Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 11, desember 2008
13
VEL MÆTT Á annað hundrað manns mættu á fundinn á Kaffi Kró sem verður að teljast góð fundarsókn.
Ræða Elliða Vignissonar, bæjarstjóra á fundinum:
Vestmannaeyingar einhverjir
mestu athafnamenn landsins
-Atvinnulífið í Vestmannaeyjum og hlutverk Vestmannaeyjabæjar
Það eru engin ný sannindi í því að
hér í Eyjum stendur allt og fellur
með sjávarútvegi. Salka Valka
sagði; -Lífið er saltfiskur, og í því
leynist kjarnyrtur sannleikur þótt
sem betur fer sé hér fjölbreyttara
sjávarfang en saltfiskur. Allt annað
reynir með einum eða öðrum hætti á
hvernig fiskast. Sem betur fer eru
þó eggin í Eyjakörfunni fleiri því
hér er ferðaþjónusta bæði öflug og
vaxandi, byggingariðnaður stendur
sterkum fótum, auk þess sem vatns-
verksmiðja, köfunarskóli, nýmæli í
ferðaþjónustu og fleira vita á gott.
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum
hefur verið að styrkjast hratt á sein-
ustu ámm.
Þótt yfir okkur hafi dunið áföll eins
og þorskniðurskurður, loðnustopp
og nú nýlega sýking í síldinni þá
hafa menn samt náð að styrkja
fyrirtækin með klókindum, útsjón-
arsemi og hörku. Þetta skilar því að
heildar launagreiðslur í Vest-
mannaeyjum á árinu 2008 verða
sennilega um 8,5 milljarðar og
verður það langbesta tekjuárið í
langan tíma. Vestmannaeyjabær
hefur mjög ríka ábyrgð í atvinnu-
lífinu hér í Eyjum.
Höfuðábyrgð okkar í atvinnumál-
um má flokka í fjóra aðskilda þætti
sem síðan tengjast hver öðrum:
Standa við bakið á grund-
vallaratvinnuveginum
I fyrsta lagi þá sér núverandi bæjar-
stjórn það ekki sem sitt hlutverk að
hafa beina eignaraðild að almennum
atvinnurekstri. Lykilhlutverk okkar
er að veita atvinnulífmu hvers konar
stuðning svo sem með baráttu fyrir
nútíma samgöngum og öflugum
infrastrúktur. Vestmannaeyjabær á
einnig og rekur Vestmannaeyjahöfn
sem er lífæð samfélagsins. Stefna
Vestmannaeyjabæjar er sú að vera
ætíð í forystu hvað varðar þjónustu
við sjávarútveginn eins og aðra
þræði atvinnulífsins. Þannig á hafn-
araðstaðan að vera hér mikil og
þjónustustigið hátt.
Vestmannaeyjabær á einnig að
veita atvinnulífmu stuðning gagn-
vart ríkisvaldinu til að mynda með
baráttu gegn sérstökum álögum á
atvinnugrein okkar, baráttu fyrir
stöðugleika í umræðu um nýtingu
auðlindarinnar, baráttu gegn hverj-
um þeim gjömingum sem leitt gætu
til þess að yftrráð yfir atvinnulífi
okkar flytjist frá landi og þjóð og
áfram mætti telja.
Halda uppi framkvæmdum
þegar þrengir að
I öðru lagi ber Vestmannaeyjabær
ábyrgð á því að halda uppi fram-
kvæmdum þegar þrengir að í efna-
hagslífinu. Seinustu daga hefur
mikið verið fjallað um ábyrgðarleysi
sveitarfélaga seinustu ár og því
haldið fram að illa hafi verið haldið
á málum. Sveitarfélögum hefur
verið legið á hálsi að hafa kynt undir
þenslunni með lántöku og fram-
kvæmdum í samkeppni við atvinnu-
líftð um fólk og fé.
Mörg sveitarfélög létu undan
skammtíma þrýstingi og réðust í
feikilegar framkvæmdir á þenslu-
tímanum. Nú þegar kreppir að og
fyrirtækin draga úr umsvifum eru
þessi sveitarfélög getulítil til að
sinna verklegum framkvæmdum og
halda uppi atvinnustiginu.
Svo mikið er víst að þetta á ekki
við um Vestmannaeyjabæ. I góðæri
seinustu þriggja ára höfum við ekki
verið að taka lán og framkvæma
heldur höfum við verið að hagræða í
rekstri og greiða niður lán. Þannig
höfum við á seinustu tveimur árum
greitt niður lán fyrir 7 til 8 hundruð
milljónir en ekki tekið nein ný lán.
Við höfum einnig dregið að ráðast í
stórar framkvæmdir þótt talsvert
haft verið framkvæmt og dugir þar
að nefna á annað hundrað milljónir í
endurgerð Barnaskólans og tugi
milljóna í fegrunaraðgerðir í mið-
bænum.
I þessu samhengi er einnig rétt að
upplýsa um að enn hefur ekki verið
tekin króna af söluandvirði Hita-
veitu Suðurnesja í annað en að
greiða niður lán - hvorki af höfuð-
stól né vöxtum og vaxtavöxtum.
Sum stór og öflug sveitarfélög
standa nú í þeim sporum að geta
ekki greitt laun. Það er veruleiki
sem okkur er sem betur fer fjærri
þótt auðvitað þrengist okkar
stakkur.
Forsjálnin gefur okkur nú tækifæri
til að ráðast í stærri framkvæmdir ef
og þegar á þarf að halda. í
fjárhagsáætlun nú er unnið út frá því
að ráðist verði í heiidarfram-
kvæmdir við útivistarsvæði við
íþróttamiðstöð, aðstaða til vetrar-
iðkunar knattspyrnu verður stórbætt,
haldið áfram með framkvæmdir í
miðbænum, farið í framkvæmdir
vegna menningarsamnings við ríkið
og ráðist í framkvæmdir við skipa-
lyftuna. Við þetta bætist svo fjöld-
inn allur af smærri framkvæmdum.
Eins og sagði í fundarboði Árna
Johnsen þar sem boðað var til
málþings um atvinnumál þá verður
hér áfram talað upp en ekki niður.
Að styðja við nýsköpun og
frumkvöðla
I þriðja lagi þá ber Vestmanna-
eyjabæ sem opinberum aðila að
stuðla að nýsköpun og styðja við
bakið á frumkvöðlum. Vestmanna-
eyjabær ver á hverju ári milljónum
til slfkra verka. í of iangan tíma var
aðkoma Vestmannaeyjabæjar í því
formi að keypt voru hlutabréf í
fyrirtækjum eða önnur bein þátttaka
í rekstrinum var viðhöfð. Því miður
hafa tapast tugir milljóna á slíkri
aðferðafræði.
í dag er öðrum og nútímalegum
aðferðum beitt. Þau tæki sem notuð
eru til að styðja við nýsköpun eru
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands,
Vaxtarsamningur við Vestmanna-
eyjar, Nýsköpunarmiðstöð íslands
og Þekkingarsetur Vestmannaeyja.
Dæmi um þau verkefni sem við
höfum þannig stutt við eru:
Uppbygging söguseturs um Tyrkja-
ránið 1627, Verðmætaaukning sjáv-
arfangs, Vöruþróun humarklóa,
Efling rannsókna- og háskólastarfs í
Eyjum, Eyjaköfun - Ice Dive, Aukin
arðsemi humarveiða, Sjávarútvegur
sölutækifæri á netinu, Stafræn smá-
prentun í Vestmannaeyjum, Islenska
bjórfélagið - Vólcanobjór, Iðnhönn-
un í Vestmannaeyjum, Fablab
smiðja Nýsköpunarmiðstöðvar og
margt fleira.
Ástæða er til að hvetja fólk til að
nýta sér greitt aðgengi að nýsköpun
til dæmis með því að leita beint til
Hrafns Sævaldssonar hjá AÞS eða
Frosta Gíslasonar hjá NMI. Hér í
Eyjum eru gríðarleg tækfæri og
mannauður til að nýta þau. Stóra
skrefið er oft að koma þessu í farveg
og þar erum við til að aðstoða.
Að reka stærsta vinnustað í
Vestmannaeyjum
í fjórða lagi er Vestmannaeyjabær
stærsti vinnustaður í Vestmanna-
eyjum með 550 til 650 starfsmenn
eftir árstíma. Nánast hver einasta
fjölskylda í bænum á beinna
hagsmuna að gæta hvað varðar
atvinnurekstur Vestmannaeyjabæjar.
Nánast allir bæjárbúar eru annað-
hvort sjálfir í vinnu hjá Vestmanna-
eyjabæ, eiga skyldmenni sem vinna
hjá Vestmannaeyjabæ eða eru með
börn í skólum hjá Vestmannaeyja-
bæ, og auðvitað er skólagangan
þeirra vinna. Til þess að geta veitt
öllu þessu fólki vinnu þá verðum við
að reka Vestmannaeyjabæ vel. Þeir
fjármunir sem við förum með eru í
eigu bæjarbúa og þeir eiga á öllum
tíma heimtingu á að vel sé farið
með.
Hvað atvinnulífið varðar þá er
fyrsta skylda fyrirtækja að græða
peninga, annars fer allt á hausinn og
fólkið missir vinnu. Hjá okkur er
þetta svipað en okkar skylda er ekki
að græða peninga heldur að reka
ekki sveitarfélagið í mínus. Ef við
töpum pening eitt árið þá verðum
við bara að skera fastar niður það
næsta. Fyrirtæki fara á hausinn en
sveitarfélög safna skuldum og verða
svo að skera niður þjónustu og segja
upp fólki. Það er staða sem við vor-
um í og viljum ekki komast aftur í.
Rekstur sveitarfélags verður að
einkennast af langtíma sjónarmiðum
og stjórnmálamenn sem kosnir eru
til skamms tíma hafa ekki rétt á að
sólunda almannafé í að kaupa sér
vinsældir. Á hverjum einasta degi
vaknar fjöldi Eyjamanna langt fyrir
sólarupprás til að fara að vinna við
fiskvinnslu, fara á sjó, mæta til
smíða og margt fleira. Af hverjum
hundraðþúsundkalli sem þetta fólk
vinnur sér inn tökum við hjá
Vestmannaeyjabæ rúm þrettán
þúsund. Það er því eins gott að fara
vel með þessa peninga, það eru
blóð, sviti og tár á bak við hverja
einustu krónu sem við notum í
okkar rekstur. Það höfum við gert
og ætlum að gera áfram.
Eyjamenn töpuðu ekki
grunngildum sínum
Næsta ár verður fyrir margar sakir
áhugavert og í því umhverfi sem nú
er að myndast skapast fjöldamörg
sóknarfæri í Vestmannaeyjum. I
fyrsta skipti í 18 ár hefur íbúum í
Vestmannaeyjum fjölgað og ráða
þar miklu væntingar um bættar
samgöngur og almennt jákvæður
andi í bæjarfélaginu. Við hjá Vest-
mannaeyjabæ ætlum áfram að tala
samfélagið hér upp og fylgja því
eftir með tímabærum framkvæmd-
um. Framundan er bylting í sam-
göngum sem kemur til með að
stækka markaðssvæði og hagkerfi
okkar mikið.
Við Eyjamenn höfum sigrast á
Tyrkjaráni, eldgosi og aflabresti. Ég
óttast það ekki að við gefumst upp
fyrir slagsíðu f hagkerfi höfuðborg-
arinnar þótt sannarlega hafi það
áhrif hér eins og annars staðar. Árið
2008 einkenndist af sviptingum og
endurskoðun margra þeirra gilda
sem þjóðin hefur verið að tileinka
sér á seinustu árutn. Á tímum sem
þessum megum við Eyjamenn vera
sérstaklega stoltr af því að hafa ekki
á neinum tímum tapað grunngildum
okkar svo sem samstöðu, samhjálp
og óþrjólandi vilja til að vinna Vest-
mannaeyjum gagn.
Að lokum vil ég gera orð í formála
handbókar Ferðafélags íslands frá
1948 að mínum. Þau eiga jafn vel
við núna og fyrir 60 árum: -
Vestmannaeyingar eru einhverjir
mestu athafnamenn á íslandi og
Eyjarnar eru meira virði fyrir
þjóðarbúið en góð gullnáma. Það er
mönnum hollari iðja og giftudyggra
að sækja gull í greipar ægis en að
grafa það úr jörðu.
Með von um kærleik og gleði á
aðventu, sagði Elliði Vignisson
bæjarstjóri að endingu.