Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 9 lístöðu Eyjamanna til þess að stjórn lögreglunnar verði aflögð hér og flutt á Selfoss: parnað af þessum hugmyndum íkið og það á tímum sparnaðar, segir í mótmælum bæjarstjórnar sem segir emb- fræðilega sérstöðu Eyjanna - Ein af lykilstöðum samfélagsins þegar vá steðjar að Reynir mikið á þingmenn okkar Eyjamanna -Hafa betra aðgengi að löggjafarvaldinu en við bæjarfulltrúarnir, segir Elliði bæjarstjóri GLAÐBEITTIR, Elliði og Arni: -Við hjá Vestmannaeyjabæ munum náttúrulega fylgja þessu áfram og hvergi gefa neitt eftir í hagsmunabaráttunni, sagði Elliði. Elliði Vignisson, bæjarstjóri var spurður út í fundinn sem dómsmálaráðherra, aðstoðar- maður hennar og skrifstofustjóri dómsmála- ráðuneytisins sátu með bæjarstjórn Vest- mannaeyja. „Fundurinn með ráðherra var ágætur og ástæða til að þakka Árna Johnsen sérstaklega fyrir frumkvæðið. Við fórum yfir þessi mál og gerðum grein fyrir afstöðu okkar sem kjörin erum til að gæta hagsmuna sveitar- félagsins. Við lögðum mikla áherslu á að útskýra landfræðilega sérstöðu Vestmanna- eyja svo sem þá staðreynd að hér koma oft válynd veður og stórsjór sem einangra sam- félagið sólarhringum saman. Von okkar er sú að þeim sem þekki til staðhátta detti vart í hug að lögreglumenn fari milli lands og Eyja í vinnu sinni eða að yfirmaður þeirra geti verið staðsettur á stað sem getur tekið tíma að ferðast til. Við gerðum líka athugasemdir við að ekki skuli hafa verið lögð fram nein gögn sem sýni fram á spamað af þessum tillögum," sagði Elliði. Telur þú líklegt aðfallið verði frá hugmynd- um um að fœra lögreglustjóraembœttið frá Eyjum? „Seinast í morgun ræddi ég við Hauk Guð- mundsson skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu og hann staðfesti við mig að í raun hefði ekki verið fallið frá neinu heldur á ein- ungis að gefa sér lengri tíma í þær breytingar sem ræddar hafa verið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að falla frá neinum fyrri hug- mynda. Það er líka hollt að rifja upp að fyrir nokkrum mánuðum áttum við bæjarfulltrúar sambærilegan fund með Ögmundi Jónassyni um Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Þar lýsti ráðherra skilningi sínum og einlægum vilja til að ekkert yrði gert nema í sátt við heimamenn. Við bæjarfulltrúar stóðum upp af þeim fundi jákvæðir og þakklátir. Nokkr- um dögum seinna var skurðstofunni lokað. Ég veit ekki hvort þetta verður eins núna. Okkar von er náttúrulega sú að fundurinn hafi aukið skilning ráðherra og ráðgjafa hennar á því að staða lögreglustjóra í Vestmannaeyjum er ein af lykilstöðum samfélagsins þegar vá steðjar að. Það skiptir náttúrulega miklu að lögreglustjóri er jafnframt yfirmaður al- mannavarna. Hann stýrir öllum aðgerðum og undirbúningi allra öryggismála fyrir þjóðhátíð, goslokahátíð, þrettándagleði, Shellmót og fleira. Hann er ábyrgur fyrir samstarfi allra þeirra aðila sem veita bráðaaðstoð í margs konar vá allt frá eldgosi yfir til heimsfaraldurs inflúensu. Lögreglustjóri fer með ákæruvaldið og hann stýrir löggæslu í einangruðu nærsamfélagi. Það er algerlega fráleitt að allt þetta og meira til sé mögulegt að gera á markvissan máta af embættismanni á fastalandinu sem ekki tengist samfélaginu og hefur ekki þekkingu á staðháttum." Hver verða nœstu skref? „Við hjá Vestmannaeyjabæ munum náttúru- lega fylgja þessu áfram og hvergi gefa neitt eftir í hagsmunabaráttunni. Það er ástæða til að hrósa embættismönnum í ráðuneytinu fyrir viljann til að miðla til okkar upplýsingum en það er ekki nóg. Ég held að í þessu máli og mörgum fleiri reyni mikið á þingmenn okkar Eyjamanna þar sem aðgengi þeirra að lög- gjafarvaldinu er ólíkt meira heldur en okkar bæjarfulltrúa." Öll ákvarðanataka sem skiptir máli flyst í burtu -segir Karl Gauti sýslumaður um tillögurnar - Allur undirbúningur þjóðhátíðar íjarstýrður „Ég er ánægður með að ráðherra kom til að ræða við okkur og það er stórkostlegt að fá tækifæri til að ræða við hana milliliðalaust. Þetta er fyrsti dómsmálaráðherr- ann sem hefur komið hingað gagngert til að ræða málefni lögreglu og skrifstofunnar í öll þau tólf ár sem ég hef verið hér,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður um heimsókn ráðherrans. „Við áttum fund með nokkrum starfsmönnum embættisins í tvo tíma og fórum yfir þessar hug- myndir um fækkun lögreglu- og sýslumannsembætta. Ég skýrði mín sjónarmið og ráðherra fór yfir hvað lægi til grundvallar þessum áformum. Ég tók það fram við hana í lok fundar að það væri langt í frá að ég væri búinn að úttala mig um þessi mál og bauð fram mína hjálp við að ná fram sparnaði í kerfinu. Ég er að því leytinu ánægður með KARL GAUTI: Ef þarf að spara verða þær ákvarðanir teknar uppi á landi og þá er næsta auðvelt að draga saman seglin hér þar sem við verðum á jaðarsvæði. fundinn að umræður voru opin- skáar, en hvað kemur út úr þessu veit ég ekki,“ sagði Karl Gauti og var í framhaldinu spurður út í hvað það virkilega þýddi fyrir embættið hér ef stjórn lögreglumála færist frá Eyjum? „I stuttu máli þýðir þetta að öll ákvarðanataka um lögreglumál, sem skiptir einhverju máli, flyst í burtu frá Eyjum, t.d. hvað varðar að ráða og reka starfs- menn, hvaða áherslur skal leggja í löggæslumálum í Eyjum, t.d. öllum undirbúningi fyrir þjóð- hátíð verður fjarstýrt ofan af landi. Ef þarf að spara verða þær ákvarðanir teknar uppi á landi og þá er næsta auðvelt að draga saman seglin hér þar sem við verðum á jaðarsvæði. Þá má líka nefna stjórn almannavarna sem er auðvitað ein af grunnstoð- unum hér á svona afskekktu svæði og mikilvægt að allir taumar í sambandi við almanna- varnir verði hér í bænum en ekki yfir sjó og land. Ég hef einnig talið það mjög mikilvægt að bæjarbúar hafi aðgang að yfir- manni lögreglunnar hér á staðnum, ef lögreglustjóri er staðsettur uppi á landi lengir það allar boðleiðir og kerfið verður þyngra í vöfum.“ Eftir fundinn fóru þau og hittu alla bæjarfulltrúana og áttu fund með þeim. „Þar kom m.a. fram að öll yfirstjórn lögreglu er staðsett í Reykjavík, ráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu og þar fyrir neðan kemur ríkislögreglu- stjóri sem fer með stjórn lögreglu í umboði ráðherra og í þriðja lagi eru lögreglustjórarnir sem eru staðsettir vítt og breitt um landið. Nú á sem sagt að færa þá til Reykjavíkur Iíka eða a.m.k. í seilingarfjarlægð,“ sagði Karl Gauti að lokum. Eyjakvöld á Kaffi Kró einn fímmtudag Hópur tónlistarfólks hefur ákveðið að efna til Eyjakvölda á Kaffi Kró fyrsta fimmtudag í mánuði í vetur og byrja 5. nóvember nk. Tónlistarmennirnir sem ætla að gera þessa tilraun vilja ekki að upplýst verði strax hverjir þeir eru en eru sann- færðir um að grundvöllur sé fyrir tónlistarkvöldum þar sem lögð verður áhersla á Eyjalögin. Það sé fjársjóður sem þurfi að rækta og koma til skila milli kynslóða. „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í nokkurn tíma og hafði Kaffi Kró í huga frá upphafi. Þegar ég ræddi þetta við Simma (Sigurmund Einarsson) var hann strax til í slaginn. Staðurinn hentar mjög vel fyrir tónleika af minni gerðinni og býður upp á skemmtilega stemmningu.“ Hugmyndin er að fjórmenn- ingarnir fái til sín annað listafólk til að flytja með sér Eyjalögin og eru allir velkomnir. „Þetta gæti orðið skemmtileg tilbreyting fyrir fólk að kikja við hjá okkur. Það í mánuði kostar 500 krónur inn sem ætti að koma sér vel þegar fólk þarf að horfa meira í aurinn en áður. Þetta gerum við til að fá sem flesta til okkar og syngja með. Þessi lög eru það stór hluti af tilveru og lífi okkar Eyjamanna að þau eiga það skilið að vera á dagskránni allt árið um kring. Og fyrir gesti er nauðsynlegt að sjá að við getum tekið lagið oftar en á þjóðhátíð,“ voru lokaorð forsprakkans sem í næstu viku ætlar að opinbera hópinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.