Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 17. apríl 2008 Bókasafn Vestmannaeyja á Degi bókarinnar: Bæjarbúum býðst að láta sérfræðinga verðmeta bækur sínar Sævar Benónýsson, Helga og Geir eru ánægð með hversu margir voru búnir að koma við í nýju búðinni enda næg og góð bflastæði við verslunina. Reynistaður í nýtt húsnæði -Ahersla á amerísk rúm frá Wolf og hægindastóla og sófa frá Best Reynistaður opnaði nýja húsgagna- verslun og bólstrun að Goðahrauni 1, á föstudag. Hjónin Helga Gísladóttir og Geir Sigurlásson hafa rekið húsgagnaverslun í tæp 30 ár og ætla nú að vera með sérhæfðara vöruúrval en áður. Lögð verður áhersla á amerísk rúm frá Wolf og hægindastóla og sófa frá Best en Reynistaður er eina verslunin sem selur þessi vöru- merki á Islandi. Auk þess verður Reynistaður með sængur, kodda og ýmsa fylgihluti eins og náttborð, lampa o.fl. Húsnæðið í Goða- hrauni er bjart og skemmtilegt, verslunin í stærri hluta húsnæðisins með flottu útsýni til vesturs og stórt og rúmgott bólstrunarverkstæði í hinum endanum. Geir hefur rekið bólstrunarverk- stæði frá 1973 en hann setti upp verkstæði á Selfossi í gosinu. „Ég byrjaði að læra hjá Eggó bróður mínum, tók prófið í Reykjavík og setti upp mitt fyrsta verkstæði á Selfossi. Nú viljum við minnka við okkur, ég verð áfram með bólstrun og við ætlum að sérhæfa okkur í ákveðnum vöruflokkum í verslun- inni. Við erum mjög ánægð með að vera komin hingað. Verslunin er minni en verkstæðið er rýmra en það sem ég var með áður og við erum með lagerpláss úti í bæ. Ég er mjög sáttur við þessar breytingar," sagði Geir á mánudagsmorgun og sömuleiðis virtust fastagestir í kaffistofuspjalli una sér ágætlega á nýju kaffistofunni. „Já, við verðum að fá smá spjall hérna á morgnana, það er alveg nauðsynlegt," segir Geir þegar hann er spurður út í félagsskapinn og talið berst að Doddunum sem er gönguklúbbur sem tengist Reyni- stað „Doddamir heita í höfuðið á Dodda í olíunni og við göngum frá Reynistað klukkan 18.00, fjórum sinnum í viku. Við þurfum að finna nýjar gönguleiðir hérna vesturfrá," segir Geir og hlær. Geir segir að vinna við bólstrun sé eins og hver önnur vinna og nóg að gera. „Bólstrurum hefur fækkað mjög mikið og nú er aðeins 21 meistari á öllu landinu sem er ekkert miðað við það sem var hér áður. Ekkert miðað við sem var í gamla daga, menn voru að útbúa dívana, svo komu svefnsófar sem krafðist minni vinnu og fríversl- unarsamningar höfðu þau áhrif að íslensk húsgagnagerð dróst mjög saman. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér við að gera upp og bólstra gömul húsgögn og oft vill fólk hafa gamalt með nýju sem er skemmtilegt." Reynistaður er eina húsgagna- verslunin á landinu sem hefur Best stóla og sófa^á boðslólum enda eina fyrirtækið á Islandi sem er með viðskiptasamning við þetta virta fyrirtæki i Bandaríkjunum. Hægt er að fá stóla sem hægt er að hækka og lækka og fljótlega verða teknir inn stólar með innbyggðu nuddi. „Best er með ótrúlegt úrval af stólum og við höfum selt mikið af þeim, bæði hér í Eyjum og á Selfossi. Við erum líka með svefn- sófa frá sama fyrirtæki og rúm frá Wolfs sem er 128 ára rótgróið amerískt fyrirtæki, “ sagði Geir og var ánægur með hversu margir voru búnir að koma við í nýju búðinni enda næg og góð bílastæði við verslunina. Á degi bókarinnar 23. aprfl býður Bókasafn Vestmannaeyja bæjar- búum að koma með bækur og láta sérfræðinga meta þær til verðmæta. Sérfræðingamir eru þeir Ari Gísli Bragason, Valdimar Tómasson og Kári Bjamason forstöðumaður Bókasafnsins. Auk þess verður fjallað um bókasafn Ingólfs Guð- jónssonar frá Oddstöðum sem er hluti af Bókasafni Vestmannaeyja. Kári segir 23. apríl vera alþjóða- dag bókarinnar og að dagurinn hafí verið valinn vegna þess að hann sé dánardægur William Shakespere. Fyrir skikkan skaparans fæddist Halldór Laxness hins vegar þennan sama dag og við eigum því óvenju- mikið í þessum degi. „Það er einnig önnur undarleg tilviljun tengd deginum að hitt höfuðskáld okkar, Þórbergur Þórðarson, sem hélt dag- bækur alla tíð, ritaði sína fyrstu færslu 23. apríl. Ég hef ákveðið að þessi dagur verði sérstakur dagur bókasafnsins, það stendur okkur næst. Við munum að þessu sinni bjóða upp á þá nýbreytni að fólk geti komið með bækur sínar og látið meta þær. Ég hef fengið tvo af helstu sérfræðingum í virði forn- bóka til að koma, annars vegar Ara Gísla Bragason sem á fombóka- verslunina Bókina ásamt föður sínum, Braga Kristjónssyni, og Valdimar Tómasson sem er einn helsti sérfræðingur okkar á sviði ljóðabóka." Bæjarbúum býðst að koma með bækur og fá að vita hjá sérfræð- ingunum hvers virði þær eru og sama má segja um ýmsa prentgripi. Kári segir að til dæmis hafi nær allt upplag af 6. bindi Fjölnis brunnið og þar af leiðandi sé það bindi verðmætara en öll hin til samans. „Aðrar bækur eru gefnar út í litlu upplagi eða með öðrum sérkennum t.d. minnist ég þess þegar Ragnar Fjalar sýndi mér Biblíusafnið sitt, þá mat hann mjög mikils Þorláks- biblíu þar sem kápan hafði prentast öfug eða sem spegilmynd. Ég sá hann aldrei hamingjusamari en þegar hann sýndi mér þá bók,“ segir Kári og bendir á að verðmæti bóka geti falist í sérkennum þeirra. „1 annan stað verður dagskrá á safninu sem hefst klukkan 16.15 þar sem við munum kynna og fjalla um hið fallega bókasafn Ingólfs Guðjónssonar frá Oddsstöðum. Ég og Guðjón Hjörleifsson erum að vinna í því að breyta ákveðnu rými Bókasafnsins í alvöru lesstofu sem yrði tengd nafni Ingólfs. Þar yrðu sumar bækur hans einungis til sýnis en aðrar til nota á staðnum.Við Guðjón munum vonandi geta gert grein fyrir aðalstyrktaraðila þessa átaks við þetta tilefni. Við vonumst til að sjá sem flesta koma með bækumar sínar og leggja þær fyrir þessa sérfræðinga. Það geta leynst verðmæti í bók sem fólk heldur að sé verðlaus og svo geta bækur líka verið verðlitlar þó svo fólk haldi að þær séu verðmætar. Það verður bókakaffi allan daginn hjá okkur. Jafnframt bjóðum við öllum bóka- og ástríðusöfnurum að koma og spjalla við okkur. Að lokum segi ég eins og Cato: -Bókasafn Vestmannaeyja er geysi- lega stórt og mikið og ég vona að bæjarbúar nýti það enn meira,“ sagði Kári. Forréttindi að fá að koma að uppbyggingu gestastofu Surtseyjar -segir Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur sem hefur verið ráðin sérfræðingur friðlandsins í eyjunni LOVÍSA: Ég hlakka til að koma út í Eyjar sem mér flnnst engu líkar enda á ég ættir að rekja þangað. Amma mín, Lovísa Gísladóttir átti heima á Búastöðum. Umhverfisstofnun hefur ráðið Lovísu Asbjörnsdóttur, jarð- fræðing, sem sérfræðing frið- landsins í Surtsey og til þess að koma upp gestastofu Surtseyjar á Heimaey. Fyrsti vinnudagur hennar í nýju starfi var 14. apríl, en áður vann Lovísa á Náttúrufræði- stofnun Islands. Þar kom hún m.a. að gerð tilnefningarskýrslu um Surtsey á Heimsminjaskrá UNESCO og síðar að uppsetn- ingu Surtseyjarsýningarinnar í Þjóðmenningarhúsinu. Gert er ráð fyrir að sú sýning verði flutt í gestastofu Surtseyjar í Eyjum á næsta ári. Fljótlega verður farið í það að ilnna skrifstofuhúsnæði undir starfsemina í Vestmannaeyjum og í framhaldi af því mun Lovísa flytja til Eyja. „Surtsey er afskaplega spenn- andi verkefni og það eru forrétt- indi að fá að koma að uppbygg- ingu gestastofu Surtseyjar. Sýningin í Þjóðmenningarhúsinu verður tckin niður á næsta ári og ég stefni á, að þá verði búið að koma upp aðstöðu úti í Eyjum svo hægt sé að taka á móti henni. Sýningin er bæði fróðleg ag skemmtileg og sýnir vel myndun og mótun Surtseyjar og hvernig landnám plantna og dýra hcfur þróast síðustu 45 árin.“ Lovísa bendir á að Surtsey var upphaflega friðuð vegna vísinda- legs gildis hennar og er því lokuð fyrir öðrum en vísindamönnum. Þar af leiðandi sé mikilvægt að hafa gestastofuna fyrir ferða- menn og alla þá sem vilji kynna sér náttúrufarssögu eyjarinnar. „Ég get vel hugsað mér að gestastofa Surtseyjar verði eins konar lítið fræðasetur þar sem hægt verði að nálgast mismun- andi upplýsingar og fræðsluefni um Surtsey. I júlí eða ágúst kemur svo í ljós hvort Surtsey fer inn á Heimsminjaskrá UNESCO.“ Eftir að hafa unnið mikið með Surtsey fór Lovísa í jarðfræði- leiðangur út í Surtsey með Sveini Jakobssyni jarðfræðingi og segir það hafa verið einstaka upplifun þegar hún kom þangað út fyrir tveimur árum. „Ég hlakka til að koma út í Eyjar sem mér flnnst engu líkar enda á ég ættir að rekja þangað. Amma mín, Lovísa Gísladóttir, átti heima á Búastöðum og ég er dótturdóttir hennar, en móðir mín er Bryngerður Bryngeirsdóttir. Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni og að kynnast betur heimaslóðum móður- fólksins míns.“ sagði Lovísa sem undirbýr nú flutning til Eyja og uppbyggingu Surtseyjarstofu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.