Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Page 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 Glæsileg skemmtun á Versló að þessu sinni var valinn Heiðar Hinriksson. Hápunktur skemmtidagskrárinnar var hins vegar þegar Ingó úr Veðurguðunum steig á svið og fór fyrir fjöldasöng. Ingó er annálaður skemmtikraftur sem nær vel til fólksins enda ekki að ástæðulausu sem hann er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins um þessar mundir. Og það kom bersýnilega í ljós í Höllinni á laugardag því einn með gítarinn tókst honum að fá fólk til að dansa og syngja og um tíma var hluti gestanna dansandi uppi á borðum, svo mikil var stemmningin. Þrjár raddir og beatboxer stigu svo aftur á svið á eftir Ingó og náðu skiljanlega ekki að halda uppi jafn góðri stemmningu og Ingó. Söngur stelpnanna er þó afar flottur. En þar með lauk skemmti- dagskránni og í kjölfarið fylgdi stórskemmtilegur dansleikur þar sem Ingó og Veðurguðirnir léku fyrir dansi en þegar mest var, voru um 500 manns á dansleiknunr og stuðið eftir því. Versló ‘09 var því mjög vel heppnað og stórskemmti- leg uppákoma. Á laugardaginn var Verslunar- mannahallið haldið mcð pompi og prakt í Höllinni en hallið er orðið einn af föstu punktum skcmmt- nnalífsins í Eyjum cftir að hafa verið endurvakið fyrir nokkrum árum. Um 250 manns voru í mat og skemmtun en skipulag salarins gerði það að verkum að það var eins og 400 manns væru í salnum. Ekki var að sjá annað en að fólk skemmti sér konunglega og maturinn var frábær. Eftir að fólk hafði gætt sér á girni- legum kræsingum Einars kalda og félaga þá tóku skemmtiatriðin við, eitt af öðru. Þrjár raddir, ásamt beatboxer stigu fyrst á svið og flutt- ningur þeirra var góður. Sveinn Waage flutti gamanmál í eigin persónu en síðar um kvöldið steig skosk hliðarpersóna hans fram, Brian McBastard, sem náði þó ekki nærri jafn vel lil áhorfenda og Sveinn. Svanhildur Guðlaugsdóttir, fyrrum formaður Félags kaupsýslu- manna í Vestmannaeyjum var heiðruð fyrir störf sín síðustu ár og lögreglumenn notuðu tækifærið og útnefndu lÖEreglumann ársins sem Veðurguðirnir slógu í gegn hjá ungum Eyjamönnum Ingó og Veðurguðirnir skildu unga aðdáendur sína í Vestmannaeyjum ckki út undan þegar þeir komu hingað um síðustu helgi. Sveitin skellti upp unglingaballi á Volcano Café þar sem unga fólkið fjölmennti og skemmti sér konunglega. Það var reyndar erfitt að sjá hvort gestirnir eða hljómsveitar- meðlimir hali skemmt sér betur enda mikið fjör þegar Ingó og Veðurguðirnir eru annars vegar. Sveitin tók öll sín vinsælustu lög og tók unga fólkið vej undir í ilest- um lögunum. Oskar Pétur Friðriksson fangaði stemmning- una á ballinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.