Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 Svínaflensan: Einn til Reykja- víkur Sex hafa verið greindir Kona var á sunnudag llutt á Landspítalann í Reykjavík vegna svínaflensunnar. Karl Björnsson, yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. Konan hafði haft einkenni svína- flensunnar í nokkra daga. Á Vísi.is er greint frá því að hún hafi verið lögð inn á gjörgæslu en Karl gat ekki staðfest það, þar sem hann annaðist ekki sjúklinginn. Karl segir að sex einstaklingar hafi verið greindir með svoköll- uðu strokusýni í Vestmannaeyjum en sýnatöku hefur verið hætt. „Við hættum því og greinum nú eftir einkennum, eins og gert er um allt land. Ég hef í raun og veru ekki tölu á því hversu margir eru nú með svínaflensuna í Eyjum. Þeir eru auðvitað mun fleiri en þessir sex sem við höfð- um greint áður.“ Karl segir að fólki með undir- liggjandi sjúkdóma, sem fái ein- kenni svínaflensunnar, sé ráðlagt að hafa samband við lækni. „Ef inflúensan er á byrjunarstigi, þá er hægt að gefa ákveðin veirulyf sem draga úr einkennum svínaflens- unnar. Öðrum er bent á að halda sig heima fyrir og fara ekki af stað aftur fyrr en eftir að hafa verið hitalausir í sólarhring. Það má reikna með að veikindin taki um viku frá því að fyrstu einkennin koma fram. En ég ítreka að það er ekki sniðugt að fara of snemma af stað eftir að veikjast." Hjörtur og Lára til Nýja Sjálands í bæjarstjóm í síðustu viku lá fyrir erindi frá Hirti Kristjánssyni, bæjarfulltrúa V-lista og yfirlækni á Heilbrigðisstofnun, þar sem hann segir sæti sínu í bæjarstjórn lausu vegna brottflutnings. Bæjarstjóm þakkaði Hirti fyrir vel unnin störf sem bæjarfulltrúa og óskaði honum velfarnaðar í nýju landi. Erindið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Hjörtur og Lára Skæringsdóttir, kona hans, eru að flytja til Nýja Sjálands með fjölskylduna þar sem Hjörtur mun starfa við lækn- ingar. Bæjarstjórn samþykkir aðkomu að endurbyggingu upptökumannvirkja: A að kosta 250 til 300 milljónir -Hlutur hafnarinnar 150 milljónir - Bæjarins 100 til 150 milljónir - Eiga að verða tilbúin á næsta ári - Hefur legið óbætt í rúm þrjú ár DALA RAFN verður meðal skipa sem hægt verður að taka upp í lyftunni. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sín- um í síðustu viku að bæjarsjóður taki þátt í endurbyggingu upptöku- mannvirkja Skipalyftu Vestmanna- eyjahafnar með fjármögnun og fjárveitingu sem nemur 50% af heildarkostnaði við verkið, þó eigi hærri fjárhæð en sem nemur 150 milljónum króna. Kemur þetta á móti 150 milljóna framlagi hafnar- sjóðs og er miðað við að endurbygg- ingu verði að fullu lokið á árinu 2010. Heildarkostnaður er áætlaður 250 til 300 milljónir króna, miðað við núverandi verðlag og gengi. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyja- bæjar og stofnana 2010 til 2012 gerir ráð fyrir liðlega 300 milljón kr. útgjöldum vegna þessara fram- kvæmda. Verður hlutur hafnarinnar 150 milljónir og bæjarsjóðs 100 til 150 milljónir króna. í ályktuninni segir að illu heilli hafi ESA dómstóllinn í Brussel komið í veg fyrir aðkomu ríkisins að fram- kvæmdinni þegar hann lagði af sam- keppnisástæðum bann við að 200 milljóna tjónabætur yrðu greiddar til Vestmannaeyjahafnar sem áttu að koma úr Hafnarbótasjóði árið 2008 og Alþingi hafði áður samþykkt. „Eftir sem áður lítur bæjarstjórn á endurbyggingu upptökumannvirkj- anna sem afar mikilvægt atvinnumál í Vestmannaeyjum sem miðar að eflingu þeirra fyrirtækja sem annast þjónustu við sjávarútveginn. Með upptökumannvirkinu eykst þjónusta við meginþorra fískiskipa f Eyjaflotanum. Þá myndast með slíku mannvirki sóknarfæri fyrir fyrirtæki f Vestmannaeyjum að þjónusta skip annars staðar frá sem munu einnig geta sér notfært sér þessa bættu aðstöðu. Þar sem starf- semi upptökumannvirkja tilheyrir ekki grunnstarfsemi Vestmannaeyja- hafnar kallar slíkt á fyrrgreinda aðkomu bæjarsjóðs að endurbygg- ingunni," segir í ályktun bæjar- stjórnar sem allir bæjarfulltrúamir sjö skrifuðu undir og samþykktu. Undirbúningur að hefjast „Með samþykkt bæjarstjómar má segja að fjárhagslegur rammi hafi verið markaður fyrir framkvæmdina sem reiknað er með að ljúka á næsta ári,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður framkvæmda- og hafnar- ráðs. Næst er að hefja undirbúning og verður leitað til John Berry Con- sulting Inc., sem aðstoðað hefur ráðið, og innlendra tæknimanna. Umhverfis- og framkvæmdasvið og Ólafur Snorrason, framkvæmda- stjóri, hafa yfirumsjón með verkinu og hefur þar verið leitað til Friðriks Björgvinssonar, tæknimanns sem verkefnisstjóra. Eftirlit með fram- kvæmdum við verkið á næsta ári kemur í hlut Sveins Rúnars Val- geirssonar, skipstjóra á Lóðsinum og forstöðumanns hjá Vestmanna- eyjahöfn. „Það er ástæða til þess að þakka bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir gríðarlega góðan fjárhagslegan stuðning við verkið en rekstur upp- tökumannvirkja er ekki ein af grunnstoðum í rekstri Vest- mannaeyjahafnar. Aftur á móti mun starfsemin efla verulega þjón- ustu við sjávarútveginn og starfsemi þjónustufyrirtækja í Vestmanna- eyjurn," sagði Arnar en á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs verður farið yfir vinnulagið við framhald málsins. Tekur upp flest skip Eyja- flotans Ólafur sagði að þama væri farin svokölluð leið tvö sem fram- kvæmda- og hafnarráð hafi sam- þykkt og Siglingastofnun lagt blessun sína yfir. Miðast fram- kvæmdin við að lagfæra núverandi lyftu en styrkja hana þannig að hægt verði að taka upp flest skip í Vestmannaeyjaflotanum. „Pallurinn verður endumýjaður en styttur úr 60 metrum í 46. Sömu spil verða notuð en þau styrkt og settur nýr gír við þau. Skipt verður um víra og þannig á lyftan að geta tekið upp þyngri skip. Stærstu skipin í Eyja- flotanum, sem hægt verður að taka upp, eru Gullberg og Bergur, Jón Vídalín er of langur en spuming er með þyngdardreifinguna í Kap,“ sagði Ólafur. Upptökumannvirkin skemmdust mikið þegar verið var að taka Gandí VE upp 17. október 2006. Það eru því rúm þrjú ár sem þau hafa legið óbætt. Hoffman með útgáfutónleika á Volcano á föstudagskvöld Á morgun, föstudag ætlar Eyjahljómsveitin Hoffman að halda tvenna útgáfutónleika í Vestmannaeyjum. Hvorir tveggja tónleikarnir fara fram á Volcano Café en önnur Eyja- hljómsveit, Súr, mun hita upp. Fyrri tónleikarnir byrja klukkan 18.00 og eru fyrir alla aldurshópa. Miðaverð er einungis 500 krónur en auk laga af nýju plötu Hoffman, Your secrets are safe with us, munu eldri slag- arar fylgja með, t.d. Slor og skítur. Síðar sama kvöld eða klukkan 23.00 verða svo seinni tónleikarnir en þeir eru hugsaðir fyrir þá sem hafa aldur til að sækja vínveitinga- staðinn. Nýja platan verður spiluð í heild sinni ásamt Slor og skít og fleiri eldri lögum sveitarinnar. Nýja platan verður auk þess seld á staðnum. Hoffman mun svo kynna nýju plötuna fyrir fbúum höfuðborgarinnar á staðnum Sódómu, þar sem Gaukurinn var áður en þar mun Eyjahljómsveitin Súr koma fram og sömuleiðis þriðja Eyjahljómsveitin, Júníus Meyvatn, sem er nýtt nafn á hljómsveitinni Jack London sem spilaði í Eyjum um síðustu helgi við góðan orðstír. Prestar Vcstmannaayjaprastakalls Allra heilagra messa - Minning látinna Sunnudagurinn er helgaður minningu látinna og haldinn ár hvert í Þjóðkirkj- unni fyrsta sunnudag í nóvember. Þá eru lesin nöfn þeirra sem dáið hafa frá allra heilagra messu á síðasta ári, í bæn fyrir minningu látinna. Farið eftir prests- þjónustubók Vestmannaeyjaprestakalls. Vilji fólk að nöfn annarra verði lesin þarf að koma ábendingum til sr. Kristj- áns í viðtalstíma eða vaktsíma 488 1508, eða á klerkur@simnet.is I messunni er kertaljósastund þannig að fólk getur tendrað ljós til minningar og í bæn fyrir látnum ástvini á meðan messan er sungin. Að fornu var allra heilagra messa eða allra sálna messa jafnan I. nóvem- ber en hún hefur verið haldin fyrsta sunnudag í nóvember. Nú ber svo við að fyrsti sunnu- dagur f nóvem- ber er 1. nóvem- ber. Upphaflega er messan helg- uð öllum þeim dýrlingum sem ekki eiga sinn eigin messudag, en í þjóðkirkjunni hefur þessi hefð myndast á liðnum árum, að minnast látinna í söfnuðinum og látinna ástvina. Lýður sendir bankastjóranum Ijóð Yfirdrátturinn er runninn út Lýður Ægisson, hagyrðingur, sendi okkur þessar vísur fyrir skömmu. Lýður bjó lengi í Eyjum og var þá til sjós. Þegar blóðugt blasir við bölvað snepladraslið oft þið hafið lagt mér lið, og létt mér skuldabaslið. Heimildin er horfin út, heftið tómt og rúið. Lund tnín er í Ijótum hnút létta skapið flúið. Yfirdráttinn ættuð þið að auka við mig núna, svo égfái sálarfrið og sefað geti frúna. Lýður Ægisson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.