Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 10
ARNSTEINN: -Það er mikið líf í íþróttumiðstöðinni á hverjum degi, frá rúmlega sex á morgnana til tíu á kvöldin. Við erum fyrst og fremst að þjóna ungviðinu sem kemur margoft í viku til okkar á vegum skólanna eða íþróttafélaga. marki en strákarnir í Lunch Utd. koma tvisv- ar í viku til að spila fótbolta í hádeginu. Nautilus rekur líkamsræktarstöð í hús- næðinu, hún er vel tækjum búin og mjög vel sótt. Sundlaugin er hins vegar það sem sameinar hina almennu bæjarbúa þó maður vilji alltaf sjá fleiri nýta sér það sem hún hefur upp á að bjóða. Hún hefur verið ágæt- lega nýtt síðustu árin en að framkvæmdum við búningsklefa og útisvæði loknum má búast við töluverðri fjölgun gesta. Þar fer fram skólasund, æfrngar IBV, vatnsleikfimi og ýmis námskeið eins og skriðsundsnám- skeið og ungbarnasund sem er einmitt í gangi þessa dagana. íþróttafélögin ásamt fleirum hafa svo nýtt sér ágætis fundaraðstöðu í húsinu auk þess sem þau hafa aðgang að vinnuherbergi. Félögin hafa þó nýtt vinnuherbergið illa sem skapast líklega af smæð þeirra en ÍBV- íþróttafélag hefur síðan sína aðstöðu að mestu í Týsheimilinu. Það er helst í kringum leiki og mót sem þessi aðstaða er nýtt en húsið sjálft býður upp á mjög góða aðstöðu til mótahalds. Bæði nýi og gamli salurinn er vel tækjum búinn til þess og nokkur stór mót haldin á hverju ári. Einnig hafa viðburðir sem koma íþróttum ekkert við verið haldnir í sölunum, t.d. ýmsir hátíðarviðburðir í bænum, hluti af æskulýðsmótinu var í húsinu um daginn, árgangsmót og svo ætla menn að blása grimmt í lúðra í húsinu þegar landsmót skólalúðrasveita verður haldið hér í Eyjum.“ Vildi sjá fleiri vina- eða vinnu- staðahópa nýta salina Nú er parket á gamla salnum en dúkur í nýja salnum. Er þaö gott eða slœmt að þínu mati? „Ég er persónulega mjög ánægður með nýja parketið enda undirlagið sérlega vandað. Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef skoðað er meiðslatíðni töluvert minni á parketi en dúk þó undirlagið hafi mest um það að segja. Dúkurinn í nýja salnum er fínn en sumir finna merkjaniegan mun á honum og parket- inu hvað varðar verki í líkamanum og get ég sjálfur tekið undir það. Sá sem lagði parketið sl. haust veðjaði við mig um það að við yrðum búnir að setja parket á nýja salinn innan fjögurra ára þegar við værum komnir með reynslu af parketinu í gamla salnum. En það var nú fyrir kreppu." Eru salirnir þrír fullnýttir yfir vetrartímann? „Já, nokkurn veginn. Fótboltinn byrjar þó yfirleitt ekki fyrr en í október eða nóvember og margir flokkar eru famir út að æfa strax í apríl. Þeir nýta drjúgan hluta úthlutaðs tíma- magns í hverri viku og því finnum við fyrir því þegar þessi fjöldi hverfur út á vorin. í íþróttamiðstöðinni fer starfsemi flestra félaga fram frá september og fram á vorið. Það er því tiltölulega rólegt í sölunum frá maí þar til skólamir byrja að hausti. Auðvitað vildi maður sjá fleiri vina- eða vinnustaðahópa nýta salina en það hafa engir sótt um tíma undanfarin ár. Eins og staðan er núna eru afskaplega fáir tímar í boði þar sem eftirspum íþróttafélaganna fyrir æfingahús- næði er meiri en framboðið þótt ótrúlegt sé. Þó má nýta hádegistímana betur og einnig sé ég fyrir mér að aldraðir geti nýtt húsnæðið fyrri part dags ef illa viðrar t.d. til göngu. Skólamir nýta nefnilega ekki alltaf alla salina á morgnanna." Ekki hægt að kvarta yfir tíma- fjölda eða aðstöðu Hvernig gengur að koma öllum íþróttagrein- unumfyrir? Eru árekstrar eða er auðvelt að útbúa tímatöflu fyrir veturinn? „Við getum nú ekki kvartað yfir tímamagn- inu eða aðstöðunni sem við höfum en það er ekkert auðvelt að búa til tímatöflu fyrir húsið þar sem fjölbreytni í íþróttalífinu er mikil. Mitt hlutverk er reyndar einungis að úthluta IBV-héraðssambandi tímum og þeir sjá svo um í samráði við aðildarfélög að skipta þeim á milli sín svo vel megi vera. Sveitarfélagið gerir að sjálfsögðu ákveðnar kröfur með tilliti Viðtöl Júlíus G. Ingason Julius @ eyjafrettir. is Arnsteinn Ingi Jóhannesson, 35 ára Akur- eyringur, hefur starfað sem forstöðumaður Iþróttamiðstöðvarinnar síðan sumarið 2008 þegar hann var ráðinn í afleysingar. Ári síðar var Amsteinn svo fastráðinn sem forstöðu- maður. Amsteinn hefur verið búsettur í Vestmannaeyjum meira og minna síðustu 14 ár en hann er giftur Páleyju Borgþórsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Júlíus Ingason ræddi við Amstein um starfið og íþrótta- miðstöðina. Var hvattur til að láta slag ganga Hvernig kom það til að þú sóttir um að leysa af sem forstöðumaður Iþróttamiðstöðvar- innar á sínum tíma? „Ég leit fyrst og fremst á þetta sem tækifæri til að auka reynslu mína á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að ég hafi verið gríðarlega ánægð- ur í mínu fyrra starfi sem íþróttakennari fannst mér þetta þess virði að skipta um starfsvettvang enda hugsað til skemmri tíma. Ég fékk leyfi frá kennslu og var því ekki að taka mikla áhættu með mína stöðu hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Mínir nánustu vinir hvöttu mig einnig eindregið til að láta slag standa þar sem mörgum þeirra fannst þetta starf sniðið að mínum eiginleikum. Starf forstöðumanns reyndist hins vegar mjög krefjandi og skemmtilegt og því var ég með tvo góða kosti í stöðunni þegar starfið var svo auglýst aftur eftir að Vignir ákvað að breyta til.“ Þú hafðir starfað nokkuð innan íþrótta- hreyfingarinnar og haft einhverja reynslu af Iþróttamiðstöðinni. Hvernig sástu hana úr fjarlœgð? „Ég hef haldið töluvert til í íþróttamiðstöð- inni frá því ég fluttist til Eyja árið 1995 og kynnst mörgum hliðum starfseminnar á einn eða annan hátt. Hlutverk og mikilvægi starfsfólksins þekkti ég ekki eins vel og ég taldi mig gera. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hve viðamikið og krefjandi starf forstöðu- manns er og þeim miklu samskiptum sem hann á við hina ýmsu aðila. Maður hafði líka ákveðnar skoðanir á því hvemig hlutirnir ættu að vera þama og nokkrum sinnum búinn að láta Vigni heyra það með misjöfnum ár- angri. Svo kynnist maður því hvernig stjórnsýslan virkar og skilur þá að peningamir eru tak- markaðir og bæjarbúar hafa mismunandi sýn á starfsemina og þá aðstöðu sem í boði er. Það er ómögulegt að gera öllum til hæfis þó nauðsynlegt sé að fá skoðanir fólks beint í æð. Starfsfólkið þekkti ég flest áður en gerði mér ekki grein fyrir því að það hafði í fleiri hom að líta en það sem ég var í hverju sinni. Sveitarfélagið er rfkt að hafa allt þetta fólk með áralanga starfsreynslu og góða þjónustu- lund sem er lykillinn að góðu starfi okkar.“ Líf og fjör frá klukkan sex á morgnana til tíu á kvöldin Hvað er í boði í Iþróttamiðstöðinni? „Það er mikið líf í íþróttamiðstöðinni á hverjum degi, frá rúmlega sex á morgnana til tíu á kvöldin. Við erum fyrst og fremst að þjóna ungviðinu sem kemur margoft í viku til okkar á vegum skólanna eða íþróttafélaga. I húsinu em þrír stórir íþróttasalir sem eru nýttir mjög vel alla daga vikunnar. Skólamir hafa salina frá því um klukkan 8.00 til 14.00 en þá taka við íþróttaæfingar yngri bama. Handboltinn og fótboltinn em með marga og fjölmenna flokka og nýta sér alla salina á meðan önnur félög em bundin við ákveðna sali vegna tækjakosts eða iðkendafjölda. Fimleikafélagið Rán er t.d. með öfluga starf- semi og nýtir einn salinn mjög vel á daginn þar sem það hefur aðgang að sérútbúinni fim- leikagryfju og getur raðað upp þeim búnaði sem það hefur komið sér upp á sl. árum með miklum dugnaði. Æfingar unglinganna og meistaraflokka fara síðan fram seinni part dags eða á kvöldin alveg til klukkan 22. Utleiga til annarra hópa hefur verið í lág- 10_____________________________Ffgttir / Fimmtudagur 29. október 2009 íþróttamiðstöðin á að þjón - segir Arnsteinn Ingi Jóhannesson, forstöðumaður - Te

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.