Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 4
4 FfCttÍr / Fimmtudagur 10. júlf 2008 Blogghelmar Sigmar Þór Svein- björnsson: Skrifað í stein tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn: -í dag gaf besti vinur minn mér einn á ‘ann. Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig, risti hann í stein: -I dag bjargaði besti vinur minn mér frá drukknun. Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: -Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í steininn. -Af hverju? Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því. -Lærðu að skrifa sárindi þín í sandinn og grafa hamingju þína í stein. Það er sagt að það tald mann eina mínútu að hitta sérstaka mann- eskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en heila ævi að gleyma henni. Sendu þessa sögu til manna og kvenna sem þú gleymir aldrei, og mundu að senda hana til baka. Ef þú yfir höfuð sendir hana ekki til neins, þá þýðir það bara eitt, að þú hafir of mikið að gera og hafir gleymt vinum þínum. Gefðu þér tíma til að lifa og eigðu góðan dag. Kær kveðja SÞS. Sagan segir að Ragna Birgisdóttir: Frábæru móti lokið Og við komin aftur í höfuðborgina til þess að knúsa litlu nýfæddu dís- ina. Dagskráin á N1 mótinu á Akureyri var þéttskipuð og við vorum orðin hálflúin í gær- kvöldi. Eyjapeyjar náðu frábærum árangri og fengu bikar fyrir heildarárangur á mótinu. Þeir voru svo flottir og ÍBV til sóma utan vallar sem innan. Fararstjórar liðanna eiga heiður skilinn fyrir mikla vinnu og Heimir er búinn að ná stórkostlegum árangri með þessa stráka Bjarni Harðarson: Frábær gosloka- hátíð -og frelsi til gestrisni Eyjamenn sem gátu stöðvað heilt eldgos og grafið bæinn undan geta fullvel mætt þeim erfiðleikum sem nú mæta samfélaginu hér úti. Eitthvað á þessum nótum mæltist skörulegum bæjarstjóra Vestmannaeyinga í ágætri hátíðarræðu við upphaf goslokahátíðar hér í gær. Um kvöldið voru svo frábærir tónleikar með meistara Megasi í troðfullri Höll. Eyjamaður vlkunnar: Til heiðurs heim sem höfðu trú Mari er Eyjamaður vikunnar. Hér er hann við eina öskusúluna. Marinó Sigursteinsson hefur sett upp fimm öskusúlur í Eyjum sem virka eins og mælistika á, hversu öskulagið var hátt í bænum í gos- inu. Öskusúlumar eru einnig settar upp til að heiðra minningu þeirra manna sem höfðu trú á Vest- mannaeyjum og stóðu í eldlínunni á þessum tíma. Óskusúlurnar eru einkaframtak Marinós og þar af leiðandi er hann Eyjamaður vik- unnar að þessu sinni. Nafn: Sigurvin Marinó Sigur- steinsson. Fæðingardagur: 7. desember 1952. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Marý Kolbeinsdóttir, bömin eru fimm, Heiða Björk, Bjarni Ólafur, Ingibjörg. f. 1983. d. 1987, Ingibjörg Ösk og Sigursteinn. Fjögur barnabörn og eitt á leiðinni. Draumabfllinn: Land Cruiser. Uppáhaldsmatur: Ég ætla að segja lambalæri fyrir Gauja á Látrum, vin minn. Versti matur: Ég borða allan mat, ég hef aldrei látið mat trufla mig. Uppáhalds vefsíða: Nú fórstu alveg með það, ég er aldrei í tölvu. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bítlarnir. Aðaláhugamál: Það er náttúrulega lundastofninn, mér er annt um hann og svo útivera. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég hugsa ekkert um það. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það er Elliðaey, að sjálf- sögðu. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ronaldo, Man.United og ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Göngur um eyjuna. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég verð að segja náttúrulífsþættir. Hvers vegna öskusúlur: Ég er búinn að vera með þetta í kollinum í mörg ár. Það vantaði að sýna vikurlagið í bænum en ég byrjaði að vinna að þessu fyrir tveimur árum. Hvað eru þær margar: Þær eru fimm og eru við Vosbúð, Hótel Þórshamar, Ráðhúsið, Sáluhliðið við Kirkjugarðinn og Ásbyrgi. Þú vinnur þetta sjálfur og þetta er þitt einkaframtak í tilefni goslokahátíðar: Já, þetta hefur tek- ist með góðra vina hjálp. Siggi Gogga á heiðurinn á því hvað vikurlagið er gott utan á staurunum, Gústi í Mjölni vann mikið með mér í þessu ásamt öðrum góðum mönn- um. Hefur þú ekki fengið viðbrögð frá fólki: Jú, og bara mjög góð. Það hafa allir gaman af þessu og nú sjá menn fyrst hvað það var mikið afrek að hreinsa bæinn og gera sér betur grein fyrir hvað öskulagið var hátt. Kirkjur bazjarins: landakirkja Laugardagur 12. júlí Kl. 14.00. Útför Jóns Haukssonar. Sunnudagur 13. júlí. Hunda- dagar byrja. Kl. 11.00. Guðsþjónusta á 8. sunnudegi eftir þrenningarhátíð. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Laugardagur Bænaganga kl. 20:30 Tökum þátt í „Skipað í skarðið" Bænaátaki Lindarinnar, allir velkomnir. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20:30 „Bið þú mig og ég mun gefa þér...“ Sunnudagur: Mætum öll í göngumessu í Landakirkju kl. 11:00 og minnumst miskunnar Drottins við okkur. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir bömin. Sjáumst! Matgazðingur vikunnar: La Marina kjúklingur með gulrótum Matgæðingur vikunnar er Guðmundur Guðmundsson og býður hann upp á La Marina kjúkling með gulrótum og er uppskriftin er fyrir fjóra. Fjórar kjúklingabringur 300 gr sveppir Tómatsósa Sætt sinnep 1/2 lítri rjómi Svartur pipar 5 til 6 gulrætur Sæt soja sósa Hunang Kryddið kjúklingabringurnar með svörtum pipar og steikið þær. Steikið síðan sveppina og kryddið með smá svörtum pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og setjið smá tómatsósu og sætt sinnep. Látið malla í smá tíma og setjið síðan bringurnar út í. Sneiðið gulrætumar niður og hitið í smá olíu. Setjið sæta sojaolíu og hunangið út í og látið malla. Með þessu er gott að hafa franskar kartöflur og ferskt Guðmundur Guðmundsson er matgœðingur vikunnar. salat. Verði ykkur að góðu og þar sem ég veit að Daddi bróðir (Bjami Ólafur) er betri kokkur en ég þá ætla ég að skora á hann. ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í uppslátt á sökklum og plötu á verslunar- og íbúðarhúsnæði að Hilmisgötu 2-10. Áhugasamir hafi samband við Tóta, s. 893-5000 eða Stebba, 898-0787 til að nálgast útboðsgögn. Félag eldri borgara- Ferðafundur vegna hringferðarinnar 6. ágúst verður haldinn í Vinarminni laugardaginn 12. júlí kl. 16. Takið með ykkur myndir úr Austurríkisferðinni Ferðanefndin Eyjafrettir.is - fréttir milli Frétta fyrlr öll tækifæri. Allar flottustu fígúrurnar. A ALLT FYRIR GÆLUDÝRIN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.