Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 Skemmtilegur söngtónleikar söngnema: Bera meistaranum fagurt vitni ÖFLUGUR HÓPUR: Söngnemarnir, sem komu fram þetta kvöld, eru lifandi sönnun þess að Annika Tonuri, sem er að ljúka sínu öðru starfsári við skólann, er að gera frábæra hluti. fllit Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Fyrir ári síðan fór undirritaður á tónleika þar sem söngnemendur við Tónlistarskólann komu fram. Eins og eðlilegt er voru nemend- umir misjafnlega langt komnir á söngbrautinni. Það var þó ánægju- legt að fá tækifæri til að kynnast þessum hluta í starfsemi skólans og bónusinn var að söngur sumra sem þama komu fram gældi við hlust- imar. Með þessum fyrirvara hélt undirritaður á tónleika um 20 söngnema í Safnaðarheimilinu fyrir skömmu. Strax í upphafi tónleikanna varð ljóst að mikið hefur gerst á þessu eina ári í söngkennslu í Tónlistar- skólanum. Auðvitað vom nemendur ennþá misjafnlega á vegi staddir en framfarir þeirra sem þreyttu fmm- raun sína í einsöng í fyrra, þar sem í sumum tilfellum varð að taka vilj- ann fyrir verkið, vom ótrúlegar. Em þeir lifandi sönnun þess að Annika Tonuri, sem er að ljúka sínu öðm starfsári við skólann, er að gera frábæra hluti. Svo góða að úr urðu bráðskemmtilegir söngtón- leikar. Þemað var ensk og amerísk lög úr kvikmyndum og söngleikj- um sem var vel til fundið og var t.d. boðið upp á lög úr Sound of music, West side story og Gigi. Kryddið á þessu öllu saman vom bráðskemmtilegar kynningar Hólmfríðar Sigurðardóttur. Það var svo sannarlega hægt að taka undir með Fríðu þegar hún sagði að það hefði verið mikill happafengur fyrir okkur að fá þessa miklu listakonu hingað til Eyja og þar átti hún við Anniku. Tíu ára og upp úr Söngvaramir, sem þama komu fram, vom frá tíu ára aldri og upp í fólk á virðulegum aldri. Þó ekki gustaði mikið að þeim yngstu vom krakkamir að stíga stórt skref með því einu að koma fram og syngja einsöng. Eigum við ömgglega eftir að heyra meira til þeirra á komandi ámm. Það er kannski ekki sanngjamt að fjalla um einstaka söngvara sem þama komu fram, svo misjafnlega er fólk á vegi statt. Þó get ég ekki látið hjá líða að nefna Ingu Þórar- insdóttur sem söng Sunrise, sunset, úr Fiðlaranum á þakinu. Katrín Magnúsdóttir, sem söng hið þekkta lag, Smoke gets in your eyes, sem Platters gerðu vinsælt, átti skemmtilega innkomu með upp- runalegu útgáfunni af laginu. Þau stóðu sig líka vel, uglingamir, Rakel Hlynsdóttir og Alexander Jarl Þorsteinsson sem sungu dúett úr Vesalingunum. Valgerður Guðjónsdóttir, réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með því að syngja lag Billie Holiday, Tell me more and more. Það er eitt af þeim lögum sem Valgerður söng með glæsibrag nú fyrir skömmu þegar hún þreytti gmnnpróf í söng, að því er kom fram hjá Hólmfríði. Að mínu mati var hápunkturinn, samsöngur Auðar Ásgeirsdóttur og Rúnars Kristins Rúnarssonar. Þau tóku lag úr West side story og gerðu það með slíkum glæsibrag að hörðustu naglar urðu eins og smér. Og ekki kom á óvart að Helga Jónsdóttir, sem var með hópnum í fyrra, skyldi hafa dregið sinn ekta- mann, Arnór Hermannsson, með sér í söngnámið. Þau sungu I remember it well úr söngleiknum Gigi í bráðskemmtilegri þýðingu Sigurgeirs Jónssonar í Gvendar- húsi. Loks ætla ég að nefna unga fólkið sem á orðið nokkurra ára nám að baki og ætlar sér greinilega stóra hluti. Þau em Guðmundur Davíðsson, sem flutti Yesterday eftir þá félaga Paul McCartney og John Lennon og Silju Elsabetu Brynjarsdóttur og Rúnar Kristin sem er nefndur hér að framan. Saman sungu þau A whole new world úr kvikmyndinni Alladín. Alexander Jarl er Ifka í þessum hópi þó yngri sé. Var gaman að heyra hvað þau hafa öll tekið miklum framförum og bera þau lærimeistaranum fagurt vitni. Blaðamaður Frétta fór af vett- vangi léttur í lund og hugsaði; það er stundum gaman í vinnunni. Skemmtilegir „Eagles“ tónleikar í Höllinni: Hlutu náð fyrir eyrum sérfræðinganna KOMUST vel frá sínu, Sigurjón, Edgar Smári, Eyfi og Davíð Smári. Það sýndi sig á tónleikum í Höll- inni í síðustu viku, þar sem flutt voru lög hljómsveitarinnar Eagles, að Vestmannaeyingar mæta þegar boðið er upp á metnaðarfulla dagskrá. Þama voru mættir fjórir söngvarar ásamt tíu manna hljóm- sveit og saman tókst þeim að galdra fram lög Eagles með sínu upp- haflega sniði í söng og hljóðfæra- leik. Sjónvarpsmaðurinn, Sig- mundur „Eagles" Emir, var líka í miklum ham sem kynnir. Rakti hann sögu sveitarinnar sem fyrst kom fram í kringum 1970 og spann inn í uppvexti sínum í skugga Eagles. Hugmyndasmiðurinn að baki þessu framtaki er Eyjólfur Kristj- ánsson sem hefur fengið til liðs við sig söngvarana Sigurjón Brink, Davíð Smára og síðast en ekki síst Edgar Smára sem tókst að koma Eagles lögunum upp í nýjar hæðir. Ekki er ég sérfræðingur í Eagles en það var ákveðin upplifun að sitja til borðs með þeim hjónum, Ingi- mar og Hjördísi í Vömval sem em meðal margra dyggra aðdáenda Eagles hér í bæ. Vom m.a. í hópi Eyjamanna sem fór að sjá goðin á tónleikum í Baltimore í Bandaríkj- unum árið 2005. Vom flestir úr hópnum mættir og klæddust bolum til sönnunar því að þeir hefðu upplifað dýrðina milliliðalaust. Sjálfur sagðist Ingimar aldrei hafa fengið aðra eins gæsahúð og þegar hinir einu og sönnu Eagles slógu fyrsta tóninn á tónleikunum ytra og í heild sagði hann að tónleikamir hefðu verið ógleymanlegir. Með sérfræðinga sér við hlið urðu tónleikamir þetta kvöld skemmti- legri og Eyfi og félagar hlutu náð fyrir augum og eymm Ingimars og Hjördísar. Það sama gilti um þá 400 gesti sem þama vom saman komnir. Þeir skemmtu sér hið besta um leið lög eins og Tequila Sun- rise, Heartache Tonight, Love Will Keep Us Alive, Desperado, Lyin Eyes, Take It To The Limit, Take It Easy, Wasted Time og síðast en ekki síst Hotel Califomia bárust frá sviðinu í Höllinni. Reyndar varð Hótelið ekki sá hápunktur sem undirritaður átti von á en gott engu að síður. Þama var höfðað til fortíðar- hyggjunnar sem er í góðu lagi þegar vel er að verki staðið eins og þama var raunin. Það getur verið svo notalegt að bregða sér nokkur ár aftur í tímann í góðra vina hópi. Og staðurinn er Höllin sem enn og aftur sýndi og sannaði hvað hún er þessu samfé- lagi nauðsynleg. Geri ég það að tillögu minni að henni verði komið í það stand að nágrannamir geti sofið rótt þó þar séu haldin dansiböll. Það gerði Vestmannaeyjar að betri bæ. omar@ eyjafretti r. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.