Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Page 37

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Page 37
Frcttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 37 búið til, til að klekkja á okkur. Ég man að þeir rétt mörðu okkur. En þetta var skemmtilegur hópur og skemmtilegur tími enda voru engar tölvur eða neitt slíkt að trufla mann við íþróttimar. Reyndar fór það að lokum svo að ég hætti í fótbolta ári síðar. Ég man nú ekki af hverju ég hætti en eigum við ekki að segja að ég sé einn fárra sem hafi náð því að hætta á toppnum, svona áður en ég fór að dala,“ sagði Pétur. Pétur segir að hópurinn hafi verið þéttur. „Ef við vorum ekki saman í fótbolta, þá vorum við með Bóa á sendibflnum, sem er einmitt með á myndinni. Ég man að árið eftir spiluðum við til úrslita um íslandsmeistaratitilinn en töpuðum fyrir Val. Þá vorum við bara fjórir sem voru úr liðinu frá 1970, ég, Kalli Sveins, Lási og Bjössi Svavars. En á þessum tíma var mikið um efnilega fótboltamenn í yngri flokkunum hjá IBV enda var 1970 ótrúlegt ár í sögu félagsins, allir flokkar íslandsmeistarar nema meistaraflokkur." Árangurinn Rudolf að þakka Varamarkvörður liðsins var Jóhann Jónsson í Laufási en Jói segir að hópurinn hafi verið þéttur og góður. „í minningunni er þessi góði árang- ur 1970 fyrst og fremst hinum tékk- neska Rudolf að þakka. Hann kom hingað 1966 og ég man að ef maður fór upp á malarvöll með bolta að leika sér, þá var hann kominn stuttu síðar að segja manni til. Hann var vakinn og sofinn yfír þessu og kom með miklar og góðar breytingar. Hann kom með nýjar áherslur og nýjar ælingar og hafði mikil áhrif á okkur ungu strákana. Síðar þegar við komumst til vits og ára, þá lang- aði okkur að búa til svipað umhverfi og við fengum hinn pólska Gregor til að koma hingað. Hann var með svipaðar áherslur og hafði mikil áhrif. En þetta var breiður hópur enda stór árgangur en ég man vel hvað samstaðan var mikil innan hópsins. Ég og Hebbi vorum markverðir, Hebbi spilaði meira þetta sumarið en ég fékk svo að spila meira það næsta. Þetta var í raun og veru þannig að hópurinn var svo stór að maður var bara ánægður að vera í 16 manna hópi, hvað þá í byrjunar- liðinu." Hvenœr hœttirðu svo að spila? „1975 meiddist ég illa og var hættur en var kallaður til að aðstoða Palla Pálma 1977 í meistaraflokki. Ég var með í einhverja þrjá leiki en hætti svo. Ég hafði áhugann en var kannski ekki nógu burðugur,“ sagði Jói að lokum. Hætti á toppnum Tómas Jóhannesson varð líka Islandsmeistari með liðinu en hann, eins og Pétur, hætti í fótbolta skömmu síðar. „Hætti á toppnum eins og menn segja,“ sagði Tómas þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Annars var þetta svakalegt lið, við vorum langbestir á landinu, svo einfalt er það. Ég held að við höfum bara tapað einum leik og það var á móti úrvalsliði Faxaflóa í úr- slitaleik íþróttahátíðar ISI í Reykjavik. En það var mikill upp- gangur í fótboltanum á þessum tíma og ég man að margir af þessum strákum voru svo lykilmenn í meist- araflokki nokkrum árum seinna. Þetta var svo einfalt, þú spilaðir bara fótbolta, það var ekki mikið annað um að vera. Sjálfur spilaði ég upp í 3. flokk en hætti svo. Þetta gekk yfirleitt þannig að þegar þú varst á eldra ári, þá fékkstu að spila en svo þegar þú varst á yngra ári, þá fékkstu lítið að spila. Ég hætti lík- lega á yngra ári í 3. flokki." Tómas segist þó muna vel eftir þessu sumri. „Við náðum mjög vel saman. íslandsmótið var riðlaskipt, bestu liðin lentu í öðrum riðlinum og í raun var erfiðara að vinna riðilinn en sjálfan úrslitaleikinn. Við unnum ÍA 6:2, minnir mig, í úrslitaleik og það var langt í frá erfiðasti leikurinn það sumarið." Hvernig þjálfari var Bói? „Mér fannst Bói alltaf fínn þjálfari. Þarna voru auðvitað allt aðrar aðstæður og frumstæðari en í dag en Bói var flottur þjálfari." Bói var toppþjálfari Sveinn B. Sveinsson var einn þeirra úr flokknum sem spilaði hvað lengst í fótbolta, lék m.a. í Svíþjóð um tíma og með meistaraflokki ÍBV. Hann tekur undir með félögum sínum og nælir þjálfaranum óspart. „Bói var alveg toppþjálfari og á ennþá í manni hvert bein, 29 árum seinna. Viðspjöllumoftumfótbolta þegar við hittumst og það eru fleiri í hópnum sem eru duglegir að safna myndum og halda utan um minn- ingamar. Þetta var líka alveg ein- stakur hópur og samheldinn. Þarna urðu líka til margar skemmtilegar minningar.“ Attu kannski eina góða sögu frá sumrinu 1970? „Ég man alltaf mjög vel eftir því þegar við áttum að spila við Þór frá Akureyri. Við áttum að spila við þá á vellinum við Stýrimannaskólann, gamla Framvellinum og bæði liðin komu auðvitað langt að til að spila leikinn. Við mættum á staðinn tímanlega og ekkert bólaði á Þórsurunum. Dómarinn sagði okkur að klæða okkur í búningana sem við gerðum auðvitað. Síðan biðum við örugglega í einar tuttugu mínútur úti á velli að drepast úr kulda. Allt í einu kemur einn strákurinn hlaupandi inn á völlinn og segir að Þórsarar ætli að gefa leikinn. Þegar var gengið á hann kom í Ijós að þeir höfðu skellt sér í Tónabíó í stað þess að spila leikinn," sagði Svenni. Varð tvisvar íslands- meistari sumarið 1970 Svenni segir að ferðalögin hafi verið skemmtilegur hluti af því að vera í fótbolta. „Margir höfðu jafnvel aldrei ferðast áður en þeir fóru í sína fyrstu keppnisferð og það var þannig með mig. Ég ferðaðist í fyrsta sinn með Þór þegar við fórum í keppnisferð til Selfoss og ég man vel eftir þeirri ferð. En þessi ferða- lög tóku auðvitað lengri tíma en í dag. Nú er jafnvel skotist í dags- ferðir en við vorum að lágmarki tvo eða þrjá daga uppi á landi f einu. Svo var maður líka að spila upp fyrir sig og ég spilaði nokkra leiki með 3. flokki þetta sumar. Það má því kannski segja að ég hafi tvívegis orðið íslandsmeistari sumarið 1970.“ ÍSLANDS- OG BIKARMEISTARAR ÍBV 1970. Á myndinni má sjá leikmenn flokkanna sem fögnuðu sigri á íslandsmótinu sumarið 1970,1. 2., 3. og 4. flokkur auk þess sem 2. flokkur varð bikarmeistari.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.