Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Side 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 11. desember 2008
Bloggheimar
Eyjamaður vikunnar:
Kirkjur bazjarins:
Aðalsteinn Baldursson:
Af hverju?
Af hverju þarf lögreglan að bjóða
e-h skríl inn til
sín til viðræðna?
Lögreglan á að
fá vinnufrið en
ekki að þurfa að
standa í þessum
skrípaleik. Er þá
ekki kominn tími
til að allir þeir
sem keyrt hafa drukknir flykkist
niður að stöð og heimti að fá lausan
hvern þann sem tekinn er fyrir að
keyra drukkinn. Af hverju mætir
ekki skríllinn til þess að mótmæla
þegar innbrotsþjófur er tekinn og
honum stungið inn? Látið lögguna í
friði, þetta eru einstaklingar sem
eru að vinna sína vinnu.
Ef þið getið ekki sætt ykkur við
afleiðingarnar þá skuluð þið hætta
þessum skrílslátum.
http://nkosi.blog.is/blog/nkosi/
Gísli Foster Hjartarson
Hugsið ykkur,
Siv ætlaði að
fela sig
grein fyrir því að
fólkið í landinu
getur ekki falið
sig á þessum
tímum þegar hún
og hennar líkar í
þessu spillta
stjórnkerfi eru
búnir að drulla
upp á bak og
fólkið horfir á allt sitt hverfa. Það
vantar ekki að þetta lið á til hnífs
og skeiðar og rúmlega það og búið
að vera á spenanum hjá hinum og
þessum - það er í góðu lagi að þetta
lið hrökkvi aðeins við og geri sér
grein fyrir að það eru ekki alltaf
jólin hjá fólki. Get samt ekki sagt
að ég sé sammála þessari uppá-
komu að öðru leyti, fannst hún
döpur en ég hef sagt það áður og
segi en að ég er hissa að aldrei
skuli hafa soðið verulega upp úr í
þessum átökum öllum.
Svo er nú að verða alveg óþolandi
hvað menn eins og Arni Matt,
Björgvin G og Þorgerður Katrfn eru
bökkuð upp - ef þetta lið hefði ein-
hverja almenna skynsemi væri þetta
lið búið að draga sig í hlé á meðan
þeirra og þeirra nánustu gjörningar
eru skoðaðir. Siðferðislega blint lið
- svo segir þetta lið að enginn sé
sekur fyrr en sekt er sönnuð en
gjörningar þessa liðs eru ekki
hafnir yfir allan vafa og á meðan
svo er á þetta lið að stíga til hliðar,
láta skoða þetta ofan í kjölinn og
koma þá bara til baka með hreint
borð ef svo er, en það ætla ég að
vonafyrir hönd íslensku þjóðarinnar
að menn eins og Árni Matt hverfi
sem allra allra fyrst af þingi, reynd-
ar eru þar margir aðrir sem mega
missa sig - hvað er t.d.Valgerður
Sverrisdótir að vilja upp á dekk -
come on er ekki alveg í lagi með
hana, það er bara hjá henni eins og
henni hafi aldrei verið mislagðar
hendur í starfi - Guð hvað hlýtur að
vera erfitt að vera hún - það þarf að
taka til á Alþingi og í bankakerfinu
og það sem fyrst.
Drottinn blessi fslensku þjóðina.
http://fosterinn.blog.is/blog/fos-
terinn/
Æth hun gen ser
Leiðindaskjóða segir bróðirinn
Sara Hlín er Eyjamaður vikunnar.
Á föstudaginn var kveikt á jóla-
trénu á Stakkagerðistúninu en það
kom í hlut Leiðindaskjóðu að
kveikja á jólaljósunum. Leið-
indaskjóða er ein af karakterum í
leikritinu Grýla gerir uppreisn en
það er Sara Hlín Sölvadóttir sem
leikur Leiðindaskjóðu. Sara fór
hreinlega á kostum í frumsýningu
leikritsins á laugardag og er því
Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Sara Hlín Sölvadóttir.
Fæðingardagur: 15.janúar 1996.
Fæðingarstaður: í
Vestmannaeyjum.
Fjölskylda: Pabbi minn heitir Sölvi
og mamma mín Anna Sigga. Eg á
einn bróður sem heitir Grímur Orri.
Draumabíllinn: Veit ekki hvaða
tegund ég myndi vilja eiga en ég
vil pottþétt jeppa.
Uppáhaldsmatur: Ég mundi segja
spaghettí.
Versti matur: Skata.
Uppáhalds vefsíða: www.you-
tube.com. Hlusta mikið á tónlist
þar.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Ég mundi segja jólatónlist.
Aðaláhugamál: Leiklist.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Jessicu Alba. Hún er frábær
leikkona.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Gardavatn á Italíu. Fór
þangað með fjölskyldunni í sumar
og við fórum líka til Feneyja. Þær
voru ekki eins fallegar.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Örlygur Helgi
Grímsson, frændi minn er uppá-
haldsíþróttamaðurinn ntinn.
Uppáhaldsíþróttafélagið mitt hér-
lendis er ÍBV og í enska boltanum
er það Manchester United.
Ertu hjátrúarfull: Nei, alls ekki.
Stundar þú einhverja íþrótt: Nei, fæ
mikla útrás í leikfélaginu.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Man in
trees, Gray’s anatomy, 90210,
Brothers and sisters og Gossip
Girls.
Hvernig er að leika Leiðinda-
skjóðu: Það var geðveik lífs-
reynsla. Dálítið leiðinlegt að vera
með svona brjálaða hárgreiðslu en
það er þess virði.
Ertu leiðindaskjóða: Bróðir minn
segir að ég sé leiðindaskjóða en
hann er vonandi sá eini.
Hvernig gekk að vinna með
jólasveinunum: Það gekk bara
mjög vel. Frábært að vinna með
þeim öllum en Grýla var svolítið
erfið.
Ætlarðu að halda áfram í leik-
listinni: Já, pottþétt.
Matgazðingur vikunnar:
Odýrt og auðvelt í kreppunni
Guðriín er matgœðingur vikunnar.
-Ég þakka Karli Gauta fyrir áskor-
unina og tek henni hér með og býð
upp á ostabuff og marmaraköku,
segir Guðrún Guðjónsdóttir mat-
gæðingur vikunnar.
Ostabuff
400 g nauta, kálfa eða lambahakk
1 dl rasp
ldl rifinn ostur
Salt, pipar og krydd eftir smekk
!. egg
Öllu blandað saman, mótaðar buff-
kökur sem eru steiktar á pönnu. Þá
er komið að sósunni, þeim máium
er bjargað snarlega
I -2 dl rjómi
1 dl vatn
5-6 msk. saxaður laukur
Slalti af tómatsósu
Sett út á pönnuna yfir buffin og
látið malla smá stund. Meðlæti eins
og hver og einn vill. Nota má meira
af osti, hann gerir gæfumuninn.
Verði ykkur að góðu.
Draumakaka
sýslumannsins,
þessi mórauða
Marmarakaka
200 gr sykur
150 gr smjörlíki
3 egg
300 gr hveiti
I tesk. lyftiduft
I dl mjólk
1 tesk. vanillu-
dropar
2 msk. kakó
2 msk. mjólk
Vinnið vel
saman sykur og
smjörlíki. Setjið
eggin saman
við, eitt í einu
og hrærið vel.
Mjólk, vanilla,
hveiti, lyftiduft
sett saman við
og hrært í ca
45-60 sekúndur.
Takið einn þrið-
ja eða helming
af deiginu frá
og blandið
kakói og mjólk
saman við með
sleikju. Karl
Gauti vill hafa
meira af brúna
(mórauða)
deiginu. Sett í
form, fyrst hvíta deigið, svo dökka,
svo aftur hvítt og aðeins farið ofan
í formið með sleikjunni til að
mynda marmara í kökuna. Bakað
við 180° íca. I klst.
Skora hér með á vinkonu mína,
Þuríði Guðjónsdóttur, sem næsta
matgæðing Frétta, hún er snillingur
í matargerð.
Landa-
kirkja
Fimmtudagur 11. desember
Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Kakó
og smákökur. Síðasti foreldramorg-
unn fyrir jól.
Föstudagur 12. desember
Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu
lærisveinunum, yngri hópur.
Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri-
sveinunum, eldri hópur.
Sunnudagur 14. desember. 3.
sunnudagur í aðventu:
Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta.
Kveikt verður á 3. kerti aðventu-
kransins, Hirðakertinu. Söngur og
gleði eru allsráðandi. Skoðað
verður í fjársjóðskistuna, saga sögð
o.fl. Von er á óvæntri heimsókn að
þessu sinni.
Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Kveikt
verður á 3. kerti aðventukransins,
Hirðakertinu. Kór Landakirkju
syngur aðventusálma.
Sr. Guðmundur Örn Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari.
Kafftsopi eftir guðsþjónustu
Kl. 20.00. Jólatónleikar Kirkjukórs
Landakirkju ásamt einsöngvurum.
Mánudagur 15. desember
Kl. 19.30. Jólafundur Vina í bata.
Miðvikudagur 17. desember
Kl. 11.00. Helgistund á
Hraunbúðum.
Viðtalstímar prestanna eru
þriðjudaga til föstudaga milli 11.00
og 12.00.
Hvítasunnu-
kirkjan
Fimmtudagur 11. desember
Biblíulestur fellur niður í kvöld.
Laugardagur 13. desember
Kl: 17.00 Skreytingardagur,
brettum upp ermar og mætum.
Sunnudagur 14. desember
Kl. 13.00 Vakningarsamkoma,
ræðumaður Guðni Hjálmarsson.
Alla virka morgna
Bænastund kl: 7.15 og kyrrðarstund
kl: 17.00 með fyrirbæn.
Allir hjartanlega velkomnir að
koma á hverja stund.
Aðvent-
kirkjan
Laugardagur
Vertu velkominn að rannsaka með
okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök
dagskrá fyrir börnin.
Sjáumst!
Frostrósir
heilluðu
Hann var þétt setinn salurinn í
Höllinni á þriðjudagskvöldið
þegar Frostrósir stigu þar á svið.
Frostrósirnar samanstóðu af
fimm söngvurum, barnakór og
hljómsveit.
Alls voru gestir um 600 og
skemmtu þeir sér konunglega
þegar Frostrósirnar lluttu hvert
jólalagið af öðru. Tónleikarnir
stóðu í hálfan annan tíma og
voru það þakklátir gestir sem
héldu heim á leið og listafólkið
var ánægt með viðtökurnar.