Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 15 HLJÓMSVEITIN undurblíða sem á sér svo víða rætur. JENNÝ er feikigóð söngkona. JACK LONDON er með okkar bestu hljómsveitum. Að verða kjaftstopp -Það gerðist á tónleikum í Hvítasunnukirkjunni á laugardagskvöldið þar sem stór- sveitin Jack London fór fyrir hópi frábærs tónlistarfólks sem þar lét ljós sitt skína Það gerist stundum í starfi blaða- mannsins að hann upplifir eitthvað stórkostlegt þegar hann mætir á staðinn án þess að hafa hugmynd um hvað er í vændum. Tilgang- urinn er sá einn að leita uppi efni sem gæti verið áhugavert og hjálp- að til að fylla næsta blað. Undir þessum formerkjum var arkað í Hvítasunnukirkjuna á laugardags- kvöldið þar sem blaðamaður hafði heyrt út undan sér að hljómsveitin Jack London ætlaði að halda tón- leika. Hitti reyndar forsprakkann, Unnar Gísla Sigurmundsson, í Krónunni á föstudaginn sem stað- festi tíma og stað. Tónleikarnir áttu að byrja klukkan níu á laugardagskvöldið og var undirritaður mættur rétt rúmlega og var hljómsveit á sviðinu sem galdr- aði fram blöndu af tónlist sem um sumt minnti á galdranomimar ljúfu í Amínu, snillingana í Sigur-Rós og jafnvel Hjaltalín sem eiga rætur í einhverri ótrúlegri samsuðu af íslenskri og bandarískri tónlist með áherslu á raddaðan söng og ljúft undirspil og reis hæst í gömlu upp- áhaldi, Beach Boys. Hljóðfæraskipanin var óvenjuleg að því leyti að fyrir utan tvo gítara og bassa var þarna feiknaflinkur víóluleikari og stúlka, sem fyrir utan að radda eins og engill, lék svo undurblítt á einhvers konar raf- magnssílófón. Tónlist hljómsveitarinnar, sem ég veit ekki hvað heitir, leið áfram eins og tær íjallalækur á björtum sumardegi. Hljóðfæraleikur og söngur til fyrirmyndar þar sem víólan og sfiófónninn voru eins og punkturinn yfir I-ið. En þetta var aðeins forsmekkurinn að því sem seinna kom. Fanta músíkantar Næst voru strákamir hans Simma og hennar Unnar, Unnar Gísli, Olafur Rúnar og Guðmundur Oskar í aðalhlutverki. Unnar Gísli er frá- bær gítarleikari með bjarta en um leið kröftuga rödd, Ólafur Rúnar er meira en flinkur á hljómborð, sama hvort hann fór fimum fingmm um rafmagnspíanóið eða gamla Hamm- ondinn. Bassaleikarinn, Ami Magnússon, lét ekki mikið fara fyrir sér á sviðinu en fór hamförum um fimm strengja bassann og trommarinn, Símon Geir Geirsson, Geirs Jóns og Ingu, er í hópi skemmtilegustu og bestu trommara sem íslendinga eiga í dag. Fær trommusettið til að hljóma undur- blítt eða af ógnarkrafti án þess þó að fara yfir strikið. Hefur greinilega sótt í smiðju Sigtryggs Baldursson- ar eins og margir af okkar bestu trommurum af yngri kynslóðinni. Jack London Hljómsveitin Jack London var stofnuð árið 2004 og hefur verið að vinna að ýmsu efni síðan þá. Meðlimir: Unnar Gísli Sigur- mundsson gftar og söngur, Arni Magnússon bassi og sílófónn, Símon Geir Geirsson trommur, Óli Sigurmundsson hljómborð, orgel og Hammond. Eftir þá liggur ein plata, „White Suit Getting Brown“ miklum krafti, góðum hljóðfæraleik og samhæfingu. Allur þessi kokteill, sem hér hefur verið reynt að lýsa, var hreint frá- bær enda frábært tónlistarfólk á ferð. Flestir, ef ekki allir, eiga rætur í Hvítasunnusöfnuðinum þar sem tónlist er stór hluti í kirkjustarfinu. Það hefur klárlega ekki skemmt fyrir og spuming hvort aðrir söfn- uðir mættu ekki taka þetta til athug- unar. Ekki vil ég móðga frábæran dreng og gítarsnilling, Gísla Stefánsson, æskulýðsfulltrúa Landakirkju, sem hefur frá unga aldri verið virkur í æskulýðsstarfi kirkjunnar með gít- arinn að vopni. Hann er fremstur meðal jafningja í Foreign Monkeys. Það er ekki nýtt að trúin sé kveikj- an að listaverkum en það er at- hyglisvert að þessar sveitir, Jack London og FM skuli báðar eiga rætur í safnaðarstarfi í Vestmanna- eyjum. Þama er Almættið ef til vill að tala í gegnum þessa ungu hirða sína. Ef sú er raunin getur það verið stolt af sínum mönnum. En það em fleiri sveitir sem eiga rætur í Eyjum, má í því sambandi benda á Hoffman sem halda út- gáfutónleika í Eyjum á föstudaginn. Og að lokum, það er erfitt að segja hvað séu bestu tónleikar sem maður hefur farið á en þessir voru með þeim bestu og sennilega þeir óvæntustu. Og það er ekki oft sem undirritaður verður kjaftstopp en það gerðist í Hvítasunnukirkjunni á laugardagskvöldið. Takk jyrir mig. Ómar Garðarsson. Hús endurminninganna Hús Hvítasunnukirkjunnar á sér langa sögu og var á síðustu öld í áratugi helsti ballstaður bæjarins að ógieymdu bíóinu en hvort tveggja var í stóra salnum þar sem tónleik- arnir fóru fram á laugardagskvöld- ið. Margir sem komnir eru á miðjan aldur eða meira eiga góðar minn- ingar úr Höllinni eða Samkomu- húsinu eins og húsið var kallað áður en Hvítasunnumenn yfirtóku það í lok síðustu aldar. Þar hefur margt verið brallað og fólk átt ógleyman- legar stundir og örugglega enn þó að boðun trúarinnar hafi rutt úr vegi dansiböllum og bíósýningum. Undirritaður er í þeim hópi sem á góðar minningar frá því í gamla daga í Höllin en þarna bættist ein í sarpinn og ekki sú sísta. Það sem fram fór á sviðinu næstu tvo klukkutímana var stórkostleg upp- lifun og það var ekki annað að sjá en að rúmlega hundrað gestir, mest unglingar, væru á sama máli. UNNAR Gísli og félagar eiga miklu meiri athygli skilið. Þeir léku nokkur lög og í einu Iag- inu steig ung stúlka á svið, Jenný Guðnadóttir, sem gæti orðið ein af okkar allra bestu söngkonum ef hún kærir sig um. Kraftmikil og sækir fyrirmyndir í söngkonur sem nú eru fyrirferðarmiklar á vinsældarlistum um allan hinn vestræna heim. Unnar Gísli tók svo nokkur lög en loks var komið að stóra trompinu, Jack London en hana skipa Unnar Gísli, Olafur Rúnar, Ami og Símon Geir. Jack London er ótrúlega þroskuð hljómsveit og skrýtið að hún skuli ekki hafa náð meiri athygli á landsvísu. Kannski er það nennu- leysi meðlima eða að þeir þykja ekki nógu „inn“ að boða trúna á Jesú Krist í textum sínum. Þeir fóru allan skalann í tónlist- inni, frá ljúfustu melódíum upp í feitasta rokk þar sem m.a.s. örlaði á pönkáhrifum. Allt keyrt áfram af GALDRAR Gestir voru mættir til að hlustn og uppskáru ótrúlega galdra á sviðinu í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.