Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 33

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 33
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 33 Glæsileg jólasýning Fimleikafélagsins Ránar um helgina: Skemmtilegir taktar og mikill efniviður Hin árlega jólasýning Fimleika- félagsins Ránar var haldin á laug- ardaginn í íþróttamiðstöðinni. Jólasýningin hefur fyrir löngu skapað sér fastan sess í undirbúningi jólanna, sérstaklega hjá þeim fjölskyldum sem eiga börn sem iðka hina göfugu íþrótt sem fimleikarnir eru. Sýningin í ár var bráðskemmtileg, krakkarnir sýndu skemmtilega takta og fim- leikafélagið á mikinn efnivið fyrir komandi ár. Fjölmargir áhorf- endur höfðu gaman af tilþrif- unum en milli þrjú og fjögur hundruð manns fylgdust með. I ár voru ellefu hópar sem sýndu hver í sínu lagi en jólasýningin í ár byrjaði með skemmtilegu hópatriði þar sem öll börnin, á aldrinum 4 til 18 ára, sýndu saman lítið dansatriði. Eins og alltaf er skemmtilegt að sjá yngstu iðkenduma sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni en einnig gaman að sjá framfarirnar hjá þeim sem elstir eru. Elsti hópurinn sýndi svo afburða takta, en í elsta hópnum eru fjórar stúlkur sem gera kúnstir sem engum öðrum dytti í hug að reyna. Alls voru krakkamir 140 talsins og sýndu dans, æfingar á dýnu, trampólíni, slá og tvíslá. I lok sýningarinnar voru svo veittar viðurkenningar. Hrafnhildur Stefáns- dóttir fékk Kristbjargarbikarinn fyrir að vera efnilegust á árinu. Gígja Sunneva Bjarnadóttir fékk svo Ránarstyttuna en Gígja náði bestum árangri hjá félaginu á árinu. Þá var Krístínu Asmundsdóttur sýndur mikill heiður þegar hún var valin fyrsti heiðursfélagi Fimleika- félagsins Ránar. Kristín starfaði sem formaður félagsins um áraraðir auk þess að starfa með félaginu í fjölmörg ár þar fyrir utan. Kristín lét af störfum sem formaður í haust. Og það verður ekkert slegið slöku við á nýju ári því framundan em fjölmörg mót hjá Ránarkrökkunum. Svanfríður Jóhannsdóttir, yfirþjálf- ari, segir að farið verði á meira en eitt mót í mánuði það sem eftir lifir vetrar. „Næst er það Þrepamót hjá áhaldastelpunum um mánaðamótin janúar-febrúar. Svo verða þetta mót í hverjum mánuði en við endum svo á stóru móti í hópfimleikum hér í Eyjum 15. maí. Við búumst við fímm eða sexhundruð keppendum á það mót og við finnum að það eru margir spenntir fyrir því að koma til Eyja. Síðast var þetta mót á Egilsstöðum og heppnaðist mjög vel en Fimleikasamband fslands reynir að halda þessi mót úti á landi til að krakkarnir fái tækifæri til að kynn- ast betur.“ Þessar stelpur tóku sig vel út með jólasveinahúfurnar á hausnum. Kristín Ásmundsdóttir og Anna Hulda Ingadóttir, formaður. Oska öllum bæjarbúum Gleðilegra jóla og góðs árs. Þakka hlý bros og kveðjur Freyja á Nýlendu v_____________________ Q7estmanmegjumjálin 2009 QKœru vinir 0$ oBttingjœr Q00 óskum pkkur öllum gleðileprajók, órs og fndor, med fakkloeti fprir mnskop eg frœndsemi I0in- na óra. jfafnframí vifum vid pakka fprir hlþ- for kvedjur ocp qódar hupsonir til f ölskpldun- nor á efdum síundum á I0nu sumri. cMdnfrét ofóhannsdóttir ðjföhkplda A Strumparnir voru krúttlegir og stóðu sig virkilega vel á sýningunni. Þessi unga dama var með ein- beitinguna í lagi. Hrafnhildur Stefánsdóttir fékk Kristbjargarbikarinn og Gígja Sunneva Bjarnadóttir fékk Ránarstyttuna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.