Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 FJÖLMENNI var samankomið á Skansinum sem var endastöð skrúðgöngu frá Stakkagerðistúni á fimmtudeginum. Goslokahátíð er hátíð til að þakka -sagði Helga Björk, formaður þjóðhátíðarnefndar, í setningarræðu sinni Ef á að gefa Goslokahátíðinni 2008 einkunn, er það fjölbreytt dagskrá og góð aðsókn að öllum dagskrár- liðum. Aætlað er að hingað hafi komið um 2500 manns í tengslum við hátíðina og höfðu allir úr nógu að moða frá fimmtudegi til sunnu- dagskvölds. Mikið framboð var af sýningum, tónlist, uppákomum fyrir fólk á öllum aldri því ekki gleymdust bömin. Ekki má gleyma Skvísusundinu þar sem söngur og hljóðfærasláttur hljómaði í hverri kró og fyrir utap var stærsta ættarmót ársins þar sem Eyjamenn efldu gömul kynni og mynduðu ný. Allt í friði og spekt þó blessaður karlinn hann Bakkus hafi verið með í för. Þakkir til þeirra sem stóðu í eldlínunni Formleg setning var við Ráðhúsið á fimmtudaginn þar sem Helga Björk Olafsdóttir, formaður gos- lokanefndar og Elliði Vignisson, bæjarstjóri, fluttu ávörp. „Goslokahátíð er hátíð til að þakka,“ sagði Helga við það tæki- færi. „í dag 3. júlí eru 35 ár frá því að eldgosi á Heimaey lauk og þess vegna eram við hér saman komin til að minnast þess, þakka og fagna. 1 mínum huga er svo margt sem er þakkarvert og margt til gleðjast yfir. Ég þakka það þó mest að fólk- ið, sem upplifði eldgosið og stóð hér í eldlínunni, hafði hugrekki og vilja til að koma aftur heim að gos- inu loknu. Hefja líf hér að nýju því hvar værum við í dag ef ekki hefði verið fyrir þetta hugrakka fólk og hvar er betra að vera en á henni Heimaey?" sagði Helga Björk. Hún sagði að virk þátttaka, gleði og gott skap hefði gert gosloka- hátíðina að þeirri hátíð sem hún er. „Það eram jú við sem sækjum hátíðina sem sköpum stemmning- una, gleðina og umlalið um hana,“ sagði Helga Björk um leið og hún setti hátíðina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, rakti sögu gossins í ræðu sinni og sagði að öllum mætti vera Ijós sú guðs- mildi að ekki skyldi verða mann- tjón þegar eldgos verður í byggð. „Fátt hefði mátt vera öðru vísi en það nákvæmlega var til að skaðinn hefði orðið óbærilegur. Þannig hafa fróðir menn til að mynda bent á að sennilegt sé að kjarni Helgafells hafi hindrað það að gossprungan opnaðist í hlíðunum fyrir ofan byggðina. Ekki þarf sterkt ímyndunarafl til að sjá fyrir hvemig farið hefði ef svo hefði verið,“ sagði Elliði. Hann nefndi lfka á æðraleysi eyjaskeggja sem á ótrúlega skömmum tíma um miðja nótt um hávetur sáu sjálfir um að flytja 5200 manns eða 2,5% þjóðarinnar yfir opið hafið og koma öllum í öruggt skjól. „Allt er þetta löngu fyrir tíma GSM síma og annarra nútíma skipulags- og samskipta- tækja. Hér dugði hyggjuvitið, kjarkurinn og æðruleysið sem í gegnum árhundruðin hafa stýrt Vestmannaeyjum og Eyjamönnum til farsældar. Þá er einnig ástæða til að þakka skjót og góð viðbrögð gestgjafa á fastalandinu en þar lögðust allir á eitt til að auðvelda okkur þennan tíma.“ Dáðir um dáðir munu Iifa Elliði sagði að nú á 21. öldinni rísi upp kynslóð sem ekki upplifði atburðina örlagaríku en þeir verði þó greyptir í hjörtu Eyjamanna. „Hjörtu sem hert hafa verið eldi og mýkt af silfurmjúkum blænum. Hjörtu sem bæði kunna að gleðjast yfir sigri og berjast í mótlæti. Minningarnar um dáðir gosáranna lifa og munu ganga frá manni til manns um ókomin tíma. Þannig hefur gosið greypst í huga Eyja- manna og er eitt af því sem gerir okkur íbúa Heimaeyjar einstaka. Við bæði sjáum það og finnum á börnum dagsins í dag þótt þau hafi ekki fæðst fyrr en áratugum eftir gos, hversu stolt þau eru af þessari sögu og hvemig staðreyndir Merki Goshátíðar. Hátíðin á núna sitt eigið merki sem hannað var af listamanninum Guðjóni Olafssyni frá Gíslholti og prýddi það fána, veifur og barmmerki. tengdar gosinu efla þeim skilning á eðli byggðarlagsins, íbúum og náttúru. Þessi strengur sem vafinn var fyrir 35 árum tengir okkur, íbúa þessa bæjarfélags, nánari böndum en annars væri. Ekki einungis tengir hann kynslóðirnar heldtir einnig einstaklingana. Samstaða er lykil- orð í byggðaþróun hér í Eyjum og þótt við kunnum að takast á í snarpri orrahríð okkar á milli þá LEIKFÉLAGIÐ lagði sitt af mörkum í skrúðgöngunni. MARGIR voru við setningu hátíðarinnar á Ráðhúströð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.