Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 41
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
41
FRÁ OPNUNINNI, Lúðvík, Þóra og Sigurvin ásamt nokkrum af þeim 100 gestum sem mættu við opnunina. Myndir Laufey Björk Ólafsdóttir.
Lúðvík Bergvinsson opnar lögmannstofuna Bonafíde - Næg verkefni framundan:
Fjórtán ár á þingi hafa skilað mér góðri
reynslu og þekkingu á samfélaginu
SYSTKININ Guðjón, Bryndís og Sigurvin.
Lúðvík Bergvinsson opnaði lög-
mannstofuna Bonafide með pompi
og prakt í Kringlunni fyrir
skemmstu. Auk Lúðvíks stajfa Þóra
Gunnarsdóttir og Sigurvin Ólafsson
hdl. á stofunni þar sem öll lög-
fræðistörf eru unnin fyrir fyrirtæki
og einstaklinga.
„Bona fíde kemur úr latínu, og er
tvö orð, sem við sameinuðum í eitt
og fengum þannig nafn stofunnar,
en orðin merkja „góð trú,“ sagði
Lúðvík þegar hann var spurður út í
nafngiftina. Hann sagði verkefna-
stöðuna góða og næg verkefni
framundan. „Við erum farin að
vinna talsvert með fyrirtækjum í
ýmsum verkefnum og stefnumótun,
með einstaklingum sem eru að
endurskipuleggja sín fjármál með
bönkunum. Þá er talsvert leitað til
okkar varðandi samskipti fyrirtækja
og stjómvalda, auk þess sem sjáv-
arútvegsfyrirtæki hafa leitað til
okkar. Það ástand sem nú er uppi í
samfélaginu er vægast sagt sér-
stakt, og óhætt að segja að þetta
séu mjög athyglisverðir tímar.“
Lúðvík segir afar spennandi að
takast á við ný verkefni.
„Hugmyndin var sú, að þegar ég
hætti í pólitík færi ég að praktísera
sjálfstætt og nú er það orðinn
veruleiki. Fjórtán ár á þingi er
langur tími, sem hefur skilað mér
góðri reynslu og þekkingu á sam-
félaginu. Ég sé ekki betur en við
verðum öll, hvaða störfum sem við
gegnum, að takast á við þann mikla
vanda sem blasir við þjóðinni.
Menn verða vinna vel,“ sagði
Lúðvík sem kvíðir ekki verkefna-
skorti og á alveg eins von á að
Vestmannaeyingar leiti til stof-
unnar, sem og aðrir, enda ræturnar
sterkar. „Við settum upp klukkur á
stofunni með tímanum í nokkrum
borgum heimsins og svo auðvitað
Vestmannaeyjum. Það fer því ekki
milli mála hvað klukkan slær þar,
ef þeir breyta tímanum á fastaland-
inu,“ sagði Lúðvík.
ARNAR og Bjarki, Bjarnólfur og Árni Páll voru meðal gesta.
Frábær matur
og vel lukkað
kvöld
Á föstudaginn var jólahlaðborð á
veitingastaðnum Café María, nánar
tiltekið á efri hæðinni, sem vert-
arnir kalla Conero. Salurinn hent-
ar ágætlega undir svona uppákom-'
ur og rúmlega 40 manns nutu þess
sem Stefán Ólafsson og hans fólk
buðu upp á.
Það er engum ofsögum sagt að
veisluborðið hall svignað undan
kræsingunum því fjölmargir réttir
voru á boðstólum, hver öðrum
betri. Þjónustan var einnig til
fyrirmyndar, fjórir þjónar fóru
hljóðlega um, tíndu jafnóðum af
borðunum og buðu upp á drykki.
Hinn ungi trúbador, Élías Fannar,
spilaði og söng fyrir gesti á milli
þess sem jólalögin hljómuðu í
hljóðkerfi hússins. Það gæti því
verið spennandi að prófa hinn nýja
fimm rétta nýársmatseðil Café
María 2. janúar næstkomandi þar
sem þeir Stefán og Jón Gunnar
Erlingsson bjóða upp á eitthvað
spennandi. Én í það heila, frábær
jólamatur, góð þjónusta og vel
heppnað kvöld.
Stefán bauð upp á glæsilegt hlaðborð.
Sigrún og Ragga nutu kvöldsins og það gerðu aðrir gestir líka.