Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 17. aprfl 2008 15 ubótum í einhverju rugli INNSIGLING til Þorlákshafnar er oft erfið og reynir á skip og menn. Það er oft skuggalegt að sjá Herjólf í innsiglingunni til Þorlákshafnar þar sem aldan skellur á skipinu inn í hafnarmynni. Eyjum upp í Landeyjafjöru og síðan þaðan í tvo tíma til Reykjavíkur. Eru vegimir frá Landeyjum til Reykja- víkur hættulegri ef siglt er frá Eyjum í Landeyjafjöru í stað þess að keyra leiðina um göng? Er bensíneyðslan meiri ef siglt er frá Eyjum í Land- eyjafjöru heldur en að keyra leiðina um göng? Svari hver fyrir sig. Mér finnst þessi rök a.m.k. engan vegin ganga upp. Hvað með íbúana á Hvols- velli, Hornafirði og Egils- stöðum? Vestmannaeyjar eru staðsettar í ákveðinni fjarlægð frá Reykjavík og við það verða þeir sem þar búa að sætta sig. Meginmálið er að þeir sem í Eyjum búa hafi sem greið- astan aðgang að þjóðvegakerfi landsins á sanngjörnum kostnaði og geti því farið óhindrað þá leið sem þeir vilja, eins og aðrir landsmenn, hvort sem hún Iiggur til Reykjavíkur eða Egilsstaða. Hvað með íbúana á Hvolsvelli, Homafirði, Egilsstöðum, Akureyra eða Isafirði. Er réttlátt að ætlast til þess að þeir þurfi að keyra 150, 500 eða 1000 kflómetra til að komast í höfuðborgina? Þarf þá ekki ríkis- valdið að sjá til þess að koma þesssu fólki í 50 kflómetra fjarlægð frá Reykjavík með flutningalestum eða einhverju öðru til að það losni við að ferðast á „stórhættulegum þjóðvegunum?" Það hlýtur að vera, miðað við þau rök sem sumir hafa sett fram varðandi vegalengdina frá Bakka til Reykjavíkur. Röksemdafærsla og umræða sem þessi kemur Eyja- mönnum illa og eykur ekki samúð með góðum málstað þeirra um kröf- ur á bættar samgöngur. Margir Eyjamenn byggt á sandi og allt stendur enn Vitnað hefur verið í Biblíuna til stuðnings því að ekki eigi að byggja á sandi. Þar byggi bara heimskir menn. Það má vel vera rétt en tækninni hefur nú eitthvað fleytt fram síðan þessi orð voru rituð og heilu byggðimar eru byggðar á sandi um víða veröld og það meira að segja í Vestmannaeyjum. Ég veit ekki þetur en t.d. íbúðabyggðin vestan til á Heimaey, t.d. Áshamar og Búhamar sé meira og minna öll byggð á sandi. Vikursandi sem ekið var yfir hraunið og allt hefur þetta staðið af sér síðustu 35 árin án nokkurra skakkafalla og ekki minnist ég þess að þeir sem þar byggðu hafi verið taldir sérstakir heimskingjar. A.m.k. hluti athafnasvæðis og bygginga við höfnina í Eyjum er byggt á sandi. Flestar hafnir í Danmörku og reyndar víðar em t.d. gerðar á sandi og síðast en ekki síst er rétt að benda á að Þorlákshöfn er Ifka byggð á sandi, skammt frá ósum Olfusár. Þessi rök em því vægast sagt létt- væg í umræðunni. Ekki sæmandi að reka áróður tengdan Kötlugosi Dregnar hafa verið fram upplýsingar um að eldgos í Kötlu gæti við ákveðin skilyrði valdið tortímingu á Landeyjahöfn. Hvurslags málflutn- ingur er þetta eiginlega? Vest- mannaeyingar sitja á eldfjalli alla daga. Það gaus á Heimaey 1973, fyrir 35 ámm, í úljaðri bæjarins. Ef það eru rök að draga fram að höfn í Bakkafjöm geti stafað ógn af gosi í Kötlu þá hljóta að sama skapi að vera enn sterkari rök fyrir því að ekki ætti nokkur maður að voga sér að búa á Heimaey eða annars staðar í nágrenni við Vestmannaeyjar. Að reka slíkan hræðsluáróður sæmir ekki Eyjamönnum sem buðu nátt- úruöflunum byrginn og hófu upp- byggingu á Heimaey nánast um leið og Eldfell hætti að spúa ösku og dæla hrauni yfir byggðina 1973. Þá stóðu Eyjamenn þétt saman og náðu árangri. „Smáferja“ Kristjáns G. Eggertssonar! Af mörgu slæmu er þó allra verst þegar gripið er til rangra fullyrðinga og röksemdafærslu sem engan veg- inn stenst, til að réttlæta málstaðinn, eins og stundum hefur verið gert undanfarið í þeirri umræðu sem spiluð hefur verið upp gegn fram- kvæmdum í Bakkafjöm. Kristján G. Eggertsson, hafnar- vörður, skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann segir m.a.: „Þeim fjármunum sem veita á í Bakkafjöruhöfn og smíði smáferju til siglinga milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja vœri mun betur varið til hafnargerðar norðan Eiðis og smíði eða kaupa á alvöru skipi til siglinga milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. “ (leturbreyting greinarhöfundar). Hvurslags bull eru menn að setja frá sér. Er það gert vísvitandi eða hafa menn ekki kynnt sér málið betur? Siglingastofnun hafði í upphafi uppi hugmyndir um að nota litla ferju til siglinga milli Bakka- Qöm og Eyja en með athugasemd- um, ábendingum og markvissri vinnu hefur okkur, sem höfum lagt okkur fram um að ná árangri og framförum í samgöngumálum Eyjamanna, tekist að koma á fram- færi sjónarmiðum sem urðu til þess að vikið var frá þessum hugmynd- um. I þarfalýsingu fyrir ferju til siglinga milli Eyja og Bakkafjöru, sem var hluti af útboðsgögnum, kemur fram að ferjan eigi að vera 60 til 70 metra löng og 15 til 17 metra breið. Er þama um að ræða einhverja smá- ferju? Núverandi Herjólfur er 70,5 metrar á lengd og 16 metrar á breidd. Er hann þá smáferja? Eyjamenn bjóða nýja öfl- uga og stóra ferju Ég hef á undanfömum mánuðum tekið þátt í, undir forystu Vest- mannaeyjabæjar og Vinnslustöðv- arinnar, að vinna að tilboðsgerð í rekstur á ferju milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Markmiðið með þátttöku Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og fleiri sem vilja bættar samgöngur milli lands og Eyjar, var að gera tilraun til að koma forræði á slíkum rekstri til heimamanna f Eyjum. Með það að markmiði var haldið af stað. Við komumst í gegnum forval og skiluðum síðan inn tilboði í ferju og rekstur hennar í 15 ár frá árinu 2010. Ég er sannfærður um að það mun skipta Eyjamenn miklu til fram- búðar að hafa forræði yfir slíku skipi og það muni auðvelda mjög að laga rekstur á þessari nýju leið að þörfum og kröfum heimamanna. Við sem að þessari vinnu höfum komið höfum kynnt okkur verkefnið vel og lagt okkur fram um að bjóða öflugt skip sem uppfyllir þarfir Eyjamanna. Við erum ekki að bjóða smáferju. Við bjóðum nýja ferju sem er sambærileg núverandi Herjólfi að stærð, 69 metra löng, 16 metra breið og með ganghraða 15 sjómílur. Skipið getur flutt 399 manns og yfir 50 bíla, jafnvel 70 bfla samkvæmt hugmyndum sem við leggjum fram eða 6 flutningabíla með tengivagni og 20 til 40 bfla í ferð. Ferjan getur því flutt 8.000 farþega og 1.000 bíla á sólarhring milli lands og Eyja. Getur einhver með rökum haldið því fram að hér sé um að ræða smáferju? Undarleg og óskynsamleg tenging við stórskipahöfn Að blanda kröfu um gerð stórskipa- hafnar á Eiðinu við mótmæli gegn Bakkafjöm er afar undarlegt. Það á að gera kröfu um gerð stórskipa- hafnar á Eiðinu, hvort sem siglt er til Þorlákshafnar, í Landeyjahöfn eða boruð göng milli lands og Eyja. Það er sama þörf á stórskipahöfninni hvaða leið sem farin yrði í sam- göngumálum. Það er því slæmt, að mínu mati, að rugla þessari hafnar- gerð inn í umræðuna og ekki líklegt að slíkt verði til framdráttar málinu eða leiði til árangurs. Þörf fyrir stórskipahöfn í Vestmananeyjum mun aukast til muna með gerð hafn- ar í Bakkafjöru og skapa tækifæri til sóknar á því sviði. Það er unnið að rannsóknum á möguleika þess að gera stórskipa- höfn utan við Eiðið. Siglingastofnun og Vestmannaeyjabær hafa verið að skoða þennan möguleika. Eigum við að treysta því, ef sérfræðingar Siglingastofnunar segja möguleika á gerð slíkrar hafnar í Eyjum eða eigum við að leggjast gegn því þar sem þessir „drengir" í stofnuninni hafa ekkert vit á því sem þeir eru að fjalla um? Varla telja þeir sem mót- mæla að þeim „drengjum" sé frekar treystandi í nýja hafnargerð í Eyjum en annars staðar, eða hvað? Ætla Eyjamenn að færa stjórnvöldum undankomu- leið á silfurfati? Ég óttast að upphlaup það sem sett hefur verið í gang f Eyjum vegna hafnar í Bakkafjöru geti orðið til þess að tefja samgöngubætur milli lands og Eyja og nógu löng finnst mér nú biðin orðin í þeim efnum. Mótmælaalda frá Eyjum, gegn milljarða verkefni sem ákveðið hefur verið að fara í til að bæta samgöngur milli lands og Eyja, er ekki líkleg til að skila árangri fyrir Vestmannaeyjar en hún gefur stjóm- völdum kannski tækifæri á að staldra við, fresta framkvæmdum og sjá til með framhaldið. Hvað gerist ef tilboð í rekstur ferju milli Bakka og Eyja, sem opnuð verða í dag, verða mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auðveldar þessi andstaða í Eyjum það ekki fyrir ráðamenn að slá verkið út af borðinu þar sem Eyjamenn séu hvort sem er á móti verkefninu? Ég óttast það a.m.k. að þeir sem mót- mæla nú séu að færa stjórnvöldum undankomuleið í hendur. Nær væri að Eyjamenn sameinuðust um að berja verkefnið áfram af krafti og létu stjórnvöld finna fyrir þeim þrýstingi. Samstaða heimamanna ef árangur á að nást Hvað hefði gerst varðandi Héðins- fjarðargöng ef Siglfirðingar hefðu lagst gegn framkvæmdinni rétt áður en útboð voru opnuð og viljað fara aðrar leiðir. Hvað hefði gerst með Fáskrúðsfjarðargöng ef Austfirðing- ar hefðu lagst gegn þeim á lokametrum útboðs og viljað fara aðrar leiðir. Þeir hefðu trúlega ekki fengið nein göng. Hefði verið farið í tvöföldun Reykjanesbrautar ef heimamenn á Reykjanesi hefðu lagst gegn því vegna þess að vegarstæðið var þeim ekki að skapi? Nei örugglega ekki. Samstaða og einhugur heimamanna er það sem skiptir máli til árangurs. Hvers vegna hafa Eyjamenn ekki frekar haft uppi hávær mótmæli vegna alltof hárra fargjalda? Ef Eyjamenn hefðu risið upp á afturlappirnar í mótmælum og barist saman á þann hátt fyrir lækkun far- gjalda með Herjólfi, sem íþyngja verulega venjulegum fjölskyldum í Eyjum, þá hefði árangur kannski náðst. 1 þeim efnum létu þeir nægja að flauta á Básaskersbryggju einu sinni. Þá var ekki farið í herferð í fjölmiðlum eins og nú er gert til að berjast gegn áformuðum samgöngu- bótum. Ef til vill skiptir það suma engu máli hvort fargjaldið með Herjólfi er þúsundkall, fimm þúsund kall eða tíu þúsund kall en það hlýt- ur að skipta venjulega fjölskyldu í Eyjum miklu máli og því hefði verið full ástæða fyrir Éyjamenn að sameinast í þeirri baráttu því slíkt hefði getað skilað Eyjamönnum árangri, þvert á það sem núverandi mótmæli munu gera. Er ekki tími til kominn að sýna samstöðu? Það hefur ekki náðst mikil samstaða í Eyjum um að berjast gegn háum fargjöldum en öfiug hreyfing virðist nást um að berjast nú á móti ákvörðun, sem tekin var fyrir mörg- um mánuðum, og felur í sér að verja á milljörðum, jafnvel tugum millj- arða, til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Hvað er eiginlega að gerast? Er ekki tími til kominn fyrir Vest- mannaeyinga að snúa blaðinu aðeins við. Sýna samstöðu um að vinna að bættum samgöngum með stjórnvöldum. Fylgja því eftir að forsendur gerðar hafnar í Bakka- fjöru verði látnar standast og vinna saman að því að ná forræði yfir rekstri ferjunnar og vinna að tafar- lausri lækkun fargjalda með Herjólfi. Er ekki kominn tími til að hugsa málið aðeins og kynna sér þau gögn sem fyrir liggja i' stað þess að taka undir og hrópa, oft á tíðum raka- og innihaldslausar fullyrðingar, jafnvel án þess að kynna sér málin? Ér ekki kominn tími fyrir Eyjamenn að hætta að skjóta í eigin fætur en vinna þess í stað sameiginlega að framförum og sókn? Það mun örugglega fleyta sam- göngumálum Eyjamanna meira fram á veg heldur en að stuðla að því nú að stranda fyrirhuguðum samgöngubótum í einhverju van- hugsuðu mgli og múgæsingu heima fyrir. Grímur Gíslason

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.