Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 31
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009 31 Pepsí deild karla: ÍBV - Grindavík 3:1 (1:0) Engin markakrísa lengur hjá ÍBV - Hafa skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum - Næsti leikur gegn Prótti FAGNA MARKI. Eyjamenn hafa fagnað sex mörkum í síðustu tveimur leikjum og virðast hafa fundið markaskóna eftir slaka byrjun. Leikmenn ÍBV virðast vera búnir að finna markaskóna því Eyja- menn hafa skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum eftir að hafa farið í gegnum fjóra fyrstu leikina án þess að skora. Liðið hefur nú hlotið sex stig og hefur þotið úr tólfta og neðsta sæti deildarinnar og upp í áttunda sæti. Síðast lagði ÍBV Grindavík að velli á Hásteinsvellinum, 3:1 en sigur Eyjamanna var mjög sann- færandi. Heimir Hallgrímsson og hans menn hafa greinilega unnið hárrétt úr þeirri krísu sem var að myndast við markaleysið í upphafi móts því nú virðast engin bönd halda Eyja- mönnum. Það besta við mörkin sex er að fimm leikmenn hafa skorað þau, aðeins enski framherjinn Ajay Leitch-Smith hefur skorað meira en eitt mark. Það virðast því allir geta skorað sem er vissulega styrkleiki fyrir liðið. Næsti leikur IBV verður svo ekki fyrr en sunnudaginn 14. júní í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Ungu mennirnir blómstra Leikurinn gegn Grindavík var reyndar svolítið kaflaskiptur. Eyja- menn voru allsráðandi fyrsta hálf- tímann, komust í 1:0 með glæsi- marki Gauta Þorvarðasonar og hefðu líklega átt að bæta við fleiri mörkum. En síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleiks sóttu Grindvíkingar mikið án þess þó að skapa sér veruleg marktækifæri. Eyjamenn voru svo mun sterkari í síðari hálfleik og í raun var sigur ÍBV ekki í mikilli hættu. Þetta var þó ekki besti leikur IBV í sumar en aftur eru það styrkleikamerki að vinna svoleiðis leiki. Það var líka sérlega gaman að fylgjast með Eyjamönnunum ungu, Gauta Þorvarðarsyni og Eiði Aroni Sigurbjörnssyni sem léku á sinn hvorum enda vallarins. Gauti var sívinnandi og skoraði gull af marki í fyrri hálfleik á meðan Eiður Aron hélt hinum sterka framherja Grind- víkinga, Gilles Ondo, algjörlega niðri í samvinnu við Andrew Mwesigwa. Vorum fullrólegir í byrjun íslandsmótsins Heimir Hallgrímsson var ánægður með sigur Eyjamanna í leikslok en hann segir mikinn mun á IBV liðinu nú og í byrjun móts. „í fyrsta lagi erum við búnir að taka okkur saman í baráttunni á vellinum. Við vorum kannski fullrólegir á boltanum í fyrstu leikjunum þótt við hefðum á margan hátt spilað ágætlega. Við höfum fært liðið aðeins framar og reynt að vinna boltann hærra uppi á vellinum. Eg held að það sé aðal- breytingin. Eins og ég segi þá vorum við ekkert að spila illa í þessum fjórum fyrstu leikjum. Eini lélegi leikurinn til þessa var í raun og veru Stjörnuleikurinn en í hinum höfurn við spilað vel. Við náðum bara ekki að skora og það háði okkur eðli- lega.“ Flestir eru á því að leikirnir tveir, gegn Fjölni og Grindavík hafi verið sex stiga leikir því liðunum þremur var spáð fallbaráttu í sumar. Næsti leikur er svo gegn Þrótti sem líka var spáð fallbaráttu og því þriðji sex stiga leikurinn í röð. „Við megum ekki tapa stigum á móti þessum liðum, síst af öllu á heimavelli. Það er kannski kjánalegt að segja það en mér finnst skárra að tapa fyrir liðunum í efri hlutanum. En ef við sjulum svona þá hræðist ég engan." IBV hefur spilað leikkerfið 4-4-2 í síðustu leikjum en byrjaði tímabilið í leikkerfmu 4-5-1. Hentar 4-4-2 ÍBV betur? „Við höfum spilað með einn fram- herja síðustu tvö ár, einfaldlega af þeirri ástæðu að við áttum bara einn framherja og gátum ekki leikið annað leikkerfi. Núna erum við með fimm framherja í hópnum sem við getum notað. Að sjálfsögðu nýtum við þessa stráka, sérstaklega á heimavelli. En svo eigum við leiki á útivelli þar sem kannski verður skyn- samlegra að nota bara einn framherja en það kemur allt í ljós,“ sagði Heimir að lokum Byrjunarlið ÍBV 4-4-2 Albert Sævarson, Matt Garner, Eiður Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Pétur Runólfsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Yngvi Borgþórsson, Christopher Clements, Ajay Leitch-Smith, Gauti Þorvarðarson. Varamenn Viðar Örn Kjartansson (kom inn á fyrir Smith á 80.), Arnór Eyvar Ólafsson (kom inn á fyrir Gauta á 69.), Atli Guðjónsson, Augustine Nsumba (kom inn á fyrir Þórarin á 84.), Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Fannar Stefnisson. Mörk ÍBV Gauti, Ajay og Viðar Öm. Pepsí deild karla FH 6 5 0 1 15:6 15 Stjaman 6 4 1 1 16:8 13 KR 6 3 2 1 10:5 11 Fylkir 6 3 2 1 9:5 11 Keflavík 6 3 2 1 10:7 11 Valur 6 3 1 2 8:8 10 Breiðablik 6 2 2 2 11:12 8 IBV 6 2 0 4 6:9 6 Fram 6 l 2 3 5:6 5 Fjölnir 6 1 1 4 7:14 4 Grindavík 6 1 I 4 7:15 4 Þróttur 6 0 2 4 4:13 2 Eiður og Heimir Hallgríms- son, þjálfari IBV, handsala samninginn. Eiður samdi til þriggja ára Eiður Aron Sigurbjömsson, vam- armaðurinn ungi, hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍB V en Eiður hefur leikið betur og betur með IBV í byrjun móts. A sama tíma var Eið tilkynnt að hann hefði verið valinn í U-21 árs landslið íslands sem leikur gegn Dönum ytra á morgun. Eiður hefur vakið verðskuldaða athygli í undanfömum leikjum og er vel að landsliðsútnefningunni kominn. Þá var Eiður annar tveggja ÍBV- manna í liði umferðarinnar að mati Morgunblaðsins. Hinn var fyrirliðinn Andri Ólafsson. Auk þess vom þrír leikmenn ÍB V í liði umferðarinnar á vefnum Fótbolti.net en það voru þeir Andri, Gauti Þorvarðarson og Christopher Clements. Mark Gauta var jafnframt kostið mark umferðarinnar. Jl 1. deild kvenna: Tindastóll/Neisti - ÍBV 0:11 Glæsileg byrjun hjá stelpunum Stelpurnar í meistaraflokki í fót- bolta byrjuðu tímabilið með sannkölluðum stórsigri á útivelli þegar þær sóttu sameiginlegt lið Tindastóls og Nehsta heim í Skagafjörðinn. IBV sigraði norðanstúlkur 0:11 en staðan í hálfleik var 0:8 fyrir ÍBV. Liðin leika í B-riðli 1. deildar eða næst- efstu deild og er næsti leikur IBV liðsins hér á heimavelli gegn Völsungi á sunnudaginn. Þórhildur Ólafsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í leiknum gegn Tindastóli/Neista og Kristín Erna Sigurlásdóttir gerði þijú mörk. Þá skoraði Thelma Sigurðar- dóttir tvö, Sóley Guðmundsdóttir eitt og Laura East eitt mark. ÍBV komst þó ekki áfallalaust í gegnum leikinn því í lok fyrri hálfleiks meiddist Becky Merrit, nýr leik- maður frá Crystal Palace, illa á ökkla eftir Ijóta tæklingu. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari IBV, var að vonum sáttur við leikinn. „Þetta var algjör einstefna í fyrri hálfleik eins og hálfleikstölur gefa til kynna. Svo róaðist þetta aðeins í seinni hálfleik enda vill það oft gerast þegar lið ná svona góðri forystu að þau hægi ferðina. En það virðist vera þannig í B-riðli að það eru tvö lið sem eru slakari en hin SKORAÐI FJÖGUR. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fjögur mörk gegn Tindastóli/Neista. fímm í upphafi móts og Tinda- stóll/Neisti er annað þeirra. Hin fímm liðin eru hins vegar mjög jöfn þannig að það reynir í fyrsta sinn á getu liðsins á sunnudaginn gegn Völsungi. En það verður gaman að byrja gegn þeim,“ sagði Jón Ólafur. Hann bætir því við að meiðsli Becky séu hundleiðinleg. „Hún kemur væntanlega til með að geta æft og spilað en þessi meiðsli eiga samt eftir að há henni í næstu leikjum. Aðrir leikmenn eru heilir, ég reyndar hvíldi Sögu Huld í leiknum fyrir norðan, hún hefur verið meidd í læri en er nú heil.“ Byrjunarlið ÍBV Karítas Þórarinsdóttir, Hafdís Guðnadóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sædís Magnús- dóttir, Laura East, Becky Merrit, Sóley Guðmundsdóttir. Thelma Sigurðardóttir, Kristín Erna Sigur- lásdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir. Varamenn María Guðjónsdóttir (kom inn á fyrir Þórhildi á 65.), Hlíf Hauksdóttir (kom inn á fyrir Sóley á 46.), Bylgja Dögg Sigmarsdóttir (kom inn á fyrir Merrit á 46.), Saga Huld Helgadóttir (kom inn á fyrir Elísu á 65.) Mörk ÍBV Þórhildur (4), Kristín Erna (3), Thelma (2), Sóley, East. B-riðill 1. deildar kuenna Haukar 3 3 0 0 7:1 9 ÍBV 1 1 0 0 11:0 3 FH 2 1 0 1 7:1 3 Draupnir 3 1 0 2 4:14 3 Völsungur 0 0 0 0 0:0 0 ÍA 1 0 0 1 1:2 0 T.stóll/Neisti 2 0 0 2 3:15 0 Iþróttir ÍBV fékk Víking R. í hádeginu í dag, fimmtudag var dregið í 32ja liða úrslit VISA bikarkeppni karla. ÍBV var í pott- inum en KFS féll úr leik í síðustu umferð. Eyjamenn fengu heima- leik en andstæðingurinn kemur úr l. deild og er Víkingur Reykjavík. Liðin léku í l. deild síðasta sumar þar sem ÍBV hafði betur í tveimur viðureignum liðanna, fyrst 1:4 á útivelli og svo l:0 á heimavelli. Leikirnir í 32ja liða úrslitum fara fram l8.og 19. júní næstkomandi. Misstu unninn leik í jafntefli Annar flokkur kvenna lék í síð- ustu viku gegn Val á heimavelli í fyrsta leik sínum í A-deild íslandsmótsins. Eyjastelpur komust í l:0 í fyrri hálfleik og bættu svo við öðru marki í þeim síðari. En þegar átta mínútur voru eftir hrökk allt í baklás, Vals- slelpur skoruðu tvö mörk og lokatölur urðu því 2:2. Mörk ÍBV gerðu þær Herdís Gunnarsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir. Byrjuðu á stórsigri Annar Ilokkur karla hóf leik í C- deild íslandsmótsins í gær, miðvikudag þegar strákamir tóku á móti Aftureldingu. ÍBV og KFS senda sameiginlegan 2. flokk þannig að leikmenn liðsins eru einnig gjaldgengir í lið KFS í 3. deild. En annar flokkur fór vel af stað, lokatölur gegn Aftureldingu urðu 7:l ÍBV í vil. Víðir Þorvarðarson skoraði þrjú mörk fyrir ÍBV en þeir Christopher Clements, Þorleifur Sigurlásson, Viðar og Kjartan Guðjónsson eitt mark hver. KFS úr leik KFS féll úr bikarkeppni KSÍ og VISA þegar liðið tapaði naumlega gegn 2. deildarliði Víðis en ieikurinn fór fram í Garði. KFS komst yfir í seinni hálfleik með marki Trausta Hjaltasonar úr víti en Víðismenn svöruðu með tveimur mörkum og lokatölur urðu 2:1. Framundan Föstudagur 5. júní KI. 17.00 ÍBV-Leiknir 4. flokkur karla Kl. 18.00 ÍBV-Breiðablik 2. Ilokkur kvenna. Laugardagur 6. júní Kl. 12.30 Grótta-IBV/KFS 2. Ilokkur karla. Kl. 13.00 KB-KFS 3. deild karla. Kl. 13.00 HK-ÍBV 3. flokkur kvenna. Sunnudagur 7. júní Kl. 14.00 IBV-Völsungur l. deild kvenna. Mánudagur 8. júní KI. 14.15 ÍBV-Stjaman 3. flokkur karla, AB. Kl. 16.00 Leiknir-ÍBV 4. flokkur kvenna. Þriðjudagur 9. júní Kl. 18.00 ÍBV-FH 3. flokkur kvenna, bikar. Kl. 15.00 ÍA-ÍBV 5. flokkur karla, ABCD. Kl. 17.50 ÍBV2-Þróttur2 5. flokkur kárla, D.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.