Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 20
piús íjA * SUmflRFEBÐIR nHiptn llijyiSC© í E/JLÍM: r/íýjhittlh' rumbi>jfiBvn £u-jítj-j -j 55/ ímsnjÁ 3'AnbudÚibjuuiLb Hlýlegt kaffíhús oplófrákl.12 cffla daga hjarta bœjarins v im/ftiin Fríílneí VOLCANOCAF ENN AÐ Júlíus Hallgrímsson, Júlli í Net, sem er 88 ára, lét sig ekki muna um hjálpa til þegar Sighvatur Bjarnason hengilreif nótina. Júllí byrjaði sína netamennsku hjá Ingólfi The. árið 1947 en hér er hann að splæsa hanalappir. Sagðist hann einhvern tímann hafa verið handfljótari.. Árbók sveitarfélaga - Leikskólagjöld í 54 sveitarfélögum: Vestmannaeyjabær nálægt landsmeðaltali Árbók sveitarfélaga var á dögunum birt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga en í árbókinni er að finna ýmsar upplýsingar um fjárhag og rekstur sveitarfélaga landsins. Meðal þess sem tekið er saman eru leikskólagjöld en samkvæmt ár- bókinni eru leikskólagjöld í Vest- mannaeyjum við landsmeðaltalið. Tekin eru fyrir 54 sveitarfélög í úttektinni á leikskólagjöldum. Reyndar skekkir það meðaltalsút- reikning nokkuð að tvö sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag. Meðaltals mánaðargjald fyrir vistun í fjórar klukkustundir á leikskólum landsins er 9.976 krónur. Hjá Vestmanna- eyjabæ kostar vistun í fjórar klukku- stundir 10.032 kr. eða 56 krónum yfir meðaltalinu. Eins og áður sagði veita tvö sveitarfélög gjaldfrjálsa vistun, Hvalfjarðarsveit og Súðavíkur- hreppur og eru þar af leiðandi lang- ódýrust. Næst á eftir þeim er ódýr- asta vistunin í Seyðisfjarðarkaup- stað, 6.300 krónur. Vistun í átta klukkustundir kostar að meðaltali 20.727 kr. en sama vistun kostar hjá Vestmannaeyjabæ 20.064 kr. eða 663 krónum undir meðaltalinu. Þess má geta að tvö sveitarfélög, Garðabær og Skaftár- hreppur, hafa morgun- og síðdegis- hressingu inni í gjaldinu. Þá eru Hvalfjarðarsveit og Súðavíkur- hreppur ekki inni í meðaltali yfir vistun í átta klukkustundir þar sem gjaldið var ekki gefið upp á þessum tveimur stöðum. Odýrast er að vista börn í átta klukkustundir á Seyðisfirði eða 12.600 krónur og þar á eftir er Kópavogur með 14.304 krónur. Dýrasta vistunin í átta klukkustundir er í Rangárþingi ytra 28.528 krónur og í Bolungarvfk 28.304 krónur. Fyrir mat í hádeginu greiða for- eldrar og forráðamenn barna í Vest- mannaeyjum 3.117 krónur. Meðal- talið yfir allt landið er 3.566,8 krónur eða um 450 krónum meira en í Eyjum. Odýrustu máltíðina er að finna í Mosfellsbæ, 1.470 krónur en dýrasta máltíðin er í Skútustaða- hreppi 5.700 krónur. Gjaldskráin miðast við 1. septem- ber 2009. Eyjabúð fær nýtt hlutverk fram að jólum: Glerlistaverk í stað útgerðarvöru -Berglind glerlistakona, verður þar með glerlist til sýnis og sölu - Sýning í tengslum við Nótt safnanna / Safnahelgi Eyjabúð þjónaði Eyjamönnum í meira en hálfa öld. Þar var að finna allt milli himins og jarðar í bygg- ingar- og útgerðarvöru að ógleymdri kókkistunni sem tók á móti við- skiptavinum um leið og stigið var inn í búðina. Friðfmnur Finnboga- son, sem var þriðji ættliðurinn sem þar réði ríkjum hætti rekstri fyrr á árinu en nú hefur Eyjabúð fengið nýtt hlutverk. Berglind Kristjánsdóttir, glerlista- kona, verður með Eyjabúð á leigu í nóvember og desember. Þar verður glerlist til sýnis og sölu og sýningin opnuð í tengslum við Nótt safnanna og Safnahelgi á Suðurlandi 5. til 8. nóvember. Þá helgi verður Sigríður Theodórsdóttir, fatahönnuður, líka í Eyjabúð en hún hefur unnið fatnað úr ull og roði og verður spennandi að sjá úrvalið hjá henni. „Ég er að vinna stóra hluti, myndir ljós og fleira og verð að hafa rými og aðstöðu til að sýna þetta,“ sagði Berglind þegar hún var spurð út í leiguna á Eyjabúð. „Það verður opið fimmtudaga og föstudaga frá 13.00 til 18.00 og lau- gardaga frá 11.00 til 14.00,“ sagði Berglind sem er með vinnustofu heima og þangað hefur fólk komið til að versla við listakonuna. „Auk mynda og ljósa verð ég með smá- hluti, matarstell, skálar og skartgripi í Eyjabúð og svo kem ég með nýja hluti inn sem ég er að framleiða," sagði Berglind. Safnahelgina veður opið frá 14.00 til 18.00, fimmtudaginn 5. nóvem- ber, frá 14.00 til 23.00, föstudaginn 6. nóvember, frá 14.00 til 23.00, laugardaginn 7. nóvember og á sunnudag 8. nóvember frá 14.00 til 18.00. VIKUTILB0Ð 29. okt. - 4. nóv. t! 5 Pizzaostur 200 gr verd nu kr 288/- verð áður kr 338,- Hombelest kex verð nú kr 198/" verð áður kr 258,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.