Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐSÐ Flötum 20 Viðg&rðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 38. tbl. I Vestmannaeyjum 18. september 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is 3SAMFAGNA SYNINUM. fBV náði að endurheimta sæti sitt í efstu deildinni í fótboltanum á föstudaginn eftir sigur á KS/Leiftri á Siglufirði. Meðal þeirra sem tóku á móti liðinu við heimkomuna voru sæmdarhjónin Guðbjörg Einarsdóttir og Hallgrúnur Þórðarson sem fögnuðu með syninum, Heimi, þjálfara meistarflokks ÍBV. Mynd Óskar Pétur. - Vestmannaeyjaskipin með Z um þriðjung makrílaflans -Aflaverðmæti Hugins um 700 milljónir króna frá sjómannadegi Vestmannaeyjaskipin hafa veitt rösklega þriðjung af heildar makríl- afla íslensku skipanna í sumar og haust. Alls nemur makrílafli allra íslensku skipanna liðlega eitt hundr- að þúsund tonnum og þar af eru Vestmannaeyjaskipin með rúmlega 35 þúsund tonn. Stærstur hluti aflans hefur farið í bræðslu og mjög gott verð hefur verið fyrir mjöl og lýsi. Því má segja að makrílinn hafí verið drjúg búbót fyrir útgerðar- fyrirtækin í Vestmannaeyjum. Til samanburðar má geta þess að í fyrra fengu íslensk skip um 36 þúsund tonn af makrfl, en munurinn á veiðunum er sá að aflinn hefur að þessu sinni aðallega fengist í ís- lenskri lögsögu, en ekki í þeirri færeysku eins og í fyrra. Veiðar á norsk-íslensku sfldinni hafa einnig gengið vel og eru Vestmannaeyja- skipin búin að fá tæplega fimmtíu þúsund tonn af síld. Alls hafa skip Isfélagsins fengið um um þrjátíu þúsund tonn af síld og um fimmtán þúsund tonn af makríl. Makríllinn hefur í fyrsta Bæjarstjórn Götu í heimsókn Hluti bæjarstjórnar í Götu í Færeyjum er í heimsókn í Vestmannaeyjum en bæirnir tóku upp vinarbæjarsamband fyrir nokkrum árum. Bæjarstjórinn, Hans Mourits Foldbo, sagði í stuttu samtali við blaða- mann að tilgangur ferðarinnar væri fyrst og fremst að skoða rekstur skóla hér og allt sem að þeim snýr. Um næstu áramót verður Göta sameinað Leirvfk og verða íbúar um tvö þúsund. Hluti af undirbúningi sameiningarinnar er einmitt heimsóknin hingað til Eyja. sinn í sögu ísfélagsins verið nýttur til manneldis, en áhöfnin á Guðmundi VE hefur náð góðum árangri í því að frysta hausskorinn og slógdreginn makrfl. Rekstur Isfélagsins í Vestmanna- eyjum hefur verið með rólegra móti í sumar, aðeins tvær landanir í FES í júní og júlí, en bolfiskvinnsla var í frystihúsinu fram að sumarfríi í lok júlí. Bolfiskvinnslan í frystihúsinu er nú farin af stað aftur af fullum krafti og starfsmenn FES eru í óða önn að undirbúa verksmiðjuna fyrir komandi veiðar á Islandssíldinni. A Þórshöfn hefur aftur á móti verið vertíð frá því eftir sjómannadag og búið að framleiða rúmlega átta þúsund tonn af mjöli og um 6.500 tonn af lýsi frá því í byrjun maí. Isfélagið hefur verið með fjögur skip að uppsjávarveiðum í sumar og haust; Guðmund, Alsey, Þorstein og Júpíter. Aflinn er frystur um borð í Guðmundi, en afli hinna skipanna hefur farið í bræðslu á Þórshöfn. Sfldar- og makrílafli tveggja skipa Vinnslustöðvarinnar skiptist nánast jafnt. Alls hafa skipin, Kap og Sighvatur, fengið um 12.300 tonn af sfld og um 12.500 tonn af makrfl. Aflinn hefur nánast allur farið til bræðslu, enda gerir fyrirtækið ekki út neitt frystiskip. Farið er að undirbúa vertíðina á Islandssíldinni, sem hefst í næsta mánuði, en þá er lagt kapp á að sem mest af síldinni fari í vinnslu til manneldis. Huginn er nú að sfldveiðum í norsku lögsögunni og hafa veið- arnar gengið vel sfðustu daga. Síðan á sjómannadag hefur Huginn fengið um átta þúsund tonn af makrfl og um 6.500 tonn af síld. Af makrílaflanum voru um 1.750 tonn hausuð og fryst og unnin hafa verið um þúsund tonn af sfldarflökum. Aflaverðmæti Hugins á vertíðinni nemur nú tæplega 700 milljónum króna. Skemmti- legasta fólk- ið fær miða Helliseyingar sjá um Lundaballið sem verður haldið laugardaginn 27. september og er Sigurður Bragason, einn þeirra. Sigurður segir segir undirbúning ganga vel og mikið lagt upp úr skemmtiatriðum og allri umgjörð ballsins. Tvö svið verða í Höllinni til þess að koma á móts við þarfir ákveðinna úteyjakarla og ekkert til sparað. Þátttaka er góð og allt bendir til þess að Helliseyingar velji inn á ballið. „Það eru flottar tölur úr öllum eyjum og við vitum um fjórar eyjur sem eru yfir meðaltali. Argangur 44 og 48 hafa boðað komu sína auk hópa af fastaland- inu þannig að það er góð þátttaka. Hellisey verður með yfir 100 manns, sem er met úr einni eyju og ekkert nýtt því sláum met í öllu s.s. veiði, drykkju o.s.frv. Við slógum met þegar við héldum fyrsta lundaballið í Höllinni, þá komu 550 manns og uppselt. Nú verða tvö svið þannig að það er allt eins líklegt að við þurfum að fækka gestum frá því sem verið hefur þannig að þeir sem eru að spá ættu að hafa samband sem fyrst," sagði Sigurður þegar leitað var frétta af þátttöku á ballið. Sigurður sagði að eins og fram hefði komið á spjallsíðum yrðu tvær hjómsveitir á ballinu. „Við verðum með tvö svið og gömlu dansana á litla pallinum. Hann er aðallega hugsaður fyrir Bjarnar- eyinga og Elliðaeyinga enda eru þeir lítið fyrir breytingar og aðal- lega í gömlu dönsunum. Litli danspallurinn verður líka nær klósettunum og þá er styttra fyrir þá að fara," segir Sigurður og ljóst að Helliseyingar hugsa fyrir öllu við undirbúninginn. „Dagskráin veður glæsileg og við höfum undirbúið hana sl. 9 mánuði. Við ætlum að nýta okkur tæknina og verðum með frábær skemmtiatriði. Maturinn hjá Einari Birgi verður spennandi og margar nýjungar í gangi. Hann þurfti t.d. að kaupa mörg tæki til að koma til móts við okkar kröfur en við verðum með suðrænan mat enda erum við sunnarlega. Hann hefur mikið eldað hangikjöt fyrir Bjarnareyinga og er þakklátur fyrir þetta tækifæri enda fer þetta allt í reynslubankann. Sigurður sagði að þar sem þátt- taka á ballið væri óhemju góð þá færu Helliseyingar þá leið að láta skemmtilegasta fólkið fá miða. „Það er ljóst að við verðum að sortera inn. Við ætlum að taka 44 árganginn fram yfir sumar eyjar. Það á sérstaklega við þá sem halda úti heimasíðum, " sagði Sigurður og var ófáanlegur til að skilgreina það nánar. SMURSTÖÐOGALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR &> ÞJÓNUSTUAÐILI ÍOYOTA í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI. amar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.