Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 SVÆÐIÐ sem búið er að græða upp stóðst álagið í mikla rokinu. Framkvæmdir í Bakkafjöru? Ennþá sandfok Þrátt fyrir töluverða landgræðslu á Bakka verður enn umtalsvert sandrok í Landeyjahöfn í mikluin veðrum. I roki fyrir nokkrum dögum mattaði sandurinn kúpul á vefmyndavélinni sem þar er staðsett og tekur myndir af framkvæmdum við höfnina. Af þeim sökum eru myndir úr vélinni ónothæfar þessa dagana. Á vef Siglingastofnunar segir að nýr kúpull hafi verið pantaður og vonandi væntanlegur innan skamms svo vefmyndavélin geti á ný þjónað hlutverki sínu með sóma. Eignarhaldsfélag BÍ: Bærinn fékk 12 milljónir Vestmannaeyjabær fékk úthlutað 12 milljónum króna frá Eignar- haldsfélagi Brunabótafélags ís- lands (EBÍ). Samtals voru greidd- ar út 300 milljónir en þau sveitar- félög sem eiga aðild að Sam- eignarsjóði EBÍ fá úthlutað í réttu hlutfalli við eignaraðild að sjóðnum. Einn helsti tilgangur EBÍ er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða og styðja alhliða for- vamastarf í sveitarfélögum. „Langstærsta verkefnið sem félagið hefur unnið að er for- vamaverkefni í leikskólum lands- ins þar sem slökkviálfarnir Logi og Glóð leika aðalhlutverkið. EBÍ hefur fjármagnað gerð vandaðs fræðsluefnis í þessu skyni fyrir öll slökkvilið landsbyggðarinnar frá haustinu 2007. Þá hefur félagið gefið út fræðslu- bæklinga um eldvarnir heimilanna sem standa slökkviliðum til boða endurgjaldslaust. í vor kom út bók sem unnin var í samvinnu við Brunamálastofnun um viðbrögð við gróðureldum,“ segir á www. brunabot.is, heimasíðu EBÍ. Hæstu upphæð fékk Akureyrar- bær eða tæpar 40 milljónir, Kópa- vogur fékk 26 milljónir, Reykja- nesbær rúma 21 milljón, Isa- fjarðarbær og Fjarðabyggð rúmar 14 milljónir, Vestmannaeyjabær 12 milljónir og Akranes rúmar 10 milljónir. S Ragna Arnadóttir dómsmálaráðherra á ferð í Eyjum og kynnti sér ; Aldrei verið sýnt fram á s -Þvert á móti myndu þær valda auknum kostnaði fyrir íslenska r ættismann í Reykjavík ekki hafa haft fyrir því að kynna sér land RÁHERRA FUNDAÐI með Eyjamönnum á föstudaginn. Hér er hún á fundi með sýslumanni og hans fólki. Árni Johnsen, alþingismaður, Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Karl Gauti Hjaltason sýslumaður, Gunnlaugur Grettisson skrifstustjóri embættisins, Jóhannes Olafsson yfir- lögregluþjónn, Halldóra Hauksdóttir fulltrúi sýslumanns, Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri og Ása Olafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Opnaði á samstarf Ég óskaði eftir því við Rögnu Árnadóttur, ráðherra að hún kæmi og fundaði með sýslumanni og fulltrúum hans ásamt sveitarstjóm- armönnum út frá sérstöðu Vest- mannaeyja. Hún tók því vel og með henni í för voru Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri og Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Ragna var mjög ánægð með fund- inn með sýslumanni og hans nánustu mönnum. Hún opnaði það að fara í samstarf við heimamenn um að finna lausn á málinu. Haukur Guðmundsson, sem er aðal prímusmótorinn í þessu, sagði Vestmannaeyjar hafa afgerandi sérstöðu og ráðherra tók undir það. Ég sé í loftinu fesrkari útfærslur og hugmyndir sem byggja á okkar sérstöðu. Síðan funduðum við með bæjarstjórnarmönnum sem undir- strikuðu það sem hafði komið fram hjá fólkinu við sýslumannsemb- ættið. Ég sé fyrir mér frekari útfærslur sem byggja á okkar sérstöðu. Það er ekkert ákveðið en það á að skoða alla möguleika," sagði Árni Johnsen. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráð- herra kom til Eyja sl. fimmtudag í fylgd með Áma Johnsen alþingis- manni og var tilgangur ferðarinnar að ræða við sýslumann og bæjar- yfirvöld um fyrirhugaðar breytingar á embættum lögreglu og sýslu- manna. Ragna hóf heimsóknina með því að eiga fund með Karli Gauta Hjaltasyni, sýslumanni. Tillögur ráðherra um fækkun lögreglu- og sýslumannsembætta hafa mælst illa fyrir og hefur sá hluti þeirra sem snýr að sýslumannsem- bættunum verið tekinn út af borðinu í bili. Hins vegar liggja ennþá fyrir tillögur um fækkun lögregluemb- ætta úr fimmtán í sex. Það þýðir að einn lögreglustjóri verður starfandi á öllu Suðurlandi og stjórn lögreglu- mála í Vestmannaeyjum færist upp á land. Fáheyrð hugmynd Á fundi sínum í síðustu viku sam- þykkti bæjarstjórn að mótmæla harðlega öllum hugmyndum sem fela í sér skerðingu á löggæslu í Vestmannaeyjum. Þar með talið hugmyndum um að stjórnun lög- gæslumála í Vestmannaeyjum verði flutt frá Eyjum. I greinargerð segir að bæjarstjórn mótmæli því harðlega að áfram skuli haldið með þá fáheyrðu hug- mynd að sameina lögregluumdæmi landsins og gera þau sex í stað þeirra 15 sem nú eru. I slíkum hugmyndum er fólgið að stjórn lögreglunnar í Vestmannaeyjum færi undir sameinað embætti á Suður- landi öllu. „Þótt ótrúlegt sé, sér bæjarstjóm Vestmannaeyja sig tilneydda til að benda ráðamönnum og ráðgjöfum þeirra á landfræðilega sérstöðu Vest- mannaeyja. Vestmannaeyjar em eyja sem oft er ekki í neinum samgöng- um við meginlandið. Hér koma válynd veður og stórsjóir sem ein- angra samfélagið oft sólarhringum saman,“ segir í greinargerðinni og að jafnvel við kjöraðstæður liggja samgöngur við Vestmannaeyjar al- gerlega niðri ráðandi hluta sólar- hringsins. Líka að öllum, sem kynna sér málið, ætti að vera ljóst að í boðaðri sameiningu sé hvorki sparnaður né samlegðaráhrif. „Eingöngu fólki sem ekki þekkir til staðhátta dettur í hug að lögreglumenn fari milli lands og Eyja í vinnu sinni eða að yfir- maður þeirra geti verið staðsettur á stað sem getur tekið tíma að ferðast til.“ Þá segir að mikilvægt sé fyrir ráða- menn og ráðgjafa þeirra að hafa hugfast að staða lögreglustjóra í Vestmannaeyjum er ein af lykil- stöðum samfélagsins þegar vá steðjar að. „Lögreglustjóri er jafn- framt yfirmaður almannavarna. Hann stýrir öllum aðgerðum og undirbúningi allra öryggismála fyrir þjóðhátíð, goslokahátíð, þrettánda- gleði, Shellmót og fleira. Hann er ábyrgur fyrir samstarfi allra þeirra aðila sem veita bráðaaðstoð í margs konar vá allt frá eldgosi yfir til heimsfaraldurs inflúensu. Lögreglu- stjóri fer með ákæruvaldið og hann stýrir löggæslu í einangruðu nær- samfélagi. Það er algerlega fráleitt að allt þetta og meira til sé mögulegt að gera á markvissan máta af embættismanni á fastalandinu sem ekki tengist sam- félaginu og hefur ekki þekkingu á staðháttum. Dugi ekki þessi faglegu rök skal ráðamönnum og ráðgjöfum þeirra bent á að aldrei hefur verið sýnt fram á sparnað af þessum hugmyndum, heldur þvert á móti myndu þessar hugmyndir valda auknum kostnaði fyrir íslenska ríkið og það á tímum spamaðar,“ segir í lokaorðum ályktunarinnar sem allir bæjarfulltrúar skrifuðu undir og var samþykkt með sjö samhljóða at- kvæðum. Hippahátíð í fikóges á laugardagskvöldið: Ætla að spanna allt tímabilið „Við vildum ekki sleppa Hippahátíð í ár og var því ákveðið að halda hana í sam- ræmi við fjárhag og aðstæður. Þess vegna verða bara tónleikar þetta árið,“ sagði Helga Jónsdóttir, talsmaður hátíð- arinnar og söngkona með Hippaband- inu. Tónleikarnir verða í Akóges á laugar- dagskvöldið. „Akóges tekur ekki marga, þess vegna verða aðeins seldir 160 miðar í forsölu hjá Bigga í Tvist- inum og hefst forsalan í gær, 27. októ- ber. „Við lofum frábærri dagskrá, sam- spil hippanna og Einars Gylfa sem ætlar enn og aftur að verða sögumaður hippa- tímans og kynnir." Lagavalið spannar allt frá blábyrjun hippatímans 1966 til timburmanna tíma- bilsins, sumarið 1973. „Við veljum lög sem eru okkar uppáhald og okkur þykir gaman að flytja. Ef veður leyfir þá munum við senni- lega láta sjá okkur í bænum á föstu- daginn,“ sagði Helga og vildi koma á framfæri hippakveðju til bæjarbúa. Reykta ýsan frá Grími kokk:: Á leið til Svíþjóðar í keppni Gunnar Karl Gíslason meist- arakokkur á Dill Restaurant í Noræna húsinu fór til Sví- þjóðar þar sem hann ásamt kokkum frá öllum Norður- löndunum verður með sýni- kennslu og kynningu á þjóð- legum rétti, hver frá sínu heimalandi auk þess að setja þennan rétt í nútíma búning. Þetta kemur fram á Eyjar. net og segir að Grímur kokkur sé afar stoltur af því að Gunnar Karl skyldi velja reykta ýsu frá þeim sem aðalhráefni. Gunnar Karl hefur notað reyktu ýsuna frá Grími marg- oft áður bæði þegar hann var á Vox, á Hilton og einnig núna á Dill Restaurant. Eyjar.net.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.