Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 7 Ný ferja: Dráttur gæti orðið á undirskrift vegna ástands í efnahagsmálum: Landeyjahöfn er á áætlun STUTT Skemmtileg mynd sem sýnir vel hve stutt sigling verður milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eftir rétt rúmt eitt og hálft ár. Myndina tók Guðjón Sc Tryggvason, starfsmaður Siglingastofnunar, og er hún tekin frá þeim stað þar sem grjótnámið verður. Stýrihópur um framkvæmdir við Landeyjahöfn fundaði á fímmtu- daginn og var upplýst að ekki væri fyrirhugaður dráttur á fram- kvæmdinni og er hún á áætlun. Ferjan er nánast fullhönnuð og sam- komulag hefur náðst um kostnað. „Vegna ástandsins í efnahags- málum hefur hins vegar orðið drátt- ur á því að hægt væri að skrifa undir samning um smíði á ferjunni. Is- lenska ríkið hefur fengið frest til 14. nóvember og vonandi verður þá hægt að skrifa undir samning þann sem er þegar tilbúinn til undirrit- unar,“ sagði Elliði Vignisson bæjar- stjóri. Hann sagði að enn væri ekki ástæða til að útiloka að skipið geti haftð siglingar sumarið 2010 þótt auðvitað aukist hættan á því að afhendingu á skipinu seinki þegar það dregst að skrifa undir samning. „Kreppan í hinum vestræna heimi hefur hins vegar valdið því að verkefnastaða í skipaiðnaði hefur breyst mjög. Minni ásókn er nú í þjónustu þeirra og slíkt gæti orðið til þess að FASSMER gæti staðið við upphaflegan afhendingartíma þrátt fyrir þær leiðu tafir sem orðið hafa á undirskrift." Bæjarráð hefur lýst þungum áhyggjum af stöðu þessa máls og bent á hversu lengi samfélagið hér hefur mátt bíða úrbóta. í afgreiðslu bæjarráðs á seinasta fundi þess kom einnig fram skilningur á válegri stöðu efnahagsmála og mikilvægi þess að skorið verði niður í ríkisút- gjöldum. I afgreiðslu ráðsins sagði: „Sé staðan sú að algert stopp eigi að ríkja í framkvæmdum ríkisins, mun Vestmannaeyjabær axla ábyrgð sína eins og önnur sveitarfélög. Standi hins vegar til að forgangsraða fram- kvæmdum gerir bæjarráð það að kröfu sinni að það bæjarfélag sem orðið hefur fyrir þyngstu búsifj- unum af völdum báglegrar stöðu í samgöngum verði ekki sett aftur fyrir í forgangsröðinni." S Iðunn Dísa og Sigurrós Ulla hjúkrunarfræðingar skrifa: Alþjóðadagur sykursjúkra 14. nóvember Alþjóðadagur sykursjúkra er hald- inn hátíðlegur 14. nóvember ár hvert. Af því tilefni ákváðum við að vekja athygli á áhrifum sykur- sýki (diabetes mellitus) á þróun kransæðasjúkdóma sem eru einn af mörgum áhættuþáttum sykursýki. Fjöldi sykursjúkra í heiminum fer stöðugt vaxandi. Sjúkdómurinn or- sakar langvarandi heilsuleysi og ótímabæran dauða fólks sem rekja má til fylgikvilla hennar. Sykursýki er efnaskiptasjúkdóm- ur sem stafar af ónógri verkun og/ eða framleiðslu á hormóninu insú- lín í líkamanum. Þetta veldur því að sykurinn úr fæðunni nýtist ekki sem skyldi og sykurmagn í blóði hækkar með ýmsum afleiðingum bæði til skemmri og lengri tíma litið. Til eru tvær aðaltegundir sykur- sýki: insúlínháð (tegund 1) og insú- línóháð (tegund 2). Samt sem áður þurfa sjúklingar með síðarnefndu tegundina oft insúlínmeðferð á seinni stigum sjúkdómsins. Tegund 1 kemur yfirleitt fram á barns- og unglingsárum en tegund 2 á miðjum aldri eða seinna. U.þ.b. 80 til 90% sykursjúkra eru með tegund 2 og eru um 90% þeirra of feitir. En offita er aðalafleiðing hreyf- ingarleysis og slæmra matarvenja. Því má búast við mikilli aukningu á tíðni sykursýki á næstu árum. Þessi tegund sykursýki hefur oft verið kölluð „fullorðinssykursýki“ en er því miður farin að sjást í sívaxandi mæli hjá ungu fólki sem er mikið áhyggjuefni. Þar sem einkenni sykursýki tegund 2 eru oft væg í byrjun t.d slen og blóðsykur oft ekki mjög hár, greinist sjúkdómurinn oft mjög seint og stundum ekki fyrr en fylgi- fylgikvilla sjúkdómsins við grein- kvillarnir eru komnir, t.d er talið ingu. Helstu einkenni sykursýki 1 að 30-50% séu þegar komnir með og 2 eru þorsti, tíð þvaglát, kláði við þvagrás, syfja, munnþurrkur og þreyta. Algengasti fylgikvilli sykursýki eru kransæðasjúkdómar, sem eru jafnframt algengasti dánarvaldur hennar eða í 75% tilfella. Þeir sem eru með sykursýki af tegund 2 eru í tvisvar til tjórum sinnum meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóm heldur en þeir sem eru ekki með sykursýki. Konur virðast vera í meiri hættu á kransæðadauða en karlar, einkum eftir tíðahvörf. Einstaklingur með sykursýki er íjafnmikilli hættu og sá sem er einu sinni er búinn að fá kransæðastíflu en er ekki tneð sykursýki. Ástæðan er lfklega sú að of hár blóðsykur er einn af mörgum áhættuþáttum kransæðaskjúkdóma. Aðrir áhættuþættir fyrir kransæða- sjúkdómum hjá þessum sjúklinga- hóp eru oft til staðar eins og óhagstæð blóðfíta, háþrýstingur, reykingar og offita. Tilvist slíkra áhættuþátta magnar upp skaðleg áhrif sykursýkinnar á æðakerfið. Góð blóðsykurstjórnun er mikil- væg til að fyrirbyggja og draga úr tíðni kransæðasjúkdóma og bæta þannig lífsgæði og langtímahorfur sykursjúkra, ásamt því að spara tíma, fé og fyrirhöfn fyrir sam- félagið og sjúklinginn. Gott og reglubundið eftirlit er því mikil- vægt til að ná þessu markmiði. Hornsteinninn í meðferðinni verður þó ætið skynsamlegt matar- æði og reglubundin hreyfing. Oft þarf þó að beita blóðsykurslækk- andi lyfjum og jafnvel insúlíni. Iðunn Dísa Jóhannesdóttir og Sigurrós Úila Steinþórsdóttir hjúkrunarfrœðingar. _!___ Oddný ánægð með Eyjaferð Oddný Sturludóttir, borgar- fulltrúi, var ánægð með ferð til Eyja um síðustu helgi. Hér var hún með eiginmanni sínum, Hallgrími Helgasyni, rithöf- undi sem var einn rithöfunda sem las upp úr bókum sínum á Safnahelgi. Á bloggi sínu segir hún: Við hjónaleysin dvöldum í Vest- mannaeyjum um helgina. Menningarhátíðin „Safnahclgi á Suðurlandi“ var vel heppnuð en það var ckki síst merkilegt fyrir mig og bóndann að heim- sækja eyjarnar því þangað höfðum við hvorugt komið áður. Nú höfum við margsinnis séð myndir frá Eyjum, þó það nú væri. En náttúrufegurð stað- arins grcip okkur slíkum hcljartökum að við munum vart annað eins. Skaparinn var sannarlega í góðu skapi þegar Eyjar urðu til þó þá sami skapari hafi nú oft látið óþyrmilega fyrir sér linna á staðnum með tilheyrandi eldglæringum og hættuspili hamfara. Vestmannaeyjagosið, Týrkja- ránið og þetta einstaka bæjar- stæði gera Vestmannaeyjar að sagnfræði- og náttúru- fræðilegri perlu. Eyjafjallajökull í seilingar- fjarlægð, Heimaklettur og eyjarnar í kring eru sem vinalegir tröllkarlar og bærinn sjálfur er snotur. Kristín Jóhannsdóttir ferða- málafulltrúi Vestmannaeyja og fleiri góðir heimamenn gerðu helgina ógleymanlega, við þökkum fyrir gestrisnina og leggjum nú drög að fjölskyldu- ferð til Eyja næsta sumar. http://oddny.eyjan.is/ Lögregla: Ók á ljósastaur Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni. Síðdegis sl. laugar- dag var tilkynnt um að bifreið hafi lent á ljósastaur. Stutt var að fara fyrir lögreglu því ljósastaurinn er við verslunina Tvistinn. Ekki urðu nein meiðsl á fólki en bifreiðin er nokkuð skemmd og þá er ljósastaurinn ónýtur. í ýmis horn aö líta hjá lögregla: Ósætti meðal gesta á öldurhúsi Það var í ýmis hom að líta hjá lögreglunni í vikunni sem leið. Þurftu bæjarbúar á aðstoð lögreglu að halda í hinum ýmsu tilvikum. í tvígang var óskað eftir lögreglu á öldurhús bæjarins vegna átaka á milli gesta en hins vegar liggja engar kærur fyrir vegna þeirra átaka. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en að morgni sl. sunnudags lagði lögreglan hald á ætlað kókaín og áhöld til neyslu fíkniefna eftir húsleit í heimahúsi hér f bæ. Málið telst upplýst, en sá er þarna á í hlut hefur áður komist í kast við lögin vegna fíkniefnamis- ferlis. Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á seðlaveski úr fatnaði sem var í búningsklefa sundlaugarinnar. Ekki er vitað hver þama var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa em vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. MK borgar 3. hazstu launin: 9,3 m kr. meðallaun í nýjustu Fiskifréttum er listi yfir fyrirtæki í sjávarútvegi, sem greiða hæstu launin. I fyrsta sæti er lítið fyrirtæki á Patreks- firði sem gerir út dragnótabátinn Þorstein BA, en þeir greiða 11.2 milljónir fyrir ársverkið að meðal- tali. Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum er í þriðja sæti með 9.3 milljónir fyrir ársverkið að meðaltali. í fjórða sæti er útgerð Sæbergs á Olafsfirði með 8.9 milljónir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.