Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 11 Sigurgeir Jónsson skrifar um styrktarfélagatónleika Lúðrasveitarinnar: Fimm gæsahúðir á tveimur tímum ÖFLUG SVEIT Á laugardaginn voru 27 í hljómsveitinni úr LV, studdir af tíu hljóðfæraleikurum ofan af landi, ýmist gömlum Eyjamönnum eða fólki sem hefur mætt tii leiks á þessum tónleikum um árabii. Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt sína árlegu styrktarfélagatónleika á laugardag og voru þeir tónleikar hluti af Safnahelginni. Þessir tón- leikar hafa verið fastur liður í starfi Lúðrasveitarinnar síðan um miðbik síðustu aldar en þá var bryddað upp á því nýmæli að fólk gat gerst styrktarfélagar sveitarinnar gegn ákveðnu gjaldi og gilti það sem aðgöngumiði fyrir tvo á tónleikana. Þetta kerfi hefur reynst vel og er í raun stærsti tekjupóstur sveitar- innar. Á sama tíma og lúðrasveitarstarf á í vök að verjast víða á landinu, meira að segja á þéttbýlisstöðum, stærri en í Vestmannaeyjum, er það gleðileg staðreynd að ekki þarf að hafa áhyggjur af því hér. Lúðra- sveit Vestmannaeyja hefur sjaldan eða aldrei verið stærri og sennilega aldrei betri en nú. Á laugardaginn voru 27 í hljómsveitinni úr LV, studdir af tíu hljóðfæraleikurum ofan af landi, ýmist gömlunt Eyja- mönnum eða fólki sem hefur mætt til leiks á þessum tónleikum um árabil. Á það fólk miklar þakkir skilið fyrir tryggð sína við Lúðra- sveit Vestmannaeyja. Raunar var því hvíslað að skrifara að ekki þyrfti mikið að leggja að þessum aðilum til að koma, í raun væru þeir að hlakka til allt árið að koma til Eyja að leika á þessum tón- leikum. Einn helsti vaxtarbroddurinn í LV er sá hópur af ungu fólki sem er í sveitinni. Bara það atriði að um þriðjungur hljófæraleikaranna skuli vera nemendur úr grunnskólanum, sýnir og sannar að í Vestmanna- eyjum er það inn að vera í lúðra- sveit. Þetta er ekki síst að þakka þróttmiklu starfi Tónlistarskólans á undanförnum árum. Frekar í ætt við engla- tónlist Skrifari hefur áður sagt frá því að fyrir einhverjum áratugum hafi hann farið á tónleika hjá Lúðra- sveitinni meira af skyldurækni en áhuga. Kannski var það lagavalið sem einkenndist hvað mest af amerískum og þýskum mörsum og ættjarðarlögum. Ekki mikið um spennandi verk, I dag er allt annað uppi á teningnum og skrifari fer með tilhlökkun í huga á þessa tón- leika. Efnisvalið hefur breyst, reyndar eru marsamir enn á sínunt stað (annað væri ekki hægt) en nú er efnisskráin borin uppi af verkum sem bjóða upp á meiri metnað, krefjast meira af hljóðfæraleikurum og eru nær okkur í tíma. Á laugardag voru fjórtán verk á dagskrá, mest viðamiklar hljóm- sveitasyrpur sem hljómuðu nokkuð kunnuglega í eyrum, svo sem tón- list úr James Bond myndum, Simpsons og þeirri vinsælu mynd, Pirates of the Caribbeans. Eftir hlé var svo fastur liður á dagskrá, lag eftir Oddgeir Kristjánsson sem og eitt þjóðhátíðarlag. Og endahnykk- urinn var svo fjórar syrpur með tónlist fjögurra þekktra hljómsveita, Kiss, Abba, Queen og Doors. Nú rekur skrifara minni til að tón- list þeirrar fyrstnefndu, Kiss, hafi á sínum tíma verið bannfærð af sann- kristnum hvítasunnumönnum og plötum þeirra varpað á bálkesti. Það var því nokkur spenna í skrif- ara þegar þetta verk var leikið í sjálfri Hvítasunnukirkjunni sem einu sinni hét Höllin. En það var nákvæmlega ekkert ókristilegt við þessa tónlist sem hljómaði frekar í ætt við englatónlist enda enginn sem hreyfði mótmælum, hvorki þessa heims né annars. Að setja saman nótur Fyrir nokkrum árum minntist skrif- ari á að hann gæfi tónleikum eink- unn eftir því hve oft hann fengi gæsahúð af hrifningu á þeim. Góðir tónleikar þyrftu að framkalla minnst þrjár gæsahúðir. Á laugar- dag fékk skrifari fimm sinnum gæsahúð þannig að þetta hefur ver- ið mjög gott. Það var í upphafs- verki tónleikanna, Lincoln Legacy, syrpu af bandarískum þjóðlögum, Pirates of the Caribbean, í Abba- syrpunni, Quennsyrpunni og svo í þjóðhátíðarlaginu frá síðasta sumri eftir Hreim Heimisson og heitir Brim og boðaföll. Hljómsveitarstjórinn, Jarl, sagði að hann og Sæþór Vídó hefðu sett saman nótur við lagið sem þýðir væntanlega að þeir hafi útsett það. Sú útsetning þótti skrifara einkar vel gerð og spurning hvort þeir félagar ættu ekki að gera meira af því að setja saman nótur, eins og þeir orða það á sinn hæverska hátt. Stjómandi sveitarinnar, Jarl Sig- urgeirsson, er búinn að vera í því hlutverki í eitt ár og virðist ekki ætla að verða neinn eftirbátur fyrir- rennara síns, Stefáns Sigurjóns- sonar. Sveitin er vel samhæfð og umfram allt sést að þetta fólk hefur gaman af þvf sem það er að gera. Jarl sá um að kynna verkin á léttum nótum og fórst það vel úr hendi þótt ekki hafi hann reyndar náð sama fiugi og Stefáni stundum tókst, enda hlýtur að taka tíma að ná slíkum hæðum. Skrifari verður að viðurkenna að stundum fór hann á tónleika jafnt til að hlusta á tón- list og að hlusta á Stefán reyta af sér gullkorn á sinn áreynslulausa hátt. Tónleikar Lúðrasveitar Vest- mannaeyja eru með fjölsóttari við- burðum í Vestmannaeyjum. Salur- inn í Hvítasunnukirkjunni var nær fullskipaður, bæði uppi og niðri og líklega um 400 manns sem þar mættu. Það er góð aðsókn í 4000 manna samfélagi og sýnir að Eyjamönnum þykir vænt um lúðrasveitina sína eins og hún líka á skilið. Sigurg. Svipmyndir frá Safnahelgi GAUI í Gíslholti færði Sigurdísi Hörpu blómvönd þegar hún opnaði stórskemmtilega sýningu sína í anddyri Safnahússins á laugardaginn. SNORRI vakti lukku þegar hann sagði sjómannasögur hjá Þórði Rafni. Erpur flutti athyglisverðan fyrirlestur um vöktun fugla í Náttúrugripasafninu. FINNUR og Tobba skemmtu sér vel þegar þau hlýddu á Snorra. Spurning vikunnar: Hvernig leggst kreppan í bigP Þóra Sigurjóns: -Komin með ógeð af krepputali. Kristín Sólveig -Bara vel, hef engar áhyggjur af þessu. Guðmundur Úskar: -Það veit ég ekki. Sara Rós -Komin með nóg af krepputali Unnið af Guðnýju og Rakel í starfs- kynningu. Þrettánda gleði þann 10. Komin er dagsetning á Þrett- ándagleði IBV og verður hún haldin laugardaginn 10. janúar. Það verður vel til vandað eins og áður þar sem álfar, tröll og jólasveinar munu skemmta fólki, að því er kemur fram á vef Vest- mannaeyjabæjar, Vestmanna- eyjar.is. Sjálfan þrettándann ber næsta ár upp á þriðjudag en þarna hefur stjórn IBV, sem hefur veg og vanda af framkvæmdinni, orðið við ósk bæjarins og aðila í ferðaþjónstu um að hafa þrett- ándagleðina alltaf á laugardegi. Ástæðan er að brottfluttir sækja margir þrettándann og vilja að börnin fái að njóta þess sama og þeir gerðu í æsku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.