Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 8. maí 2008 9 BATAMERKI í rekstri bæjarins má ekki hvað síst sjá í sjóðsstreyminu og í því sambandi má nefna að á árinu 2007 var veltufé frá rekstri 376,5 milljónir króna en nam 186,7 milljónum króna 2006, 21 milljónum króna árið 2005 og árið 2004 var sambærileg tala 116,8 milljónir til rekstrar. Ársreikingar Vestmannaeyjabæjar 2007: Heildartekjur bæjar- sjóðs af skatttekjum jukust um tæp 11% Samantekt Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettii: is Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 voru lagðir fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi á föstudag. Reikningar eftirfarandi stofnana voru lagðir fram, þ.e. bæjarsjóðs, hafnarsjóðs, félagslegra íbúða, Vestmannaeyjabæjar, Fráveitu Vest- mannaeyja, Hraunbúða, Sorpeyð- ingarstöðvar Vestmannaeyja, lík- amsræktarsalar í Iþróttamiðstöð, Náttúrustofu Suðurlands og Líf- eyrissjóða starfsmanna Vestmanna- eyjabæjar Elliði Vignisson, bæjarstjóri, útskýrði ársreikninginn og benti á að A-hluti samstæðu Vestmanna- eyjabæjar hafi að geyma aðalsjóð, eignarsjóð, Þjónustumiðstöð, grjót- nám og Malbikunarstöð Þessir rekstrareiningar eru að mestu fjár- magnaðar með skatttekjum. í B hlutanum eru rekstrareiningar sem að mestu eru fjármagnaðar með sértekjum eða á annan hátt. Rekstur bæjarins enn í járnum Elliði benti á að rekstramiðurstaða A hluta væri jákvæð um 3 milljarða og 20 milljónir í stað neikvæðrar stöðu eða um kr. 97 milljónir árið 2006. Það skýrist öðru fremur af stórfelldri eignasölu, hlut Vest- mannaeyjabæjar í Hitaveitu Suður- nesja á síðasta ári. Sé borin saman rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og óvenjulega liði kemur í ljós að niðurstaðan er neikvæð um 5,8 milljónir í stað 7,2 milljóna árið 2006. Lífeyrisskuld- bindingar hækkuðu um 302,5 milljónir króna árið 2007 í stað 136 milljóna króna árið 2006. Rekstur aðalsjóðs var með hefðbundnu sniði á árinu 2007. Skatttekjur án framlaga Jöfnunar- sjóðs skiluðu um 1.269.092 millj- ónum króna sem eru um 119 milljónum meiri tekjur en gert var ráð fyrir. Útsvar var 1.138 milljónir og fasteignaskattur 131.031 millj- ónir króna. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga voru 470 milljónir. Fræðslu- og uppeldismál voru gerð upp með 44 milljónum króna lakari útkomu en áætlun gerði ráð fyrir. Menningarmál með tæplega 3,7 milljóna lakari útkomu en áætlun gerði ráð fyrir eða rúmum 82 milljónum í stað 78 milljóna. Tekjur og gjöld Heildartekjur bæjarsjóðs af skatt- tekjum námu 1.757 milljónum árið 2007 og aukast um tæp 11 % á milli ára. Til samanburðar má geta að aukning milli áranna 2005 og 2006 var 15,3%. Hreinar skatttekjur hækka um 83 milljónir á milli ára þar af er fasteignaskattur um 3 milljónir. Alls voru skatttekjur án framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga 1.269 milljónir og framlag úr Jöfnunarsjóði 470 milljónir króna. Rekstrargjöld, án afskrifta og fjár- magnsliða en að lífeyrisskuld- bindingu meðtalinni í A-hluta, námu 99,07% í hlutfalli af rekstrartekjum og er þetta annað árið í röð sem slíkur árangur næst. Fimm árin þar áður var þetta hlutfall þannig að þessi tala var yftr 100%. Hafnarsjóður Rekstrartekjur ársins voru um 255 milljónir eða 23 milljónum betri en áætlað var. Rekstrarútgjöld hafnar- innar án afskrifta voru um 128 milljónir og dragast saman um 50 milljónir króna. Fjármagnskostnaður nettó nam um 41 milljón í stað 50,5 milljóna á árinu 2006. Afskriftir Hafnarsjóðs vegna hafnarmannvirkja og lóðsbáta námu á árinu 114 milljónum króna. Rekstramiðurstaða ársins var 28 milljón króna tap á móti 111 millj- óna tapi árið 2006. Skuldir Hafnar- sjóðs námu í árslok tæplega 581 milljón. Af heildarskuldum er tæp 171 milljón vegna lífeyrisskuld- bindinga. Félagslegar íbúðir Árið 2005 var félagslega íbúðakerf- ið rekið með 104 milljóna króna halla. Eignir samkvæmt efnahags- reikningi voru þá metnar á 421 milljón króna en heildarskuldir félagslega kerfisins námu 1.169,3 milljónum króna. Neikvætt eigið fé var 748 milljónir króna. Árið 2007 voru rekstrartekjur af félagslegum íbúðum tæpar 74 millj- ónir í stað 99,5 milljóna á árinu 2006. Þessi tekjusamdráttur stafar af lægra framlagi úr Varasjóði hús- næðismála en á síðasta ári voru seldar 13 íbúðir og nam sala fasteigna árinu 65 milljónum króna . Hagnaður, án afskrifta og fjár- magnskostnaðar, nam um 40 milljónum króna í stað 47,6 milljó- na króna á árinu 2006. Afskriftir námu á árinu 6,8 milljónum, fjár- magnskostnaður til gjalda nam 88,2 milljónum. Rekstrarniðurstaða ársins 2007 er því neikvæð um 55 milljónir á móti 64 millj. krónum. árið 2006. Heildarskuldir félags- legra íbúða námu í árslok 1.160 milljónum króna á móti 1.154 milljónum króna árið 2006 og 1.169 milljónum króna í árslok 2005. Elliði sagði að eins og tölurnar gæfu til kynna, þá sé staða okkar gríðarlega erfið í þessum mála- flokki. „Sú leið, sem farin hefur verið, er að selja þessar eignir og greiða upp þau miklu lán sem eru áhvílandi. Kostnaðurinn við rekstur og eignarhald á íbúðunum hefur verið þungur og tekjur ekki nema að litlum hluta dekkað þennan kostn- að.“ Önnur fyrirtæki í B - hluta Elliði sagði önnur fyrirtæki í B - hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki. Rekstur þeirra væri hefðbundinn og nokkuð í jámum. Tekjur Hraunbúða hafa hækkað um 5.6 milljónir á milli ára. Rekstrar- niðurstaða Hraunbúða væri hagn- aður upp á 11,9 millj. kr. á móti 10,3 millj. kr tapi árið 2006. Að lokum gerði Elliði grein fyrir lífeyrisskuldbindingum Bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Á árinu keypti stjórn sjóðsins tryggingafræðilega athugun á stöðu sjóðsins. Niðurstöður Bjama Guðmunds- sonar, tryggingafræðings, sýna að miðað við 3,5% ávöxtun vantaði lífeyrissjóðinn 2.797 milljónir króna til þess að hann ætti fyrir áföllnum skuldbindingum um síðustu áramót. Að meðtöldum framtíðarskuld- bindingum sjóðsins nemur þessi upphæð 3.016 milljónum króna. Batamerki í rekstri bæjar- ins Elliði sagði að lokum að mörg jákvæð teikn væru á lofti hvað varðar rekstur Vestmannaeyjabæjar á árinu 2007. Rekstramiðurstaða samstæðu væri hagnaður að fjárhæð 2.978 milljónir króna en tap ársins 2006 var 305,3 milljónir króna. Auðvitað er lítið mark takandi á þessum tölum hráum enda liggur stórfelld eignasala á bak við þennan mikla hagnað. Meira mark sé tak- andi á rekstrarhagnaði án afskrifta og fjármagnskostnaðar en hann nam 269,3 milljónum á árinu á móti 134.7 milljónum króna á árinu 2006. Þessi batamerki í rekstri bæjarins má ekki hvað síst sjá í sjóðs- streyminu og í því sambandi má nefna að á árinu 2007 var veltufé frá rekstri 376,5 milljónir króna en nam 186.7 milljónum króna 2006, 21 milljónum króna árið 2005 og árið 2004 var sambærileg tala 116,8 milljónir til rekstrar. Elliði þakkaði að lokum öllum starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar sem unnu að gerð reikninganna og starfsmönnum Deloitte sem og skoðunarmönnum. Horfum björtum augum til framtíðar Qrcin Guðlaugur Olafs- son skrifar: Höfundur er stýri- maður á Herjólfí Ég hef setið á hliðarlínunni síðustu misseri og fylgst með þeirri umræðu sem tröllriðið hefur Eyjunum, það er að segja hvort Bakkafjara sé til góðs eða ills. Margur maðurinn hefur komið með góð innlegg í þessa ágætu umræðu, en allt of margir hafa verið með misvitrar athugasemdir. Ég hef nú starfað á Herjólfi sem stýrimaður í næstum þrjú ár og langar því að koma með nokkra punkta sem ég held að skipti máli. Ég verð að játa að fyrst þegar þessi umræða fór af stað þá vildi ég fá nýtt og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar. En ég er nú það vel að guði gerður að ég get skipt um skoðun og eftir að hafa kynnt mér málið nokkuð vel, komst ég að því að það væri kannski ekki sú samgöngubót sem við þurfum. Þorlákshöfn er ekki og verður ekki, nema með stórkostlegum breyt- ingum, góð höfn. Ef við værum á skipi, eins og menn eru að tala um (110 metra löngu skipi eða stærra), þá yrði töluvert meira um frátafír heldur en við búum við í dag. Menn hafa haft misjafnar skoðanir á þeim skipstjórum sem við höfum í dag, sem mér fínnst miður. Því þeir hafa fellt niður fleiri ferðir en forverar þeirra. Hvað hefur breyst? Jú, fólk gleymir að taka með í reikninginn að veðrin í vetur og síðasta vetur hafa verið óvenju hörð, eins er að skipið siglir tvær ferðir nánast alla daga ársins. Þannig að myrkrið er farið að hafa áhrif. Eins tek ég ofan hattinn fyrir skipstjórunum, því þær skammir og svívirðingar sem þeir fá yfir sig bæði frá fólki og á blogginu eru fólki til háborinnar skammar. Það er nefnilega þannig að það er einn maður sem stjómar og verður að lifa með sínum ákvörðunum, það er skipstjórinn. Áfram með stærra skip, ég sé fyrir mér að fáum við skip sem er svona stórt og tekur, skulum við segja 150 bfla í ferð og um 1000 farþega, þá fari það skip eina ferð á dag, því við höfum ekki meiri flutningsþörf. Menn þurfa ekki að vera háskóla- menntaðir til að sjá að allt tal um fjórar ferðir á svona skipi er þvæla. Áð á einum degi gætum við flutt alla Eyjabúa. Erum við þá að tala um samgöngubót? Dæmi hver fyrir sig. Hvað mig varðar þá er ég ekki það auðtrúa að ég kaupi að það séu eintómir bjánar sem vinna í Sigl- ingastofnun. Ég hef áður sagt að á þeim þrem- ur árum sem fóru í að fá far- mannaprófið, þá var ekki farið eina mínútu í hafnargerð, hafnargarða eða neitt því tengt. Þannig að ég ætla ekki að setja mig á það háan hest að gangrýna störf þessara manna. Hins vegar eru menn alltaf með efasemdir um hið óþekkta, og eflaust verða einhverjir barna- sjúkdómar sem herja á þessa framkvæmd til að byrja með, en verða þeir ekki lagaðir? Það hlýtur að vera. Ég vona innilega að þetta verði að veruleika og tel að þetta verði Vestmannaeyjum til fram- dráttar og okkur til góða. Virðingarfyllst Guðlaugur Olafsson stýrimaður á Ms Herjólfi ÁRLEGUR HJÓLADAGUR Kiwanismanna og Slysavarna- deiidarinnar Eykyndils var síðastliðinn laugardag á planinu við Kiwanishúsið. Tilefnið er að Kiwanishreyfingin á Islandi, Eimskip og Flytjandi hafa sameinast um að gefa öllum börnum, sem hófu grunnskólanám síðasta liaust, reiðhjólahjálma. Að þessu sinni voru börnin í Eyjum 48 talsins. Þau mættu með hjólin sín, mörg hver með foreldrum sínum eða öfum og ömmum og fengu afhenta hjálmana. Þá sá Slysavarndeildin Eykyndill um ýmiss konar hjólaþrautir fyrir þau og lögreglan skoðaði hjólin og veitti þeim skoðunarmiða, ef þau stóðust helstu öryggiskröfur. Kiwanisfélagar sáu síðan um að grilla pylsur handa öllum viðstöddum. Hjóladagurinn er orðinn margra ára hefð hér í Eyjum og hluti af vorstemningunni og afhending hjálmanna hluti af einkunnarorðum Kiwanishreyfingarinnar, Börnin fyrst og fremst.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.