Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 Ingólfsstofa opnuð á Bókasafninu á sunnudaginn kemur: Bókasafn Ingólfs á Odds- stöðum eitt dýrmætasta bókasafn landsins í einkaeign Á sunnudaginn verður Ingólfsstofa á bókasafninu, tileinkuð Ingólfi Guðjónssyni frá Oddsstöðum. Hann var ástríðufullur bókasafnari og lét eftir sig mikið og dýrmætt bókasafn sem hann ánafnaði Vestmannaeyjabæ eftir dauða sinn. Nú fær safn Ingólfs verðugan sess á Bókasafni Vestmannaeyja og verður Ingólfsstofa formlega opnuð nú á sunnudaginn, 16. nóvember en þá verða tíu ár frá því Ingólfur lést. Kári Bjamason, forstöðumaður Bókasafnsins og Guðjón Hjörleifs- son, fyrrum bæjarstjóri og ættingi Ingólfs, hafa haft veg og vanda af undirbúningi. Kári sagði safn Ingólfs mjög dýrmætt, það hefðu Ari Gísli Bragason og Valdimar Tómasson, sem hér verðmátu bækur um síðustu helgi, staðfest. Sögðu þeir safnið eitt dýrmætasta bókasafn í einkaeigu sem þeir hefðu séð. Æviágrip Ingólfur Guðjónsson var fæddur 7. febrúar 1917 og lést 16. nóvember 1998. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Oddsstöðum og Guðrún Grímsdóttir. Ingólfur var elstur fjögurra alsystkina. Frá fyrra hjónabandi föður hans átti hann tólf hálfsystkini. Auk þess átti hann tvö uppeldissystkini, Hjörleif Guðna- son og Jónu Pétursdóttur. Ingólfur bjó með móður sinni til æviloka hennar en hún lést árið 1981. Fyrst bjuggu þau á Oddsstöðum en í kringum 1970 byggði Ingólfur nýtt hús í norðanverðu Oddsstaðatúninu. Það hús fór undir hraun. I miðju gosinu keypti hann þeim húsið að Hásteinsvegi 62 og fluttu þau heim strax að lokinni yftrlýsingu um goslok. Auk þess reisti hann bú- stað, nýja Oddsstaði, í Ofanleitis- hrauni. Eftir barnaskólanám lauk Ingólfur námi við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Að því loknu hóf hann prentnám í Prentsmiðjunni Eyrúnu í Eyjum árið 1935. Hann lærði hjá Þorvaldi Kolbeins og starfaði þar um árabil. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur og vann sem setjari við Prentsmiðju Þjóðviljans allt til ársins 1960. Þá fluttist hann aftur til Vestmannaeyja og hóf fljótlega störf í Utvegsbanka Islands, síðar íslandsbanka, og vann þar til ársins 1987. Frá árinu 1989 dvaldist hann í Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra. Ingólfur gerðist félagi í Akóges 1943 og var heiðursfélagi þess frá árinu 1986. Hann sat oft í stjórn félagsins. INGÓLFUR hafði mikið gaman af bókum, eins og atvinna hans gefur til kynna. Hann safnaði bókum og átti gott safn bóka. Ekki var það einungis eign bókanna sem hreif hann, heldur einnig lestur þeirra. Velheppnuð æfing á Bakkaflugvelli Flugslysaæftng fór fram á Bakka- flugvelli um síðustu helgi en Bakkaflugvöllur hefur verið einn af umferðarmestu flugvöllum landsins undanfarin ár. í frétt frá Flugstoðum segir að um 90 manns hafí tekið þátt í æftngunni. Undirbúningur og framkvæmd hennar var að mestu í höndum heimamanna en tilgangurinn með æfingunni er að þjálfa fólk á svæðinu í því að takast á við að- stæður sem upp koma við raunveru- legt flugslys eða annars konar hóp- slys. Heimamenn sem komu að æftng- unni voru áhugasamir og jákvæðir og bjuggu þeir sem eru í viðbragðs- liði yfir bæði starfsreynslu og getu til að takast á við vandamál sem geta komið upp þegar hópslys verður. Undirbúningur fyrir æftnguna hafði staðið mánuðum saman enda koma margir að henni og má þar nefna Landspítalu háskólasjúkrahús, lög- regluna í Reykjavík, Landhelgis- gæsluna, Rannsóknarnefnd flug- slysa, Rauða Kross Islands, Ríkis- lögreglustjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið Akureyrar og Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins. Flugstoðir höfðu yfirumsjón með æftngunni. Ingibergur Einarsson, flugvallar- stjóri á Vestmannaeyjaflugvelli, sagði að æftngin hefði heppnast mjög vel. Miklu skipti að mun stærri og öflugri slökkviliðsbíll væri nú kominn í notkun á Bakka- flugvelli. „Það var mikið af hæfu fólki sem kom að æfingunni og greinilegt að það kunni vel til verka. Fólk sem lék slasaða sýndi mikla leikhæftleika og tók hlutverk sín mjög alvarlega. Einn hinna slösuðu var spurður hvort búið væri að lækna hann. -Nei ég er dauður, var svarið," sagði Ingibergur og var ánægður með hvernig til tókst enda haft æfingin gengið vel í alla staði.. Fólk sem lék slasaða sýndi mikla leikhæftleika og tók hlutverk sín mjög alvarlega. Jólakortasala, Ægis íþróttafélags fatlaðra: Hanna sín eigin jólakort I tilefni 20 ára afmælis hjá Ægi, íþróttafélagi fatlaðra, ákvað fé- lagið að hanna sitt eigið jólakort í ár. Sigurjón Lýðsson kom með þessa frábæru hugmynd og var í framhaldinu ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Eldri hópurinn teiknaði myndir en við fengum Bjartey Gylfadóttur til liðs við okkur fyrir yngri hópinn í sérdeildinni og kom hún með frábæra útfærslu af kortum fyrir þau að vinna með. Ut úr þessari vinnu komu þessi líka fallegu og skemmtilegu jólakort og ákváðum við að notast við fjórar týpur til prent- unar. Við munum að sjálfsögðu líka selja kortin sem við höfum áður verið að selja, frá íþrótta- sambandi fatlaðra. Kortunum verður pakkað fímmtudaginn 13. nóvember og megið þið búast við okkar sölu- fólki íbeinu framhaldi. Jólakorta- salan er ein stærsta fjáröflunar- leið félagsins og hefur haft mikið að segja fyrir þau mót sem félag- ið hefur tekið þátt í. Við þökkum kærlega fyrir veittan stuðning og velvild í gegnum árin. Kœr kveðja, íþróttafélagið Ægir Sjávarútvegsráðherra bregst við tillögum útgerðar: Geymsluréttur aflamarks úr 20% í 33% Ómakleg athugasemd: Gísla Valur fyrirmynd I bæjarráði á föstudaginn lágu fyrir umsagnir um endurnýjun umsókna vegna rekstrarleyfa fyrir gistiskálann Sunnuhól, gistiskálann Hótel Mömmu og fyrir Hótel Hamar. Bæjarráð samþykkti erindin en þau eru háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað skemmtanahaldara ef þörf krefur. Skrýtin athugasemd því þetta eru gististaðir en ekki skemmtistaðir og umgengni í kringum rekstur Gísla Vals Einarssonar, sem á og rekur Sunnuhól, Hótel Mömmu og Hótel Þórshamar, hefur verið til fyrirmyndar. Fyrsta umræða um frumvarp Einars K. Guðfmnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fer fram á Alþingi í dag. Breytingarfrumvarpið felur í sér að heimilt verður að flytja 33% aflamarks í botnfiski milli fiskveiðiára í stað 20%. Gangi frumvarpið eftir verður heimilt að veiða 5% umfram aflamark í humri á einu fiskveiðiári sem dregst frá heimildum næsta árs á eftir. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a: „I núgildandi ákvæði er heimilt að geyma þannig milli ára 20% af botnfiskheimildum en hér er lagt til að sú heimild verði aukin í 33% eins og áður segir.“ I greinargerð með frumvarpinu segir einnig. „Beiðni um slíka breytingu hefur borist frá útgerðarmönnum smærri og stærri skipa sem m.a. hafa bent á að heppilegt gæti verið að nýta slíka heimild í ýsu þar sem líklegt megi telja að leyfilegur ýsuafli dragist saman á næsta ári. Gæti það komið sér vel að geyma meira frá þessu fiskveiðiári til þess næsta. Hið sama gildir um aðrar tegundir. Eru vandfundin rök sem mæla gegn þessari breytingu." Sjávarútvegur: Meiri botnfiskur Heildarbotnfiskafli íslendinga í október varð 9,3% meiri en í október 2007. Alls var veiðin rúmlega 41.000 t en var tæp 38.000 t í sama mánuði 2007. Heildaraflinn í nýliðn- um mánuði var hins vegar 6,9% minni en í október 2007. í ár veiddust alls 91.408 t í október en 98.132 í sama mánuði 2007. Samdráttur í afla liggur m.a. í því að veiðar íslensku sumargotssíldarinnar fóru hægar af stað í ár en í fyrra. Einnig veiddist minna af norsk-íslensku síldinni en í október 2007. Uppsjávarafli var líka mun minni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.