Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 12. nóvember 2008 Úr bloggheimcim: Eyjamaður vikunnar: Kreppu kvóta jól Það er svolítið merkilegt að skoða, hvaða áhrif krepp- an hefur haft á smáauglýsingarnar í blöðunum og svo að ég taki sem dæmi; bílar hafa lækkað verulega í verði og eru margar auglýsingar, þar sem boðin er yfirtaka á láni, orðaðar þannig að með í kaupunum fylgi oft væn fúlga og jafnvel að seljandi borgi af bílnum næsta árið. Einnig tók ég eftir því að í sumar var oft auglýst undir nafninu nudd og tekið fram að ekki væri um erótískt nudd að ræða, núna hinsvegar stendur; exclusive tantra massage, for men, women or couples. Einnig er orðið mikið um auglýsingar, þar sem auglýstar eru evrur og dollarar til sölu, svo einhverjir ætla sér að græða á kreppunni. Töluverð umræða er um áhrif kreppunnar hér í Eyjum, og eru flestar sögumar á þann veginn, að hinir og þessir útgerðarmenn hafi verið að taka allt of mikla áhættu í von um gróða, með því að taka erlend lán til kaupa á hlutabréfum, sem núna eru töpuð. Þetta er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni og vonandi þýðir þetta ekki að skip eða aflaheimildir fari frá Eyjum, því að eins og ég hef oft sagt áður, þá er útgerðin lífæð Eyjamanna, því hér verður aldrei reist álver. Meira á: http://georg. blog. is Nýir ræðarar Ég fylgdist með fréttum í kvöld og sá svo Silfrið. Á ummælum flestra mátti heyra að íslcnska kerfið sé komið að enda- lokum síns tíma. Þessi ætterniskapitalismi og vina- væðingarárátta hér hlýtur að fara undir fallöxina, nema við viljum endurtaka sukkið enn á ný. Ég held reyndar að fáir kjósi það eftir þetta allsherjarklúður. Enginn eft er á því að þetta er rétt. Þeir sem hafa farið með stjórnina hér síðustu áratugina hafa yfirhöfuð haft eigin hag eða a.m.k. hag sinna nánustu eða vina að leiðarljósi en ekki þjóðarhag við verk sín. Hvernig getum við breytt þessu fyrirkomulagi? Einhver sagði að allir væru svo tengdir að þetta væri ekki nokkur leið í okkar litla landi. Meira á: http.V/eyjapeyji. blog. is Sjóminjasafn Myndi aldrei brfóta spegil Kristberg Gunnarsson er Eyjamaður vikunnar Um síðustu helgi fór fram Safna- helgi á Suðurlandi en myndarleg dagskrá var í Vestmannaeyjum. Meðal annars var opnun sýning- arinnar Sambýli manns og lunda á Fiska- og Náttúrugripasafninu en við það tilefni voru veitt verðlaun í hugmyndasamkeppni um pysju- hótel á safninu. Sigurvegarinn var hinn 12 ára gamli Kristberg Gunnarsson en hann er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Kristberg Gunnarsson. Fæðingardagur: 20. júní 1996. Fæðingarstaður: Auðvitað Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Ég á eina systur sem heitir Guðlaug, einn bróður sem heitir Ásgeir. Pabbi heitir Gunnar Þór Friðriksson og mamma Sigurbjörg Jónsdóttir. Draumabíllinn: Ferrari eða BMW. Uppáhaldsmatur: Lasagna. Versti matur: Súrsaðir hrúts- pungar. Uppáhalds vefsíða: Youtube.com, hlusta mikið á tónlist, horfi á körfu- boltamyndbönd og trommumynd- bönd. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Skemmtileg tónlist. Held mikið upp á Good Charlote og Avenged Sevenfold. Aðaláhugamál: Trommur og körfubolti. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég myndi vilja hitta Travis Barker, fyrrum trommara Blink 182 og +44. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það er Mallorka. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Chauncey Billubs, körfuboltamaður í NBÁ-liðinu Denver Nuggets og uppáhaldsfélag- ið mitt er ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Eitthvað já. Ég mundi aldrei brjóta spegil. Stundar þú einhverja íþrótt: Já ég stunda körfubolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: D.E.W Toure 2007-2008. Það er íþrótta- keppni á hjólum og hjólabrettum. Varstu lengi að hanna nýtt pysjuhótel: Já ég var svona tvær til þrjár vikur. Fékkstu einhverja hjálp: Já, pabbi hjálpaði mér mikið. Náðir þú mörgum pysjum síðasta haust: Já, dálítið mörgum. Ég held ég hafi náð svona níu pysjum. Matgazðingcir vikunnar: Ljúffengur kjúklingarénur Ég þakka Geira fyrir áskorunina og tck henni hér með þessum Ijúffcnga kjúklingarétti. Bringur - Satay kjúklíngur I kg skinnlausar og beinlausar kjúklingabringur. Marinering: 6 stk. söxuð hvítlauksrif 4 tsk. coriander 4 tsk. Ijós púðursykur 1 msk. svartur pipar 2 tsk. salt '/2 bolli sojasósa 4 tsk. saxað ferskt cngifer 2 msk. limesafi 6 msk. matarolía 14 bolli ferskt kóríander til skreyt- ingar Blandið saman öllum hráefnunum, skerið bringumar í 4-5 cm breiða bita (þarf að geta þræðst upp á grillpinna), bætið kjúklingnum út í marineringuna og látið standa í 2-3 klst. í ísskáp. Þræðið kjúlinginn upp á satay Fjóla Björk Jónsdóttir er matgœðingur vikunnar pinna. Grillið pinnana annað hvort í ofni eða á grilli og penslið marineringunni yfir við og við. Hnetusósa: I bolli gróft hnetusmjör 1 -2 tsk. chilisósa 2 stk. hvítlauksgeirar, pressaðir 3 msk. hunang 1 tsk. cayenne pipar 'A bolli lime safi ‘4 bolli soyasósa Vi bolli hnetuolía Blandið hráefnunum saman. Bragðið á að vera sætt/sterkt. Smakkið til og bætið við magni af hráefnum eftir smekk. Nauðsynlegt að hafa hrísgrjón og hvítlauksbrauð sem meðlæti, ásamt salati skv. meðfylgjandi uppskrift: A. Hita saman í potti 100 g af rjómaosti og eina dós af salsasósu. B. Skera niður grænmeti eftir eigin vali, t.d. tómatar, agúrka, paprika, rauðlaukur, og setja Doritos snakk í skál, sósuna ofan á og grænmetið þar á eftir. Skora hér með á vinkonu mína Stellu Skaptadóttur sem er snillingur í heimagerðum sultum og öllu sem snýr að matargerð. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 13. nóvember Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Björg ljósmóðir sýnir ungbarnanudd. Kaffi og spjall. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu. Föstudagur 14. nóvember Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu lærisveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu lærisveinunum, eldri hópur. Laugardagur 15. nóvember Kl. 20.00. Fundur hjá æsulýðs- félaginu, forvamarstarf. Sunnudagur 16. nóvember. Dagur íslenskrar tungu Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Söngur og gleði eru allsráðandi. Skoðað verður í fjársjóðskistuna, saga sögð o.fl. 6-8 ára starfið byrjar í kirkjunni og heldur áfram í Safnaðarheimilinu Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur. Sr. Guðmundur Órn Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall í Safnaðarheimili eftir messu. Kl. 15.30. NTT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 17.00. ETT-starf í fræðslu- stofunni. Mánudagur 17. nóvember Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Kl. 20.00. Batamessa í Landakirkju í umsjón Vina í bata. Þriðjudagur 18. nóvember Kl. 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félagi Landakirkju. Miðvikudagur 19. nóvember Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfæðsla í fræðslustofunni. Hvítasunnu- kírkjan Fimmtudagur 13. nóvember Kl: 20.30 Biblíulestur. Laugardagur 15. nóvember Kl: 20.30 Bænastund ...leitið og þér munuð finna. Sunnudagur 16. nóvember Kl: 13.00 samkoma Lilja Óskars- dóttir prédikar. Allir hjartanlega velkomnir, ath. Bænastund verður fyrir „ofsóttu kirkjunni" í heim- inum kl: 12.00 fyrir samkomuna, vertu með! J 4i Það má alveg segja það að eina eigin- lega sjóminjasafnið í Eyjum sé til húsa á Flötunum. En hann Rabbi á Dala- Rafni hefur verið ódrepandi í mörg ár við að safna gömlum munum og ekki síst tækjum úr bátum. Hann hefur komið þessum hlutum vel fyrir hjá sér á skrifstofu útgerðar- innar á Flötunum og get ég vitnað um það því ég hef séð hluta af safninu. Hann hefur sagt að ef opnað yrði hér alvöru sjóminjasafn þá færu þessir hlutir þangað en hann á mikið hrós skilið fyrir það að bjarga þessu gamla „drasli“ eins og sumir líta á þetta. Þessir munir þykja kannski ekki alveg forngripir þegar þeir eru ekki nema 15-20 ára en verða það að lokum. Reyndar er hann Rabbi með mun eldri hluti en það og er safnið stöðugt að stækka. http://www.123. is/tobbivilla/ Nýfazddir Vcstmannacyingar: ívar Atli fæddist þann 03. ágúst klukkan 18:40. Skírður 4. október. Hann vó 3420 gr og var 49 cm við fæðingu. Foreldrar: Sigrún Sverrisdóttir og Smári Jökull Jónsson. Fæddist á Landsspítalanum í Reykjavík. Kristinn Freyr fæddist þann 18. okt. klukkan 1:55. Skírður 1. nóvember. Hann vó 3920 gr og var 52 cm við fæðingu. Foreldrar: Svanhildur H. Freysteinsdóttir og Sæþór Jóhannesson. Fæddist á Heilbrigðistofnun Vestmannaeyja. Bænastundir virka daga kl: 7.15 ath. breyttann tíma. Kyrrðarstundir virka daga kl. 17.00 með ljúfri tónlist og fyrirbæn í boði, Drottinn blessi þig. Aðventkirkjan Laugardagur Samkoma verður laugardaginn 15. nóvember á Brekastíg 17 sem hefst með biblíufræðslu kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 11.30. Halldór Ö. Engilbertsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.