Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 Simmi og Unnur og Geir Jón og Inga frjáls eins og fuglarnir rr '’***[. '\ i Wsm M A pmí 5 r. á Á \ 'S mLá t . .KDrJ - HÓPURINN allur samunkominn. Gæti gert svona ferðalög að lífsstíl -segir Unnur sem sem fannst þau frjáls eins og fuglinn Viðtal 3 Júlíus G. Ingason Julius@eyjafretlir. is Hjónin Sigurmundur Gísli Einars- son og Unnur Ólafsdóttir fóru í mikla ævintýraför þvert yfír Banda- ríkin. Ekki nóg með að hafa þverað heila heimsálfu, þá gerðu þau það á mótorhjóli í samfloti við vinahóp þeirra hjóna frá unglingsárunum. Þrátt fyrir að hafa lagt um 8000 kílómetra að baki á um þremur vikum, gekk ferðin áfallalaust fyrir sig en þau Simmi og Unnur segjast vera meira en lítið til í að endurtaka leikinn. Farið var um hinn þekkta þjóðveg Bandaríkjanna, Route 66 sem margir hafa ort, skrifað og sungið um en vegurinn í dag er utan alfaraleiðar en þykir spennandi valkostur fyrir þá sem vilja kynnast Bandaríkjunum frá fyrstu hendi. Blaðamaður Frétta settist niður með þeim á veitingastað í eigu þeirra hjóna, Kaffi Kró, og fékk ferðasög- una beint í æð. Gamalt loforð Af hverju fóruð þið í þetta mikla ferðalag? „Fyrir 30 árum var ég alltaf að hjóla í Reykjavík með hóp af strákum. Á þeim tíma töluðum við mikið um Route 66 í Bandankjunum. Við töl- uðum um að þegar við yrðum gaml- ir karlar myndum við taka okkur til og fara þessa draumaleið mótor- hjólamanna. Svo líður tíminn, áratugimir líða og 30 kílóum síðar eða fyrir tveimur árum hringir einn úr hópnum í mig og segir að nú sé komið að því, við ætlum að fara að hjóla. Eg segi bara já, já og segist vera til en spyr svo hvert við ætlum. Hann segir mér það og ég verð alveg kjaftstopp en þá rifjar hann upp þetta loforð sem við gáfum hver öðrum að fara þessa ferð þegar við yrðum gamlir karlar," segir Simmi og hlær. „Við byijuðum strax að leggja inn á ferðina, borga hjólin og fiug- miðana þannig að við vorum búin að borga allan fastan kostnað áður en við fórum út, sem var gott miðað við ástandið." Hvernig lagðist það íþig, Unmtr, að fara á mótorhjóli þvert yfir Banda- ríkin ? „Mér fannst þetta fyrst ekki mjög spennandi og hugsaði hvað verið væri að fara út í. Eg hafði ekki setið á mótorhjóli af neinu viti síðan á unglingsárunum, hafði reyndar af og til sest á hjól með Simma en ekki farið í neinar langferðir eins og þessa. Eg sagði við Simma að hann gæti farið einn en hann tók það ekki í mál, sagði að ég gæti alveg komið með og í versta falli setið í bílnum sem fylgdi með hópnum. Eg fór með því hugarfari að vera meira í bfinum en þegar ég var komin út þá breyttist hugarfarið og ég var ein- göngu á hjólinu hjá Simma.“ „Þetta eru líka engin venjuleg hjól,“ útskýrir Simmi. „Þetta eru ferðahjól, Harley Davidson með góðum sætum og hönnuð fyrir langferðir. Þarna var fólk í ferðinni sem er veikt í bakinu en þrátt fyrir að sitja í átta tíma á dag á hjólunum þá fann enginn fyrir þessu.“ Ferðast með Guði Simmi segir umferðarmenningin sé einnig mjög góð og því auðvelt að ferðast þama um. Vegimir séu góðir og vegfarendur almennt kurteisir. „Route 66 er hins vegar utan alfara- leiðar, þetta er gamli þjóðvegurinn sem var lagður 1929 og John Steinbeck gerði frægan í sögunni Þrúgur reiðinnar.“ Simmi og Unnur segja ferðina hafa gengið mjög vel. „Þetta fólk er flest allt með reynslu af svona ferðum og þetta er hópur sem hefur haldið saman. Hluti af þessum hóp er mótorhjólaklúbbur sem kallar sig Trúboðana," segir Simmi. Unnur segir líka að margar kon- urnar í hópnum hafi mikla reynslu af mótorhjólum. „Sumar þeirra keyra reglulega mótorhjól en við létum mönnunum það eftir í þessari ferð. En það er í raun alveg ótrúlegt hvað ferðin gekk vel, við vorum einstak- lega heppin með veður, það rigndi aldrei á okkur og við lentum aldrei í neinu óhappi. Við erum öll trúuð og ég trúi því að Guð hafi vakað yfir okkur í þessari ferð og ferðabænin róaði mig fyrir ferð dagsins," sagði Unnur. Það munaði þó litlu því í eitt skipt- ið var eins og æðri máttarvöld hafi tekið í taumana. „Hafsteinn heitir sá sem er reyndastur og hann leiddi hópinn. í eitt skiptið fannst honum að hann þyrfti að hægja á hópnum án sýnilegrar ástæðu. Stuttu áður hafði stór flutningabfll farið fram úr okkur og þegar við komum yfir hæðina, eftir að við hægðum á okkur, sáum við að það hafði sprungið dekk á þessum stóra bfi og dekkið lá út um allan veg. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef við hefðum verið við hliðina á bflnum þegar dekkið sprakk," sagði Unnur. Mikill hiti Hópurinn lagði snemma af stað á daginn, keyrði að meðaltali um 400 kílómetra og stoppaði víða enda margt að skoða. „Við stoppuðum á klukkutíma fresti til að teygja úr okkur og það var alveg ótrúlegt hvað við vorum heppin með veður. Það var í raun stundum of heitt en maður fann það ekki fyrr en við stoppuðum því við fengum alltaf vindkæiingu á opnum hjólum. En þeir sem við hittum sögðu að við væru mjög heppin að vera á ferðinni á þeim tíma sem við vorum því hitinn hefði verið óbærilegur stuttu áður. Svo fann maður það þegar við komum inn í borgimar og þurfti að stoppa á rauðu ljósi, hvað það var virkilega heitt," sagði Simmi. Fjölbreytt landslag Hvað stendur upp úr eftir ferðina? „Það er auðvitað erfitt að taka ein- hvem stað út en mér fannst mjög eftirminnilegt að koma til Nashville í Tennessee, höfuðborg kántrýtón- listarinnar í heiminum. Þarna var gata þar sem var bar við bar alla götuna og alls staðar var lifandi tón- list, allan sólarhringinn. Þangað koma ungir tónlistamenn, spila og vonast til að verða uppgötvaðir. Við fórum líka í Hall of Fame kántrýsins sem er í borginni og kíktum auð- vitað inn á nokkra staði. Þarna eru alveg hrikalega góðir tónlistamenn og mikil samkeppni," sagði Simmi og talar af mikilli innlifun. Unnur segir, eins og eiginmaður hennar, að erfitt sé að taka einhvern stað út. „Að koma til Arizona var mjög gaman enda ofboðslega fallegt þar. I því ríki eru einmitt dóttir okkar og tengdasonur í námi í borginni Prescott og við heimsóttum þau auðvitað. Við fórum með þeim að Grand Canyon sem var mjög eftirminnilegt og mikil náttúru- fegurð þar. Fegurðinni þar verður ekki lýst heldur er þetta eitthvað sem fólk verður að upplifa. En það sem kom mér kannski mest á óvart í ferðinni er hversu fjölbreytilegt landslagið er í Bandaríkjunum. Við fórum í gegnunt tíu ríki og það var eins og að fara á milli landa þvf landslagið var svo fjölbreytt. Það var líka mjög fallegt í New Mexíkó og Texas en þar urðurn við fyrir miklum áhrifum. í miðri auðn- inni var 50 metra kross sem er upplýstur á nóttunni en við komum reyndar að honum að degi til. En þama við krossinn er búið að setja upp píslargöngu Krists. Þarna voru semsagt tólf þrep gerð úr styttum, frá fæðingu til grafar Krists. Það var merkilegt að upplifa þetta þarna úti í auðninni." Milljón hestafla vél Simmi segir það einnig hafa verið eftirminnilegt að fara til Canaveral- höfða og skoða Kennedy stöðina þar sem NASA er með sínar höfuð- stöðvar. „Þetta var svona strákaferð, stelpurnar urðu eftir og fóru á ströndina en við strákarnir fórum og kíktum á alvöru tryllitæki. Þarna eru stærstu vélar í heimi, milljón hestafla en þarna eyddum við heilurn degi. Eg hefði hins vegar alveg getað verið þama í tvo daga í viðbót," segir Simmi hlæjandi. Og það er eins og það opnist fióðgátt þegar þau hjónin fara að \

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.