Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 19
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
19
Stýrimannaskólinn og nemendur hans sáu um framkvæmd Guðlaugssundsins allt frá upphafi og fram til þess að skólinn var lagður niður. Hér er einn nemendahópurinn að loknu
sundi og björgunaræfingu í sundlauginni
skólinn í Vestmannaeyjum starfaði,
frá 1964 til 1999, útskrifuðust frá
honum 379 nemendur með réttindi
2. stigs sem þýðir ótakmörkuð rétt-
indi til skipstjórnar á fiskiskipum
og undirstýrimannsréttindi á fragt-
skipum og varðskipum. Þar að
auki voru nokkrir sem létu sér 1.
stigs réttindin duga þannig að í allt
hafa um 400 nemendur útskrifast
frá skólanum.
Það var gæfa skólans að báðir
skólastjórar hans, þeir Guðjón
Ármann og Friðrik, voru einstakir
dugnaðar- og kunnáttumenn sem
báru hag skólans og byggðarlagsins
fyrir brjósti. Þeim tókst líka einkar
vel að koma eldmóði sínum og
áhuga út til nemendanna, voru
elskaðir og virtir af öllum þorra
þeirra.
Vestmannaeyingar hafa ætíð verið
í fremstu röð í sambandi við þróun
öryggis- og björgunarbúnaðar.
Nemendur Stýrimannaskólans tóku
virkan þátt í þeirri þróun á sínum
tíma þegar þeir Friðrik, Sigmund
Jóhannsson og fleiri góðir menn
voru á fullu í að hanna og móta
sleppibúnað fyrir gúmbjörgunar-
báta. Þá hafa nemendur skólans
einnig lagt sitt lóð á vogarskálamar
sjálfir í þeim efnum, Björgvins-
beltið var t.d. hannað af Björgvin
Sigurjónssyni þegar hann var í
skólanum.
Það var vissulega eftirsjá í Stýri-
mannaskólanum þegar hann hætti
starfsemi sinni. Á þeim tíma var
viðurkennt að ekki væri þörf fyrir
þijá stýrimannaskóla í landinu, einn
myndi nægja eftirspurninni. Um
það er ekki deilt. Aftur á móti er
það spurning hvort ekki hefði verið
eðlilegra að hafa þann skóla á
landsbyggðinni frekar en í Reykja-
vík; í stærstu verstöð landsins
frekar en í hringiðu verslunar og
viðskipta. Forsvarsmenn skólans í
Vestmannaeyjum börðust fyrir því á
sínum tíma en urðu að láta í minni
pokann. Vafalítið væri sitthvað
með öðrum formerkjum í Vest-
mannaeyjum núna, hefðu ráðamenn
þess tfma ákveðið að framtíðar-
staður sjómannamenntunar yrði í
Vestmannaeyjum.
Skipstjórnarnám hafið á
ný
Árið 2007 var ákveðið af skóla-
stjómendum Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum, í samráði við
ýmsa aðila í sjávarútveginum og
fiskvinnslunni, að kanna áhuga
fyrir því að hefja skipstjómamám á
ný í Éyjum. Var stefnan sett á að
nemendur gætu lokið námi 1. stigs
í Eyjum að minnsta kosti. Þetta bar
þann árangur að 18 nemendur hófu
skipstjórnamám í FÍV haustið
2007. Á síðustu tíu ámm hefur
námið tekið vemlegum breytingum
frá því sem var, hefur m.a. lengst
mikið, vegna alþjóðlegra krafna.
Kennsla í faggreinum brautarinnar
var í nánu samráði við Skipstjórn-
arskóla Tækniskólans og undir
þeirra yfirstjóm og var sú samvinna
með miklum ágætum. Á þessum
tveimur ámm hefur verulega reyst
af þeim hópi sem hóf námið
haustið 2007. Sumir hættu vegna
skorts á áhuga, aðrir vegna féleysis
og tveir ákváðu að Ijúka náminu í
Reykjavík vegna breyttra aðstæðna.
Alls voru níu nemendur á skip-
stjómarbrautinni í vetur og af þeim
luku fimm prófi til B-réttinda, sem
áður var kallað I. stig.
Af hinum fjórum eiga tveir aðeins
eftir tvo eða þrjá áfanga til að fá sín
réttindi en hinir tveir eiga fleiri
áfanga eftir. I þessum fimm manna
hópi var ein kona og er fyrsta
konan sem öðlast slík réttindi í
Vestmannaeyjum. Þessir fimm
nemendur munu flestir hyggja á
áframhaldandi nám í Reykjavík á
hausti komanda.
Spuming um framhaldið
Af hálfu FÍV er fullur hugur á að
halda áfram að bjóða upp á skip-
stjórnarbraut við skólann enda er
það augljós kostur að geta stundað
þetta nám í heimabyggð. En til
þess að það sé hægt, verður áhugi
nemenda að vera fyrir hendi. Til
að unnt sé að bjóða upp á kennslu á
skipstjórnarbraut verða a.m.k. tíu
nemendur að vera skráðir á hana.
Eins og mál standa núna, er ekki
útlit fyrir að sú braut verði starf-
rækt í haust, ekki nema menn allt í
einu ákveði í sumar að innrita sig.
En rétt er að benda á að þó svo að
ekki verði starfrækt eiginleg skip-
stjórnarbraut hér, er hægt að stunda
nám í mörgum þeim áföngum sem
krafist er að skipstjórnarmenn hafí
lokið. Nemendur verða að hafa
lokið áföngum í íslensku, tungu-
málum, stærðfræði, tölvuvinnslu og
stjórnun, svo nokkuð sé nefnt, og
þeir áfangar eru allir í boði hjá FÍV.
Þá er einnig sá möguleiki að taka
ákveðna áfanga í fjarnámi frá
Skipstjórnarskólanum í Reykjavík
og mun FIV aðstoða nemendur við
það, hafi þeir áhuga.
Stendur okkur
Eyjamönnum næst
Stýrimannaskólinn í Vestmanna-
eyjum var á sínum tíma stofnaður
til þess að sjómenn í Vestmanna-
eyjum gætu lokið skipstjórnarnámi
í sinni heimabyggð. Síðan hefur
margt breyst í þjóðfélaginu. Enn
stendur þó eftir mikilvægi sjávar-
útvegsins, kannski enn meira nú en
nokkru sinni fyrr. Góðir skipstjórn-
armenn eru mikilvægustu starfs-
menn þess atvinnuvegar og vonandi
verður það hvatning ungu fólki í
Vestmannaeyjum til að hefja nám í
þeirri grein sem stendur okkur
Eyjamönnum hvað næst.
Við þessa samantekt hef ég m.a.
stuðst við viðamiklar upplýsingar
sem Friðrik Ásmundsson hefur
tekið saman um skipstjórnarnám í
Vestmannaeyjum. Kann ég honum
bestu þakkir fyrir að veita mér
aðgang að því efni.
sigurge @ intemet. is
Á Framhaldsskólatröppunum. Síðasti nemendahópurinn sem útskrif-
aðist, árið 1999, frá Framhaldsskólanum en Stýrimannaskólinn var
gerður að deild í FÍV árið 1997.
Varðskipsferð var fastur liður í námi bæði 1. og 2. stigs. Nemendur 1. stigs voru yfirleitt einn dag í slíkri ferð en nemendur 2. stigs a.m.k.
sólarhring við stjörnufræðiathuganir og fleira. Hér er Friðrik með nemendum 2. stigs ásamt skipherranum á Óðni í lok slíkrar ferðar