Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 Ráðgjafi Starfsorku verður með opið hús 13. og 16. nóvember: Brotthvarf af vinnumarkaði getur haft mjög neikvæð áhrif á líf fólks og lífsgæði Frá stofnfundi Starfsorku í Vestmannaeyjuni fyrr á þessu ári. Þegar sjúkdómar, slys eða önnur áföll henda getur farið svo að hæfni minnkar og fólk þarf að endur- skoða getu sína á ýmsum sviðum. Ymislegt sem áður var auðvelt og jafnvel sjálfsagt getur nú verið óyfirstíganlegt. Til þess að ná sömu eða sambærilegri færni á ný er endurhæfing mikilvæg, en það ferli miðar að því að gera einstaklinginn aftur hæfan til þátttöku í þeim athöfnum sem hæfni hans skertist til. 1 endurhæfmgunni er mikilvægt að endurskoða og endurmeta þær aðferðir sem hann hefur áður beitt við að leysa verkefnið. Hér í Eyjum hafa verið fremur fá úrræði til handa þeim sem hafa orðið óvinnufærir. Starfsendurhæfmg Vestmannaeyja, Starfsorka, tók til starfa í byrjun ágúst sl. og er starfsemin til húsa að Miðstræti 11, á skrifstofunni á móti Drífanda og var Hrefna Óskars- dóttir, iðjuþjálfi ráðin sem ráðgjafi. Starfsorka er sjálfseignarstofnun og hefur það að markmiði að veita ein- staklingum aðstoð við að viðhalda og efla virkni til vinnu og auka þannig lífsgæði þeirra og fjölskyld- na þeirra. Starfsorka var stofnuð í janúar 2009 en stofnendur eru félög, stofnanir og fyrirtæki nær öll í Vestmannaeyjum. Frá miðju ári 2008 hefur verið starfandi starfs- hópur sem vann að stofnun starfs- endurhæfingar í Vestmannaeyjum. Að hópnum komu fulltrúar helstu hagsmunaaðila: Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð, Vestmanna- eyjabær, Heilbrigðisstofnunin Vest- mannaeyjum auk fulltrúa stéttar- félaga og atvinnulífsins í Vest- mannaeyjum. Stjórn Starfsorku er nú skipuð þessum aðilum. Ljóst er að brotthvarf af vinnu- markaði getur haft mjög neikvæð áhrif á líf fólks og lífsgæði. Afar mikilvægt er að mögulegt sé að grípa fljótt inn í ferlið með starfs- endurhæfingu, þannig að viðkom- andi verði ekki að öryrkja fyrir lífs- tíð vegna þess að úrræði til endur- hæfmgar skorti. Slfkt er bæði ein- staklingum og samfélaginu dýr- keypt. Til að snúa þessari þróun við, er nú vaxandi áhersla lögð á að efla fólk og styrkja með starfsendurhæf- ingu, þar sem unnið verði markvisst að endurhæfingu þeirra sem hafa fallið af vinnumarkaði vegna veik- inda, slysa, eða eru með skerta starf- sgetu. Markmiðið er að þátttak- endur fari á vinnumarkað að lokinni endurhæfingu. Hugmyndafræði Starfsorku byggir á heildrænni sýn og því viðhorfi að það sé jákvæðari nálgun að leggja áherslu á það sem einstaklingurinn getur gert þrátt fyrir sjúkdóma eða fötlun, í stað þess að einblína á það sem einstak- lingurinn getur ekki gert. Þetta speglast í því að starfsendurhæfm- gin byggir á styrkleika viðkomandi einstaklings og tryggir að þátttak- endur njóti samhæfðrar þjónustu allra þeirra aðila sem að endur- hæfingunni koma. Starfsorka vinnur f nánu samstarfi við Virk, starfsendurhæfmgarsjóð, en hlutverk Sjóðsins er m.a. að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði. Það er m.a. gert með því að koma að málum eins snemma og kostur er til að stuðla að því að hver einslakling- ur verði eins virkur á vinnumarkaði og vinnugeta hans leyfir. Sjóðurinn hefur m.a. það verkefni að greiða kostnað við ýmiss úrræði og endurhæfmgu, sem ekki er veitt af almennri heilbrigðisþjónustu í land- inu. Þetta er gert til að auka vinnu- getu fólks. Hugmynd Starfsendur- hæfingarsjóðs er að vinna með atvinnulífinu, virkja trúnaðarmenn í fyrirtækjum og vinna með stjórn- endum í að benda fólki á að leita til ráðgjafa um leið og það sér fram á að vera fjarverandi um einhvern tíma frá vinnu. Því fyrr sem aðstoð- in berst, þeim mun minni líkur eru á því að einstaklingar lendi í lang- varandi fjarvistum frá vinnu. Markhópur Starfsorku eru nú ein- staklingar sem eru á sjúkrasjóðum stéttarfélagana, þeir sem eru í hættu á að detta út af vinnumarkaði vegna veikinda, slyss eða annarra áfalla. Fljótlega á næsta ári verður einnig horft til einstaklinga á örorkulífeyri eða endurhæfingarlífeyri. Brotthvarf af vinnumarkaði getur haft mjög neikvæð áhrif á líf fólks og er mikilvægt að mögulegt sé að grípa fljótt inn í ferlið með starfs- endurhæfingu. Markmið Starfsorku er m.a. að endurhæfa þátttakendur til þátttöku á vinnumarkaði og verði þar með virkir þegnar í samfélaginu á ný, slíkt er gert í samstarfi við hagsmunaaðila. I upphafi er kannaður áhugi, geta, menntun og starfsreynsla, ásamt því að skoða færniskerðinguna, þ.e. að skoða tak- markanir og tækifæri. Endur- hæfingin felur í sér áherslu á ein- staklingsbundin úrræði sem miðast að því, að efla fólk til sjálfshjálpar eftir þörfum hvers og eins, meðal annars með menntun og fræðslu, fjármálaráðgjöf, sálfræðistuðningi, líkamsþjálfun o.fl. Andleg og líkamleg færni er metin og endurhæfmg skipulögð og meðferð veitt ef á þarf að halda. Þjónustan mun einnig fela í sér að undirbúa einstaklinginn fyrir vinnu, greina atvinnutækifæri hans, aðstoða hann við atvinnuleit og gerð atvinnu- umsókna og tímabundinn stuðning á vinnustað ef með þarf. Markmið Starfsorku og framtíðar- sýn er að þátttakendur öðlist það öryggi og þá hæfni sem þeir þurfa til að vera virkir þegnar í samfélaginu á ný. Starfsorka stefnir að því að vera hornsteinn í samstarfi við hags- munaaðila um starfsendurhæfingu í Vestmannaeyjum. Við horfum björtum augum til framtíðar. Ráðgjafi Starfsorku verður með opið hús að Miðstræti 11, dagana föstudaginn 13. nóvember og mánudaginn 16. nóvember þar sem hún kemur til með að svara fyrir- spurnum og kynna starfsemina. Umsóknareyðublöð, tilvísanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.starfsorka.is. Einnig er hægt að senda fyrirspumir á netfangið starfsorka@internet.is og í síma 534 3965. Hrefna Oskarsdóttir, iðjuþjálfi og ráðgjafi Starfsorku 1. fleilfl kvenna í handbolta ÍBV - Þróttur á laugardag kl. 13.30 STAFRÆN PRENTUN Boðskort - Veggspjöld Nafnspjöld - Ársskýrslur Sönghefti - Félagaskrár og hvað sem þig vantar prentað. Stafræn prentun hentar mjög vel í allt sem þarf að prenta í minni upplögum eða þarf skjóta og örugga afgreiðslu. Leitaðu tilboða hjá okkur og fáðu hugmyndir og ráðgjöf. FYJASÝIXI EVJAPRENT • FRÉTTIR • FJÖLSÝN • eyjafréttir.is Strandvegi 47 | s. 481-1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.