Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 Tel að umtalið g -segir Sigurgeir Jónsson um uppnámið sem bók hans, Viðurnefni í Viðtal Vilhelm G. Kristinsson vilhelmg@ simnet.is Óhætt er að segja að bók Sigurgeirs Jóns- sonar, Viðumefni í Vestmannaeyjum, sem út kom fyrr á þessu ári, hafi hlotið blendnar viðtökur. Ritað hefur verið um bókina í blöðum og á netinu. Þar hafa sumir þeir sem fjallað hafa um bókina ekki sparað stóru orðin. Gísli Pálsson mannfræðiprófessor skrifaði langa grein um bók Sigurgeirs í Lesbók Morgunblaðsins og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingar ritaði einnig um bókina. Þeir fjölluðu einkum um efni hennar út frá eineltishugtakinu. Aðilar, sem telja sig eiga um sárt að binda vegna eineltis, hafa og tjáð sig á bloggsíðum og í bæjarblöðunum, auk annarra. Fréttir ræddu við Sigurgeir um bók hans og þá umræðu sem hún hefur komið af stað í Vestmannaeyjum. Sérðu eftir því nú, að hafa gefið út þessa bók? -Eftir á að hyggja þá hafa læðst að mér grun- semdir um það. Hitt er svo annað mál, að ég held að umtal, sem hún hefur vakið um ákveðið málefni, það er einelti, geti orðið til góðs, þannig að því leyti til sé ég ekki eftir því. Hefðirðu staðið öðruvísi að verki hefði þig rennt viðbrögðin í grun? -Sennilega. Eg ákvað nú reyndar að birta ekki fullt nafn með þeim viðurnefnum sem eru mjög niðrandi. Ég taldi að það væri nóg. Eftir á að hyggja hefði ég sennilega í dag sleppl fleiri nöfnum. Kviknuðu aldrei rauð Ijós þegar þú varst að vinna með nemendum Framhaldsskólans að söfnun viðurnefna? -Nei. Mér fannst þetta bara skemmtilegt við- fangsefni og upphaflega er þetta tekið saman sem fróðleiks- og skemmtiefni um ákveðna hluti sem tilheyrðu mannlífinu hér í Vest- mannaeyjum. Svo verður mér það ljóst á seinni stigum, að þetta er í raun og veru grafalvarlegt mál, sumt af þessu. Og í samtölum við fólk, eftir því sem vinnslu bókarinnar vattfram, rakst þú þig aldrei á neitt sem dró úr þér kjarkinn? -Ekki að því leyti til. Mér fannst þetta ein- hvem veginn vera efni, sem ætti erindi víðar heldur en að liggja óhreyft í skúffum og skápum. Það kom upp sú spurning, hvort ég ætti að sleppa ákveðnum hluta af þeim nöfnum sem fyrir koma, en mér fannst það ekki rétt, af því að ég safnaði þessu saman sem sögulegum fróðleik. Það er mér ekki að skapi að fara að hagræða sannleikanum á þann hátt að sleppa einu en láta annað fara með einhverjum geðþóttaákvörðunum. Þetta var gert í Sovétríkjunum og víðar á sínum tíma. Menn hafa svona læðst í það að gera svona hluti; sleppt því sem einhverjum þykir óþægilegt. Mér fannst það ekki heiðarlegt að standa þannig að verki. Pakkinn yrði hrein lega að koma fram eins og hann er. Má með öðrum orðum segja að þú hafir talið gildi þess að halda þessu til haga og gefa það út, mikilsverðara heldur en efþetta sœrði einhverja eða kœmi illa við þá? -Já, nú vissi ég að þetta kynni að koma illa við einhvem. Hitt er annað mál að þó svo að ég sé skráður sem höfundur að þessari bók, er ég í rauninni ekki höfundur hennar. Það eru fjölmargir höfundar að henni, þeir sem bjuggu til þessi nöfn. Ég bara safnaði þessu saman og bjó til texta kringum það. Ég held að ég hafi ekki búið til eitt einasta af þeim viðumefnum sem eru í bókinni. Þannig lagað séð er ég í raun og veru ekki að segja neinn nýjan sannleika. Þetta eru viðurnefni sem verið hafa á margra vitorði í ansi mörg ár, sum hver, og koma bara fram núna. Varðandi viðbrögðin hjá sumum þá segi ég eins og einn góður kunningi minn sem var að spjalla við mig í síma um daginn: Það er svolítið merkilegt að menn skuli alltaf skjóta sendi- boðann. Gísli Pálsson, prófessor í mannfrœði við Háskóla Islands, ritaði langa og skelegga grein um bók þína í Lesbók Morgunblaðsins á dögunum og annar Eyjamaður, Einar Gylfi Jónsson sálfrœðingur, hefur einnig tjáð sig um hana á prenti. Hvað fumst þér um skrif þeirra? -Bæði grein Gísla Pálssonar og skrif Einars Gylfa Jónssonar á sínum tíma, eru málefna- legar greinar og vel rökstudd gagnrýni þótt ég sé þeim kannski ekki alveg sammála. Mér fmnst allt í lagi að lesa slíkt. Aftur á móti finnst mér sumt annað sem ég hef verið að lesa um bókina, svona hálf léttvægt. Ég tala nú ekki um þegar menn taka sig til og fara að dæma þessa bók og tilkynna um leið að þeir hafi ekki lesið hana og ætli sér ekki að gera það. Ég næ ekki alveg upp í hvemig það er hægt. Geturðu tekið undir það með Gísla Pálssyni þegar hann segir í greininni að þú sért með útgáfunni að snúa kutanum í sári manna? -Ég hef hugsað svolítið um þetta. Mér fmnst það ekki. Eg er, þó að það hafi ekki verið upphaflegur tilgangur með útgáfu þessarar bókar, að benda á ákveðna meinsemd sem fylgir okkur hér í Vestmannaeyjum og raunar víðar á landinu. Þessi meinsemd er, eins og ég tek fram í formála bókarinnar, einelti. Mér var þetta mjög ljóst þegar vinnsla bókarinnar var komin á seinni stig. Ég er þeirrar skoð- unar að þessi bók geti verið þarft innlegg í þá umræðu. Ég ákvað það líka, áður en bókin kom út, að þau samtök á Islandi sem hvað einarðlegast hafa barist gegn einelti, Regnbogabörn, fengju helminginn af þeim ritlaunum sem ég fengi fyrir bókina. Þeir fjármunir hafa þegar verið afhentir og meiri munu afhentir iljótlega. Kann ekki að vera að einhverjir, sem við sögu koma í bók þinni, og hafa lifað lengi við óbærilegt viðurnefni, hafi vonað að það vœri núfyrnt, en svo kemur þú með bókina og rífur upp gömul sár? -Eg myndi nú telja, eins og sá sami kunningi minn sagði og áður er nefndur, að ef til vill yrði þessi umræða öll núna til þess að menn hættu þessum sið að gefa fólki viðumefni. Ég myndi ekki sjá eftir að hafa skrifað þessa bók, yrði hún til þess. Einar Gylfi Jónsson bendir reyndar á það sjálfur í sinni grein, að ef til vill gæti þetta bókarkver orðið til þess að skerpa svo á þessari umræðu að menn færu að taka einelti fastari tökum. Hefur komið til greina af þinni hálfu, eftir að í Ijós kom að efni bókarinnar kom misjafn- lega viðfólk, að þú bœðir það beinlínis afsökunar á bókinni? -Ég er þegar búinn að því. Ég gerði það fyrir um mánuði inni á netinu, þegar þessi umræða Ég er, þó að það hafi ekki verið upphaflegur tilgangur með útgáfu þessarar bókar, að benda á ákveðna meinsemd sem fylgir okkur hér í Vestmannaeyjum og raunar víðar á landinu. Þessi meinsemd er, eins og ég tek fram í formála bókarinnar, einelti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.