Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 Bloggh«lmar Heimsreisa Karenar og Viktoriu Sydney, Nýja Sjáland og Tauranga 26.4. 2008 Coffs Harbour- BlueMountains-Sydney ...I dag skoðuðum við svo loksins Sydney. Fórum i túr um Operu- húsið, sú bygging er alveg hreint mögnuð. Enduðum svo daginn á því að labba yfir hafnarbrúna. Fórum sem sagt alveg upp á topp á brúnni og horfðum yfir Sydney að kvöldlagi. Alveg geggjuð upplifun og peninganna virði þótt það kostaði slatta af peningum. A toppnum voru 132 m niður Nú erum við bara að fara í háttinn enda flug til Nýja Sjálands i fyrramálið.... 2.5.2008 Nýja Sjáland, so far... Áttum flug frá Sydney til Auckland kl. 10 um morguninn svo við mætt- um um 8 á flugvöllinn og litum á töfluna hvar við áttum að tékka okkur inn. Fengum örlítið sjokk þar sem við sáum ekki flugið á töflunni og héldum að við værum að fara að lenda í fyrsta veseninu hingað til. En sem betur fer komumst við að því að það var bara 2 tfma seinkun á vélinni (ekki að það sé gaman). Lentum því í Auckland upp úr 17 eftir smá sveim á flugvélinni, okkur var nú ekki farið að standa á sama um tíma þar sem vélin skyndilega hækkaði sig hratt og mjög hátt þegar við vorum í raun alveg að fara lenda. En að sjálfsögðu lentum við heilar og höldnu í grenjandi rigningu í Auckland. Daginn eftir tókum við svo rútu til Waitomo sem er pínu- lítill bær nálægt vesturströndinni og þar búa aðeins 300 manns. Ætlun okkar þangað í þennan kósí bæ var að fara og skoða hella sem heita Waitamo Caves... Þetta var alveg frábær ferð. Eftir hana tókum við mini bus yfir í næsta bæ þar sem við áttum að taka rútuna aftur til Auckland. Kallinn, sem var um 70 ára, sem skutlaði okkur, var alveg hugfanginn af okkur og vildi endilega sýna okkur kiwi fugl sem Nýja Sjáland er auðvitað þekkt fyrir. Þetta eru ekkert smá fyndnir, stórir, feitir fuglar með langan gogg. 1 gær var svo enn og aftur haldið upp í rútu (allt sem betur fer bara 3 tíma rútuferðir) og það í bæ sem heitir Matamata og er svona sirka inni í miðju landinu. Ástæða okkar þar í þeim ágæta bæ var sú að á sveitabæ þar var Hobbiton partur Lord of the rings trílógíunnar tekinn upp og við skelltum okkur að sjálfsögðu í túr um það svæði. 4.5.2008 " Tauranga - ógleymanlegur afmælisdagur Komum til Tauranga á föstudaginn upp úr hádegi og kom hún Margrét mín og host mamma hennar að sækja okkur á rútustöðina. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Margrét frá Höfn og er hér sem skiptinemi í eitt ár. Fórum heim til familíunnar og fengum þetta fína herbergi alveg út af fyrir okkur á neðri hæðinni, alveg frábært. Fórum svo og löbb- uðum á fjall hér sem heitir Mount Maunganui (eitthvað svoleiðis) enda þvílík blíða og ekkert smá fal- legt og gott útsýni þar yfir. Eftir góða göngutúrinn vildi Margrét endilega leyfa okkur að smakka ekta nýsjálenskan ís sem kallast Hockey Pockey. Loksins, loksins rann svo upp afmælisdagurinn minn í morgun, jei,jei. Fyrsta sem ég sá í morgun þegar ég vakraði var kort frá Viktoríu sem stóð agalega sætt í. Eyjamaðcir vlkunnar: Hæfileikaríkt tónlístarfólk Hermann Einarsson er Eyjamaður vikunnar. Dagar lita og tóna, fastur liður á hvítasunnu frá árinu 1991, hafa frá upphafi verið í höndum Listvina- félags Vestmannaeyja þar sem fremstur fer Hermann Einarsson. Dagskráin nú, eins og alltaf, er glæsileg og tilhlökkunarefni fyrir sanna jass- og blúsgeggjara. Hermann Einarsson er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Hermann Einarsson. Fæðingardagur: 26. janúar 1942. Fæðingarstaður: Mælifell (Sólhlfð 24) í Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Kvæntur Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur, fasteignasala og eigum við tvær dætur og fjögur bamaböm. Draumabfllinn: Ferrari. Uppáhaldsmatur: Ferskar humarklær úr Háfadýpi. Versti matur: Hafragraulur. Uppáhalds vefsíða: Lauritz.com Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Jazz og blús. Aðaláhugamál: Sagnfræði Eyjanna, sauðfjárbúskapur og Rauði krossinn. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Gandhi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fyrir utan Eyjar er það Gjáin fyrir ofan Stöng í Þjórsárdal. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Það var Siggi minkur og Týr. Ertu hjátrúarfullur: Hæfdega. Stundar þú einhverja íþrótt: Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Hvenær fórstu að hafa áhuga á jassi: Þegar við peyjamir á Hilmisgötu fengum að fylgjast með jamsession í Akóges á sunnudögum fyrir liðlega hálfri öld. Ertu ánægður með prógrammið sem nú verður í boði: Já. Af hverju á maður að mæta á Daga lita og tóna: Til að njóta tónlistar sem flutt er af ákaflega hæfdeikaríku tón 1 istarfólki. Matgazðingur vikunnar: lifað eftir næringarfræðinni Ég vil þakka Tryggva Berg Sigurðssyni fyrir að skora á mig sem matgæðing vikunar. Bergur stendur fyrir að hann er af hinni frægu Bergsætt sem kemur frá Gamla hrauni, austan við Litla Hraun! Tryggvi féll í þá gryfju í síðustu viku að skjóta á kokkinn okkar á Frá og talar um „skúra" borgara sem eru eldaðir eins og aðrir borgarar en hver kokkur gerir það síðan með sfnu nefi. Ég ætla ekki að falla í þessa gryfju því ég veit af gamali reynslu að kokkarnir ráða alveg hvað fer oní okkur um borð (þegar ég byrj- aði til sjós '85 þá kvartaði ég yfir úldinni kæfu við kokkinn - ég borðaði hana daginn eftir falda í ufsabollum!!). Einnig veit ég að þótt við séum Drullusokkar eða Oddfellóar þá eru við þrátt fyrir allt ein stór fjölskylda (Gens una sumus). Ég verð að viðurkenna að ég er ekki góður í eldamennsku en hef haft þeim mun meiri áhuga á næringarfræðinni. í henni nota ég mikið þá vitneskju að orkuefnin sem við látum ofan í okkur, gefa mismunandi hitaeiningar: 1 gramm af kolvetni gefur 4 Sigmar Þröstur er matgœðingur vikunnar. hitaeiningar, 1 gramm af próteini gefur 4 hitaeiningar, í 1 grammi af fitu eru 9 hitaeiningar. Með þessa vitneskju ættu flestir að geta séð að ef þeir minnka fituna í fæðunni þá er auðveldara að halda kjörþyngd sinni. Gott er að halda fitunni yfir daginn milli 20-40 grömm hjá konum en 30-60 grömm hjá körlum (ekki minna en neðri mörkin og ekki meira en efri mörkin). Ameríkanar fara oft yfir 100 grömm og erum við Islendingar líklega að ná þeim á þessari öld. Einnig sjá menn að með smá breytingu í mataræði, t.d. minnka hitaeiningar um 250 á dag, þá gefur það minnkun um 13 kg yfir árið. (250 he.= súkkulaði 50 grömm eða hlaupa 20 mín. eða ganga 45 mín.). Júlli kokkur getur vottað það að mig klæjar ekkert í fingurna að skrifa uppskrift eftir mig en ég ætla að láta fljóta með það helsta sem ég hef eldað um ævina: Undirbúningur fyrir handbolta- leik hjá Sigmari Þresti: Fimm tímum fyrir leik, elda 300 grömm af Tortelly, hitað í 16 mín. Tómatsósa með (fita og kolvetni - kolvetni er eldsneyti líkamans). Einum tíma fyrir leik 60 grömm af Mars súkkulaði (þrúðusykur, kol- vetni og fita). Ef framlenging er Iikleg, þá hafa eitt Mars í íþróttatöskunni auka. Sem næsta matgæðing Frétta vil ég skora á hana systur mína, hana Þórunni Júlíu Jörgensdóttur, því ég veit að hún lumar á einhverju góðu og hollu. Sigmar Þröstur Oskarsson Gamla myndin: Þessi föngulegi hópur er okkur með öllu óþekktur. Rétt er að taka fram að ekki er fullvíst að myndin sé héðan úr Eyjum. Fengur væri okkur að því að heyra frá lesendum Frétta sem vissu hið minnsta af ljós- myndafyrirsætunum. Sem endranær biðjum við þá er gerr vita að hafa samband við okkur í síma 481 1184 eða koma við á Bókasafninu. Við minnum ennfremur á möppurnar tvær er bíða frammi í anddyri eftir að innihald þeirra gerþekkist. Frá síðustu viku hafa 4 litið við hjá okkur og flett möppunum. I öllum tilvikum hafa viðkomandi þekkt einn eða fleiri á myndunum og við því farið í humáttina að markmiði okkar. Kirkjur bazjarins: landa- kirkja Fimmtudagur 8. maí Kl. 10.00. Mömmumorgunn, kaffi og spjall. Laugardagur 10. maí Kl. 14.00. Útför Ólafs Sigurjóns- sonar. Sunnudagur 11. maí. Hvítasunnu- dagur: Kl. 11.00. Fjölskylduguðsþjónusta á mæðradegi. Léttir sumarsálmar og notaleg stund, hægt verður að fá stimpil á fjölskyldudagskrá í Vest- mannaeyjum. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Engin samkoma. Föstudagur Kl. 20:00 Gestir verða hjá okkur frá biblíuskólanum Arken í Svíþjóð. Beðið verður fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Laugardagur Bænastund kl. 20:30 Biðjum um blessun. Hvítasunnudagur Kl. 14.00 Fagnaðarsamkoma, niðurdýfingarskím. Lilja Óskars- dóttir prédikar. Annar í hvítasunnu Kl. 14:00 Göngum saman og eigum góðan dag. Guð er sannarlega góður. Allir hjartanlega velkomnir. Góðir gestir Á föstudaginn verða í Hvíta- sunnukirkjunni íslenskir gestir sem verið hafa á Arken, sænskum biblíuskóla. Þau eru á ferð um landið að heimsækja nokkrar kirkjur og munu þau fjalla um og biðja um innri lækningu í lífi fólks. Slíkar samkomur hafa gefið ein- staka blessun inn í líf fólks. Húsið opnað kl. 19:30. Allir eru vel- komnir. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur Samverustund okkar hefst að vanda kl. 10:30 með Biblíurannsókn fyrir börn og fullorðna. Guðþjónusta hefst kl. 10:30, Eric Guðmundsson, prestur kirkjunnar, mun prédika. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.