Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2008, Page 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 Smíðatilboð Fassmer í búningi Nýju fata keisarans, segir Grímur Gíslason: Hanna á skíp samhliða við- ræðum við skipasmíðastöð s I hvað var boðið? - Um hvað snýst þetta mál? - Eru hagsmunir einhverra annarra en Eyjamanna settir á oddinn? TEIKNING NAVIS. Þó svo að útboðsgögnum hafi fylgt smíðalýsing og teikning frá NAVIS var sagt að þar væri aðcins um leiðbeinandi upplýsingar að ræða en gert væri ráð fyrir að þær stöðvar sem byðu í smíðina legðu fram hönnun í verkið, enda sú teikning sem fylgdi Íangt í frá að vera fullunnin og djúpt ígrunduð, segir Grímur. TEIKNING Polarkonsult. V&V buðust til að ganga frá tilboði sínu og selja ríkinu á kostnaðarverði þá teikningu sem unnin hafði verið og samninginn við norsku skipasmíðastöðina þannig, að hægt væri að halda verkinu áfram án þesss að fara í nýtt útboð með tilheyrandi kostnaði og tímaeyðslu, en því var alfarið hafnað, segir Grímur. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með framgangi mála í kjöl- far útboðs á smíði nýrrar ferju til siglinga milli Bakkafjöru og Vest- mannaeyja. Reyndar hefur þetta mál og öll meðferð þess verið ákaflega sérstök og reyndar allt að því undar- leg á köflum. Sumt hefur orkað tvímælis og annað er örugglega á mörkum þess að standast eðlilega stjórnsýslu og meðferð mála hjá hinu opinbera. Hönnunin sem V&V bauð upp- fyllti allar kröfur en hlaut samt ekki góða einkunn og efasemdir voru um djúpristu Þegar útboð á smíði og rekstri ferju í einkaframkvæmd fór fram á vordögum buðu Vestmanaeyjabær og Vinnslustöðin ásamt íleirum (V&V) skip sem hannað var af Polarkonsult í Noregi, og til stóð að smíðað yrði af norsku skipa- smíðastöðinni Simek, þeirri sömu og smíðaði núverandi Herjólf. Þó að það skip sem boðið var stæðist allar þær kröfur sem settar voru fram í útboðslýsingu hlaut það, einhverra hluta vegna, ekki góða dóma af hálfu þeirra er um málið fjölluðu fyrir hönd ríkisins. Á fundum þar sem farið var yfir málið komu fram ýmsar athuga- semdir frá tæknilegum ráðgjöfum ríkisins, verkfræðistofunni NAVIS, m.a. um stefni skipsins, vélbúnað, eldsneyti, fyrirkomulag, þrátt fyrir að allt stæðist það þær kröfur sem gerðar voru í útboðslýsingu. Einnig voru settar fram efasemdir um að krafa um hámark 3,3 metra djúp- ristu stæðist, án nokkurs rökstuðn- ings fyrir slíku. Ráðgjafi sagði að samkvæmt þumalputtareglu ætti smíðin að kosta 825 milljónir Þá var einnig gerð veruleg athuga- semd við kostnað vegna smíði skipsins en ráðgjafar nkisins sem og fulltrúar ríkisins í viðræðunum töldu smíðaverð skipsins alltof hátt. Tilboð það sem V&V höfðu í hönd- um í smíði á skipinu var upp á 223 milljónir norskra króna, sem þá var um 3,3 milljarðar íslenskra króna. Á einhverjum fundi sem við sátum var því slegið fram að eðlilegt verð fyrir smíði á skipinu ætti að há- marki að vera 2,7 milljarðar, eða kannski 2,9 milljarðar. Á öðrum fundi var því slegið fram að ís- lenskur skipatæknifræðingur, sem starfað hefði í Danmörku í mörg ár, hefði verið fenginn til ráðgjafar og hefði hann gefið þær upplýsingar að þumalputtaregla við að áætla verð í smíði svona Ro Ro ferju væri að kostnaður næmi einni milljón danskra króna á hvern bíl sem ferjan gæti flutt. Það þýddi að ferja sem flutt gæti 52 bíla ætti að kosta 52 milljónir danskar eða um 825 millj- ónir íslenskar. Ég held að flestir sem eitthvað þekkja til skipasmíða eða bara hafa þokkalega heilbrigða skynsemi hljóti að sjá hvurslags bull var verið að leggja á borð. Þar sem ég trúði því hreinlega ekki að einhver sem kallaður hefði verið til sem ráðgjaft hafi látið slíkt bull frá sér spurði ég forsvarsmenn NAVÍS, tæknilega ráðgjafa ríkisins, hvort þetta væri rétt og staðfestu þeir það. NAVIS ráðgjafí ríkisins og einnig beinn hagsmunaaðili Meðan verið var í svokölluðum viðræðum við V&V, en í þeim tak- mörkuðu viðræðum tóku þátt full- trúar ríkiskaupa, Siglingastofnunnar (SI) og tæknilegir ráðgjafar ríkisins NAVÍS, var jafnframt farið að vinna að hönnun á ferju sem bjóða ætti út smíði á ef ekki næðust samningar við V&V. NAVÍS, sem hafði verið ráðgjafi ríkisins við undirbúning einkaframkvæmdarútboðs og var raðgjafi í viðræðum við V&V, hóf að vinna að útboðslýsingu og hönn- un á ferju sem boðin skyldi út ef ekki semdist við V&V. NAVIS sat því við samningaborðið sem ráðgjafar en höfðu jafnframt mikla hagsmuni af því að ekki semdist við V&V því að þá beið enn frekari vinna við hönnun og gerð nýrra útboðsgagna. Er hægt að telja slíkt eðlilegt? V&V buðust til að ganga frá tilboði sínu og selja ríkinu á kostn- aðarverði þá teikningu sem unnin hafði verið og samninginn við norsku skipasmíðastöðina þannig, að hægt væri að halda verkinu áfram án þess að fara í nýtt útboð með tilheyrandi kostnaði og tímaeyðslu, en því var alfarið hafnað. Stenst það stjórnsýslulög að Siglingastofnun stússist í hönnun, útboði og skipasmíði og hafí einnig lögbundið eftirlit með höndum? Eins og flestir vita var tilboði V&V í smíði og rekstur Bakkafjöruferju hafnað og samgönguráðherra fól Siglingastofnun að bjóða út smíði á skipi. Ég hef haft efasemdir um hæfi SI til að annast þetta verkefni og er reyndar ekki einn um það. SI er stjómvald með eftirlitsskyldu og ber að framfylgja því að reglum og lögum sé fylgt hvað skip varðar. Nú em þeir með vinstri hendinni að láta hanna, bjóða út og smíða skip og ætla síðan að nota hægri höndina til að sinna eftirlitsskyldu sinni með smíðinni sem stjómvald. Þetta hlýt- ur amk að vera á gráu svæði hvað stjómsýsluna varðar! Hvar voru svo allar skipasmíða- stöðvarnar sem ætluðu að bjóða? Að sjálfsögðu vann NAVÍS, ráðgjafi SI, útboðsgögn og hélt áfram hönn- un ferju. Að vísu var hönnuð ferja sem var um 13,5 metrar á breidd, þó svo að áður hafi verið krafa um 15 - 17 metra breidd á ferju, en sú hönn- un var breikkuð í 15 metra á síðasta degi áður en útboðsgögn voru afhent, eingöngu vegna pólitísks þrýstings. Ráðherra sagði mér að embættis- menn og ráðgjafar fullyrtu að nægur áhugi væri hjá skipasmíðastöðvum í Evrópu að bjóða í smíði á ferju og engin vandkvæði yrðu á að ferjan yrði tilbúin til siglinga í byrjun sumars 2010. Þegar á reyndi var áhuginn eitthvað minni en þeir höfðu upplýst ráðamenn um eins og niðurstaða útboðsins sannaði. Hvaðan komu þá þær greinilega röngu upplýsingar sem lagðar höfðu verið á borðið? Tilboð í smíðina hærri en það til- boð sem V&V voru með í höndum Þó svo að útboðsgögnum hafi fylgt smíðalýsing og teikning frá NAVIS var sagt að þar væri aðeins um leiðbeinandi upplýsingar að ræða en gert væri ráð fyrir að þær stöðvar sem byðu í smíðina legðu fram hönnun í verkið, enda sú teikning sem fylgdi langt í frá að vera full- unnin og djúpt ígrunduð. Þegar tilboð voru opnuð kom í ljós að einungis tvær skipasmíðastöðvar buðu í smíðina. Norska stöðin Simek, sem bauð að grunni til sömu teikningu, samt með ýmsum út- færslubreytingum sem V&V buðu á sínum tíma og einnig Fassmer frá Þýskalandi, sem bauð að smíða skip samkvæmt teikningu NAVIS sem fylgdi útboðsgögnum. Verðið sem SIMEK bauð var 224 milljónir norskar, eða 3,38 milljarðar íslensk- ar og ætlaði að skila ferjunni 1. júlí 2010 og Fassmer bauð 30.5 millj- ónir Evra eða 3,69 milljarða ís- lenskar og frávikstilboð upp á 27,7 Evra eða 3,35 milljarða íslenskar og skil á skipi 30 nóvember 2010. Þar með voru nú fyrstu vígin fallin hjá ríkisvaldinu, embættismönnum og ráðgjöfum. Einungis buðu tvær stöðvar í verkið og þar af bauð bara önnur að skila verkinu á tilsettum tíma og verðið var í báðum tilvikum hærra en það verð sem var á smíði skipsins fyrir V&V á sínum tíma. Hvar var þumalputtareglan nú? Af hverju sagði Sigurður Áss ósatt? Sigurður Áss Grétarsson, hjá SI, sem leitt hefur þetta verkefni, sagði í framhaldinu í samtali við fjölmiðla að aldrei hefði verið gerð athuga- semd við smíðakostnað skipsins í tilboði V&V. Þar segir Sigurður Áss bara ósatt, til þess eins að verja þá stöðu sem málið var komið í, því auðvitað var komin fram staðfesting á því að sú gagnrýni sem hann og ráðgjafar hans settu fram á smíðaverðið í tilboði V&V átti ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr bara hvar er þumal- puttaverðið, 1 milljón danskar á bfl, sem dansk-íslenski ráðgjafinn fræddi menn um í vor? Ef eitthvað hefði verið að marka þá speki hefðu tilboð í ferjusmíðina átt að vera um 1 milljarður, eða innan við þriðjun- gur af því sem tilboðin hljóðuðu uppá. Fulltrúar SI vissu greinilega tals- vert um Fassmer Ég var viðstaddur opnun tilboða í Rfkiskaupum. Það virtust allir kann- ast við Simek stöðina, enda hún smíðað áður fyrir íslendinga, en spurningum var varpað fram um hvaða stöð Fassmer væri. Það vakti óneitanlega athygli mína að þeir einu sem könnuðust við Fassmer voru þeir fulltrúar SI sem viðstaddir voru og það sem meira var að þeir vissu að stöðin hefði nýlega smíðað ferju í svipaðri stærð og Bakka- ferjan ætti að vera en aðallega hefðu þeir verið í smíði á björgunarskipum sem hefðu mikinn stöðugleika. Höfðu menn ef til vill kíkt eitthvað á þetta áður en tilboð voru opnuð, eða kannski áður en boðið var út? Matsnefndin algjörlega vanhæf með framkvæmdastjóra NAVIS innanborðs Eins og útboðsgögn sögðu til um voru tilboð metin og gefin einkunn í samræmi við áður ákveðnar reglur. 50% fyrir verð, 25% fyrir tæknilega úrlausn, 12% fyrir afhendingartíma og 13% fyrir áætlaðan rekstrarkost- nað. Matsnefnd mat tæknilegar úrlausnir stöðvanna. I matsnefnd- inni sátu Andrés Þór Sigurðsson, yfirhafnsögumaður í Vestmanna- eyjum, Jón Bemódusson, hjá SI, Olafur Briem, hjá SI, og Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri NAVÍS. Þessir aðilar mátu framlagðar tillögur að skipi, sem annars vegar var hönnun frá Polarkonsult og hins vegar hönnun NAVIS, gerð fyrir SI. Að mínu mati var þarna farið út yfir öll mörk í ósvífni og Ijóst að allar eðlilegar stjómsýslureglur vom kol- brotnar. Framkvæmdastjóri NAVÍS var að sjálfsögðu með öllu óhæfur til að taka þátt í þessu verki. Að meta eigin teikningar og útfærslur gagnvart annarri lausn, þar sem bæði tilfinningaleg og tæknileg tengsl voru hjá honum við verkið svo ekki sé minnst á fjárhagsleg tengsl og hagsmuni. Álgjörlega óboðlegt að mínu mati. Ég hef einnig efasemdir um hæfi starfsmanna SI til að koma að verk- inu þar sem NAVIS hafði unnið í þeirra umboði að verkinu og stofn- unin hafði því óneitanlega tengingu við aðra lausnina sem boðin var. Ég tek fram að ég hef engar efasemdir um hæfni eða heiðarleika þessara starfsmanna SI heldur bara um hæfi þeirra sem starfsmanna SI í Ijósi þess sem áður er rakið. Af hverju var bara ekki boðin út teikning NAVIS ef það var það sem menn vildu fá tilboð í? Ef það var einbeittur vilji að fá ein- ungis tilboð í smíði á hálfgerðri teikningu NAVIS þá áttu menn bara að segja það og óska eftir tilboðum í það en ekki viðhafa þann skrípaleik sem settur var á svið af SI og NAVÍS í sameiningu. NAVIS hefur hlaupið hringinn í kringum borðið í þessu máli frá upphafi og haft alla þræði í hendi sér í umboði SI og enginn þarf að efast um þá fjárhagslegu hagsmuni sem í veði hafa verið fyrir þá í þessu efni. Öll aðkoma þeirra að verkinu er því amk. á gráu svæði og sumt stenst örugglega ekki eðlilega stjómsýslu- hætti og er því vert að skoða betur. Ég hef því í hyggju að senda erindi til umboðsmanns alþingis og hvetja hann til að taka þetta mál til skoð- unar. FuIIyrðingar um meiri burðar- getu minna skipsins er afbökun á sannleikanum I síðustu viku var haft eftir Sigurði Áss, hjá SI, að norska skipið væri stærra en það þýska hefði meiri burðargetu. Það má vel vera að hægt sé að leika sér með þetta á þennan hátt en yfirleitt er það nú þannig að stærri skip hafa meiri burðargetu. Flutningsrými, bfladekk, norsku ferjunnar er stærra að flatarmáli, um það held ég að enginn þurfi að velkj- ast í vafa. Það skip er 1 metra breiðara og 3,9 metmm lengra. Það flytur á dekki 52 bíla meðan að NAVÍS ferjan flytur 40 bfla á dekki. Tilboði V&V í smíði og rekstur Bakkafjöruferju var hafnað og samgönguráð- herra fól Siglingastofnun að bjóða út smíði á skipi. Ég hef haft efasemdir um hæfi SI til að annast þetta verkefni og er reyndar ekki einn um það.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.