Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 7
Frcttir / Fimmtudagur 29. október 2009 7 Humarklasi á Suðurlandi eflist með aðkomu Þorlákshafnar: Vinna 99,5% alls humars Þau standa að klasanum Klasinn er samstarf þeirra aðila sem hagsmuna hafa að gæta af veiðum og vinnslu á humri og rannsóknarsamfélagsins. Klasinn skal hafa að leiðarljósi að starf hans sé öllum hags- muna- og rannsóknaraðilum til hagsbóta. Upphaflega voru það Atvinnuþróunarfélag Suður- lands, Matís ohf., Frumkvöðla- setur Austurlands, Hafrann- sóknastofnunin, Háskóli ís- lands, Rannsóknaþjónusta Vest- mannaeyja ehf., Skinney - Þinganes hf. og Vinnslustöðin hf. sem mynduðu klasann en á föstudaginn bættust við Auðbjörg / Atlantshumar, Hafnarnes - Ver og Rammi, öll í Þorlákshöfn. Markmið fundarins, vinnslu- hlutfall og aflaheimildir Markmið fundarins var: Auka samstarf humarklasans Gera samstarfið virkara Fjölga samstarfsaðilum Kynna rannsóknaverkefni Gera stefnu klasans skýrari Styrkja tengslin innan klasans Skoða og skipuleggja framtíðina Vinnsluhlutfall (áætlað) 46% í Þorlákshöfn 31% á Homafirði 22,5% í Vestmannaeyjum Samtals 99,5% Úthlutun atlaheimilda. 09-10 2.200 tonn af heilum humri eða.. 667 tonn af slitnum humri -Milli ára: 67,5 tonn -Aflaheimild: 744,5 tonn Þorskígildisstuðull: 4,71 Þorskígildi humars: 3.188 tonn Heildaraflamark: 258.652 tonn Hlutfall humars af heild 1,23% Á föstudaginn var haldinn fundur í Þorlákshöfn þar sem þeir sem standa að verkefninu, Humarklasi á Suðurlandi, hittust. I klasanum eru Vestmannaeyingar og Homfirðingar en á fundinum á föstudaginn komu fyrirtæki í Þorlákshöfn að verkefn- inu. Hagsmunir þessara byggðar- laga eru miklir því þar er nær allur humar unninn og hafa þessir þrír staðir yfir að ráða tæplega 90 pró- sentum humarkvótans. Humar- klasinn var formlega stofnaður 22. júní 2007. Fundinn sátu frá Vestmannaeyjum Hrafn Sævaldsson, Atvinnuþróunar- félagi Suðurlands, Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekk- ingarseturs Vestmannaeyja, Sigmar Valur Hjartarson, Rannsóknarþjón- ustunni og Sindri Viðarsson, Vinnslustöðinni. I samtali við Fréttir sögðu Hrafn og Páll að þeir hafi oftast skilgreint klasa sem formlegt, markvisst samstarf. „í okkar tilfelli er hlutverkið að fylgj- ast með og samræma þau humar- verkefni sem unnin em af þeim sem mynda klasann," sögðu Hrafn og Páll. Núna eru sex rannsóknarverkefni í gangi. Sérstök áhersla er á að auka þekkingu á líffræði leturhumars og arðsemi veiða og vinnslu. „Með samstarfmu verður tryggt að fjár- munir og mannafli sem lagðir eru í verkefnin nýtist sem best fyrir alla aðila klasans. Auk þess styrkist rannsóknasamfélagið á Suður- og Austurlandi og til verður svæðis- bundin þekking," sagði Hrafn. „Það sem er merkilegt við þetta samstarf, er að hjá þessum fimm fyrirtækjum er áætlað að 99,5% alls humarafla á Islandi séu unnin. Hafa þau yfir að ráða rúmlega 82% veiði- heimilda í humri á þessu kvótaári," sagði Hrafn. „Með samstarfmu er verið að leiða saman atvinnulífið og rannsóknar- samfélagið til að vinna að sameigin- legu markmiði, að ná sem mestum ábata út úr greininni svo hún megi vaxa og dafna. Samstarf sem þetta er einstakt á Islandi og hagur þeirra sem að því koma að vel takist til. Þama em málin rædd með mark- vissum hætti á sameiginlegum vett- vangi, en ekki lagst í skotgrafir eins og oft hefur gerst, sérstaklega í sam- skiptum útgerðarmanna og sjó- manna annars vegar og Hafró hins vegar. Samstarfið er gott dæmi um farsælt samstarf í sjávarútvegi," sagði Páll. Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja auk Vaxtarsamnings Austurlands hafa báðir stutt við samstarfið með fjárframlögum. Var það í fyrsta skiptið sem tveir vaxtar- samningar vinna að sameignlegu verkefni. Nýjan starfshóp skipa Þorbjörn Jónsson formaður AÞS, Guð- mundur Gunnarsson Matís, Hrafn- kell Eiríksson Hafrannsóknastofn- un, Hermann Stefánsson Skinney - Þinganesi, Sindri Viðarsson Vinnslustöðinni og Jón Páll Kristó- fersson Ramma. AÐALFUNDUR Golfklúbbs Vestmannaeyja í Golfskálanum fimmtudaginn 12. nóvember 2009 kl. 20 Venjuleg aðalfundarstörf. Onnur mál Þaó er gaman að æfa í Hressó Allir geta fixndið eittHvað við sitt Hæfi Nýtt Fit Pilates námskeið að hefjast. Ótrúlcga arangursrilcar æfingar scm styrkja og stæla mikxlvægustu vöðva líkamans. Gcfur fallegar línur og góðan árangur. Fít • PíIates nniei.xrmaa Þriðjud. og fimmtud. KI. 16.10 Hefst 3. nóvcmbcr 6 vikur verð: 14.900 Kennari: Anna Lilja Strákapúl nýtt námskeið að hcfjast á morgnana Mánud. - miðvikud. og föstud. kl. 6.30 - 7.15 Frábær stemmning á síðasta námskeiði. Komdu í góðan hóp, stæltu kroppinn og komdu þér í form. Hefst 2. nóv. 7 vikur verð: 18.900 Nýtt 40 mín. brennslunámskeið með Önnu Dóru Heffst mánud. 2. nóvember. (4 vikur) nxánud. Þriðjud. og fininxtud. Kl. 13.10 Góð stcmmning og hvcr og cinn fer á sínum hraða og keppist víð að bæta sinn pcrsónulcga árangur. Skráning á námskeiðin erísíma:481 1482 Öllum námskeiðum hjá Hressó fylgir aðgangur að tímum og tækjasal Strandvegi 65 Sími: 481 1482 —► U - 25 ◄— Frábærir tíxnar Sérstaklega hannaðir fyrir ungt fólk Kennari: Sigurlína Guðjónsd. Kynntu þér stundaskrá Hrcssó á 123.is/hresso Ný ótrúlcga góð sjálfbrúnkukrexn frá Banana Boat á góðu verði f Nú hangir gott lyftingarprógram uppi í tækjasalnum. Tilvalið fyrir byrjendur að fara cftir. Æðislegir Les Mills tímar fZá*. L.eSMIL.L.5 BODYSTEP uumwtrwwi mmw BomPþ&ma

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.