Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Side 27
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
27
Kristín Ósk skrifar - Skyndibitar fyrir sálina - Nú er það hamingjan:
Er ferðalag, ekki áfangastaður
Ég ætla bara að halda ótrauð áfram
með skrifm um hamingjuna. Ég las
þetta upp fyrir nokkra einstaklinga
um daginn og mér fannst frábært að
sjá og heyra hvemig einhver ein
setning úr textanum eða eitt heil-
ræði höfðaði misjafnlega til hvers
og eins. Þannig að ég er þess full-
viss um að þið finnið eitthvað í
þessum línum sem höfðar til ykkar:
7. Gefðu af þér
Haltu hurðinni opinni fyrir aðra,
leiðbeindu ráðvilltum einstakling-
um eða gerðu eitthvað annað fyrir
fólk. Brostu til þess hvort sem þú
þekkir það eða ekki og hrósaðu
fólki. Þér líður betur þegar þú gefur
af þér á óeigingjaman máta.
En af því að fólk er allajafna gott
og gerir reglulega góðverk án þess
að taka eftir því er gott að gera
fimm góðverk á einum degi, það
hefur meiri áhrif en þegar góðverk-
unum er dreift yfír lengri tíma.
Umbunin er tvíþætt, betri líðan og
jákvæð viðbrögð fólks.
8. Sparaðu
Peningar gera þig ekki hamingju-
sama/n. Engu að síður getur þú
orðið ánægðari ef þú þénar meira
en aðrir á sama aldri og þú. Senni-
lega mátti rekja óhamingju Mídasar
til þess að hann þekkti ekki fleiri
konunga sem gátu breytt öllu í gull.
Fleiri atriði varðandi peninga geta
gefið gleði. Spamaður til seinni
tíma þýðir að þú frestar ánægju og
umbun. Það veitir öryggistil-
fmningu og fleiri tilfinningar sem
tengjast hamingjunni eins og til-
hlökkun og eftirvæntingu.
9. Leitaðu hamingjunnar líkt og
þú leitar árangurs
Hamingjusamt fólk er líklegra til
þess að ná árangri en óhamingju-
samir, því hamingjusamir einstak-
lingar setja sér frekar ný markmið
og eru opnari fyrir nýjum tækifær-
um. Árangur og farsæld færir ekki
alltaf hamingju en getur þó gert
það. Hamingja er sprottin af já-
kvæðum tilfinningum vegna margra
þátta eins og líkamlegrar heilsu,
gáfnafars, fjölskyldu og reynslu.
10. Vertu í tcngslum við uppruna
þinn
Fagnaðu uppmna þínum og menn-
ingu. Hvort sem þú gerir það með
því að borða hangikjöt, lesa Laxnes
eða bera íslandshálsmen. Aðfluttir
gætu lesið skáldsögu eftir Gabríel
Garcia Marquez, dansað salsa eða
borðað indverskan mat... gert eitt-
Bjartsýni er ekki
meðfædd, hún er
lærð. Ýmsar leiðir eru
færar til þess að auka
bjartsýni og hér eru
þrjár þeirra: Réttu úr
þér og gakktu ákveðið
stórum skrefum, með
axlirnar aftur og
höfuðið hátt. Nei-
kvæðir ganga hægum,
litlum skrefum og
horfa niður. Breyttu
tóninum í röddinni
þannig að hún verði
bæði glaðleg og kraft-
mikil.
hvað til þess að viðhalda tengslum
við heimalandið. Uppmni okkar er
dýrmætur og ef við metum eigin
menningu eigum við auðveldara
með að mynda tengsl við aðra með
sama bakgmnn. Um leið verðum
verðum við opnari fyrir fjölmenn-
ingu og margbreytileika.
11. Þekktu sjálfan þig
Leitaðu í gamlar minningar eftir
styrk, hæfileikum, ástríðu,
áhugamálum og fæmi til þess að
meta aðstæður. Þannig viðar þú að
þér þekkingu og færð um leið
ágætis mynd af því hvað gerir þig
hamingjusama/n. Langi þig til þess
að gefa meira til baka til sam-
félagsins skaltu rifja upp hvað
heillaði þig í æsku og hvað ekki. Ef
þú hafðir óbeit á skátunum í æsku
er ólíklegt að þú finnir þig í björg-
unarsveit. Ef þú hafðir gaman af
því að safna flöskum til styrktar
íþróttafélaginu er líklegt að það
höfði betur til þín að gefa tíma og
peninga til félagasamtaka sem þú
þekkir til og njóta samskipta við
fólk en að millifæra inn á fjarlæg
samtök. Það er mikilvægt að þekkja
eigin stfi, smekk og áhugamál til
þess að finna hamingjuna.
12. Vertu bjartsýnn
Bjartsýni er ekki meðfædd, hún er
lærð. Ýmsar leiðir eru færar til þess
að auka bjartsýni og hér eru þrjár
þeirra: Réttu úr þér og gakktu
ákveðið stómm skrefum, með
axlimar aftur og höfuðið hátt.
Neikvæðir ganga hægum, litlum
skrefum og horfa niður. Breyttu
tóninum í röddinni þannig að hún
verði bæði glaðleg og kraftmikil.
Notaðu jákvæð orð í staðinn fyrir
neikvæð. Talaðu um verkefni en
ekki vandamál. Hugsaðu um ný
tækifæri en ekki missi. Jákvæðar
hugsanir hafa áhrif á heilann, sem
og hegðun, með þeim afleiðingum
að serotónínflæðið eykst. Þannig að
ef þú gerir þetta mun heilinn fylgja
þér eftir. Það getur tekið um fjórar
til sex vikur að breyta um vana.
Verið því þolinmóð.
Ég geri mér grein fyrir að ég er
kannski stundum að tyggja sama
hlutinn ofan í ykkur aftur og aftur,
en sjaldan er góð vísa of oft
kveðin! ;) Bjartsýniskaflinn höfðaði
mest til mín í þessum hluta,
verkefni í stað vandamála, ný tæki-
færi ekki missir. Óska ég ykkur
velfamaðar að finna ykkar hluta og
út frá því hamingjuna!
Kœr kveðja, ykkar Kristín Ósk
Vann
skaða-
bótamál
-Er 20% öryrki eftir að
hafa beðið í rúmar tíu
klukkustundir eftir að
komast í röntgen-
myndatöku
Eyjamaður á sjötugsaldri vann
skaðabótamál gegn ríkinu vegna
ófaglegrar meðferðar eftir að
hann fór úr axlarlið. Það var að
næturlagi í desember árið 2002
sem maðurinn datt úr sófa og fór
úr axlarlið. Hann leitaði aðstoðar
á Heilbrigðisstofnun Vestmanna-
eyja í kjölfarið.
I dómsorði Héraðsdóms
Reykjavíkur segir: „Rúmar tíu
klukkustundir liðu því stefnandi
var fluttur á heilbrigðisstofnun-
ina og þar til handleggur hans
var kominn í axlarlið. Allan
tímann leið stefnandi miklar
kvalir og hlaut í kjölfarið tauga-
skaða. Verður að taka undir það
með stefnanda að starfsmenn
Heilbrigðisstofnunar Vest-
mannaeyja hafi með aðgerða-
léysi sínu og ófaglegum vinnu-
brögðum sýnt af sér stórfellt
gáleysi."
Maðurinn fékk dæmdar 1,3
milljónir króna en málskostnaður
var greiddur af ríkinu.
www.visir.is greindi frá.
Vel heppnað Hvítasunnumót SJÓVE í góðu veðri - Aflinn hátt í 8 tonn:
Formaðurinn sjaldan verið ánægðari
Hvítasunnumót SJÓVE hefur
verið einn af stóru viðburðum
þessarar helgar svo lengi sem
elstu menn muna. Hámarki náði
mótið upp úr miðri síðustu öld
þegar þátttakendur voru vel á
annað hundrað og ekki dugði
minna en sjálfan Gullfoss, flagg-
skip Islendinga, til að hýsa gest-
ina sem fjölmenntu til Eyja til að
taka þátt í þessu geysivinsæla
sjóstangveiðimóti.
Heldur hefur mótið misst flugið
og þó stundum hafi blásið hressi-
lega er engan bilbug að finna á
Elínborgu Bernódusdóttur, for-
manni SJÓVE til fjölda ára. Og
þó keppendur hafi ekki verið
margir í ár bætti veðrið það upp
og útkoman var yndislegt mót að
mati Elínborgar.
I ár var 31 keppandi frá fjórum
félögum og var keppt á níu
bátum. Árangur var góður og
drógu keppendur hátt í átta tonn.
Aflahæsti karlinn var Rúnar H.
Andrason SJÓAK með 537 kg,
annar Árni Karl Ingason SJOVE
með 462 kg og Ævar Þórisson
SJÓVE með 459 kg. Anna S.
Jóhannesdóttir SJÖAK dró mest
kvennanna, 221 kg, Hildur
Eðvarsdóttir SJÓSKIP dró 170
kg og Svala Júlía Ólafsdóttir
SJÓSIGL með 169 kg.
Rúnar dró flesta fiska, alls 427,
Ævar var með 363 fiska og Árni
Karl 300.
Ólafur Hauksson SJÓVE dró
flesta fiska, Gunnar Þór Friðriks-
son SJÓVE átti stærsta þorskinn
sem vó 12,45 kg. og Þiðrik
Hrannar Unason SJÓSIGL dró
stærstu ýsuna sem vó 3,15 kg.
Lubba, undir stjórn Ólafs
Tryggvasonar, var aflahæsti
ÁRNI Karl og Olli Tryggva með verðlaunagripina.
JÓN INGI
báturinn með 1362 kg.
Akureyringar áttu aflahæstu
sveit karla. Hana skipuðu Rúnar
H. Andrason, Tómas Gunnars-
son, Róbert Gils Róbertsson og
Baldvin S. Baldvinsson og saman
drógu þeir 1388 kg. Eyjamenn
urðu í öðru sæti í sveitakeppnin-
gat verið ánægður með fenginn hlut.
ni. Sveit Eyjamanna skipuðu
Árni Karl Ingason, Jón Ingi
Guðjónsson, Gunnar Þór
Friðriksson og Sigtryggur
Þrastarson. Eyjamenn áttu líka
sveitina í þriðja sæti sem í voru
þremenningamir Ævar Þórisson,
Einar Birgir Einarsson og
ÞRJÁR HRESSAR, Ella Bogga, Guðrún og Sonja.
GUNNAR með myndarlegan þorsk. Myndir Halla Einarsd.
Jóhann Ingvi Ingvason og var afli hefur formaðurinn sjaldan verið
þeirra 852 kg. eins ánægður,“ sagði Elínborg að
Um kvöldið var svo lokahóf í lokum.
Kiwanis þar sem verðlaun voru
veitt. „Eins og annað á þessu
móti var lokahófið flott og við j
dönsuðum fram á morgun við /
undirleik Dans á rósum. Og