Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 Flugfélag Vestmannaeyja ætlar að hætta flugi milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar frá og með 13. nóvember til 1. apríl: Treysta sér ekki að keppa við ríkisstyrkt flug til Reykjavíkur -Mikil fækkun farþega hjá félaginu frá því að ríkið hóf að styrkja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í október 2006 VALGEIR tók þátt í flugslysaæfingu sem fram fór á Bakkaflugvelli á laugardaginn. Flugfélag Vestmannaeyja ætlar að hætta flugi milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar frá og með 13. nóvember nk. til I. aprfl 2009. Valgeir Arnórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Vestmannaeyja, sagði helstu ástæðu lokunarinnar vera mikla fækkun farþega hjá félaginu frá því að ríkið hóf að styrkja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í október 2006. „Við höfum verið með þrjár vélar í rekstri og munum við afskrá tvær vélar og setja þær í geymslu í vetur en þriðja vélin verður notuð til að sinna sjúkrallugi, Það borgar sig ekki að vera með flug á Bakka allt árið þegar einungis þrír til fjórir mánuðir á ári eru að skila einhverju og á þeim mánuðum flytjum við milli 80 og 90% af þeim farþegum sem við flytjum á ári. Fram til þess tíma að ríkið hóf að styrkja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavfkur hafði verið um 12% aukning farþega á ári en nú hefur orðið um 25% fækkun farþega á llugleiðinni. Það þýðir að farþegum hefur fækkað úr rúmlega 30.000 á ári niður í um 22.000 farþega á þessu ári.“ Valgeir segir að auk mikillar fækk- unar farþega þá hafi fleira áhrif á ákvörðunina um að hætta flugi á Bakka í vetur. „Staðan á dollar er óhagstæð og hefur verð á varahlut- um hækkað mikið. Einnig hefur verð á flugvélaeldsneyti hækkað mikið en fyrir ári síðan kostaði bensínlítrinn um 79 krónur en nú kostar hann 170 krónur þannig að hækkunin er um 90 krónur á einu ári.“ Er ekki luegt að nýta flugmennina sem sjá um sjúkraflugið til aðjljúga á Bakka? „Nei, reglur um vinnu- og vakta- tíma flugmanna leyl'a það ekki. Sjúkraflug á Vestmannaeyjasvæði var boðið út í lok árs 2007. í upp- haflegum útboðsgögnum var óskað eftir því að flugrekendur væru ávallt tilbúnir í sjúkraflug með að hámarki 45 mínútna viðbragðstíma, en jafn- framt að flugrekendur ættu ekki að fara eftir reglum um vinnu- og vaktatíma ílugmanna varðandi bak- vaktir samkvæmt reglugerð. Eftir að athugasemdir voru gerðar varðandi það orðalag þá var því breytt þannig að flugrekandi á sem oftast að geta boðið upp á 45 mín- útna viðbragðstíma. Flugfélag Vest- mannaeyja sendi inn tvö tilboð, annað miðaðist við að vera ávallt tilbúnir með 45 mínútna fyrirvara en hitt að geta sem oftast boðið upp á 45 mínútna viðbragð, og var st'ðara tilboðinu tekið en það var mun lægra. I apríl sl. tók Flugfélag Vest- mannaeyja við sjúkrafluginu og höfum við allan þann tíma ávallt getað boðið upp á að hámarki 45 mínútna viðbragðstíma. En eftir að við hættum flugi á Bakka verða ein- ungis tveir flugmenn í vinnu hjá Flugfélagi Vestmannaeyja og munu þeir einungis sinna sjúkraflugi. I október sl. fór ég á fund í Heilbrigðisráðuneytinu og lét vita af því að við munum einungis geta boðið uppá 45 mínútna viðbragðs- tíma sem oftast, en ekki alltaf, þar sem við yrðum einungis með tvo flugmenn í vetur og þegar þeir færu í frí þá væri enginn á vakt þar sem kostnaðaráætlun ríkisins við sjúkraflugið gerði einungis ráð fyrir einni áhöfn.” Ekki hægt að keppa við ríkisstyrk Þið treystið ykkur ekki til að reka flugleiðina Vestmannaeyjar - Bakki á ársgrundvelli eftir að Flugfélag Islands hóf áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur? „Nei, það er ekki hægt að keppa við ríkisstyrkt flug, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Samningurinn við Flugfélag íslands sem undirritaður var í október 2007 hljómar upp á um 185 milljónir fyrir flug í 26 mánuði. Til viðbótar við þann styrk sem Flugfélagið fær vegna útboðs, þá fengu þeir aukalega 18 milljónir í styrk árið 2008 og fá 18 milljónir árið 2009, samtals 36 milljónir fyrir að fara þriðju ferðina til Vestmanna- eyja fimm daga í viku yfir sumar- mánuðina, og er sá viðbótarstyrkur vegna mótvægisaðgerða ríkisstjóm- arinnar vegna skerðingar á þorsk- kvóta. Ef ófært er þá fá þeir greitt 70% af styrknum fyrir hverja ferð sem ekki er farin. Um eitt ár er eftir af samn- ingstímanum en í samningnum er ákvæði um framlengingu til tveggja ára ef báðir aðilar eru sáttir. Heildarfarþegafjöldi með flugi til Vestmannaeyja er í kringum 48 þúsund farþegar á ári og hefur sú tala verið svipuð í nokkur ár. Við höfum lagt mikla peninga í mark- aðssetningu til að reyna að halda okkar hlut en það hefur ekki skilað sér í fleiri farþegum. Ég á alveg eins von á, að við endurskoðum okkar ákvörðun í mars þ.e. hvort við byrj- um aftur í apríl eða fljúgum ein- ungis í þá þrjá til fjóra mánuði yfir sumartímann sem skila mestu. Við þessar breytingar missa 4 til 5 manns vinnuna þar af tveir flug- menn og svo skrifstofufólk." Valgeir bendir á að þrír aðilar flytji fólk til og frá Vestmannaeyjum. „Tveir þessara aðila eru á rikis- styrkjum þ.e. Flugfélag Islands, sem flýgur milli Vestmanneyja og Reykjavíkur, og Herjólfur sem siglir milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar en flugleiðin Vest- mannaeyjar - Bakki er ekki styrkt. Þegar samgönguráðuneytið samdi við Flugfélag Islands um flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur án útboðs í október 2006 þá sendi lög- maður Flugfélags Vestmannaeyja inn kvörtun til Samkeppnis- eftirlitsins. Þrátt fyrir að Sam- keppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á Flugfélagi Vestmannaeyja og hafi beint þeim tilmælum til samgöngu- ráðherra að beita jafnræði milli flugfélaga við veitingu ríkisstyrkja til flugsamgangna, þá var það ákvörðun Ríkislögmanns að hafna bótakröfu FV. Það var mjög erfið ákvörðun að hætta flugi á Bakka, en ákvörðunin stendur þrátt fyrir að margir viðskiptavina okkar séu ósáttir. Að lokum vil ég biðja viðskiptavini okkar afsökunar á þeim óþægindum sem lokunin kann að hafa í för með sér, “ sagði Valgeir. FMI2I Platan steypt Framkvæmdir við nýbygginguna, sem þeir Þórarinn Sigurðsson í Geisla og Stefán Lúðvíksson í Eyjablikki eru að reisa við Hijmisgötu, ganga vel. Á sunnudaginn var platan steypt og verður áfram haldið með fyrstu hæðina en þangað flytur verslun Geisla sem nú er á Flötunum. Stefán segir að húsið sé 800 fm. Sjálf verslunin verður á 500 fm og lager 300 fm. Gert er ráð fyrir sex íbúðum á efri hæðum. „Við höfum ekki sett þær í sölu ennþá en það verður gert um leið og við sjáum hvernig gengur en okkur vantar frekar menn en hitt,“ sagði Stefán. Surtsey 45 ára Á morgun, 14. nóvember, eru 45 ár liðin frá því að Surtseyjar- gossins varð fyrst vart 18 km suðvestur af Heimaey. Líklegt er talið að neðansjávar- gosið hafi byrjað nokkrum dög- um fyrr á um 130 metra sjávar- dýpi og að gossprungan hafi verið um 500 m á lengd. Skipverjar á Isleifi II frá Vest- mannaeyjum urðu fyrst varir við gosið og tilkynntu það snemma morguns 14. nóvember 1963. Gosið magnaðist eftir því sem á leið og daginn eftir, 15. nóvem- ber, hafði myndast 10 metra há eyja eða samtals 140 metra hátt eldfjall ef miðað er við hæð frá hafsbotni. Það sem einkenndi Surtseyjar- gosið var mikil sprengivirkni sem varð þegar glóandi hraun- _ kvika snöggkólnaði í sjónum. I dag eru sprengigos af þessari gerð nefnd „Surtseyan eruption" í eldfjallafræðum erlendis. Neðansjávargos við Island eru ekki óalgeng og samkvæmt fom- um annálum hafa myndast a.m.k. sex eyjar við Island frá árinu 1200. Surtsey er eina eyjan, mynduð á sögulegum tíma, sem hefur staðist ágang sjávar og orðið varanleg. Bjarni hættur Bjami Harðarson, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, er hættur á þingi. Þetta kemur fram á bloggsíðu Bjarna þar sem hann segist hafa tilkynnt formanni Framsóknarflokksins og skrif- stofustjóra Alþingis ákvörðun sína. Ástæðan er rætið bréf um Valgerði, varaformann flokksins, sem Bjami sendi óvart til fjölmiðla. I tilkynningu til fjölmiðla segir Bjarni: „Ágætu lesendur. I gærkvöldi urðu mér á alvarleg mistök og vitaskuld hljóp hér pólitfskur hiti með mig í gönur. Ég hef af þeirri ástæðu ákveðið að segja af mér þingmennsku enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum. Um leið og ég kveð stuttan og viðburðaríkan þingferil óska ég samstarfsfólki mínu á þingi og í Framsóknarflokki allra heilla. Ákvörðun þessa hefi ég tilkynnt formanni Framsóknarflokksins og skrifstofustjóra Alþingis. Virðingarfyllst, Bjami Harðarson, bóksali." Fyrsta skóflustunga Á mánudaginn, 17. nóvember, verður fyrsta skóflustunga að nýju útivistarsvæði við sund- laugina tekin. Guðný Gunn- laugsdóttir, íþróttakennari, mun taka fyrstu skóflustunguna og henni til aðstoðar verður Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Stefnt er að því að taka fyrstu skóflustunguna á útivistar- svæðinu kl. 13.30. Á eftir verður svo boðið upp á kakó og vöfflur í anddyri sundlaugarinnar og framtíðarútlit svæðisins kynnt. tltgefandi Eyjasýn elif. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar (iarðarsson. Blaðamenn: (juðbjörg Sigurgeiisdóttir og Júlíus Ingason. fþróttir: Jiilíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðai'sson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Aririr.pyjafrottir.is ERÉTi'JR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, 'rvistimun, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Hnghafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðar höfu.. FRÉTTTR cru prentaðar i 2000 eiutökum. FRÉTTiH eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheinnlt uema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.