Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 13 Vel heppnaður Eyjatölvudagur - Straumur fólks frá opnun fram að lokun: Heimilistækin stærsta stökkið hjá okkur í nokkurn tíma -Höfum lagt okkur fram um að vera með fyrsta flokks vöru og góða þjónustu. Það kann fólk að meta, segja eigendurnir Frá því Eyjatölvur fluttu á Strandveginn fyrir nokkrum árum hefur áherslan verið á tölvur, tölvuþjónustu, sjónvörp, heimabíó og hljómflutningstæki, síma og málningu auk þess að vera með umboð fyrir Vodafone. Nýlega var ákveðið að bæta þjónustuna og taka inn heim- ilistæki frá LG. Var þetta kynnt á sérstökum Eyjatölvudegi sem slegið var upp á laugardaginn. Eyjatölvur eru í eigu Guðbjörns Guðmundssonar og Haraldar Bergvinssonar og fjölskyldna þeirra. I samtali við Fréttir sagð- ist Haraldur ver mjög ánægður hvernig til tókst. „Þetta tókst al- veg rosalega vel og mikill straum- ur fólks alveg frá því við opnuð- um til klukkan tíu um morgun- inn og fram að lokun,“ sagði Haraldur. „Alveg frá byrjun höfum við verið að bæta við vöruflokkum og bæta þjónustuna en heim- ilistækin eru stærsta stökkið hjá okkur í nokkurn tíma. Það er eðlilegt framhald af því sem við höfum verið að gera að taka inn heimilistæki. Og ekki skemmir að geta boðið upp á eins gott merki og LG er. Við erum búnir að taka inn þvottavélar, þurrkara og ísskápa sem vöktu mikla athygli. Kom okkur á óvart hvað margir spurðust fyrir um tækin og nokkrir gengu frá kaupum á nýjum tækjum í eldhúsið. Það voru líka margir sem skoðuðu nýjustu línuna í símum og sjón- vörpum þar sem ný tækni er að ryðja sér til rúms.“ Haraldur sagði þá bjartsýna á framtíðina. „Það hefur verið nóg að gera og viðbrögðin á laugar- daginn sýna okkur að fólk er ekki hætt að hugsa um að endur- nýja tæki og tól þó auðvitað sé pælt meira í verði en áður. Við höfum líka lagt okkur fram um að vera með fyrsta flokks vöru og góða þjónustu. Það kann fólk að meta,“ sagði Ilalli sem að lokum vildi þakka öllum þeim sem litu við hjá þeim á Eyjatölvu- deginum. I SKINI sjónvarpstækjanna Sighvatur, Halli og Raggi. § fijft r H ; m I JfflW'tísLi H:i Wtm i 'í ■i f tAv .^0^ ' ' WV .,%<■ POPP OG PEPSI: Ástþór Ægir sá um að gefa gestum popp og pcpsi. Þórey Helga, Indíana / • • Oskar Elías, Ævar Orn Guðný, Rakel Yr, Ævar Orn, og Bjarki best í Skólahreysti Úrtökumót Grunnskóla Vestmannaeyja vegna keppnin- nar Skólahreysti fór fram á fös- tudaginn og var þátttaka góð. Krakkarnir, sem þarna stóðu sig best keppa í Skólahreysti eftir áramót. I keppninni taka þátt allir skólar á landinu og er henni sjónvarpað. ✓ Urslit urðu þessi: Stelpur: Armbeygjur 1. Þórey Helga Hallgnmsdóttir 2. Sara Dís Davíðsdóttir og Nanna Berglind Davíðsdóttir 3. Sólveig Sverrisdóttir Fitnessgreip 1. Indíana Guðný Kristinsdóttir 2. Sólveig Sverrisdóttir 3. Sara Dís Davíðsdóttir ÁTÖK Púlað í armbeygjunum. Hraðabraut 1. Rakel Yr Jónsdóttir 2. Sólveig Sverrisdóttir 3. Indíana Guðný Kristinsdóttir Strákar: Upphífingar 1. Ævar Örn Kristinsson 2. Bjarki Ingason 3. Hreiðar Öm Óskarsson Dýfur 1. Óskar Elías Óskarsson og Ævar Örn Kristinsson. 2. Sigurjón Gauti Sigurjónsson 3. Bjarki Ingason Hraðabraut 1. Bjarki Ingason 2. Jón Viðar Óðinsson 3. Hreiðar Öm Óskarsson Lögreglan: Pústrar en engar kærur Lögreglan hafði í mörg horn að Iíta í vikunni sem leið. Þurfti hún að vanda að hafa afskipti af fólki vegna ölvunarástands þess. Þá voru gerðar athugasemdir við einn af skemmtistöðum bæjarins þar sem ekki hafði verið lokað á tilskildum tíma. Eitthvað var um pústra en engar kæmr liggja fyrir. Lögreglan þurfti í nokkum tilvikum að hafa afskipti af fólki í heimahúsum vegna hávaða sem barst frá þeim og gerði nágrönn- um ónæði. Stakk hönd í vasa Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða meintan þjófnað úr yfirhöfn á skemmtistaðnum Lund- anum aðfaranótt sl. laugardags. Var maður handtekinn, grunaður um þjófnaðinn, og viðurkenndi hann að hafa farið í vasa á einni yfirhöfn en kvaðst ekki hafa stolið neinu. Málið er í rannsókn. Einn stútur Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og var hann í framhaldi af því sviptur ökuréttindum tii bráða- birgða. Tvær kærur liggja fyrir vegna ólöglegrar lagningar ökutækja. Þá voru fimm eigendur ökutækja boðaðir til skoðunar með ökutæki sín. Tvö umferðaróhöpp vom til- kynnt lögreglu í vikunni en í báð- um tilvikum var um minni háttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki. Síldin fundin Sighvatur Bjarnason VE er eitt fjögurra skipa í síldarleit á vegum Hafrannsóknastofnunar. Fundu þeir torfur á Breiðasundi úti af Stykkishólmi. Þeir köstuðu en ekki vildi betur til en svo að þeir festu nótina í botni og rifnaði hún mikið. f gær var verið að gera við hana í Vestmannaeyjum. 3-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.