Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008
13
Athyglisverð tillaga Fríðu Sigurðardóttur að menningarhúsi:
Byggir á að Gerðisbraut 10 verði miðpunkturinn
Fríða Sigurðardóttir, arkitekt,
kynnti á mánudaginn mjög at-
hyglisverða tillögu að menningar-
húsi í Vestmannaeyjum sem hún
vill byggja á Pompeisvæðinu.
Hugmynd hennar byggir á því að
húsið að Gerðisbraut 10 yrði grafið
upp og verði miðpunktur safnsins.
Þama vill hún líka sjá söfn sem
tengjast sögu Vestmannaeyja, bæði
sögulega og jarðfræðilega.
Kynningin fór fram í fundarsal
tæknideildar bæjarins í Bæjarveitu-
húsinu að viðstöddum forráða-
mönnum bæjarins, starfsmönnum
og áhugasömum bæjarbúum. Fríða
gerði grein fyrir verkefninu sem
hún vann á 20 vikum og er loka-
verkefni hennar í mastersnámi í
arkitektúr við Savannah College of
Art and Design í Bandaríkjunum.
Fríða sagði að hugmyndin hafi
kviknað á þjóðhátíð þegar Frosti
Gíslason, starfsmaður Nýsköpunar-
miðstöðvar í Vestmannaeyjum,
benti henni á að í Vestmannaeyjum
væri mörg verkefni að finna fyrir
arkitekta. Væri menningarhús
meðal verkefna sem ráðist verður í
á næstunni. „Ég ákvað að koma
með tillögu að menningarhúsi á
Pompeisvæðinu. Hugmyndin
byggir m.a. á því að grafin yrðu
hlykkjótt göng að húsinu, allt að tíu
metra djúp, sem sýndu allt það
FRIÐA ræðir hugmyndir sínar við bæjarstjóra. Góður rómur var gerður að verkefninu og sagði hann að
það félli vel að hugmyndum bæjarins.
magn af gosefnum sem féll hér í Hún vill að húsið að Gerðisbraut verði húsið til sýnis í þeirri mynd
gosinu 1973,“ sagði Fríða. 10 verði graftð upp að fullu og sem verður þegar því er lokið.
Menningarhúsið myndar svo
umgjörð um húsið og þar verða
söfn tileinkuð m.a. móðuharðind-
unum, Tyrkjaráninu, Surtseyjar-
stofu og Heimaeyjargosinu. „Ég
geri líka ráð fyrir tilraunasal þar
sem gestir geta upplifað t.d. mikinn
vind, jarðskjálfta og búið til sitt
eigið eldgos. Einnig geri ég ráð
fyrir galleríum, kaffihúsi og sal sem
hentugur er fyrir hvers konar mann-
fögnuð og samkomur."
„Hönnunin gerir ráð fyrir stein-
steyptu húsi sem yrði hálfniður-
graftð og fellur vel að umhverfi
sínu og náttúru. Veggirnir halla
örlítið út og klæðning er eilítið
skökk, sem gerir það að verkum að
byggingin lítur út fyrir að hafa sjálf
gengið í gegnum einhverjar ham-
farir. Útsýnisgangar ganga út frá
byggingunni og endurheimta mikil-
vægt útsýni frá Gerðisbraut 10.
Þakið sjálft er útsýnispallur og
liggur stígur í kringum annars tyrft
þakið. Þakið lækkar svo í miðjunni
og myndar glugga þar sem hægt er
að gægjast inn í húsið.“
Góður rómur var gerður að
verkefninu og sagði Elliði
Vignisson, bæjarstjóri, að það félli
vel að hugmyndum bæjarins að
gosminjasafni á þessum stað.
xtNSEN |
BALDVIN er grafískur hönnuður og hefur síðan 2001 rekið eigin auglýsingastofu undir nafninu Inart í
Danmörku. Hann hefur öðlast víðtæka þekkingu
Baldvin Björnsson stýrir Islandssetri í Danmörku:
Stökkpallur inn í danskt samfélag
Fyrirtækið Izland ApS í Danmörku
opnaði á dögunum Islandssetur á
Lálandi í Danmörku. Islandssetrið
er hugsað sem kærkomin millilend-
ing fyrir þá sem dreymir um að
snúa við blaðinu og setjast að í
Danmörku, en fmnst þeir vera of
langt frá atvinnuauglýsingum, hús-
næði og öðrum mikilvægum
upplýsingum.
„Á setrinu gefst kostur á að búa
tímabundið í öruggu umhverfi
meðan sótt er um vinnu og tekin
ákvörðun um framtíðina," sagði
Baldvin Bjömsson sem veitir
setrinu forstöðu.
„Héma geta menn deilt reynslu
sinni og veitt hver öðmm stuðning.
Meðan á dvölinni stendur gefst
tækifæri til að kynnast dönsku sam-
félagi af eigin raun og með hjálp
danskra og íslenskra fyrirlesara.
Hægt er að komast í dönskunám til
að auka möguleika á atvinnu og
auðvelda aðlögun í nýju landi."
Baldvin sagði það mikilvægt að
geta talað málið, vilji fólk njóta
þess að flytja til Danmerkur og búa
þar. „Annars hefur maður það alltaf
á tilfinningunni að vera gestur í
ókunnu landi. Þetta hefur líka með
atvinnu að gera en við getum veitt
aðstoð við gerð atvinnuumsókna ef
þess er óskað og veitt stuðning á
fundum væntanlegra atvinnuveit-
enda.“
Baldvin segir að frá því byrjað var
að kynna íslandssetrið í fjölmiðlum
sé ljóst að mikill hugur sé í fólki að
flytja sig um set og undanfarið hafi
margir litið inn á heimasíðu
íslandssetursins. „Fólk skoðar og
pælir mikið og nokkrir hafa sótt um
dvöl hjá okkur í janúar 2009. Þeir
sem sækja um dvöl á Setrinu fylla
út þar til gert umsóknareyðublað
sem hægt er að nálgast á
heimasíðunni, www.izland.dk."
Islandssetrið er í Nprreballe, rétt
fyrir utan borgina Mariob.
Samgöngunet landsins er innan
seilingar - hraðbrautir og
lestarsamgöngur að sögn Baldvins.
„Um 135 km eru til
Kaupmannahafnar og sama vega-
lengd er til Hamborgar í hina átt-
ina. Rútan til Odense á Fjóni og til
Árhúsa á Jótlandi stoppar fyrir utan
setrið.
Umhverfið er þekkt fyrir einstaka
náttúru og uppbyggjandi umhverfi.
Innan 10 km radíuss liggur vatna-
paradísin Lalandia, dýragarðurinn
Knuthenborg, járnbrautasafnið í
Maribo og ferjuhöfnin Rpdby,
þaðan sem ferjan siglir til
Þýskalands svo eitthvað sé nefnt.
„Á næstunni hefjast svo fram-
kvæmdir við byggingu Femem
Bælt brúarinnar milli Danmerkur
og Þýskalands. Þetta verður ein
stærsta brú sem byggð hefur verið í
Evrópu og sem mark um stærð
hennar er hún tvisvar sinnum stærri
en brúin milli Kaupmannahafnar og
Malmp í Svíþjóð. Reiknað er með
að 6000 til 9000 starfsmenn komi
til með að vinna við brúarsmíðina,
en henni lýkur 2018.
Islandssetrið í góðu sambandi við
Norræna félagið og Sendiráð
Islands í Kaupmannahöfn en þeir
telja íslandssetrið mjög spennandi
verkefni og tilvalinn stökkpall fyrir
Islendinga inn í danskt samfélag,"
sagði Baldvin að endingu.
Vinstri grænir brýna hnífana:
Ætla ekki í samstarf
við Sjálfstæðisflokk
-sögðu þeir á fundi í Eyjum
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
var með opinn fund á Kaffi Kró á
mánudagskvöld. Aldís Gunnars-
dóttir bæjarfulltrúi, Atli Gíslason
alþingismaður og Steingrímur J.
Sigfússon, alþingismaður og for-
maður flokksins héldu erindi. I
framhaldinu voru fyrirspurnir úr sal
en fundurinn var ágætlega sóttur.
Steingrímur fór yfir stöðuna sem
uppi er í íslensku þjóðfélagi og
skipsbrot nýfrjálshyggjunnar. Þrátt
fyrir margvísleg varnaðarorð Vinstri
grænna um efnahagsmál og hvemig
farið gæti fyrir bankakerfinu, hefði
ekki verið hlustað á gagnrýnisraddir
og nú væri komin upp staða sem
mætti aldrei endurtaka sig. Efna
þyrfti til kosninga um leið og að-
stæður leyfðu enda væri það lýð-
ræðislegur réttur þegnanna.
Steingrímur sagði að ráðamenn
mættu ekki undir neinum kringum-
stæðum ganga að skilyrðum sem
fælu í sér skuldbindingar á hendur
börnum og barnabörnum. Hann
sagði skilyrði Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins oft hafa haft hörmulegar
afleiðingar fyrir þjóðir sem til hans
hefðu leitað. Steingrímur taldi að
nærtækara hefði verið að leita til
Norðmanna og að íslendingar ynnu
sig út úr vandanum. Hann sagði
mikilvægast nú að styðja við ljöl-
skyldur, ekki síst skuldsett heimili,
koma í veg fyrir gjaldþrot og efla
velferðarkerfið.
Fundarboðendur fengu margar
athyglisverðar spurningar úr sal.
Þegar Steingrímur var spurður um
hugsanlegt samstarf Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs og
Sjálfstæðisflokks eftir næstu kosn-
ingar tók hann af allan vafa og sagði
það ekki koma til greina.
RÆÐUMENN, Aldís, Atli og Steingrímur.
JAFNALDRARNIR mættu, Björgvin, Simmi og Oddur