Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember2008 FLOTTUR HÓPUR Frá vinstri Guðný Ósk, Sigrún, Halla Bjðrk í sigurkjólnum, Díana fva, Elísabet Bára, Sara Rós, Sara Dögg, Alma Rós og María Ösp. Undankeppni Stíls 2008 - Níu hópar tóku þátt í keppninni í Eyjum og sigraði sem ætlar sér að verða fatahönn- uður. Hvað hinar stelpurnar snertir þá hefur Adda Dís áhuga á að verða hársnyrtir en Halla Björk og Guðný Ósk hafa áhuga á að starfa sem lögreglukonur. Stelpurnar hlakka mjög mikið til að taka þátt í kepp- ninni uppi á landi en eru samt sem áður voða lítið stressaðar. Við spjölluðum aðeins við Sigríði Ingu saumakennara í Grunn- skólanum. Henni fannst undir- búningurinn skemmtilegur og gaman að vera með stelpunum. Þær fengu um fímm vikur á saumastofunni og hjálp frá Siggu. Henni fannst allar stelpumar mjög flottar og erfitt að velja á milli. Sjálf segist hún aldrei hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hönn- unarkeppni þegar hún var í grunnskóla en keppnin byrjaði árið 2000. Hún vonast til að fá aftur tæki- færi til að vinna að keppninni . Að lokum vildi hún þakka öllum sem komu að keppninni og þeim sem mættu. Vonar hún að allir komi aftur á næsta ári, og stelpumar verði áfram duglegar að sauma. Umtið af Rakel Hlynsdóttur og Guðnýju B sem voru í starfs- kynningu á Fréttum Hátískudrottning framtíðarinnar kom, sá Stíll er keppni í fatahönnun, hár- greiðslu og förðun. Þema keppn- innar í ár er framtíðin og er á milli félagsmiðstöðva á öllu landinu. Undankeppni er haldin hjá hverri félagsmiðstöð og aðeins eitt lið vinnur sér rétt til að taka þátt í aðalkeppninni. Undankeppnin í Eyjum fór fram á föstudaginn í sal Grunnskóla Vestmannaeyja. Alls tóku níu lið úr áttunda til tíunda bekk þátt í keppn- inni sem er orðin að árlegum viðburði í skólanum og stækkar með hverju ári. Dómarar í ár voru Hafdís Ástþórsdóttir, hársnyrtir, Ragnheiður Borgþórsdóttir snyrti- fræðingur, Gíslína Dögg Bjarka- dóttir fatahönnuður, Anna Guðný Laxdal kjólasveinn og Bjartey Gylfadóttir myndmenntakennari. I ár var veittur í fyrsta skiptið farand- bikar úr steini og gleri sem Berg- lind Kristjánsdóttir bæjarlistamaður hannaði og Eykyndilskonur gáfu. Halla Björk, Adda Dís, Guðný Ósk og Rósa Sólveig, nemendur í 10. bekk, fóm með sigur af hólmi. Stelpurnar voru með glæsilegt framlag til keppninnar en þær vom alls ekki einar um að gera góða hluti. Einnig voru veitt verðlaun fyrir hár, förðun og möppu. Sjá framtíðina vélræna Stelpurnar ákváðu að taka þátt í Stíl vegna þess að þeim þótti það spennandi og skemmtilegt. „Það er alltaf gaman að búa til eitthvað nýtt og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín,“ sögðu stelpurnar hlæjandi. Halla Björk er módelið og er hún Hátískudrottning framtíðarinnar. Drottningin er köld yfirlitum vegna þess að ísöld nálgast. Stelpumar sáu framtíðina fyrir sér mjög vél- ræna og þess vegna er aðalefnið í kjólnum silfurlitað teygjuefni, auk silfurefnisins er blátt efni neðst á kjólnum, sem táknar kuldann. Auk þess er svart teygjuefni í útlínunum. Með kjólnum fylgir skartgripasett sem er samansett af þríhymingum úr mismunandi stærðum úr gleri og speglum. Undirbúningurinn hjá þeim stóð yfir í sex vikur og var mjög skemmtilegur að því er fram kom hjá stelpunum. „Verkefnið var tímafrekt en það skilaði sér, “ sagði Rósa Sólveig, GÍSLI Óskarsson leiðir börnin um krákustigu Nýja Testamentisins. Komu færandi hendi Gideonmenn fóru í Hamarsskóla á föstudaginn og afhentu 10 ára börnum Nýja Testamentið. Rúmlega 60 krakkar eru í tíunda bekk í þremur bekkjardeildum og voru þau mjög ánægð með að fá bækurnar sem Sigurfinnur teiknikennari hefur skrautritað með nafni hvers barns. Það er stór stund hjá Gideonmönnum að gefa börnunum Nýja Testamentið á hverju hausti. Við það tækifæri er farið yfir NT og börnunum kennt í stuttu máli hvernig það er uppbyggt og hvernig finna megi kafla. Börnin eru alltaf forvitin að vita hvort sálmar eða bænir séu í NT. Þeim var sagt frá sálmi númer 23, Drottinn er minn hirðir, sem Davíð, konungur Gyðinga orti fyrir um 3000 árum. Lagið er eftir konu frá Vestmannaeyjum, sem samdi það fyrir 30 árum. Það hefur verið sungið í öllum kirkjum í Iandinu síðan og börnunum fannst mikið til þess koma og kannast vel við lagið. Lagahöfundur er Margrét Scheving. I huga einnar stúlkunnar voru þessi 30 ár eða 3000 ár einhvers staðar í fornöld og spurði hún hvort þessi Margrét væri ekki forfaðir Magnúsar Scheving, Iþróttaálfs úr Latabæ. Að sjálfsögðu var stúlkunni svarað og henni sagt að Margrét væri frænka hans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.