Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 17
Frcttir / Fimmtudagur 29. október 2009 17 Ottast alltaf messufall -Segir Björgvin Rúnarsson, staðarhaldari í Höllinni og Cafe Volcano um áhættuna af því að fá hingað dýra skemmtikrafta - Reynum að vera með færri, en þá stærri viðburði - Gríðarleg vinna og mikið áreiti í gangi allan daginn - Hins vegar bæði gaman og gefandi þannig að við kvörtum ekki - Ætlum að bæta enn frekar þjónustuna á Volcano Café Viðtal Júlíus G. Ingason Julius @ eyjafrettir.is Það er óhætt að segja að Björgvin Þór Rúnarsson og félagar hans í Höllinni og Volcano Café sjái til þess að Eyjamönnum leiðist ekki nú þegar skammdegið skellur á. Hver stórviðburðurinn rekur annan í Höllinni og þess á milli eru skemmtikvöld á Volcano Café. í raun er varla dauð helgi framundan á skemmtistöðunum tveimur en Fréttir spurðu Björgvin nánar út í rekstur Hallarinnar og Volcano. Lítið sætt kaffihús Hvernig gengur að reka þessa tvo staði, Volcano og Höllina? „Það gengur bara þokkalega en þetta er gríðarleg vinna og mikið áreiti í gangi allan daginn. Þetta hefur hins vegar verið bæði gaman og gefandi þannig að við kvörtum ekki og stefnum við á að styrkja okkur enn frekar á næstu mánuðum í matargeiranum. Auk þess ætlum við að bæta enn frekar þjónustuna á Volcano Café þannig að gestir geti komið og eytt deginum á góðum stað í hjarta bæjarins. Kaffihúsið virðist vera að koma sterkar inn hjá fólki en hér er lítið og sætt kaffihús á besta stað í mið- bænum og gestir geta komið með tölvuna og unnið hér en við bjóðum uppá nettengingu í hæstu gæðum. Síðan tökum við inn boltann á næstu vikum í viðbót við það sem fyrir er.“ Nú eru landsfrœgir skemmtikraftar eins og Pétur Jóhann, Todmobile, Nýdönsk og margir fleiri að koma til þín. Er ekkert erfitt aðfá þetta fólk til Eyja? „Það er ekki erfitt að fá fólk til okkar enda erum við að bjóða upp á toppstaði og höfum það fyrir reglu að taka alltaf vel á móti þessu fólki og reynum að láta því líða vel hér hjá okkur. Það skilar sér til fólksins sem kemur til að skemmta sér hjá okkur. Fyrir vikið hafa, að ég held, allir topplistamenn Islands komið til okkar og þeir sækjast eftir því að fá að koma aftur. Á þessum 10 árum sem ég hef verið að brölta í þessum „bransa" eins og sumir vilja kalla þetta þá hefur maður komið sér upp stóru og miklu tengslaneti og þvf lítið mál orðið fyrir mann að hringja og bóka gigg.“ Óttast alltaf messufall Björgvin segist þó vera meðvitaður um að markaðurinn sé viðkvæmur og lítið megi út af bregða til að uppákomur standi ekki undir sér. „Að sjálfsögðu óttast maður alltaf að það verði messufall en við reynum að vera með færri, og þá stærri viðburði í boði og semjum við yfirleitt þannig að sjensinn ligg- ur báðum megin, hjá okkur og bandinu. Á Volcano Café erum við að keyra á þessari pöbbamenningu með trúbbum og Dj-um. Þar er frítt inn sem hefur mælst mjög vel fyrir. Eyjamenn eru duglegir að mæta og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir því þetta er svo mikilvægt í samfélagi eins og okkar að það sé eitthvað að gerast fyrir fólk á öllum aldri. Einnig er þetta atvinnuskap- andi fyrir alla þá sem eru í þjónustu hér í bæ og hafa verslunareigendur BJÖRGVIN í hlutvcrki plötusnúðs á Volcano Café í góðum félagsskap. Fjölbreytt dagskrá framundan 6. nóv. Todmobilc - tónleikar. 7. nóv. Todmobile - bali. 13. nóv. Sannleikurinn með Pétri Jóhanni. 20. nóv. Deep Purple - tribute tónieikar. 21. nóv. Konukvöld Hallarinnar. Páll Óskar skemmtir. 26. nóv. Kaffihlaðborð Líknar. 4. des. Jólagalakvöid verður. Grafík spilar á dansleik á eftir. 10. des. Jólastjörnur Hallarinnar. M.a. Páll Óskar, Monika og Diddú. 13. des. Fjölskyldnjólahlaðborð. 26. des. Jólaball. 31. des. Áramótadansleikurinn. 2. jan. Nýársfagnaður Hailarinnar, Vinir vors og Blóma. 8. jan. Þrettándaball. Nýdönsk. 6. feb. Þorrablót Vestmannaeyja 2010. PÉTUR Jóhann mætir 13. nóvember. tekið við stórfyrirtækjum sem hafa verið að sækja í að koma hingað með árshátíðir og svokallaðar „hvataferðir". Eg kalla því eftir því að framkvæmdamenn eða hóteleig- endur hér fari í málið.“ Eru einhverjar skemmtanirfram- undan sem þú getur sagt frá, aðrar en þœr sem sagt var frá í auglýs- ingufrá Höllinni í Fréttum á dögunum? „Við erum alltaf að bóka okkur fram í tímann og erum t.d. með Led Zeppelin tribute hér um páskana. Einnig er von á leikritinu „Fúlar á móti“ sem hefur verið að gera allt vitlaust á Akureyri og í Reykjavík, svo ég nefni eitthvað. Og að sjálf- sögðu munum við halda okkur við fá en góð böll í Höllinni. Mugison kemur eftir áramót og annað dæmi sem er mjög stórt varðandi Diskóhátíðina þann 1. maí 2010.“ PÁLL Óskar mætir 21. nóv- ember. og aðrir komið að máli við mig og sagt að það sé mikill munur á verslun þegar eitthvað er um að vera á „Völlanum" eða í Höllinni. Það þykir okkur gott að heyra og gleðjumst yfir því ef fólki gengur vel í stað þess að taka það niður.“ Jólahátíðin er alltaf mjög sérstök með öllu því sem henni fylgir og þið œtlið ekki að láta ykkar eftir liggja. Segðu mér aðeins frá dagskrá Hallarinnar og Volcano Café yfir jólahátíðina. „Við verðum með glæsilega dagskrá öll jólin og munu allir finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur hvort sem það er í mat, tón- leikum eða dansiböll og munum við auglýsa þá dagskrá nánar á næstu dögum.“ Þú auglýstir líka Þorrabiót Vest- mannaeyja 2010. Hver er hug- myndin þar að baki? „Hugsunin með Þorrablóti Vest- mannaeyja er sú að allir Eyjamenn sameinist á eitt risaþorrablót þar sem allar kynslóðir skemmta sér saman í glæsilegri dagskrá sem sérstök þorrablótsnefnd mun stýra. Nefndin verður skipuð 12 manns eða 6 hjónum sem skipa svo í næstu nefnd á þorrablótinu sjálfu. Það væri frábært að fá önnur félög með okkur í þetta og erum við opnir fyrir öllum skemmtilegu hugmyndum til að gera þetta sem glæsilegast hjá okkur.“ Ráðstefnur með Bakka- fjöru Sérðu fleiri sóknarfœri fyrir stað- ina? Höllin átti t.d. upphaflega að vera ráðstefhuhús en lítið farið fyrir því. „Ráðstefnur er hlutur sem við ætlum að fara á fullt í þegar Bakka- íjara verður klár. Þá er hægt að fara að sinna þeim markaði betur þar sem ferðir hingað verða ekkert mál. Nú þarf bara að bæta við 150 til 200 manna hóteli sem getur Þakklátur fyrir mót- tökurnar Björgvin segist að lokum þakklátur Eyjamönnum fyrir þær viðtökur sem hann, fyrirtæki hans og starfs- fólk hafi fengið í Eyjum. „Að lokum langar okkur að þakka öllum okkar kúnnum og gestum fyrir góð- ar móttökur og munum við halda áfram að gera okkar besta í því að halda uppi menningu og skemmt- analífi hér á okkar yndislega stað. Síðan langar okkur hjónin að þakka okkar frábæra starfsfólki sem leggur sig alltaf 100% fram, við stundum leiðinlegar aðstæður og dónalegt fólk, en alltaf brosum við eftir vaktina og gerum grín að öllu saman. Svo minni ég bara á Todmobile helgina 6. og 7. nóv- ember, aðeins í Eyjum!"

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.