Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 29. október 2009 Úr bloggheimum: Eyjamaður vikunnar: Kirkjur bazjarins: Karl Gauti Hjaltason bloggar: Ofsakæti Þegar það barst út í gær að Tryggvi væri á leið til ÍBV brast á ofsakæti á heimilinu og strákarnir urðu hreint ofurspenntir, svona eins og fyrsti leikurinn yrði á morgun. En stórkostlegt, velkominn til ÍBV Tryggvi, þér verður vel tekið. http://eyjapeyji.blog.is Þorkell Sigurjónsson bloggar: Hér er kennari, um kennara, frá Vestmanna- eyjum Það eru að nálgast sex tugir ára síðan bloggari síðunnar var í Barnaskól- anum í Vestmanna- eyjum. Mín fyrstu spor á mennta- brautinni voru í 1. bekk A undir skeleggri leiðsögn aðalkennara míns, Þórarins Magnússonar, veturinn 1949 og fram á vor. Þegar í annan bekk var komið var Páll Steingrímsson minn aðalkenn- ari og einnig í fimmta og sjötta bekk. Páll var þá ungur enn og sagði okkur fræknar sögur af sjálf- um sér og þá sérstaklega þegar hann var í Kanada. Hann barðist við óargadýr og það sem mér þótti einna merkilegast, hann spældi egg á brennheitri gangstéttinni í borg- inni sem hann dvaldi í. Einhverju sinn man ég eftir því, að við fengum heimsókn í bekkinn okkar, sjálfan menntamálaráðherra Islands, Bjarna Benediktsson. Páll var afbragðs kennari, líflegur og lífsglaður og þótti mér ávallt mjög vænt um hann. Friðrik Pétursson var minn aðal- kennari í þriðja og tjórða bekk, hann var vandaður og nákvæmur í sinni kennslu. Hjá honum reyndi ég fyrst fyrir mér í leiklistinni, þegar bekkurinn gekkst fyrir leiksýningu fyrir jólin og minnir mig að það hafi verið tengt jólahátíðinni. Amþór Ámason kenndi mér eitt- hvað lítillega og man ég helst eftir því hvað krakkarnir létu illa hjá honum, því hann var meinlaus og góður maður og tók ekki hart á ólátabelgjunum í bekknum. Karl Guðjónsson kennari, bæjarfull- trúi og alþingismaður. Amþrúður kona hans og tvær dætur þeirra, Sunna og Harpa. Hjá Karli var ég í söngtíma sem kallaður var og var ég lítt hrifinn af þeirri iðju þar sem ég var vita laglaus. Það man ég frá árinu 1953 í aðdraganda alþingis- kosninga, að faðir minn bað mig að bera út dreifimiða undirritaðan af Halldóri Kolbeins, sóknarpresti. Dreifimiðinn innihélt yfirlýsingu frá sóknarpresti, að Karl hefði aldrei jarðað barn sitt í kirkju- garðinum og notað til þess kolaskóflu. Óábyrgur aðili hélt þessu fram um Karl í rituðu máli. Þannig var nú pólitíkin í þá daga. Að lokum kemur svo hann Kjartan Ólafsson kennari og konan hans, Sigríður Bjarnadóttir. Ekki man ég eftir því hvað Kjartan kenndi mér, en hann var ávallt ljúfur og góður maður. Má segja í lokin, að við Vest- mannaeyingar áttum einvalalið kennara fyrir hálfri öld síðan. http://hector.blog.is Ir algjör prjónakerling Á laugardaginn fóru fram tónleikar í sal Hvítasunnukirkjunnar. Það var hljómsveitin Jack London sem spilaði auk annarra tónlistarmanna. Meðal þeirra sem stigu á svið var hin 16 ára gamla Jenný Guðna- dóttir en í henni leynist frábær söngkona. I umfjöllun um tón- leikana á blaðsíðu 15 segir Ómar Garðarsson, sem fylgdist með tón- leikunum, að Jenný gæti orðið ein af okkar allra bestu söngkonum ef hún kærir sig um. Ekki amalegt það og gerir það að verkum að Jenný cr Eyjamaður vikunnar. Nafn: Jenný Guðnadóttir. Fæðingardagur: 5. febrúar 1993. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Pabbi er Guðni Hjálmars, mamma Guðbjörg og svo eru það Elísabet og Hjálmar Karl. Svo má ekki gleyma kisu :) Draumabfllinn: Ford Shelby Mustang. Uppáhaldsmatur: Lasagna og allur ruslmatur sem þú getur boðið upp á held ég bara. Versti matur: Fyllt pasta. Uppáhalds vefsíða: Facebook. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara alls konar tónlist. aðal- lega svona alternative rokk. Aðaláhugamál: Bara tónlistin og Eyjamaður vikunnar Jenný Guðnadóttir. vinirnir svo er ég algjör prjóna- kerling :P Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Það væri svalt að hitta Jesú en mér langar líka ógeðslega mikið að hitta Anastasíu og bara spurja „hvar varstu?" :o Fallcgasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar auðvitað. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Aaaa, segir maður ekki bara IBV og bara Vigdís mín er það ekki :D Ertu hjátrúarfull: Nei alls ekki. Stundar þú einhverja íþrótt: Neibb. Uppáhaldssjónvarpsefni: Criminal minds, Melrose, 90210 og Family guy. Hvað finnst þér um kirkjustarfið í Landakirkju (spurt af síðasta Eyjamanni vikunnar): Bara fínt. Hvers viltu spyrja næsta Eyjamann vikunnar: Áttu eftir að sakna McDonalds? Ertu búin að syngja lengi: Nei, byrjaði bara eitthvað að leika mér í vetur. Varstu að koma fram í fyrsta skipti: Já, fyrir svona marga, hef einu sinni sungið með pabba á samkomu. Ætlarðu að syngja meira í framtíðinni: Það væri gaman. Hvernig fannst þér svo tón- leikarnir: Ég var mjög sátt við þá, skemmtilegir tónlistarmenn þar á ferð! Eitthvað að lokum: Bara takk fyrir mig... og já, Anna segir hæ. Matgazðingur vikunnar: Villigæsabringa ðr Bjarnarey Ef ég héldi að ég fyndi, þó ekki vœri nema eina manneskju sem tryði því að ég hefði veitt grágœs í háf úti í Bjamarey - af því að það mátti ekki veiða lunda í sumar - þá myndi ég reyna að skrökva því. En ég reyni það sem sagt ekki. Þessi gœs var skotin í Norðurey um daginn - í sama kjördæmi samt - og það sá til Eyja þar sem hún féll. Fyrst vil ég samt segja að ég trúi því ekki eitt augnablik að vinur minn, Ásgeir Sigurvinsson, hafi nokkurn tíma eldað sjálfur þennan hrossakjötsrétt sem var í síðasta blaði. Og alls ekki að hann hefði borið réttinn fram með gulum baunum - þœr eru viðurstyggi- legar! VilligtBsarbringa Úrbeinaðar villigæsabringur Salt og hvítur pipar úr kvörn Hlynsíróp Bringumar eru brúnaðar í smjöri á snarpheitri pönnu. Saltaðar, pipraðar og penslaðar með hlyn- sírópi og settar inn í 160° heitan ofn í 5 mínútur. Teknar út úr ofn- inum, penslaðar aftur og látnar Matgœðingur vikunnar Páll Magnússon. standa í 5 mínútur. Síðan er þetta endurtekið tvisvar sinnum. Sem sagt: 3x5 mínútur inni í ofninum með 5 mínútna hléum og penslað á milli. Svona verður steikingin full- komin! Sósan Ef maður er ekki svo langt kominn í eldamennskunni að eiga alltaf heimagerðan villibráðarkraft er best að nota villibráðarsósuþykknið frá íslensku matreiðslumeisturunum, sem fæst í betri matvöruverslunum. Fylgið uppskriftinni á pakkning- unni og bætið svo sósuna með gráðosti, rjóma og bláberjasultu eftir smekk - og kraftinum af steikarpönnunni og safanum sem kemur af bringunum og sírópinu í ofninum. Einfalt meðlæti: brúnaðar kartöflur og eplasalat (t.d. bara afhýdd og niðursneidd epli með melónu- jógúrt). Svo vil ég skora á vin minn Heimi Hallgrímsson að leggja okkur til nœstu uppskrift. Hann getur trúlega notað lunda í sinn rétt því þeir í Ystakletti hafa örugglega ekki farið eftir reglunum í sumar frekar en endranœr. Eg óska Heimi til ham- ingju með að liafa fengið Tryggva Guðmundsson til liðs við IBV og sting upp á að hann reyni nœst við kokkinn úr síðustu Fréttum, sjálfan Asgeir Sigurvinsson! Þá yrði nú fyrst gaman aftur á Hásteinsvelli! Gamla myndin: Þessa mynd er að finna á Ljósmyndasafni Vestmannaeyja en ekki er vitað hver maðurinn er. Þeim sem geta gefið upplýsingar um nafn mannsins er bent á að hringja í síma 893-3488 eða senda póst á netfangið gunnariodda@gmail.com. Landakirkia Fimmtudagur 29. október Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu, samverustund foreldra með ungum börnum sínum. Gíslína. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta Landakirkju alla virka daga, sími 488-1500 og vaktsími 488-1508. Kl. 14. ETT - kirkjustarf 11-12 ára krakka. Gísli. Kl. 20. Biblíuleshópur. Fróðlegt spjall um Jóhannesarguðspjall. Kl. 20. Æfing Kórs Landakirkju. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut. Föstudagur 30. október Kl. 13. Æfing Litlir lærisveinar, yngri hópur. Védís og Gísli. Kl. 14. Æfing Litlir lærisveinar, eldri hópur. Laugardagur 31. október Hallgrímsmessa Kl. 14. Utför: Tryggvi Jónasson. Sunnudagur 1. nóvember Allra heilagra messa Kl. 11. Bamaguðsþjónusta og sunnudagaskóli. Mikill söngur, sögur og lofgjörð. Kl. 11. Kirkjustarf 6-8 ára krakka byrjar með bamaguðsþjónustunni en svo er unnið í fræðslustofu með leiðtogum. Kl. 14. Messa á allra heilagra messu. Minning látinna, lesin verða nöfn þeirra sem látist hafa sl. 12 mánuði samkvæmt prests- þjónustubókinni. Nöfnum annarra skal komið til sr. Kristjáns fyrir messuna. Kerta- Ijósastund og bæn. Altarisganga. Kór Landakirkju. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K, Æs- Land, í Safnaðarheimilinu. Mánudagur 2. nóvember Kl. 11-12. Viðtalstímar presta Landakirkju alla virka daga. Kl. 16. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Sr. Kristján og Gísli. Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. 12-spora andlegt ferðalag. Vinir í bata. Þriðjudagur 3. nóvember Kl. 13 og 14.30. Fermingar- fræðsla í fræðslustofu. Kl. 20. Fundur í Gideonfélagi Vestmannaeyja í Safnaðar- heimilinu. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K heimilinu fyrir 8. bekkinga. Miðvikudagur 4. nóvember Kl. 14 og 14.30. Fermingar- fræðsla í fræðslustofu. Kl. 15. NTT - kirkjustarf 9-10 ára krakka í Safnaðarheimilinu. Kl. 20. Fundur hjá Aglow í Safnaðarheimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 29. október KI. 20:00 Bænastund. Föstudagur 30. október Kl. 17:00 Krakkafjör, allir krakkar sérstaklega velkomnir. Kl. 20.00 Unglingahittingur Sunnudagur 1. nóvember Kl. 13:00 Samkoma, ræðumaður Guðni Hjálmarsson, bömin dunda sér á meðan í rólegheitum. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirklan Laugardaginn 31. október Kl. 10.30 Samkoma hefst á Brekastíg 17 með biblíufræðslu fyrir böm og fullorðna. Kl. 11.30 Guðsþjónusta. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Allir hjartan- lega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.