Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Side 24
a//iai)áí//ia
VESTMANNAEYJA
2009
Sumarstúlka Vestmannaeyja verður valin föstudagskvöldið
19.júní í Höllinni, sem stendur að keppninni ásamt Fréttum.
Að þessu sinni taka fjórtán stórglæsilegar stúlkur þátt í
keppninni, sem er nú haldin í 23. skiptið. Að venju verður í
boði glæsilegur matseðill sem kemur frá Einsa kalda. Ýmis
skemmtiatriði verða á dagskránni eins og alltaf og geta
gestir vænst þess að eiga skemmtilegt kvöld í Höllinni sem
endar svo með dansleik með Zúúber Grúbbunni ásamt Dj
Svala. En Zúúber Grúbban er ballhljómsveit af bestu gerð,
samansett af tónlistarmönnum úr vinsælum íslenskum
hljómsveitum og öðrum áberandi mönnum úr lista-
geiranum. Ingó Veðurguð, Einar Ágúst og Gunni Óla úr
Skítamóral eru allir meðlimir í Zúúber Grúbbunni. Hanni
Back trommari úr Skítamóral, Gunnar Þór gítarleikari úr
Sóldögg og Skítamóral, Siggi Samúelsson bassaleikari úr
írafári og Júlíus gítarleikari úr Eðlunni.
// Framkvæmdastjóri keppninnar: Hjördís Guðlaugsdóttir.
// Ljósmyndir: Haraldur Ari Karlsson.
// Hárgreiðsla: Hafdís og Sveinsína hjá Dízó.
// Föðrun: Annika Vignisdóttir og Viktoría Guðmundsdóttir
Þessa vikuna fáum við að kynnast sjö af þeim fjórtán
stúlkum sem taka þátt. í næstu viku heyrum við svo í þeim
sjö sem eftir eru.
// Fjölskylda: Mamma er Lilja Rut Sæbjörnsdóttir og pabbi er Jóhann Brimir
Benónýsson. Svo á ég tvö systkini, Andreu og Sæbjörn Sævar og kærastinn minn heitir
Garðar Örn Sigmarsson. // Fyrirmynd: Mamma og ömmur mínar. // Framtíðarplön: Klára
stúdentinn í FÍV og síðan er stefnan sett á snyrtifræði. // Hver er sætasti leikmaður ÍBV?
Garðar Örn er sætari en þeir allir. // Hvað dettur þér í hug þegar þu heyrir. orðið
Þjóðhátíð? Skemmtun, djamm og fullt af fólki. // Áttu þér eitthvert mottó í lífinu?
Að njóta lífsins meðan að maður getur.
// Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Kristín Finnbogadóttir og Ingibergur Einarsson, svo á
ég tvær systur, Kiddý og Ásu. // Fyrirmynd: Ása systir og pabbi, sem kann allt og getur
allt:) // Framtiðarplön: Klára stúdentinn, læra eitthvað spennandi og eignast fjölskyldu.
Hver er sætasti leikmaður (BV? Bylgja Dögg Sigmarsdóttir :) // Hvað dettur þér í hug
þegar þú heyrir orðið Þjóðhátíð? 4 daga stanslaus skemmtun. // Áttu þér eitthvert
mottó í lífinu? Sá sem gerir aldrei mistök, gerir aldrei neitt.
// Fjölskylda: Kári Þorleifsson og Agnes Einarsdóttir, Einar Kristinn bróðir og kærastinn
minn, Bjarki Ómarsson. //Fyrirmynd: Móðir min, yndisleg í alla staði. // Framtíðarplön:
Klára stúdentinn, fara svo í háskóla og mennta mig eitthvað sniðugt, eignast nokkur
kríli og ýmislegt fleira skemmtilegt. // Hver er sætasti leikmaður ÍBV? Pétur Runólfsson,
svili minn, að sjálfsögðu! // Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Þjóðhátíð?
Langskemmtilegasta helgi ársins og gleðivökvi í miklu magni. // Áttu þér eitthvert
mottó í lífinu? Þetta reddast.