Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 7
Frcttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 7 Þ MYNDIN var tekin af Surtsey 23. júní 2008. Ljósmyndari Sigurgeir Jónasson. Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur og umsjónarmaður frið- landsins Surtsey, skrifar: Surtsey náttúruperla á heimsmælikvarða Grein Lovísa Ásbjörnsdóttir skrifar: Höfundur er jarðfrœð- ingur og sér um Surtsey. Þann 7. júlí var tilkynnt á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Kanada að Surtsey hefði verið tekin á heimsminjaskrá sem einstakur staður náttúruminja á heimsmæli- kvarða. Surtsey er því komin á skrá með öðrum náttúruperlum heims eins og t.d. Galapagos-eyjum, Kóralrifinu mikla í Ástralíu og Yellowstone-þjóðgarðinum í Banda- ríkjunum. Mikill heiður og viðurkenning Það er mikill heiður og viðurkenn- ing fyrir íslensku þjóðina og ekki síst fyrir Vestmanneyinga, að Surts- ey sé komin á heimsminjaskrá. Því fylgir jafnframt mikil ábyrgð og skuldbinding um áframhaldandi verndun Surtseyjar, í samræmi við UNESCO-samninginn frá 1972 sem íslensk stjómvöld undirrituðu árið 1995. Með samningnum viðurkenna ríki nauðsyn verndunar, þar sem það er talið skaða arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menn- ingarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur. Surtsey er annað svæðið á Islandi sem tekið er á heimsminjaskrá UNESCO, en árið 2004 voru Þing- vellir samþykktir á skrána sem ein- stakur staður menningarminja. Á heimsminjaskrá eru 851 svæði víðs vegar um heim, þar af einungis 166 svæði sem náttúruminjar á heims- mælikvarða. Má reikna með að nýr listi verði birtur fljótlega á heima- síðu heimsminjanefndar sem er (http://whc.unesco.org/). Framsýn, en umdeild friðun 1965 Surtsey var friðuð árið 1965 meðan gosvirkni var enn í gangi og var friðunin bundin við eldfjallið ofan- sjávar. í tengslum við tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrána á árinu 2006 var friðlandið stækkað verulega og er nú um 65 ferkíló- metrar að stærð, nær yfir Surtsey alla, þ.e. eldfjallið ofansjávar og neðansjávar, neðansjávareldfjöllin Jólni, Syrtling og Surtlu og haf- svæðið umhverfis eldstöðina. Með friðlýsingunni 1965 var tekið fyrir umferð ferðamanna út í eyna og gildir það enn þann dag í dag, nema að fengnu leyfi Umhverfis- stofnunar. Var þetta gert fyrst og fremst til að forðast aðflutning lífvera af mannavöldum, til að vernda viðkvæma náttúru og til að stuðla þannig að því að eyjan fengi að þróast eftir lögmálum náttúr- unnar án áhrifa eða afskipta manns- ins. Þessi framsýna en jafnframt umdeilda friðun árið 1965, ásamt vöktun og rannsóknum vísinda- manna á lífríki og jarðfræði eyjar- innar, á stóran þátt í því að Surtsey er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Fjölgun ferðamanna og Gesta- stofa Surtseyjar Staðir á heimsminjaskrá UNESCO draga árlega til sín fjöldann allan af ferðamönnum og því má reikna með að ferðamönnum til Vestmannaeyja fjölgi í kjölfar skráningar Surtseyjar á heimsminjalistann. Samfara því skapast ýmis ný tækifæri í ferða- málum því þó ekki sé leyfilegt að stíga í land í Surtsey, má sigla umhverfis eyjuna og skoða hana úr lofti. Ákveðið hefur verið að koma upp Gestastofu Surtseyjar í Vestmanna- eyjabæ þar sem hægt verður að taka við öllum þeim sem vilja fræðast og kynna sér náttúruperluna Surtsey og er mikilvægt að þau áform verði sem fyrst að veruleika. Vestmanna- eyjabær hefur hafið byggingu á veg- legu gosminjasafni „Eldheimar“ og er fyrirhugað að koma þar einnig fyrir sýningu um Surtsey og Surtseyjargosið. Náttúrufræðistofn- un setti sýninguna upp í Þjóð- menningarhúsinu í Reykjavík 2007 og hefur hún vakið mikla hrifningu innlendra sem erlendra gesta. Gagnasafn og Surtseyjarsögur Næsta vetur er fyrirhugað að opna heimasíðu fyrir Gestastofu Surts- eyjar, en auk þess verður hafist handa við að koma upp gagnasafni þar sem skráð verður allt sem við- kemur Surtsey m.a. fróðleikur, tegundalistar, heimildaskrár, hverjir hafa heimsótt Surtsey o.s.frv. Ein hugmyndin er sú að safna saman sögum og ævintýrum sem tengjast Surtsey og eru allir sem eiga slíkt í fórum sínum hvattir að hafa sam- band við mig á Þekkingarsetrinu eða senda mér tölvupóst, lovisaa@ ust.is. Vestmannaeyingar, til hamingju með að Surtsey er komin á heimsminjaskrá UNESCO! Lovísa Asbjörnsdóttir Leikfélagið þakkar fyrir sig Grein Gunnar Friðberg Jóhannsson og Haraldur Ari Karlsson skrifa: Höfundar starfa hjá LV: Enn og aftur sannast hversu gott er að búa í Vestmannaeyjum og eiga Eyjamenn að. Undanfarnar vikur höfum við ásamt nokkrum jákvæðum krökkum í Leikfélaginu unnið hörðum hönd- um að því að setja okkar svip á goslokahátíðina sem nú var að klár- ast. Markmiðið var sett hátt og ákveðið að í þetta skiptið yrði gert eitthvað nýtt og fjölskrúðugt. Eldblásarar þjálfaðir og krökkum kennt að ganga á stultum, og má segja að það hafi með eindæmum heppnast vel í alla staði. Allir eldblásarar stóðu sig með prýði, strákamir á vörubílnum vöktu mikla athygli og krakkamir á stult- unum ásamt fylgdarfólki sýndu hetjudáð í göngunni. En svona hluti er ekki hægt að gera hjálparlaust. Þess vegna viljum við nýta okkar ágæta miðil til að skila kæram þökkum til allra þeirra sem hjálpuðu okkur, bmgðust við hinir jákvæðustu og björguðu okkur algjörlega á síðustu stundu, fullir af trausti ogjákvæðni. Þór Vilhjálms í Vinnslustöðinni, Grétar Jónatans, Þröstur Johnsen, allir í Foto og Bragi í Fesinu, takk fyrir að hleypa okkur upp á þök og stillansa. Palli Stanley, takk kærlega fyrir að taka frá tíma til að hjálpa okkur upp á skemmuna. Tommi í Skipalyftunni, takk fyrir kyndlana. Strákar í Olís, Svana í Skýlinu, Maggi á Kletti og allir þeir sem seldu okkur upp lagerinn sinn af ljósa- og lampaolíu. Sara og Gústi í Nl sem pöntuðu fyrir okkur meiri olíu á síðustu stundu. Starfsfólkið í apótekinu sem lagði sig í að panta kolamixtúruna dýrmætu. Svenni og stelpurnar í Barnaborg sem höfðu fyrir því að leita að réttum litum af hárspreyi. Þór Engla sem lánaði okkur vöru- bfiinn undir búslóðina. Jói lögga fyrir að sýna okkur frábæran skilning með skjótum fyrirvara. Takk öll sömul kærlega fyrir hjálpina! Án ykkar hefði þetta ekki orðið að veruleika og gos- lokahátíðin hefði ekki orðið sú sama í okkar hugum. Og auðvitað viljum við að sjálfsögðu fá að þakka öllum þeim krökkum sem tóku þátt í þessu með okkur og lögðu hönd á plóg og stunduðu stífar æfingar, þeim sem mættu í gönguna, sem og bæjar- búum öllum. Ef við erum að gleyma einhverjum þá biðjumst við afsök- unnar og skilum innilegu þakklæti. TAKK ALLIR! 3 Nýtt hús rís við Hilmisgötu Fyrsta skóflustunga að nýrri byggingu við Hilmisgötu 2-10 var tekin við hátíðlega athöfn á laugardag. Þórarinn Sigurðsson og Stefán Þ. Lúðvíksson standa fyrir bygg- ingu hússins sem verður þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Stefán bauð gesti vel- komna og sr. Guðmundur Örn Jónsson fór með blessunarorð. Fimm börn tóku fyrstu skóflustunguna en það voru Agnes, Bríet og Jason Stefánsbörn og Þórarinn Sigurður og Karitas Guðrún Jóhannsbörn. Gestum var síðan boðið upp á léttar veit- ingar í blíðskaparveðri. Þórarinn afi fékk að fylgjast með.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.