Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 9 & eti orðið til góðs Vestmannaeyjum, hefur valdið, í viðtali við Vilhelm G. Kristinsson SIGURGEIR JÓNSSON: Það er svolítið merkilegt að menn skuli alltaf skjóta sendiboðann. fór af stað. Þá sagði ég að það hefði alls ekki verið ætlun mín með þessari útgáfu að meiða neinn. Mér væri bæði ljúft og skylt að biðja þá afsökunar sem teldu sig hafa orðið fyrir því. Ég get ákaflega vel endurtekið það héma. Það var aldrei ætlunin að meiða fólk. Hejiir þú orðiðfyrír persónulegrí áreitni og óþœgindum vegna útkomu bókarinnar, fyrir utan það sem birst hefur á prenti? -Já, ég get ekki neitað því, þó í smáum stíl sé. Svo vil ég ekki gleyma þvf að það eru ansi margir sem hafa haft samband við mig líka og lýst ánægju sinni með bókina. Þannig að það er ekkert nýtt að bækur séu umdeildar á íslandi. Halldór Laxness lenti nú í því bæði með Sjálfstætt fólk og Gerplu, ef ég man rétt, að vera úthrópaður fyrir þær bækur. Þá hafa ekki allir verið ánægðir með textana hans Megasar í gegnum tíðina, án þess að ég ætli að fara að líkja mér við þá andans menn. En að sjálfsögðu eru alltaf skiptar skoðanir meðal fólks. Það sem hefur farið hvað mest í taugamar á mér er þegar ég hef verið sakaður um það að vera að stunda einelti sjálfur. Það hefur eiginlega tekið mest á mig að fá slíkar ásakanir. Það má vel vera að ég hafi stundað það á ámm áður, þegar ég var yngri, en eftir að árin færðust yfir mig þá held ég að ég hafi orðið ákaflega fráhverfur öllu slíku. Þessi útgáfa var aldeilis ekki hugsuð með það fyrir augum, heldur frekar að benda á eineltið og að ef til vill fyndust einhverjar leiðir til þess að vinna á því. En skemmtigildið hlýtur einnig að hafa átt sinn hlut að máli? -Það gerði það. Því er ekkert að neita að mörg af þeim viðurnefnum, sem sagt er frá í bókinni, era bráðskemmtileg. Menn hafa sagt það við mig, sérstaklega menn ofan af landi, að það sem einkenni viðurnefni í Vestmanna- eyjum, miðað við aðra staði á landinu, sé að þau séu ekki eins rætin. Þau séu fyndnari og skemmtilegri. Auðvitað eru undantekningar frá því eins og öðru. En svona gegnumsneitt er þetta rétt, enda era mörg skemmtileg viðurnefni í bókinni og ekki meiðandi á neinn hátt. Kom einhvern tímann til umrœðu milli þín og útgefanda að taka bókinu úr sölu? -Það hefur ekki komið fyrir mín eyru. Hitt er svo annað mál, að í samræmi við almenna samninga útgefenda og höfunda, er bókin í hans umsjá núna og hef ég í raun ákaflega lítið um hana að segja. Hafa orðið vinslit vegna bókarinnar? -Nei, það kannast ég ekki við. Sigmar Þröstur, vinur minn, sagðist til dæmis ekki vera hættur að elska mig þó að hann sé ekki sáttur við bókina. -Mér þykja viðbrögðin sem orðið hafa hjá þeim aðilum sem hafa tjáð sig um bókina svolítið sérstök. Vestmannaeyingar era ákaflega viðkvæmir oft á tíðum fyrir hlutum sem snúa að þeim. Þeim finnst ákaflega gaman að láta hrósa sér, til dæmis fyrir gestrisni og skemmtilegheit, en þeir eru ekki alveg eins hrifnir ef upp kemur eitthvað sem hægt er að segja að sé neikvætt. Það fer ekkert á milli mála þegar efni bókarinnar er skoðað, að þar er á ferðinni ákveðinn nei- kvæður hlutur í fari Vestmannaeyinga, sem sé að gefa fólki viðurnefni í niðrandi merkingu. Þetta reyndar gerist annars staðar á landinu líka, þannig að þetta er ekki bundið við okkur Vestmannaeyinga eina. -En það er eins og þegar bent er á einhverja svona hluti sem betur mættu fara í Vest- mannaeyjum, þá rísi stundum menn upp á afturfæturna og fari að mótmæla. Þetta gerðist fyrir um tveimur árum eða svo, þegar menn kvörtuðu feiknarlega undan því að það væru alltaf svo neikvæð skrif í Fréttum um málefni bæjarins. Þessi skrif væru helsti dragbíturinn á framfarir í bænum. Eg náði aldrei upp í þessa umræðu, því tilfellið er að þegar eitthvað er neikvætt, þá þarf að velta því upp á yfirborðið og það er hlutverk fjölmiðla. Þama var sem sagt verið að skjóta sendiboðann. Mér finnst eins og keimur af þessu hafi komið upp núna í umræðu um bókina. Þarna var ég að velta upp hlut sem einhverjum þótti ekki í lagi. Þá er sá póll tekinn í hæðina að kvarta undan því að ein- hver skyldi benda á þennan neikvæða hlut. -Spurningin er, er rétt að þegja svona hluli í hel, eða eigum við að koma með þá upp á yfírborðið. Fyrir ekki mjög mörgum árum þá fór af stað umræða í þjóðfélaginu um kyn- ferðislega misbeitingu. Það hafði verið þagað yfir henni; þetta var eitthvað sem ekki mátti ræða; þetta var tabú. Síðan komu nokkrir að- ilar fram á sjónarsviðið og nú er mjög opin umræða um þessi mál, sem ég held að hafi orðið mjög til góðs. Mér er spurn: Er ekki rétt, á sama hátt, að svipta hulunni af einelti og því sem tengist uppnefnum og viðurnefnum og ræða þessi mál opinskátt. Er einhver ástæða til þess að fela þetta og þegja í hel? -Hér í eina tíð voru hér í okkar bæjarfélagi ákveðnir menn, sem stunduðu það að níðast á börnum. Þetta var opinbert og viðurkennt vandamál. Ég lenti í þessum mönnum og fjöldinn allur af ungum strákum hér í bænum. Þetta var svo mikið feimnismál að það mátti ekki tala um þetta. Þessir menn áttu svo bágt að það mátti ekkert gera í málinu. Þetta yrði ekki liðið nú á dögum. Mér finnst þessi umræða, eins og hún hefur þróast um viðumefnin upp á síðkastið, vera á svipaðri braut, þetta sé eitthvert tabú sem ekki megi tala um. En er ekki rétt að taka þessa umræðu? Ég allavega vildi leggja mitt af mörkum til þess. Ég held ég hafi sýnt það með stuðningi mínum við Regnbogabörnin. Já, af hverju ekki að taka þessa umræðu? Nú hefur þú unnið að margvíslegum rit- störfum, meðal annars til varðveislu menningarverðmœta hér í Vestmannaeyjum. Hafa viðbrögðin við þessari nýjustu bók þinni letjandi áhrifá þig sem frœðimann? -Nei, þau hafa það nú ekki. Ég er á kafi í því þessa dagana að sanka að mér efni úr ýmsum áttum. Svo kom út í sumar eftir mig önnur bók, reyndar töluvert stærri og meiri og sem hefur nú ekki vakið eins mikið umtal og þessi. Þetta er bókin um sögu Golfklúbbs Vestmannaeyja. Ég hef ekki fengið mikla krítík á hana, þannig að hún virðist vera í góðu lagi. Síðan er svona ýmislegt fleira á borðinu. Nei, nei, maður hættir ekkert þó að maður fái gagnrýni. Málefnaleg gagnrýni á fullan rétt á sér, aftur á móti fara sleggju- dómar frekar í taugamar á mér. vilhelmg@ simnet. is En það er eins og þegar bent er á einhverja svona hluti sem betur mættu fara í Vestmannaeyjum, þá rísi stundum menn upp á afturfæturna og fari að mótmæla. Þetta gerðist fyrir um tveimur árum þegar menn kvörtuðu feiknarlega undan því að það væru alltaf svo neikvæð skrif í Fréttum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.