði friðaður í ár. En ég vil taka fram að ég er ekki yfirvald, ég er aðeins ráðgjafi og þetta er mín tillaga. Ef yfirvöld ákveða að leyfa veiðar, þá er það mín ráðgjöf að þær veiðar yrðu tak- markaðar við 100 fugla á mann í sumar.“ Erpur segir að nú vanti nær alveg tvo árganga í stofninn, 2005 og 2006 sem hafi verið mjög slæm ár og árið 2007 hafi einnig verið slæmt, þó ekki eins og hin tvö. „Sem dæmi, þá var veiðin í fyrra af fugli frá árinu 2005, aðeins 1,1% en hefði átt að vera 28%. Hið sama mun verða uppi á teningnum í ár með árgang 2006 sem var jafnlélegur. Það vant- ar sem sagt nær alveg þrjá árganga í stofninn sem segir okkur að ástandið er alvarlegt. Eini veiði- stofninn í ár verður fugl af 2004 árganginum, hina vantar.“ Erpur segir að sér og fleirum finnist eðlilegt að túlka vafaatriði lundanum í vil og því muni hann leggja þetta til. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að koma á einhvers konar friðun og ég held að hundrað fugla kvóti ætti að tryggja öryggi stofnsins." En hann tekur líka fram að þessi ákvörðun verði tekin af öðrum að- ilum, landeigendum, sem eru bæj ary firvöld. „ Vestmannaeyj abær er landeigandinn og hefur það í hendi sér hvort veitt verður og þá hve mikið. Sú ákvörðun verður tekin af þeim og því hefur formaður umhverfis- og skipulagsráðs, Gunn- laugur Grettisson, verið sérstaklega boðaður á þetta málþing á sunnu- daginn.“ Erpur vill leiðrétta þá skoðun sem margir hafa, að ef nóg finnist af síli þá sé allt í lagi að veiða. „Það er rangt. Gott ástand á sílinu núna þýðir að væntanlega verður árgang- ur þessa árs góður. En það bætir ekki úr slæmu árunum sem liðin eru og þá árganga vantar, árgangana sem hefðu átt að bera uppi veiðina í sumar. Lundastofninn er alls ekki hruninn. En það er full þörf á að staldra við og í þessu ástandi tel ég ekki verjandi að stundaðar verði stórtækar veiðar í sumar," sagði Erpur að lokum. Tæplega helmingur býr í Eyjum í gær, þegar 2930 höfðu skráð sig á ströndumekki.is, voru 2847 gildir og af þeim voru 334 undir 18 ára aldri og 52 undir 10 ára aldri. Sá yngsti sem skráði sig á vefinn var eins árs gamall (fæddur 2007), sá elsti 93 ára (fæddur 1915). Búsettir í Eyjum voru 1421, brottfluttir 639 og búsettir annars staðar 787. plús tít t? himi summjFERom UJVlBDÐlEHUJVh íM&ftrJjiiií' Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 Baco heimilisfilma 35<mxl0m Paprikustjörnur verð nú kr 149,- veré óður kr 199,- Pagens Kanil snúðar verð nú kr 299,- verð óður kr 359,- VIKUTILB0Ð 17. - 23. apríl

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.