Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið Bragginn s f. Flötum 20 ^ ~ O' ojW
Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535
35. árg. I 46. tbl. I Vestmannaeyjum 13. nóvember 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is
HALLA BJÖRK var Hátískudrottning framtíðarinnar í undankeppninni Stfll 2008. Bar hennar hópur sigur úr býtum. Bls. 14.
Mynd: Svava Kristín.
Samdrátturinn kemur illa við ÍBV-íþróttafélag:
Tekjur minnka um 50%
segir Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar
Knattspyrnudeild karla fer ekki
varhluta af hremmingum í fjár-
málalíft Islendinga en Toyota, sem
hefur verið einn stærsti styrktaraðili
ÍBV-íþróttafélags, rifti samstarfs-
samningi sínum á dögunum vegna
aðhalds í rekstri. Um er að ræða
verulega skerðingu á tekjum knatt-
spymudeildar ef miðað er við yfir-
standandi rekstrarár en Sigursveinn
Þórðarson, formaður knattspyrnu-
deildar, segir þó ekki öll kurl komin
til grafar með tekjur næsta árs.
„Það varð tap á rekstri deildarinnar
og sumarið var mjög erfítt rekstrar-
lega séð. Akveðnar fjáraflanir
gengu ekki eftir en árið er ekki búið.
Það em ákveðin atriði sem enn eru
óviss og geta haft töluverð áhrif á
rekstrarniðurstöðuna. Það er auð-
vitað mjög slæmt að missa Toyota
út, styrkur þeirra einn og sér var
tæplega 40% af tekjum deildarinnar
og auk þess má reikna með að aðrir
dragi úr sínum styrkjum. Ég gæti
trúað að tekjur deildarinnar af
styrkjum fyrirtækja minnki um allt
að 50 til 60%. Hins vegar koma á
móti auknar tekjur, t.d. peningar frá
KSI, verðlaunafé fyrir að vera í
efstu deild og tekjur af sjónvarps-
rétti. Þannig að höggið fyrir okkar
rekstur, miðað við árið í ár, er
kannski minna en ef við hefðum
verið áfram í I. deild. Við þurfum
engu að síður að endurskoða rekst-
urinn miðað við tapið í sumar.“
Mest í launakostnað
Með Irvaða hœtti er hœgt að draga
lír útgjöldum deildarinnar?
„Launakostnaður er auðvitað lang-
stærsti útgjaldaliður knattspyrnu-
deildarinnar og það liggur beinast
við að skera niður þar. Félög á
höfuðborgarsvæðinu hafa verið að
segja upp leikmannasamningum og
semja upp á nýtt en ég vona að við
þurfum ekki að grípa til svoleiðis
aðgerða. Eins og staðan er núna þá
eru þrír leikmenn með lausa samn-
inga, Matt Garner, Bjarni Hólm
Aðalsteinsson og Pétur Runólfsson.
Gamer hefur þegar neitað okkur en
óvíst er með Bjarna og Pétur.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari er
einnig með lausan samning en
vonandi náum við að semja við
þessa aðila fyrr en síðar.
Svo minnkar ferðakostnaður mikið
frá því í sumar. Bæði styttri ferða-
lög og meira fé úr ferðajöfn-
unarsjóði þannig að þar sparast ein-
hverjar upphæðir."
Sigursveinn segir að lítið sé hægt
að segja um næsta sumar enda mikil
óvissa með tekjur. „Ég vona að við
höldum í það minnsta þeim leik-
mannahópi sem við erum með núna.
Hins vegar bendir margt til þess að
Atli Heimisson verði ekki með
okkur á næsta ári og ef svo verður er
alveg ljóst að við þurfum að styrkja
liðið,“ sagði Sigursveinn að lokum.
Slæmt að missa Toyota
„Ég neita því auðvitað ekki að það
er verulega slæmt að missa Toyota
út sem aðalstyrktaraðila," segir
Friðbjörn Valtýsson, framkvæmda-
stjóri félagsins í blaðinu í dag.
„Þessi samningur var mjög mikil-
vægur fyrir starf félagsins og mun
auðvitað bitna á starfmu fyrst og
fremst en ekki niðurgreiðslu lána
félagsins. Við erum hins vegar afar
þakklát Toyota fyrir þann stuðning
sem fyrirtækið hefur veitt IBV-
íþróttafélagi. Við skiljum stöðuna
og erum vissulega leið yfir þeim
erfiðleikum sem fyrirtækið er í.
ÍBV-íþróttafélag skuldar í dag um
60 milljónir en vel flestar skuldir eru
lan,',tímaskuldir. IBV hefur staðið í
skilum og ég tel að eftir 5-7 ár, þá
verði þessar skuldir félagsins að
miklu leyti horfnar. Að því gefnu
auðvitað að við gætum áfram
aðhalds en niðurgreiðsla skulda er
ekki einungis greidd með styrkjum
fyrirtækja heldur einnig eftir öðrum
leiðum,“ segir Friðbjörn um stöðuna
hjá félaginu.
Sjá nánar á bls. 5.
KSI aðlagi
leyfiskerfi
að íslensk-
um að-
stæðum
Á fundi bæjarráðs þann 4. nóvem-
ber var tekið fyrir bréf frá Knatt-
spyrnusambandi Islands en stjórn
KSÍ hafði samþykkt að leita sam-
þykktar UEFA við því að lengja
aðlögunartíma aðildarfélaga er
undirgangast leyfiskerfi KSÍ að
mannvirkjaákvæðum kerfisins til
ársins 2012 í stað ársins 2010. í
mannvirkjakafla leyfískerfis KSÍ
er kveðið á um lágmarks sæta-
fjölda fyrir áhorfendur og yfir-
byggingu á áhorfendastúku. Þar
er veittur möguleiki á undanþágu
frá þeim reglum alll til ársins
2010 að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.
Samþykkt stjórnar KSI hefur þá
þýðingu að möguleiki á undan-
þágu er framlengdur til upphafs
keppnistímabilsins 2012 en með
þessu vonast stjóm KSI til þess að
komið sé til móts við sjónarmið
aðildarfélaga KSI og sveitarfélaga
um að draga úr fjárútlátum til
mannvirkjagerðar á meðan
óvissuástand ríkir.
Bæjarráð beinir því til KSI að í
stað þess leita samþykktar UEFA
við því að lengja aðlögunartíma
vegna mannvirkjaákvæða verði
leitað eftir því að leyfiskerfið
verði aðlagað íslenskum að-
stæðum. I framhaldinu vísaði
bæjarráð málinu til umfjöllunar í
fjölskyldu- og tómstundaráði.
Slæmt fyrir
alla
Flugfélag Vestmannaeyja flýgur
ekki með farþega milli Vest-
mannaeyja og Bakka í vetur en
flugleiðin hefur verið ein af
samgönguæðum Eyjanna.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri,
sagði að í bréfi frá Flugfélagi
Vestmannaeyja kæmi fram að þeir
gætu ekki staðið í samkeppni við
ríkisstyrkt fyrirtæki.
„Þetta er verulega slæmt fyrir
ferðaþjónustuna og ekki síður
fyrir einstaklinga og atvinnulífið.
Flugfélag Vestmannaeyja er stórt
og öflugt fyrirtæki og við höfum
af þessu verulegar áhyggjur. Við
viljum vissulega styðja við bakið
á Flugfélagi Vestmannaeyja en
samgöngur eru á forræði ríkisins."
B/s. 2.
VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ne itfihamar VÉLA- OG BlLAVERKSTÆÐI
...SVOÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI
SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM. 864-4616