Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 5
Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 5 IBV-íþróttafélag fer ekki varhluta af kreppunni: Stærsti styrktaraðilinn hættur -Gæti bitnað í fótboltanum - Von á framlagi úr Ferðasjóði íþróttafélaga íþróttastarf landsins fer ekki var- hluta af ástandinu í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stórfyrirtæki, sem mörg hver eyddu mörgum millj- ónum í íþróttastarfið í landinu, halda flest að sér höndum í dag og mörg hver hafa neyðst til að segja upp styrktarsamningum sínum við íþróttafélögin. ÍBV-íþróttafélag hefur nú misst stærsta styrktaraðila sinn, Toyota, en Friðbjöm Ólafur Valtýsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins segir að þrátt fyrir það sjái hann fyrir endann á þeim skuldahala sem félagið dregur á eftir sér. „Eg neita því auðvitað ekki að það er verulega slæmt að missa Toyota út sem aðalstyrktaraðila. Þessi samningur var mjög mikilvægur fyrir starf félagsins og mun auðvitað bitna á starfinu fyrst og fremst en ekki niðurgreiðslu lána félagsins. Við erum hins vegar afar þakklát Toyota fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur veitt ÍBV- íþróttafélagi. Við skiljum stöðuna og emm vissulega leið yfir þeim erfiðleikum sem fyrirtækið er í. IBV-íþróttafélag skuldar í dag um 60 milljónir en vel flestar skuldir eru langtímaskuldir. IBV hefur staðið í skilum og ég tel að eftir 5-7 ár, þá verði þessar skuldir félagsins að miklu leyti horfnar. Að því gefnu auðvitað að við gætum áfram aðhalds en niðurgreiðsla skulda er ekki einungis greidd með styrkjum fyrirtækja heldur einnig eftir öðmm leiðum." Nú var ráðist í miklar aðhalds- aðgerðir í handboltadeild félagsins fyrir þetta tímabil. Liggur þá ekki beinast við að fœrri styrkir bitni fyrst og fremst á knattspyrnudeild- inni? „Það er auðvitað ekki alfarið aðal- stjórnar ÍBV eða mín að ákveða hvaða leiðir verði famar. Aðstæður í sumar gerðu það að verkum að knattspymudeildin var rekin með talsverðu tapi en það er hins vegar ekki eingöngu við knattspyrnuráð að sakast. Strax í sumar fóru stuðn- ingsaðilar félagsins að draga saman Úr leik ÍBV og Selfoss frá í haust. Verulega hefur verið skorið niður og eru engir leikmenn á launum í hand- boltanum, hvorki karla eða kvenna seglin og niðurstaðan er því þessi. Ég sé ekki hvemig hægt verður að reka knattspyrnudeildina án þess að taka upp leikmannasamninga og semja upp á nýtt. Skarðið, sem stærsti stuðningsaðilinn skilur eftir sig, er einfaldlega of stórt og svo bætist við tap síðasta sumars. Það er hins vegar mjög jákvætt að við skárum verulega niður útgjöld handboltadeildar fyrir þennan vetur, losuðum okkur við mjög færan þjálfara sem einfaldlega var of dýr og sömuleiðis var ákveðið að vera ekki með erlenda leikmenn. Þegar farið var í þessar framkvæmdir var evran í 90 krónum og okkur fannst það blóðugt þannig að við þökkum fyrir í dag að hafa farið í þessar aðgerðir.“ Hvað með aðra styrktaraðila, hafa fleiri helst úr lestinni? „Sem betur fer erum við með marga öfluga styrktaraðila. Öl- gerðin, Sparisjóðurinn, Sjóvá og TM ásamt fleirum hafa stutt félagið mjög myndarlega síðustu ár og mér heyrist þeir bera sig vel. Við erum að vinna í því að endurnýja samninga við Vinnslustöð og ísfélag, sem renna út um áramót og vonandi gengur það eftir. Við vorum með samning við Glitni og þeir hafa staðið við sínar skuld- bindingar það sem af er árs en auðvitað er erfitt að ráða í stöðuna gagnvart þeim eins og er. Þar á bæ eins og víða annars staðar, eigum við fólk sem leggur mikinn metnað í stuðning við félagið. Ekki má gleyma okkar stærsta stuðnings- aðila, Vestmannaeyjabæ. Margir halda því fram, að bæjarlelagið styðji ekki nægjanlega við bakið á íþróttahreyfingunni, ég vísa því til föðurhúsanna. Auðvitað viljum við meira, það er stöðugt verið að vinna í því. Við erunt hins vegar ekki ein í heiminum, og getum verið sátt við framlag Vestmannaeyjabæjar og ekki öll félög sem fá viðlíka stuðn- ing,“ sagði Friðbjörn og benti einnig á að von væri á auknu fjármagni úr ferðasjóði íþróttafélaga. Margir vilja smíða fjölnota knattspyrnuhús: Steini og Olli ehf. með lægsta aðaltilboðið -Smíðandi er lægstur en tilboðið er frávikstilboð Húsið sem Fashion Group/Nova Buildings býður upp á. Á neðri teikningu sést vel afstaðan miðað við Týsheimilið. Steini og Olli ehf. voru með með lægsta aðaltilboðið í smíði á nýju fjölnota íþróttahúsi sem bærinn ætlar að reisa á næsta ári. Smíðandi ehf. var aftur á móti með lægsta tilboðið í smíðina en tilboðin voru opnuð á þriðjudaginn. Smíðandi skilaði inn tveimur tilboðum, öðru upp á rúmar 373 milljónir sem er nánast eins og kostnaðaráætlun en hitt tilboð fyrir- tækisins hljóðaði upp á 340 millj- ónir, sem er 91,1% af kostnaðar- áætlun sem var 373.230.000 kr. Hæsta tilboðið átti Fashion Group/Nova Buildings, 476 millj- ónir rúmar en tvö önnur tilboð voru á svipuðu reki. Alls bárust fimmtán tilboð í verkið en nú verður farið í að meta tilboðin þar sem um mis- munandi útfærslur er að ræða. Tilboðin má sjá hér að neðan. Fashion Group/Nova Buildings 476.447.426 kr. 127,66% Smíðandi ehf. 373.057.731 kr. 99,95% Tilboð III 340.000.000 kr. 91.10% ístak hf. 446.470.397 kr. 119,62% Tilboð II 472.762.648 kr. 126,67% Steini og Olli ehf. 347.004.338 kr. 92,97% Tilboð II 363.052.340 kr. 97,27% Tilboð III 356.068.869 kr. 95,40% Tilboð IV 355.522.414 kr. 95,26% SS Verktakar 474.066.000 kr. 127,02% Húsbygg ehf 447.631.262 kr. 119,93% Framkvæmd ehf. 420.755.000 kr. 112,73% Ris ehf. 399.957.500 kr. 107,16% Al-verk ehf 394.936.844 kr. 105,82% Tilboð II 419.844.444 kr. 112,49% Godthaab í Nöf býður heimsendingu á fiski Bæjarbúum býðst nú kaupa fisk af Godhaab, hvort sem er í áskrift eða eftir pöntun á netinu. Fiskurinn er sendur heim kaupendum að kostnaðarlausu. I boði er ýsa, í roði eða roðlaus og beinlaus, reykt ýsa, harðfiskur og saltfiskur. Eins og fyrr segir geta kaupendur keypt fisk í áskrift eða pantað eftir þörfum á netinu. Fiskurinn er keyrður út seinni part mánudags og kaupendur greiða við afhendingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.