Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009 Ur bloggheimum: Sigursveinn Þórðarson bloggar: Til hamingju Island Kirkjur bcejarins: Landakirkja Fimmtudagur 4. júní Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Pálínuboð. Laugardagur 6. júní Kl. 11.00. Útför Sólveigar Pétursdóttur Sunnudagur 7. maí Sjórnan nadagurin n Kl. 13.00. Guðsþjónusta á sjó- mannadegi og þrenningarhátíð. Bergey Alexandersdóttir, Birta Marinósdóttir og Svana Björk Kolbeinsdóttir lesa ritningarlestra. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Anniku Tönuri. Sr. Guð- mundur Öm prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Kristjáni Bjömssyni. Að guðsþjónustu lok- inni leikur Lúðrasveit Vestmanna- eyja, blómsveigur verður lagður við minnisvarða um drukknaða og hrapaða og Snorri Óskarsson flytur ávarp. Þriðjudagur 9. júní Kl. 20.00. Fundur hjá ÆS-LAND (æskulýðsfélagi Landakirkju) í húsi KFUM/K Miðvikudagur 10. júní Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Viðtalstímar prestanna eru mánu- daga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Landakirkja er opin þegar starfsfólk kirkjunnar er á staðnum. Aðventkirkjan Laugardagur 6. júní Kl. 10. 30 Samkoma á Brekastíg 17. Samkoman hefst með biblíu- fræðslu fyrir böm og fullorðna. Allir hjartanlega velkomnir. Gísli Hjartarson bloggar: Magnaður kappi... ...með einstakan feril. Þó ferlinum sé ekki lokið þá er hægt að segja að ferillinn sé glæstur, og alltaf er piltur- inn einn af ásunum í sínu liði - einn af mikilvægustu hlekkjum síns liðs. Það hefur verið unun að fylgjast með honum undanfarin ár og maður hefur ekki alltaf gert sér fyllilega grein fyrir því hversu stórt nafn hann er innan handbolta- heimsins en það hefur hægt og rólega komið í ljós síðustu ár hversu gríðarlegrar virðingar karl- inn nýtur. Nú sjáum við hvað hann gerir í Þýskalandi þar sem hann mun væntanlega ljúka ferlinum. Styrkur hans sást vel í leiknum á sunnudag og því var viðeigandi að hann skoraði síðasta mark leiksins. - Magnaður kappi http.V/fosterinn. blog. is Eyjamaður vikunnar: Matgozðingur vikunnar: Einfaldur humarréttur og synd samlegar súkkulaðlmuffins Bankahrunið varð í október, búsáhalda- byltingin í janúar og ný ríkisstjóm í febrúar. Ríkisstjóm félagshyggjuafl- anna, 80 daga ríkisstjómin. Nú skyldi kapítal- isminn settur á hilluna og félagsleg mál sett á oddinn. Það þagnaði í mótmælendum á Austurvelli. Pottamir fengu að snúa aftur til sinna starfa, sleifamar notaðar til annars en að lemja. Fólkið sneri aftur heim í hlýjuna og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Að vera búið að koma Sjálfstæðis- flokknum frá völdum og það sem meira er og mikilvægast, Davíð úr Seðlabankanum. Kosningar gengu í garð, Búsáhalda- byltingin varð Borgarahreyfmgin sem hafði sætaskipti við Frjálslynda á þingi. Kvótinn var ekki lengur aðalmálið, heldur spillingin, kapítalisminn, sukkið og svínaríið. Sjálfstæðisflokkurinn var settur á bekkinn og inn á kom fyrsta hreina vinstri stjóm á íslandi frá stofnun lýðveldisins. Það var ekkert annað! Og við, smælingjamir biðum eftir viðbrögðum, hvað skyldi gert fyrir okkur sem eftir sitjum með skuldir útrásarinnar á bakinu. Og við biðum og biðum og biðum og biðum og biðum... ...og biðum og biðum og biðum. Síðan kom svar. Það skal hækka skatta á áfengi, tóbak og bensín. Hækka höfuðstól verðtryggða lána. Meðlimir búsáhaldabyltingarinnar væntanlega hæstánægðir með sitt fólk. Jóhanna er svo heiðarleg, Steingrímur svo skeleggur að þetta getur ekki klikkað. Engir pottar að berja í á Austurvelli, engin eggja- sala svo hægt sé að skreyta Alþing- ishúsið, grímumar fallnar af anar- kistunum, rúðumar látnar óáreittar. Þetta er svo frábært, við erum komin með vinstri stjóm. Til hamingju ísland. Þetta getur ekki klikkað Eða hvað? http://svenko.blog.is Ég vil þakka henni Hörpu vinkonu fyrir áskorunina og tek henni hér með. Ég ætla að bjóða upp á einfaldan og fljótlegan humarrétt sem ég smakkaði fyrst hjá tengdó. Þessi réttur varð til þess að ég byrjaði að borða humar hvort sem það var hvítvíninu að kenna sem er í sós- unni eða einhverju öðru, en það má deila um það. í eftirrétt verða súkkulaðimuffins sem einfaldlega bráðna upp í manni. Verði ykkur að góðu! Einfaldur humarréttur 150 gr smjör 3-4 hvítlauksrif 20-25 humarhalar 1 peli rjómi „dash“ af hvítvíni eftir smekk salt og pipar sósujafnari Hvítlaukurinn er steiktur upp úr smjörinu í örlitla stund. Humarinn er skelflettur og hreinsaður, settur út á pönnuna og látinn steikjast þar í 2-3 mínútur. Því næst er hvítvíni bætt við eftir smekk. Þegar humarinn er tilbúinn þá er hann tekinn af pönnunni á meðan sósan er löguð. Rjómanum er hellt út á pönnuna ásamt sósujafnara, salti og pipar og látið malla smástund. I lokin er síðan humarinn settur aftur út í sósuna. Gott að bera fram með ristuðu brauði, hrísgrjónum og eða salati. Guðbjörg Guðmannsdóttir er matgœðingur vikunnar Syndsamlega góðar súkkulaðimuffins 3 eggjarauður 2egg 140 gr flórsykur 140 gr 70% súkkulaði 140 gr smjör 60 gr hveiti Eggjarauður og egg eru þeytt vel saman. Flórsykrinum bætt út í og þeytt vel við. Því næst er smjör og súkkulaði brætt varlega saman og hellt út í blönduna. í lokin er hveit- inu þeytt varlega út í. Deiginu er sfðan hellt í stór muffinsform (dugir í 5 stórar muffins) Bakist við 220 gráður í 11-12 mín. (Þær eiga að vera blautar að innan) Borið fram með ís og borðað af bestu lyst T Mig langar að skora á hana Astu Hrönn, systur mína, sem nœsta matgœðing Frétta. Eg er alveg viss um að hún getur töfraðfram eitt- hvað gómsœtt. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 4. júní Kl. 20.30 Biblíulestur. Föstudagur 5. júní Kl. 20.00 Unglingahittingur. Laugardagur 6. júní Kl. 20.30 Brauðsbrotning. Sunnudagur 7. júní Sjómannadagur Kl. 11.00 Samkoma. Snorri Óskarsson prédikar. Alla virka morgna, Bœnastund klukkan 7:15. Komum og veg- sömum Drottin. Allir hjartanlega velkomnir. Sjómannadagurinn er mikil- vægur fyrir Vestmannaeyjar Stefán Birgisson er Eyjamaður vikunnar Nú er ein stærsta skemmtanahelgi ársins framundan í Vestmanna- eyjum en sjómannadagshelgin hefur heldur betur sótt í sig veðrið undanfarin ár og hefur þátttaka bæjarbúa aukist í kjölfarið. Enda er dagskrá helgarinnar fjölbreytt þannig að allir fmna eitthvað við sitt hæfi, bæði ungir sem aldnir. Sjómannadagsráð ber hitann og þungann af skipulagningu helgar- innar en formaður ráðsins er Stefán Birgisson. Hann er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Stefán Birgisson. Fæðingardagur: 2. mars 1958. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Eiginkona er Svava Gunnarsdóttir. Saman eigum við fimm böm, Birgir er elstur, Hilmar Jón næstur, svo Kolbrún Inga, Gunnar Þór og Hrafnhildur. Draumabíllinn: Draumurinn er að eignast góðan hestabíl. Uppáhaldsmatur: Það er nauta- steik, léttsteikt. Versti matur: Held að hann sé bara ekki til. Uppáhalds vefsíða: Helst skoða ég ýmiss konar hestasíður. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gott rokk. Led Zeppelin og Pink Floyd eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Aðaláhugamál: Hestamennska og fjölskyldan. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég hefði nú gaman að því að hitta Egil Skallagrímsson. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég held ég geti alveg sagt Vestmannaeyjar. Þær eru fallegasti staðurinn sem ég hef komið á og hafa snortið mig mest. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: IBV er mitt félag og börnin mín eru mínir uppáhalds- íþróttamenn. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Ég stunda hestamennsku. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég held ég segi bara fréttir og íþróttir. Annars er ég mjög latur í sjónvarpsglápinu. Hvernig verður sjómannadags- helgin í ár: Það verður mikið um að vera eins og ævinlega, eitthvað fyrir alla. Eruð þið lengi að undirbúa þessa stóru helgi: Við byrjum að huga að næsta sjómannadagshelgi, strax á mánudeginum eftir sjómannadag. Er sjómannadagurinn alltaf jafn mikilvægur fyrir sjómenn: Sjómannadagurinn er mikilvægur fyrir sjávarpláss eins og Vestmannaeyjar og verður það vonandi um aldur og ævi. Hvað ertu búinn að vera lengi í sjómannadagsráði: Ég er nú ekki með það á hreinu en það er komið vel á annan tug ára. Hvernig fínnst þér ég? (Spurt af síðasta Eyjamanni vikunnar, Þóri Ólafssyni): Sérstaklega viðkunnan- legur og þægilegur maður. Hvað viltu spyrja næsta Eyjamann vikunnar: Skemmtir þú þér vel um sjómannadags- helgina?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.