Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 VIÐ TAKKANA. Árni Óli og Ólafur við takkaborðið. Árný og Védís fylgjast með. Elíana ísis í fangi móður sinnar. Hljóðverið Island Studios, tekið til starfa: Sjáum möguleika á að fá þekktar erlendar hljómsveitir -segir Ólafur Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður sem þarna sér 30 ára gamlan draum rætast Það eru margir sem eiga sér drauma en ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta látið þá rætast. Það átti fyrir Ólafi Guðjónssyni, skip- stjóra og útgerðarmanni á Gæfunni VE, að liggja að verða sjómaður en undir niðri blundaði tónlistarmaður sem átti ósk um að fólki í tónlist í Vestmannaeyjum yrði sköpuð að- staða til að koma lögum sínum á framfæri. Sá hann alltaf fyrir sér að til þess yrði að koma upp hljóðveri sem nú er orðið að veruleika. Það er til húsa í Betel við Faxastíg þar sem Guðsorð hefur hljómað frá fyrri hluta síðustu aldar. Það má því segja að bæði hús og eigandi þess séu að takast á við nýtt hlutverk, Ólafur orðinn hljóðverseigandi og fyrrum höfuðstöðvar Hvítasunnu- manna í Vestmannaeyjum, Faxa- stígur 6, orðnar fullkomið upp- tökuhljóðver, sem ætlað er að laða hingað, ekki aðeins íslenska tón- listarmenn, heldur stór nöfn á al- þjóðavísu. Vann fyrir sér með söng Það er kannski ekki nógu djúpt í árinni tekið að segja að tónlistar- maður haft blundað í Ólafi því hann var á sínum yngri árum tón- listarmaður, var söngvari í nokkrum hljómsveitum og drýgði tekjurnar með tónlistinni þegar hann var í Stýrimannaskólanum. „Já, það rétt að ég hef gengið með þá hugmynd að koma hér upp hljóðveri í ein 30 ár,“ sagði Ólafur þegar Fréttir ræddu við hann og soninn Árna Óla sem ásamt Védísi Guðmunds- dóttur, sambýliskonu Árna Óla, hafa borið hitann og þungann af því að koma hljóðverinu á laggirnar. Blaðmanni lék forvitni á að heyra meira um tónlistarferil skipstjórans og kemur í ljós að þráðurinn hefur aldrei slitnað alveg þó baráttan við Ægi haft orðið fyrir valinu þegar kom að því að velja ævistarfið. „Það er 30 ár síðan maður stóð í þessu sjálfur og þá notaði maður kjaftinn sem hljóðfæri. Var ég söngvari m.a. í hjómsveitunum Töktum og Dauðarefsingu sem var fyrsta alvöru þungarokksveitin á landinu," segir Ólafur og hlær við tilhugsunina. Með honum í Dauðrefsingu voru miklar tónlistarkanónur, Valli Gísla á gítar, Diddi Jóns á bassa, Hafþór Pálma á gítar og Bjartmar Guð- laugs barði trommurnar. „Þetta var stutt gaman en skemmtilegt og þá voru Led Zheppelin og Black Sabbath meðal stóru nafnanna í þungarokkinu. Eftir að Dauðarefsing lagði upp laupana fórum við Valli yfir í Taktana þar sem við vorum í eitt ár með Stebba Geir, Óla Má Sigurðssyni og Guðmari Stefánssyni sem spilaði á trommumar. Við spiluðum talsvert á böllum og ég í Stýrimannaskól- anum. Notaði ég spilamennskuna sem tekjuöflun á meðan ég var í skólanum." Alltaf verið alæta á tónlist Þegar Ólafur er spurður að því hvort val um sjóinn eða feril á tón- listarsviðinu hafi verið að velkjast fyrir honum svarar hann neitandi. „Ég held varla en ég hef alltaf verið alæta á músík. En þama kviknaði hugmynd að hljóðveri því hér var ekkert hægt að gera ef menn ætluðu að koma sér frekar á framfæri í tón- listinni. Eina leiðin var að fara til Reykjavíkur og gera plötusamning við Svavar Gest eða aðra sem gáfu útylötur á þessum árum.“ Utkoman er hljóðverið Island Studios sem að sögn kunnugra er meðal bestu hljóðvera á Islandi. „Hugmyndin hjá mér var alltaf að gefa öllum hér möguleika á vinna sitt efni hér heima til að geta svo sótt á aðra markaði. Reyna að snúa þessu við, fá inn eitthvað af því sem Vestmannaeyingar eru að gera í tónlist svo þeir þurfi ekki að sækja allt til Reykjavíkur. Einnig er hér möguleiki á að safna saman tónlistarsögu Vestmannaeyja sem er miklu umfangsmeiri en flesta grunar.“ Ólafur segir að þó hugmyndin sé gömul hafi hann alltaf ætlað að koma þessu í hendurnar á Árna Óla, sem standi í sömu sporum nú með sína tónlist og hann sjálfur á hans aldri. „Nú er þetta komið í framkvæmd," sagði Ólafur en hefur honum ekki dottið í hug að hóa í gömlu félagana og koma nokkrum lögum á disk? „Það væri margt vitlausara," svaraði Ólafur hlæjandi en sagðist lítið hafa gert af því að spila á gítar og enn minna sungið síðustu þrjá áratugina. Árný benti á Betel Þeir feðgar urðu báðir fyrir svörum þegar kom að því að rekja sögu hljóðversins. „Við höfðum leitað að húsi í tvo mánuði þegar við fundum Betel sem hentar mjög vel undir svona starfsemi," sagði Ámi. Betel var í eigu Hvítasunnusafn- aðarins í Eyjum og þar er hús- móðirin á bænum og eiginkona Ólafs, Ámý Hreiðarsdóttir, mjög virk. „Mamma kom heim einn daginn og datt í hug hvort Betel gæti hentað," sagði Ámi Óli og hélt áfram. „Við héldum að húsið væri alltof stórt en staðreyndin er að þama duttum við ofan á mjög gott húsnæði. Þetta er timburhús með góðunt hljómburði og hentar mjög vel.“ Þá fór í hönd mikil vinna við að útbúa húsið fyrir nýtt hlutverk og þeir feðgar em ánægðir með hvemig til tókst. „Það sem er ein- stakt við þetta hljóðver er að hér eru þrjú upptökuherbergi og upp- tökusalur. Þetta kostaði mikla ein- angrun því auk þess að einangra innanhúss verður að taka tillit til þess að við erum í miðju íbúða- hverfi hérna á Faxastígnum og ekki viljutn við trufla nágrannana," segir Ólafur. Fullkomnasta upptöku- tækni Þegar kom að tæknihliðinni tekur Árni Óli við. Hann segir erfitt að lýsa því nákvæmlega hvað þeir hafa upp á að bjóða. „í dag byggist þetta mest á tölvum en við erum með upptökutæki af fullkomnustu gerð með 24 innganga sem er eitt- hvað sem upptöku- og tónlistarfólk þekkir," sagði Árni Óli sem benti á nánari upplýsingar á síðunni islanstudios.is. „Við getum tekið á móti einstakl- ingum og hljómsveitum sem vilja taka upp tónlist auk þess sem við bjóðum upp á alhliða hljóðvers- vinnu,“ sagði Árni Óli og nefndi talsetningu bíómynda í því sam- bandi. „Ef fólk þarf að taka upp hljóð erum við með allt til þess og ef Karlakórinn Fóstbræður leitaði til okkar getum við farið hvert sem er og tekið upp fyrir þá. Reyndar getum við tekið á móti kórum hérna en þeir mega ekki vera mjög stórir,“ sagði Árni Óli. Þeir hafa verið að sýna tónlistar- mönnum og hljómsveitum aðstöðu- na og segir Ólafur að þeir hafi sýnt áhuga. „Þeir segja þetta mun betra en þeir bjuggust við. Það er búið að gera samninga, munnlega, við tvo aðila hér í Eyjum og í næsta mánuði er væntanlegt mjög þekkt nafn. Þá verður fyrirtækið tekið út en þeir völdu okkur af því hér geta þeir tekið allt upp „live“. Bæjarráð: Fleiri vilja skólamat Bæjarráð fjallaði um skóla- máltíðir í Grunnskólanum á síðasta fundi sínum. Fram kom í máli bæjarstjóra að samtals hefðu nemendur fengið afgeidda 917 matarskammta vikuna á undan sem er um 40% aukning frá því sem verið hefur. Enn er aðsókn að aukast. Bæjarráð fagnaði því sérstak- lega hversu myndarlega hefur verið staðið að breytingum í matarmálum í grunnskólum og þeim stóru skrefum sem tekin hafa verið í átt til markmiða Lýðheilsustofnunar. Breytingar á Barnaskóla Vestmannaeyja hafa kostað um 100 milljónir það sem af er kjörtímabils og telur bæjarráð þær breytingar forsendu þess að hægt hefur verið að ráðast í efl- ingu innra starfs svo sem matar- mála og fleira. Bæjarráð samþykkti beiðni fræðslu- og menningarráðs um aukafjárveitingu vegna matar- mála upp á 960.000 kr. í samræmi við útreikninga fjölskyldu- og fræðslusviðs. Keypti stofnfjár- bréf SPV Bæjarráð samþykkti á sama fundi að kaupa stofnbréf í Sparisjóði Vestmannaeyja. I fundargerð bæjarráðs segir að eins og áður hafi komið fram líti ráðið á það sem skyldu Vest- mannaeyjabæjar að gæta hags- muna samfélagsins í málefnum Sparisjóðs Vestmannaeyja. Líka að bæjarstjóm styðji stjóm hans og stofnfjáreigendur í því að einskis verði látið ófreistað að tryggja sem best framtíðarstöðu Sparisjóðsins, viðskiptamanna og starfsfólks. Einnig þeirra gríðar- legu hagsmuna sem felast í öflugum samfélagssjóði sem í dag myndar mikinn meirihluta varasjóðs Sparisjóðsins. „Með ofangreint að leiðarljósi samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að falast eftir kaupum á allt að 5% hlut í stofnfé sjóðsins og er fyrirliggjandi samningur liður í því. Bæjarráð samþykk samninginn sem kvað á um kaup á einu bréft. Þakkir frá Eykyndils- konum Slysavarnadeildin Eykyndill sendir bestu þakkir til allra sem á einhvem hátt hjálpuðu henni að gera kvennaþingið um síðustu helgi svona frábært.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.