Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 Gísli Ásmundsson loks krýndur íslandsmeistari: Fékk verðlaunapeninginn 40 árum seinna Lögreglan: Stútur á ferð Einn ökumaður var staðinn að meintum ölv- unarakstri í vikun- ni og er þetta sjöt- ti ökumaður ársins sem sem staðinn er að verki við þetta athæfí. Á sama tíma í fyrra höfðu fimm ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Einn ökumaður var sektaður vegna van- rækslu á að hafa öryggisbeltið spennt í akstri. Þá voru fimm eigendur ökutækja boðaðir til skoðunar með ökutæki sín. Gísla Ásmundssyni, fyrrum leikmanni íslandsmeistaraliðs ÍBV í 4. flokki 1964, hlotnaðist sá óvænti heiður að fá verðlauna- peninginn sinn 40 árum eftir sigurinn. Þannig er að Gísli var varamarkvörður fyrstu Islandsmeistara IBV. Af einhverjum ástæðum fórst fyrir að taka Gísla með í hóp meistar- anna á sínum tíma. Nú hefur hins vegar verið úr því bætt því að Einar Friðþjófsson stjórn- armaður í KSI hengdi medalíuna um hálsinn á Gísla við einfalda athöfn á skrifstofu hans í höfuðborginni. Eins og sjá má af myndinni er Gísli Ásmundsson mikill stuðningsmaður félagsins. Við óskum honum til hamingju með útnefninguna, sem segja má að hafi verið fyllilega tímabær. www.ibv.is greindi frá. Lögreglan: Tvö skemmdarverk Tvö skemmdar- verk voru tilkynnt til lögreglu um helgina og áttu þau sér bæði stað að Brimhólabraut 14 aðfaranótt 4. maí sl. I öðru tilvikinu var um að ræða rúðubrot en í hinu var um skemmdir á bifreið að ræða. Engar upplýsingar eru um hver eða hverjir þarna voru að verki og óskar lögregla eftir að þeir sem einhverjar upplýsingar hafi um gerendur hafi samband. SAMNINGUR handsalaður Er feginn að vera að hætta en um leið er maður að sleppa beislinu af Einar Birni sem ég veit að á eftir að gera góða hluti, sagði Grímur. Einsi kaldi yfirtekur Veisluþjónustu Gríms í áratugi hefur verið sungið um Einsa kalda í Eyjum og örugg- lega hafa margir gert tilkalls til titilsins. En nú er hann fundinn, Einsi kaldi, sem er nafn á fyrirtæki sem Einar Björn Árna- son, matreiðslumaður, hefur stofnað. Einsi kaldi verður til húsa í Höllinni þar sem rckin verður veisluþjónusta. „Það má segja að ég sé loks að slíta barnsskónum því nú er Grímur Gíslason, meistarinn minn, loks að sleppa af mér hendinni,“ sagði Einar Björn um þessa vistarflutninga sína. „Það má þó segja að ég taki hluta af starfsemi Gríms kokks með mér því ég kaupi Veisluþjónustu Gríms og verð með hana uppi í Höll.“ Einar Björn segir Veisluþjón- ustuna standa á gömlum merg eftir langa þjónustu við Eyjamenn. „Á því mun ég byggja en að sjálfsögðu verða einhverjar breytingar. Eg má heldur ekki verða Grími til skammar og því verður maður að standa sig. Eg mun bjóða upp á alla hugsanlega veisluþjónustu, fyrir stórar og smáar veislur og er tilbúinn að koma heim til fólks, komi óskir um það.“ Sjálfur er Grímur ánægður að fá Einari Birni vcisluþjónustuna í hendur. „Þetta er þjónusta sem ég er búinn að reka í 24 ár. Eg hef orðið nóg að gera með eigið fyrirtæki, Grím kokk, og það verður tilbreyting að fá loks frí um helgar. Um leið er maður að sleppa beislinu af Einar Birni sem ég veit að á eftir að gera góða hluti,“ sagði Grímur. Einar Björn þekkir vel til í eld- húsinu í Höllinni þar sem Veisluþjónustan var til húsa í mörg ár. Verðum að taka okkur tak í umhverfismálum -segir Gunnlaugur, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Um síðustu helgi var hreinsun- ardagur á Heimaey þar sem fólk úr hinum ýmsu félögum tók til hend- inni við að þrífa eyjuna að frum- kvæði bæjarstjórnar. Gunnlaugur Grettisson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði að þátttaka hefði verið góð og víða hafi ekki verið vanþörf á að taka til hendinni. „Eg vil þakka öllu því góða fólki sem þama mætti. Það hafði nóg að gera því draslið var mjög mikið eftir erfiðan vetur. Við verðum að taka okkur tak í umhverfismálum, bæði einstaklingar og fyrirtæki og hreins- unarátakið er upphafið að því sem koma skal,“ sagði Gunnlaugur. Nefndi hann sem dæmi „einskis- mannslönd" þar sem sjálfsagt þykir að henda alls konar drasli. „Víða á þessum stöðum em komnar stórar hrúgur og er þetta sérstaklega slá- andi inni á Eiði. Við höfum rætt þetta mikið innan ráðsins og erum að skoða hvað önnur sveitarfélög eru að gera í þessum efnum. Mörg fyrirtæki eru að standa sig prýðilega en alltof mörg eru í hinum flokknum og verður það okkar verk á næstu vikum að fá þau til að taka til í hringum starfssvæði sín. Ef það gengur ekki höfum við ákveðin úrræði sem við erum ekkert feimin við að beita. Best er auðvitað að frumkvæðið komi frá forsvarsfólki þessara fyrirtækja og ég held að margir viti upp á sig skömmina." Gunnlaugur sagði að í fjárhags- áætlun ársins 2008 væri gert ráð fyrir stórum upphæðum til um- hverfismála sem sýndi vilja bæjar- stjómar í þessum efnum. „Ekki síst ætlum við þessa peninga í mið- bæjarsvæðið þar sem víða er verk að vinna.“ Loks kom Gunnlaugur inn á nýgerða samþykkt um hundahald. „Hundahald er vandmeðfarið í þétt- býli og um 90% hundaeigenda standa sig vel. En það em alltaf ein- hverjir sem gera það ekki og þá er gott að hafa verkfæri eins og samþykktin er,“ sagði Gunnlaugur að lokum. GUNNLAUGUR nefndi sem dæmi „einskismannslönd“ þar sem sjálf- sagt þykir að henda alls konar drasli. Ekki síst inni á Eiði. GUNNLAUGUR vildi þakka öllu því góða fólki sem mætti á hreins- unardaginn. Á eftir fengu allir veitingar.. Frá Tryggingamiðstöðinni: TM aðalstyrktaraðili Pæjumótsins Tryggingamiðstöðin (TM) og ÍBV íþróttafélag hafa undirritað samstarfssamning til tveggja ára. Samkvæmt honum verður TM aðalstyrktaraðili Pæjumótsins í Eyjum, og heitir mótið nú Pæjumót TM Eyjum. Pæjumótið, sem er eitt stærsta knattspyrnumót landsins hvert ár, fer fram 12. til 14. júní næstkomandi og er fyrir stúlkur í 5. flokki eða á aldrinum 11-12 ára. Stuðningur TM við mótið og ÍBV er liður í skipulögðu átaki félagsins til að efla íslenska kvenna- knattspyrnu. Eins og kunnugt er hefur TM tekið þátt í verkefnum tengdu því átaki undanfarin ár, til að mynda er íþróttamaður ársins 2007, Margrét Lára Viðarsdóttir, með samstarfssamning við TM. Einnig er TM aðalstyrktaraðili sambærilegs knattspyrnumóts á Siglufirði ár hvert. Agnes Einarsdóttir, sem undirritaði samninginn fyrir hönd ÍBV, segir að stuðningur fyrirtækja við öflugt barna- og unglingastarf skipti lykilmáli fyrir íþróttafélag líkt og ÍBV. „Það er engin launung að umfang móta, af þeirri stærðargráðu sem Pæjumótið er, er gríðarlegt og frábært að fá samstarfsaðila, líkt og Tryggingamiðstöðina, um borð. Með slíkum stuðningi fyrirtækja, sem og auðvitað því góða starfi sem sjálfboðaliðar inna af hendi, er hægt að halda slík mót árlega af myndarskap. TM hefur sýnt undanfarin ár að þeir leggja mikinn metnað í að styrkja slík mót, og verður mótið í ár sérstaklega glæsilegt.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.