Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 15
Fréttír / Fimmtudagur 18. september 2008 15 _l Knattspyrna - ÍBV leikur í Úrvalsdeild á næsta ári eftir sigur á KS/Leiftri LYKILL AFHENTUR. Margir tóku á móti ÍBV þegar þeir komu heim a föstudagskvöldið. Meðal þeirra var Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem tók forskot á sæluna og afhenti Heimi Hallgrímssyni, þjálfara, lykil að væntanlegu knattspyrnuhúsi. Glæsimark Atla tryggði sætið Eyjamenn gátu tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigri á KS/Leiftur þegar liðin mættust á föstudaginn seinasta. Fyrir leikinn var lið KS/ Leifturs þegar fallið en ætluðu sjálf- sagt ekki að færa Eyjamönnum úrvalsdeildarætið á silfurbakka. En sú varð raunin, IBV vann leikinn 0:1 og úrvalsdeildarsætið tryggt. Aðstæður til knattspymuiðkunar voru ágætar á Siglufirði á föstu- daginn en Eyjamenn hafa vafalaust verið eilítið þreyttir eftir ferðalagið því það voru norðanmenn sem byrj- uðu betur. Náðu yfirhöndinni snemma í leiknum og þjörmuðu að marki Eyjamanna. Varð Albert Sævarsson, markvörður IBV, oftar en ekki að hafa sig allan við að verja. Það kom því öllum að óvörum þegar Eyjamenn komust yfir á 35. mínútu þvert gegn gangi Ieiksins. Eyjamenn unnu boltann á miðjunni og sendu góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna beint á Atla Heimisson sem kláraði færið af mikilli yfirvegun. Þetta var tólfta mark Atla í sumar en hann er sem stendur í þriðja sæti markahæstu leikmanna deildarinnar. Aðeins Sveinbjörn Jónasson Fjarðarbyggð og Sævar Þór Gíslason hafa skorað meira. Staðan í hálfleik 0:1 og Eyjamenn komnir með annan fótinn í úrvals- deild. I seinni hálfleik var að mestu leyti það sama uppi á teningnum, norðanmenn réðu gangi leiksins en náðu þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi fyrr en undir lok leiks og voru afar óheppnir að ná ekki að jafna. Lokastaðan því 0:1 fyrir IBV sem eru komnir upp í úrvalsdeild. Eyjamenn fögnuðu vel og innilega á Siglufjarðarvelli og mátti halda að fagnaðarlátunum ætlaði að aldrei að linna. Eyjamenn eru því eftir frábært tímabil komnir í hóp hinna bestu og munu leika í úrvalsdeildinni á næsta ári. Góð liðsheild er lykillinn að þessum árangri en þessi strákar hafa verið saman síðustu þrjú árin og þekkja orðið inn á hvern annan og vita alveg við hverju á að búast af hver öðrum. Fréttir vilja óska strákunum innilega til hamingju og vona að þeir byggi á þessum árangri á næsta tímabili Okkar maður í Peking, Björgvin Páll Gústavsson: Islandsmeistarar GV meðal keppenda TVEIR GÓÐIR. Guðjón og Gústav kanipakátir við komuna til landsins. Gunnar Heiðar meiddur Ég var eiginlega alveg pottþéttur á að ökklinn hefði brot- nað eða hásinin slitnað. Ég var að fara framhjá varnar- manninum en hann tæklaði mig all-svakalega. Sokkurinn rifnaði og þegar ég lá í grasinu fann ég ekki fyrir fætinum, var alveg tilfinningalaus og varð skíthræddur því ég lenti í að fótbrotna með svipuðum hætti þegar ég var hjá Halmstad fyrir nokkrum árum,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, landsliðs- maður í knattspyrnu og Ieik- maður danska úrvalsdeildar- liðsins Esbjerg, við Morgunblaðið. Gunnar Heiðar hafði aðeins verið inná í tæpar 20 mínútur í leik gegn Midtjylland þegar hann var borinn af velli. Honum var skipt inn á í upphafí síðari hálfleiks en hann þurfti að yfir- gefa völlinn vegna meiðslanna á 63. mínútu. Esbjerg tapaði leiknum, 3:1, og situr á botni deildarinnar með aðeins 3 stig eftir sjö leiki. Gunnar segist hafa fengið tilfínningu í fótinn eftir Ieikinn og eftir frekari skoðun í gær var ekki að sjá að ökklinn hefði brotnað eða neitt slitnað. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Björgvin Páll Gústavsson lék undir merkjum IBV en mark- maðurinn geðþekki hefur tekið stöðugum framförum síðan hann varði mark Eyjamanna eitt tímabil. Eins og allir Islendingar vita þá var Björgvin ein af Ólympíuhetj- unum okkar. Björgvin stóð sig frábærlega á leikunum og kom öllum á óvart með ótrúlegri mark- vörslu á köflum. Björgvin segir að það hafi tekið smá tíma að átta sig á afrekinu einnig segir hann að heimkoman haft verið ótrúleg. „Heyrðu, þetta er allt að koma. Maður þurfti bara smá tíma til að slaka á til þess að ná að melta það sem var að gerast. Heimkoman var svo auðvitað æðis- leg í alla staði. Þetta voru ótrúlegar móttökur sem að við fengum og svo var auðvitað frábært að fá að hitta alla vini og ættingja aftur,“ sagði Björgvin. Silfurverðlaun íslenska handbolta- landsliðsins er mesta afrek íslen- skrar íþróttasögu en hver var lykillinn að velgengninni? „Frábær liðsheild. Hvort sem er verið tala um leikmenn, þjálfarana, sjúkra- þjálfara, nuddara, lækna eða annað aðstoðarfólk, þá var þetta rosalega samstilltur hópur sem var tilbúinn að leggja rosalega mikið á sig til að ná árangri. Svo verður auðvitað að minnast á andlega þátt Ólafs Stefánssonar sem á stóran þátt í því að halda mönnum vel einbeittum allt rnótið." Björgvin segist eiga góðar ntin- ningar frá Vestmannaeyjum og segist hafa þroskast mikið sem leik- maður hjá IBV. „Mér líkaði dvölin í Eyjum mjög vel. Var þama innan um mikið af góðu fólki og leið mér mjög vel. Handboltalega séð þrosk- aðist ég mikið á þessum tíma vegna þess að ég þurfti að taka aukna ábyrgð og takast á við velgengni og mótlæti til skiptis á tímabilinu." Núna er Björgvin kominn í at- vinnumennsku og spilar með Bittenfeld í Þýsklandi. Bittenfeld gerðu sannkölluð kjarakaup þegar liðið festi kaup á Björgvin rétt fyrir Ólympíuleikana. Vafalaust er verð- miðinn á Björgvin hærri eftir stórkostlega frammistöðu á Ólym- píuleikunum. Björgvin lýst vel á aðstæður hjá Bittenfeld. Hann segir einnig að atvinnumennskan hafi verið á dagskránni alveg frá því að hann var peyji. „Já, alveg frá því að ég var lítill polli hefur það verið takmarkið og er þetta næsta skref í því að verða betri handboltamaður. Bittenfeld er metnaðafullur klúbbur á mikilli uppleið og með mikið af ungum og efnilegum strákum í bland við eldri og reyndari leikmenn. Þetta er frábær staður til þess að hefja fer- ilinn og svo er þetta einnig mjög góður staður til þess búa á.“ íþróttir Þrjár úr 2. flokki á leiðinni til Israel Ólafur Þór Guðbjörnsson, lands- liðsþjálfari UI9 ára landsliðs kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Israel og leikur þar í riðlakeppni. Þrjár stelpur úr Islandsmeistaraliði 2. flokks ÍBV hafa verið valdar í 18 manna hóp- inn en þær eru Þórhildur Ólafs- dóttir, Saga Huld Helgadóttir og Kristín Ema Sigurlásdóttir. Andstæðingar Islands í riðlinum eru auk heimastúlkna, írland og Grikkland. Fyrsti leikur liðsins fer fram miðvikudaginn 24. sept- ember gegn ísrael. Næsti leikur er svo gegn Grikklandi, föstu- daginn 26. september og Ioka- leikur riðilsins er gegn írlandi mánudaginn 29. september. Efstu tvö liðin í riðlinum fara svo áfram í milliriðla en þeir verða leiknir í apríl á næsta ári. Þórhiidur, Saga Huld og Kristfn Erna eru svo sannarlega vel að þessum heiðri komnar en þær hafa staðið sig eins og heljur í sumar. Margrét Lára Islands- meistari Kvennalið Vals varð íslandsmeist- ari fyrr í vikunni þegar þær unnu Stjörnuna 8-0. Margrét Lára besti leikmaður liðsins skoraði þrennu í leiknum og skoraði því 32 mörk í deildinni í sumar og þá eru ekki talin mörkin sem hún hefur skorað í Visa-bikarnum eða í Evrópu- keppninni. Margrét Lára er því markadrottning Landsbanka- deildarinnar 2008 en hún skoraði tólf mörkum meira en Rakel Hönnudóttir sem varð í öðru sæti. Margrét hefur sagt í fjölmiðlum að hugur hennar leiti út fyrir land- steinana og það ætti ekki að koma neinum á óvart ef hún verður kominn í atvinnumannalið innan skamms tíma. Fréttir vilja óska Eyjapæjunni Margréti Láru inni- lega til hamingju með árangurinn. Framundan Föstudagur 19. september Kl. 19.30, ÍR-ÍBV, meistara- flokkur karla í handbolta. Laugardagur 20. september Kl. 16.00 Selfoss-ÍBV, meistara- flokkur karla í knattspyrnu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.