Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 11 Sæl er sigurvima Mér er reglulega bent á það kurt- eislega að ég sé hálfviti. Ekki þannig að að fólk stoppi mig á götu segi: „Góðan daginn, þú ert hálf- viti“. „Það er meira þannig að ég skil ekki alveg hlutina og finnst mér þá sjálfum að ég sé hálfviti. Eg hef lært að til þess að það verði ekki öllum ljóst sé besta vörnin að fylgja staumnum. Gera bara eins og aðrir. Mikið hafði é_g gaman af því að fylgjast með Islenska landsliðinu í handbolta á Ólympíuleikunum. Ég fylltist af stolti og hamingju. Ég kynntist líka sigurvímu. Islenska þjóðin stóð á öndinni og trylltist þegar liðið komst í úrslitaleikinn. Forsetinn óð um völlinn á skyrtunni og heimtaði Þjóðhátíð. Forsetafrúin tjúllaðist og framkallaði stærri lýsingarorð en áður höfðu þekkst. Menntamálaráðherra þeyttist fram og til baka yftr hálfan hnöttinn og setti í þvælinginn litlar 5 milljónir, eins og hún væri aðalmarkvörður liðsins. Allir tóku undir með For- setanum í sigurvímunni, nú skyldi haldin hátíð. Allt íslenska liðið skal verða Iþróttamaður ársins og Fálka- orðuna hengjum við á þá. Ég var svolítið undrandi á þessum látum af því að úrslitaleikurinn sjálfur var eftir. Og það rann kalt vatn niður hryggjarsúiuna þegar ég hugsaði til þess hvemig viðbrögð forsetahjón- anna yrðu ef við nú stæðum uppi sem sigurvegarar í þeim leik. Það gæti orðið bömmer. Sem betur fer fengum við bara silfrið. Mikil valmenni eru í íslenska landsliðinu. Ég er hrifnastur af Sigfúsi. Það er dmmbur. Ég spái því að hann fái mörg tilboð eftir þessa Ólympíuleika. Ekki bara frá handboltaliðum. Líka frá svörtustu næturklúbbum í Kambódíu. Hann er dyravörður af Guðs náð. Mér fannst hann reyndar aðeins taka niður fyrir sig þegar hann fór að gráta eftir einn leikinn. Það kom á óvart. Ég skyldi miklu betur þegar þjálfarinn fór að grenja, hann er meiri titturinn. • • • • Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er frábær handboltamaður. Miklir handboltaspekingar sem sátu fyrir svörum í sjónvarpinu meðan leikirnir fóru fram og hafa miklu meira vit á öllu en aðrir, sögðu Ólaf mikinn andlegan leiðtoga liðsins. Hvernig skyldi andlegur leiðtogi hanboltaliðs haga sér? Góð spuming. Ég fór að fylgjast grannt með og tók eftir því að einu viðtalinu sagði fyrirliðinn bíbb nokkrum sinnum. Ég varð alveg undrandi á þessu og skyldi hvorki upp né niður í manninum. Datt fyrst í hug að hann væri að morsa kveðju til mömmu sinnar. Eftir leikinn fór eitthvað af stað sem ég botna ekki. Virtur sálfræðingur steig fram og túlkaði ræðu andlegs leiðtoga liðsins sem djúphugsaða heimspeki. Fjölmiðlar kepptust við að yftrfara þetta nýja stórkostlega innlegg í íþróttasöguna, en mér leið eins og hálfvita. Þetta gekk út á það að í staðinn fyrir að blóta eða segja eitt- hvað neikætt þá sagði Ólafur bíbb. Frábært trix. Svolítið hommalegt en allir jákvæðir. Ætli Sigfús haft oft sagt bíbb við dómarana þegar þeir ráku hann út af. Hann verður allavega alltaf svakalega hissa og reiður þegar hann er rekinn út af. Það er eins og þjálfarinn hafi stein- gleymt að kenna honum reglumar. Velgengni liðsins og bíbb trixið myndaði mikla múgsefjun á Is- landi. Ólafur, andlegur leiðtogi liðsins, var útskrifaður sem séní og allar hans athafnir fengu fyrstu einkunn. Hann er Móses hand- boltans. I heitu pottunum heyrði ég nokkrar kerlingar ræða saman. Ein þeirra sagði leyndardómsfull með djúpri lotningu að hún hefði heyrt að Ólafur léti sig alltaf hverfa eftir svona stórmót út í náttúmnna í marga daga, svæft undir bemm hirnni, vaknaði við fuglasöng og nærðist á berjum, rabbabara, grös- um og öðm því sem jörðin gæft. Þetta gerði hann til að tengjast jörðinni aftur. Hinar konumar í pottinum sögðu djúpt snortnar: „jiiiiiiii sá er and- legur.“ Ég velti því fyrir mér hvort Sigfús, minn maður, gerði eitthvað svipað til að tengjast jörðinni eftir stórmót. Það var sama hvernig ég remdist, ég sá hann bara fyrir mér rífandi í sundur símaskrár fyrir aðdáendur sína, hrjólandi í rúminu sínu eða að slafra í sig kótilettur á Múlakaffi. Heimkoma liðsins var mikið sjón- arspil. Ég sat fyrir framan sjón- varpið með 17 júní fána í annari hendinni og sviðakjamma í hinni. Þotur, dreglar, opnir vagnar, lúðra- sveitir, næstum því búið að prjóna lopapeysu á Hallgrímskirkjutum. A stóru sviði við Arnarhól fyrir fram- an þúsundir íslendinga í sigurvímu söng hrúga af athyglissjúkum embættis- og stjórnmálamönnum Öxar við ána. Þar voru líka fluttar eftirminnilegar vel innblásnar ræður. Að sjálfsögðu flutti fyrirliði og andlegur leiðtogi liðsins innblásinn boðskap. Hann hljómaði svona; „E.... bíbb e.... bíbb. Takk bara fyrir að vera hérna. Að fara niður Skólavörðustíginn var eitthvað magnaðasta sem ég hef upplifað. E...Ég ætlaði að segja eitthvað voðalega margt vitlaust en e. sleppi því e....bara e.... takk fyrir að horfa á okkur e.... og hérna e.... ég er búinn að segja svo marga frasa og klisjur sem verða að klisjum að það verður bara klisjukennt ef ég segi það núna. Og ég er ekki með neitt nýtt í hausnum e.þannig að njótið þess bara að vera til. E.... ég hef aldrei verið eins stoltur af því að vera Islendingur og ég lærði á þessu móti að það er ótrúlegt e. ótrúleg gjöf að fá að vera Islendin- gur og það eru bara 300 þúsund manneskjur sem hafa fengið þá gjöf frá þessum gaur ( bendir upp í loftið ) eða hvar hann er eða hvað þetta er. Og við eigum að vera svo stolt af því, við eigum að nýta það og við eigum að keppa við sjálf okkur ekki hvort annað e.... og höldum því áfram og breytum heiminum og Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er frábær handboltamaður. Miklir handboltaspekingar sem sátu fyrir svörum í sjónvarpinu meðan leikirnir fóru fram og hafa miklu meira vit á öllu en aðrir, sögðu Ólaf mikinn andlegan leiðtoga liðsins. Hvernig skyldi andleg- ur leiðtogi handbolta- liðs haga sér? höldum áfram með það kreativet eða þú veist þá sköpunargáfu sem býr í okkur e.... og verum bara best. Takk.“ Mannfjöldinn öskraði og stappaði niður fótunum og öll hrúgan á sviðinu klappaði ákaft. Mér leið eins og hálfvita. Ég veit það ekki svei mér þá. Hvernig á maður að taka þessu. Það skiptir reyndar máli hver segir hlutina. Þannig er það oft með grín, það verður oft svo fyndið eins og einhver annar sagði það. Ég er nokkuð viss um það ef ég hefði haldið þessa ræðu á sjó- mannadaginn á Stakkóinu, hefðu grafalvarlegir og sorgmæddir ein- staklingar með útfararsvip ráðlagt mér að leita strax lækninga, láta athuga hvort ekki væru til lyf við þessu. Hins vegar ef ég hefði verið nýbakaður heimsmeistari í leðju- glímu og allir í sigurvímu þá hefði mér sennilega verið klappað lof í lófa, ég rómaður fyrir djúpa visku og borinn í gullstól af Stakkóinu í kafftð í Alþýðuhúsinu. Ekki hefur mér dottið í hug að segja nokkrum manni frá því að ég hafi ekki alveg skilið allt það sem gerðist á þessum Ólympíuleikum. Svo kjarkaður er ég ekki. Ég hef þvert á móti tekið undir með öðrum og rómað þessar athafnir. Gert bara eins og aðrir. Islendingar fengu að kynnast sig- urvímu. Þökk sé Islenska lands- liðinu í handbolta. Þeir stóðu sig frábærlega. Ég vona að Sigfús taki við af Ólafi sem andlegur leiðtogi liðsins og haldi áfram með bíbbið. SBN. Höfundur mun halda áfram skrifum næstu vikur og á endanum kemur í Ijós hver hann er. Ritstjórn. Spurning vikunnar: Ætlar bú á leik Selfoss og ÍBVP aHelena Björk Þorsteinsdóttir: -Nei, ég kemst ekki. EmílíaMaría Hilmarsdóttir: af -Nei, ég fer ekki á W-Át' $hann. UnnurJóna \ Sigurdsdóttir: Steingrímsdóttir:- Nei, ég fer ekki á ■ hann, ég verð að B m\ vinna. PÍANÓTÓNLEIKAR Á fimmtudagskvöldið heldur Helga Bryndís Magnúsdóttir píanótónleika í Safnaðarheilinu og hefjast þeir klukkan 20.00. Leikur hún þckkt og aðgengileg verk eftir Bach, Beethoven, Rach- maninoff og Chopin. Aðgangseyrir er kr. 1000 en frítt fyrir börn. Vegna ósanngjarnrar gagnrýni á Sigurgeir Jónsson Qrcin A'fh'dfs' BjSmsdöftTr sKn’faf:'.. Höfundur er menntaskólakennari. á ísafirði. Það hefur komið mér nokkuð á óvart að undanförnu að hafa á net- inu fylgst með því sem mér fmnst ósanngjöm gagnrýni á bók vinar míns, Sigurgeirs Jónssonar, Viður- nefni í Vestmannaeyjum, en sú bók kom út fyrr I sumar. Þar reið einhver á vaðið á netinu í nafnlausu bréfi og bar á höfundinn ýmsar ósmekklegar sakir, þar á meðal einelti. Nú starfa ég við Menntaskólann á ísafirði, m.a. sem forvamafulltrúi og hef þurft að tak- ast á við einelti. Einhver verstu dæmin um einelti tengjast einmitt nafnlausum sendingum á netinu og í síma. Þess vegna fmnst mér það skjóta skökku við að áðumefndur bréfrit- ari skuli í alvöru saka fólk um einelti í bréfi sem hann þorir ekki að standa við undir nafni. Þá vakna lfka hjá mér spurningar um ábyrgð netmiðils sem birtir nafnlausar sendingar á borð við þessa. • • • • Ég hef þekkt Sigurgeir í yfir þijátíu ár og konuna hans nokkuð lengur og þess vegna kom mér nokkuð á óvart að lesa þær lýsingar á honum sem mátti sjá í áðumefndu bréfi. Þarna var verið að lýsa allt öðmm Sigurgeiri en ég þekki og hef þekkt í gegnum tíðina. Ég hef margoft fengið að njóta vináttu þeirra hjóna og gestrisni í Vestmannaeyjum og þekki fáa sem ræða af jafnmikilli virðingu um fólk og Sigurgeir, jafn- vel þótt hann sé ekki sammála skoðunum þess. Ég minnist þess aldrei að hafa heyrt hann hallmæla fólki, oftar sem hann hefur borið í bætifláka fyrir menn. Ég hef oft átt því láni að fagna að hafa hann sem leið- sögumann og notið þess að hlusta á hann segja frá sögu, náttúru og fbúum Vestmannaeyja. Þar hefur komið fram virðing og væntum- þykja þess manns sem ann sinni heimabyggð og það finnst mér einnig koma fram í þeim texta sem hann hefur skrifað um sama efni. Svo segir í áðurnefndu bréfi að hann sé kennarastétt landsins til skammar. Hver getur leyft sér að segja slíkt um mann sem á yftr fjörutíu ára farsælan kennsluferil að baki? Mann sem hefur áunnið sér vinsældir og virðingu nemenda sinna, ekki síst þeirra nemenda sem hann kenndi um fimmtán ára skeið í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Ég þekki aðeins til sumra þeirra nemenda og held mér sé óhætt að fullyrða að þeir telji hann ekki kennurum landsins til skammar. • • • • Ég er að sjálfsögðu búin að lesa bókina og ég skil satt að segja ekki það fjaðrafok sem orðið hefur vegna hennar. Þetta er mikil samantekt á mörghundruð viður- nefnum Vestmannaeyinga allt frá upphafi vega og fram til þessa dags. Fróðleg, oft skemmtileg og ekki síst, í henni er ákveðinn broddur sem vekur mann til umhugsunar. Það sem einkum hefur verið gagnrýnt við bókina er það að þar skuli vera það sem kallað er niðrandi viðumefni eða uppnefni. Þeim hefði átt að sleppa og hafa eingöngu þau sem kalla má skemmtileg eða fyndin. Ég verð að segja þegar ég las þetta að mér kom í hug sagan um óhreinu börnin hennar Evu sem hún vildi ekki sýna almættinu. Sigurgeir hefur sjálfur sagt að það hafi ekki komið til greina enda hefði það ekki gefið rétta mynd af þessari siðvenju manna og ég er honum alveg sammála. Það væri svipað og maður ákvæði að sleppa óþægilegu liðunum í heimilis- bókhaldinu og færa eingöngu þá jákvæðu. Sigurgeir segir í mjög ítarlegum formála frá skoðun sinni á þessum viðumefnum, til dæmis þeim sem snúa að einelti og ég hef einhvern veginn grun um að sumir þeirra sem hafa gagnrýnt bókina, hafi ekki lesið þann hluta hennar. Ef fólk er með sektarkennd yfir því einelti sem átt hefur sér stað á Islandi, bæði í Vestmannaeyjum og annars staðar, þá ættu hinir sömu frekar að einbeita sér að orsakavaldinum, þeim sem koma slíku einelti af stað, í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem benda okkur á meinsemdirnar, eins og þessi bók vissulega gerir. Arndís Björnsdóttir Höfundur er kennari við Menntaskólann á Isafirði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.